Morgunblaðið - 14.11.1915, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 14.11.1915, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ I Svört vetrarsjöl, margar tegnndir. Svart alklæði, nfkomið. cVC. <3*. V)uus - cH- ~ Hafnarstr. Ávextir og Kálmeti. Fljótip nú I Epli, Vínber, Bananar, Tomater, Perur, Appelsínur, Hvítkál, Rauðkál, Púrrur, Gulrætur, Rauðbeður, Citrónur, Laukur og Kartöflur. nýkomið í Liverpool. hafa unnið fullnaðarsigur. Og þó stjórnin vildi semja frið, þá mundi þjóðin krefjast þess, að barist yrði til þrautar. Allir sem einn viljum vér berjast til sigurs. Skýrsla Asquiths í brezka þinginu. Þriðjudaginn 2. nóv. hélt Asquith forsætisráðherra langa ræðu í brezka þinginu, til þess að skýra afstöðu Breta, og höfðu menn lengi þráð það. Þegar hann reis úr sæti sínu dundu við gleðióp um allan salinn, og mælti hann síðan á þessa leið: Þegar ófriðurinn hófst i ágúst- mánuði í fyrra, vorum vér viðbúnir að senda til útlanda sex fótgöngu- liðsherdeildír og tvær riddaraliðsher- deildir, og vér sendum þær. í viðureign þeirri sem Sir John French lýsir í skýrslu sinni, sem birt er í dag, hafði hann seinast í . september og í öndverðum október- mánuði í fyrra nær eina miljón manna undir vopnum. Auk þessa verður auðvitað að telja hersveitir þær, sem sendar voru til Hellu- sunds, Epyptalands og annara vig- stöðva, og einnig hersveitir þær er settar voru til varnar í útjöðrum Bretaveldis. Kanada hefir skipað 76 þúsund liðsforingjum og liðsmönnum f.am til viga. Ástralía hefir sent 92 þús., Nýja-Sjáiand 25 þús., Suður-Afríka hefir sent 6 5 þús. manna til vig- stöðvanna í Evrópu, eftir það að hún hafði algerlega unnið nýlendur Þjóðverja i Suðvestur-Afríku. Ný- fundnaland hefir sent 1600 menn. auk þeirra sjóliðsmanna, sem það sendir jafnan. Vestur Indland hefir sent 2000 menn og Ceylon og Fiji hafa einnig sent lið. Eg hefi eigi farið mörgum orðum um flotann áður, en meðan eg dvel við það efni að skýra frá því hvern her vér höfum, þá leyfi eg mér að skýra frá þvi, og eg veit að bæði þinginu og þjóðinni muni þykja gaman að vita hvert starf flotinn hefir haft við það að flytja hersveitir vorar. Síðan ófriðurinn hófst hafa flutningaskip flotans flutt 2.500.000 liðsforingja og iiðsmenn, 520.000 særða og sjúka menn og hjúkrunar- konur, og hefir auk þess flutt 2.500- 000 smál. af hergögnum og skot- færum og 800.000 hesta, múlasna og úlfalda. Þessar ráðstafanir hafa kráfist þúsund ferða yfir sjó, sem var einu- TiðurogDúnn gufuhreinsað, lyktarlaust. Tilbúinn Sængurfatnaður. 1 sinni — en því fer betur að svo er eigi lengur — hættulegur vegna þýzkra beitiskipa, og sem jafnvel ennþá er hættulegur vegna þýzkra kafbáta, þótt nú dragi mikið úr þeirri hættu. Þetta þykir mér mikilsvert atriði. Manntjón það, sem vér höfum beðið í þessum miklu siglingum er talsverl minna en xjl0 af hundraði. Eg býzt ekki við því að nokkur þjóð á neinni öld geti stært sig af nándar nærri jafnmiklum þrekvirkj- um. Auðvitað er hér undanskilið það, sem flutt hefir verið af oliu og kolum til flotans og bandamanna vorra, og býzt eg við-að þingið viti það. Þá fór Asquith enn fleiri orðum um flota Breta, og mintist síðan á flota Þjóðverja: Hvað er orðið af hinum mikla flota, sem svo mikið hafði verið skrafað um og svo miklu kostað til af fé og vitsmunum til þess að hann gæti orðið ofjarl brezka flotans? — Hann er i Eystrasalti og þorir hvergi að sýna sig þar sem Bretar eru fyrir. Allur árangurinn af sjóhern- aði Þjóðverja er sá, að þeim hefir tekist með kafbátum sínum að sökkva nokkrum kaupförum og grandanokkr- um saklausum og varnarlausum far- þegum, en hafa ekki gert oss neitt hernaðarlegt ógagn að neinu leyti. Þetta ætti að sýna mönnum það bet- ur en nokkuð annað, að brezka rík- ið leikur sitt hlutverk vel í þessum mikla hildarleik. Og nú skal eg víkja orðurn min- um að hinni þýðingarmestu spurn- ingu: Hvað gerum vér við öll þessi ókjör af herafla til sóknar og varn- ar ? Eg ætla ekki að segja neitt, eða fátt, um vesturvigstöðvarnar, þar sem meginþorri hers vors hefir bar- ist síðast liðið ár. Alt manntjón vort i Frakklandi og Flæmingjalandi var fyrir viku 577.000 — með öðr- um orðum, talsveit meira en helm- ingi tieiri menn en fyrst voru sendir yfir til meginlandsins. Sem betur fer eru margir þessara manna að eins lítið særðir. Annars hefi eg engu að bæta við skýrslu Sir John Frencb, sem birt er i dag, nema því, að Þjóðverjar hafa ekki náð einum þumlungi af landi á vesturvígstöðv- unum síðan i aprílmánuði i fyrra. Þá kem eg að öðrum kafla í hern- aðarsögu vorri, viðureigninni hjá Hellusundi. Fyrstu mánuði ófriðar- ins áttum vér ekki í höggi við Tyrki, en af ástæðum, sem nú eru löngu kunnar og eg þaif eigi að rekja, var friði slitið við Tyrkland í öndverð- um nóvembermánuði i fyrra. Eftir það var ómögulegt að vér gætum beitt öllum herkröftunum á vesturvíg- stöðvunurn. Tyrkir voru hættulegir bandamönnum vorum, Rússum, i Kákasus og þeir gátu verið hættu- legir oss sjálfum í Egyptalandi. Þeir gátu lokað Svartahafinu og þannig varnað þess að vér fengjum korn- vöru frá Rússlandi. Þegar Tyrkir voru komnir i ófrið- inn, urðum vér að bera ráð vor saman um það, hvað vér ættum að gera. Fyrst í stað höfðum vér eigi meira lið en nauðsynlega þurfti á vesturvígstöðvunum og urðum því að láta oss nægja, að verja Egypta- land fyrir árásum Tyrkja. Þessi árás var hafin, en brotin á bak aft- ur 2. febrúar. Þá var stjórnin þeg- ar farin að athuga, hvort eigi mundi tiltækilegt að ráðast á Hellusund. Og eftir að hafa ráðgast um það við ýmsa sjóhernaðarfróða menn, þar á meðal flotaforingja vorn i Miðjarð- arhafinu, var það afráðið, að hefja skipaárás á Hellusund, enda þótí nokkrir væru því andstæðir og ef- uðust um, að nokkurt gagn mundi að því verða, þar á meðal Fisher lá- varður — og er þetta ekkert laun- ungarmál. Ef menn ætla það, að árásin hafi verið hafin að óyfirveg- uðu ráði, þá er það mesti misskiln- ingur. Alt var vandlega yfirvegað áður en árásin var hafin. Og hún var hafin að samráði flotaforingjans þar og flotamálaráðuneytisins hér. Og áður hafði frönsku flotamála- stjórninni verið skýrt frá þessu öllu og hún fallist á, að rétt mundi vera, að hefja árásina og lofaði því fegin- samlega — eg hygg að eg taki ekki of djúpt í árinni, þótt eg segi það — að taka þátt í henni. Ennfrem- ur var Nikulási stórfursta, sem þá hafði á hendi yfirstjórn rússneska flotans, skýrt frá fyrirætlaninni og hann áleit, að árásin mundi verða til þess, að Rússar ættu hægra um vik í Kákasus. Það var ákveðið, að flotinn einn skyldi hefja árásina vegna þess, að vér höfðum eigi landher á að skipa. Og eg tek á mig alla ábyrgðina á þeirri ráðstöfun. Alla ábyrgðinal Og eigi nokkur maður öðrum frem- ur að bera ábyrgð á henni, þá er það eg. Eg ætlaði þá, eins og allir munu hafa ætlað, sem nokkuð þektu til og yfirveguðu ástandið, að vér gætum átt nokkuð í hættunni, en á’ hinn bóginn höfðum vér þá ráðist i það stórræði, að reyna að greiða málstað bandamanna götu á Balkau- skaga. Vér ætluðum að opna Svarta- hafið og komast inn að hjartanu í Tyrkjum, ef unt væri. Eg ætla ekki að fara að lýsa þvi, hvernig viðureignin gekk fyr en í ágústmánuði. • Þá sameinuðum vér þar mikið lið og góðan skipakost. Þinginu og þjóðinni er kunnugt um það, hvernig viðureignin hefir geng- ið. Eg vil að eins segja það, að eg hefi aldrei orðið fyrir jafnmiklum vonbrigðum í þessum ófriði, eins og hvernig þessi herferð hefir mishepn- ast. Bæði mér og þeim, sem voru þar eystra, virtist sigurvonin eigi að eins mikil, heldur sigurinn augljós. Og árangurinn af sigrinum, hefð- um vér náð honum, var ómetanleg- ur. Hann mundi hafa gerbreytt af- stöðu Balkanríkjanna og komið í veg fyrir það, sem nú er fram komið, að Búlgarar gengi í lið með óvin- um vorum. Vér hefðum komist að höfuðborg Tyrkja og ef til vill náð henni á vort vald og í Austurheimi hefði það verið álitið hinn augljós- asti vottur um yfirburði bandamanna. En herförin hefir ekki hepnast, þrátt fyrir meiri áreynslu en dæmi eru til áður, og þrátt fyrir framúr- skarándi hreysti manna vorra og þó einkum Astralíumanna. — Þá mintist hann á kafbátahernað Breta og sagði svo frá: 26. október hafði kafbátum vorum tekist að sökkva eða skemma tvö herskip, fimm fallbyssubáta, einD tundurbát, átta flutningaskip og eigi færri en 197 önnur skip af ýmsa tagi I Marmarahafinu. Það er að* dáunarverðurkafli í sögu brezka flof" ans. — Eg skal nú fara fáum ðrðum um ástandið á Balkan. Siðan ófriðuf' inn hófst og þó einkum síðan Tyrklf gripu til vopna, höfum vér —- á eg þar við alla bandamenn " Frh. á 7. bls.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.