Morgunblaðið - 19.10.1915, Side 2
2
M O K G UN BLAÐIÐ
Austurrískar fallbvssur
0
Menn munu minn-
ast þess enn, hversu
mikla furðu það vakti
í heiminum, þegar það
varð kunnugt, aðÞjóð-
verjar höfðu gert 42
cm. víðar fallbyssur,
sem sendu svo öflug
skeyti, að hin traust-
ustu vígi brotnuðu
fyrir þeim í smámola.
Með þessum fallbyss-
um brutu Þjóðverjar
vígin í Liege og fleiri
vigi í Belgiu. En sið-
an hafa þeir ekki haft
jafnmikil not »Digru
Berrhu« (sem er gælu-
nafn á þessum fail
byssum) og búist var
við í fyrstu, og veld-
ur það mestu um hve
erfitt er að flytja þær
og koma þeim fyrir.
— Beztu fallbyssur
Miðveldanna eru aust-
urrískar og hafa 30,5
cm. hlaupvídd. Sjást
þær hér á myndinni.
Efsta myndin sýnir
það, hvernig fallbyss-
ur þessar eru fluttar
einum stað í annan.
Eru settar undir þær gríðarsterkir vagnar, sem eingöngu eru til þess ætlaðir, en stórum bifreiðum beitt
fyrir þá. Vinstra megin að neðan sést hvernig kúlurnar eru fluttar til fallbyssunnar, þar sem henni
er beitt til víga. Eru kúlur þessar svo þungar (1200 pd.) að flytja verður þær á litlum járnbrautar-
vögnum að byssunni. Af þessura vögnum eru þær aftur teknar með lyftivélum og þeim skotið inn í
fallbyssuhlaupið, og sézt það á þriðju myndinni. Með þessum fallbyssum voru brotin vígin í Antwerpen,
Galizíu og Póllandi.
Pallur sá, sem fallbyssurnar hvíla á meðan skotið er með þeim, er úr stáli og ósamsettur. Er
hann mikið þykkari heldur en myndin sýnir, því grafið er undan honum. — Þegar byssan hefir verið
hlaðin, er henni miðað með vélkrafti og síðan hleypt af. 10—15 km. þykja gott færi fyrir þessi risa-
vöxnu morðtól.
viku áður, þrátt fyrir það þótt tals-
verður silfurskortur sé í landinu.
Þýzkir prófessorar
í Tyrklandi.
Sautján þýzkir prófessorar hafa
tekið það að sér að verða kennarar
við háskólann í Miklagarði. Eru
þeir nú að læra tyrknesku, en taka
við starfa sínum í nóvembermánuði.
Eigi er búist við þvi að þeir verði
þá þegar svo færir i málinu, að þeir
geti kent á tyrknesku, og eiga þá að
hafa túlka fyrst um sinn.
E=S! D AGÖÓFJÍN.
Afmæli í dag:
Þórunn Hafstein jungfrú.
Þórdís Jónsdóttir ljósmóðir.
Sigurbjörn Sveinsson kennari.
Jón Arason prestur, Húsavík.
Friðfinnur Guðjónsson L a u g a-
v e g 4 3 B, selur fjölbreytt og stnekk-
leg afmæliskort,
Sólarupprás kl. 7.29 f. h.
S ó ! a r 1 a g — 4.56 e. h.
Háflóð í dag kl. 3.8 e. h.
og í nótt kl. 3.28
Veðrið í gær:
Vm. a.s.a. kul, hiti 7.1.
Rv. logn, regn, hiti 6.5.
íf. logn, regn, hiti- 5.9.
Ak. s, kaldi, hiti 7.0.
Gr. s. gola, hiti 4.0.
Sf. logn, hiti 7.1.
Þh. F. lcgn, hiti 6.8.
Þjóömenjasafnið opið kl.
]o_2.
Póstar:
Ingólfur á að koma frá Borgarnesi
með norðan og vestanpóst.
Kjósar- og Keflavíkurpóstar fara á
morgun.
Lækning ókeypis kl. 2—3, Kirkju.
stræti 12.
Tannlækning ókeypis kl. 12—2,
Kirkjustræti 12.
Marz aflaði töluvert af soðfiski í
f fyrradag.
Halldór Jónasson cand. phil. gegnir
sem stendur skrifarastörfum fyrir Ilá-
skóla íslands — vegna veikinda Jóns
læknis Rósenkranz.
Samsætið í Iðnó. 125 manhs, karl-
ar og konur, sátu samsætið l gærkvöld,
þar sem Tryggvi Gunnarsson var heið-
ursgestur.
Flögg blöktu vfða í bænum f gær
í tilefni af 80 ára afmæli Tryggva
Gunnarssonar.
Gullfoss kom f fyrrakvöld til Kaup-
mannahafnar.
Morgunblaðið kom með seinna móti
út í gærmorgun. Var það vegna bil-
unar á mótornum í prentsmiðjunni.
Silfurbrúðkaup áttu þau í gær
Siggeir Torfason kaupm. og frú hans,
Helga. Höfðu þau inni boð í gær-
kveldi fyrir vandamenn og nánustu vini.
í dag frá útlöndum eða snemma á
morgun.
ísland fór frá Vestmanneyjum kl. 9
á sunnudagskvöldið. Tók þar allmitið
af vörum.
Skyldi það vera með vilja gert að
láta brunahanann hjá norðausturhorni
Austurvallar leka alt af ? — eða skyldi
hann vera í ólagi ? Þá væri mál til
komið að gera við hann, því hann hefir
nú verið svona í þrját vikur eða lengur.
Suzanna, vöruflutningaskip, fer hóð-
an síðdegis í dag til Akureyrar og það-
an til útlanda. Tekur póst.
Innborgunarverð póstávísana er
frá 18. október:
Mark 79
Sterlingspund 18,15
Frakklans franki 67^/2
Rán. Brezk. herskip tóku botnvörp-
unginn Rán, er hann var á leið hóðan
til Kaupmannahafnar, og fluttu til
Leirvíkur. Rán kom hingað frá Þyzka-
landi eftir að ófriðurinn hófst, en um *
smíði skipsins hafði verið samið áður '
og eins greitt þá þegar nokkuð af
andvirði þess. Yfirlýsingu nm þetta,
staðfesta af brezka konsúlatinu hór,
hafði skipið meðferðis til vonar og vara
og eins yfirlysingu útgerðarmanna um
það, að skipið færi alveg tómt og eigi
i öðrum erindum en þeim, að það yrði
skoðað — bæði vegna þess, að reynslu-
tími þess var útrunninn og eins vegna
árekstursins í sumar.
Vonandi er, að skipinu verði slept
fljótt aftur, er Bretar hafa athugað
vel alla málavöxtu og setji þeir það
ekki fyrir skipatökudóm.
Farþegar með skipinu voru þeir
Theodór Magnússon stud. mag., Árni
Einarsson verzlunarmaður, Georg Finns-
son verzlunarmaður og Sig. Guðlaugs-
son málari.
Trúlofuð eru jungfrú Ólöf Glafs-
dóttir frá Kalmanstungu og Sigurður
Gíslason búfræðingur frá Útskálum.
Leiksýningarnar.
Sem ein úr almenningnum leyfi
eg mér að láta skoðun mína í ljós
(og um leið margra annara, sem eg
hefi átt tal við) um leiksýningar og
dýrtíð eins og háttvirtur fríkirkju-
presturinn óskar að menn geri.
Eg get ekki sóð neina ástæðu til,
að fara að loka Bíóum eða fækka Leik-
félagssýningum, vegna dýrtiðar. Því
meiga þeir, sem fiust þeir hafa efnii,
ekki fara bæði 1 leikhús eða Bió, t. d.
námsfólkið úr sveitinni, sem skiftir
hér hundruðum, fólk, 3em aldrei á
æfi sinni hefir haft betri ástæður en
einmitt nú, sem fær margfalt fyrir
afurðir sínar, ull og kjöt o.' fl., — nú,
og við hin líka, sem endrum og sinn-
um langar til að hrista af okkur
þunga og Btrit dagsins og bregða okk-
ur, hvort heldur er 1 leikhúsið eða
Bíó.
Eg get ekki sóð, að það geti haft
nein siðferðisleg áhrif i för með sór
að taka fram fyrir hendurnar á fólki
yfirleitt, og segja : þetta máttu gera
Sterllng kemur hingað væntanlega