Morgunblaðið - 14.11.1915, Síða 4

Morgunblaðið - 14.11.1915, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ hvorki meira nó minna en hann Her- bert. Hann Herbert maðurinn þinn«. »Hvað segirðu manneskja«, sagði eg »er það hann Herbert«. Því eg skal segja yður, herra dómari, að hann Herbert fór í stríðið í apríl suður eftir þarna þangað, sem Tyrkinn er, ein- hversstaðar í Asiu og síðan hafði ekki spurst af honum annað en það að skipið, sem hann var á sökk í saltan sjóinn og — guð blessi þá alla saman — hver maður sem á því var drukn- aði. Svo þór getið nærri, yðar hável- borinheit, hve ofsakát eg varð þegar hún Mrs. Jonas sagði þetta svona aldeilis með sól og tungl í málrómn- um. Eg rauk frá bollunum bara í morgunkjólnum og hrópaði svo hátt að eg er viss um, að það hefir heyrst um hálfan himininn — »Ó, Herbert ertu kominn!« »Og hvað gerði Herbert?« »Herbert hann fóll um hálsinn á mór og faðmaði mig alla og svo grét hann og þakkaði drotni fyrir að sjá mig aftur, fallega og blómlega. Og þarna grétrum við bæði og líka Mrs. Jonas og Mrs. Dobson svo götustein- arnir hefðu hlotið að vikna befðu þeir haft mannleg hjörtu, sem nú ekki var. »En hvað þú hefir breyzt, elsku Her- bert«, sagði eg, því bann var svo voða aumingjalegur og eins og ólíkur sjálf- um sór. »Og það er nú engin furða, þegar maður hefir legið 72 klukkustundir í Svartahafinu með hálfan kroppinn mas- aðan og sundur splundraðan af tund- urskeytum og sprengikúlum þá breyt- ist maður — geturðu skilið«. »Og hvað svo?« spurði dómarinn. Mrs. Herbert fór að vatna músum og bar vasaklútinn upp að augum sór. »Já, yðar hávelborinheit — það er nú ekki gaman fyrir konu á bezta aldri sem alla sína tíð hefir verið laus við allan útslátt og svoleiðis, að segja frá svona nokkru —---------«. »Takið í yður kjark góða frú, takið í yður kjark ef þór getið«. »Já — eg skal gera það, herra dóm- ari. Barna minna vegua skal eg gera það. — — Hann þarna sem þóttist vera Herbert — þetta afhrak og úr- slíka sprengingu. Augun eru alveg óskemd, en hannj“sér þó’^ekkert. Og hann heyrir ekkert heldur. Heil- inn hefir orðið fyrir svo miklu áfalli að hann hefir ekki beðið þess bætur enn þá. Ef til vill getur hann hugsað. En talað getur hann ekki. í litium sal á neðsta gólfi eru margir hermenn saman komnir og hlýða á meðan lesið er upphátt fyrir þá um sigrana í Champagne. Loks- ins koma þá mikil og góð tíðindi. Ungu mennirnir reykja vindla og horfa út í bláinn eins og eitthvert töfraland blasi við þeim. Og þá sé eg fyrst að þeir eru allir blindir. Þeir heyra getið um staðina þar sem áhlaupin hepnuðust — þar sem stórskotahríðin muldi sundur varnar- vígi óvinaDna og þar sem fallbyssur voru teknar. Og þeir kinka kolli hver til annars — og brosa. Já — þarna hafa þeir sjálfir verið. Þarna kannast þeir við sig. Þarna og þarna börðust þeir sjálfir. Að sjá svona marga unga og hrausta menn með tómar augna- þvætti mannkynsins, þessi þrjótur sem nú kallast Robinson — hann fór inn með mór og heilan hálfan mánuð lifð- um við saman rótt eins og það hefði verið hann Herbert. Og allir voru að koma og heimsækja okkur og þegar eg var að segja að mór þætti hann ekki eins og hann Herbert og eins og eitthvað undarlegur og öðru vísi, þá sögðu allir við mig: hvaða vitleysa, það er hann Herbert, það er hann Herbert — því máttu trúa og treysta eins og sólinni og stjörnunum«. »En þegar þið fóruð að lifa saman eins og maður ög kona, gátuð þór ekki þá gengið úr skugga um að — —«. »Jú — það var nú einmitt þá, yðar hávelborinheit, að hann var eins og alt öðru vísi en hann Herbert og svo var hann heldur ekki með ankerið á upp- handleggnum en það sagði hann nú að hefði skolast af sór. Því, sagði hann, þegar maður liggur 72 klukkustundir í Svartahafinu hálfmolaður og sundur splundraður af tundri og sprengikúl- um, þá fer nú af maríni það sem meira er en eitt ankeri. Og svo hafði hann aldeills mist minnið og mundi ekki vitund. Ekki einu sinni nöfnin á bless- uðöm börnunum eða vinnukonunni. Og þess vegna bað eg nú hana Agnes systur mína að koma og hún kom og óðara fóllu þau í fangið hvort á öðru húgrátandi og hún skammaði mig fyrir tortrygnina og sagði hvað eftir annað við mig: »Það er hann Herbert«, sagði hún. »Herbert sjálfur og enginn annar«. Og avona gekk það nú, herra dóm- ari og göfugu kviðmenn, þangað til þessi kona þarna, sem segist vera Mrs. Robinson, kom og tók hann. Hún húðskammaði okkur bæði, en það veit gvöð að aldrei sóktist eg eftir honum Robinson og hefðu ekki allir sagt að það væri hann Herbert, þá hefði eg aldrei lofað honum það sem eg lofaði. Því þegar maður er í blóma lífsins og á bezta aldri er það hart að vera svikin svona. Og eg blð yður, allar yður hávelborinheitir, að láta bann fá sitt straff og helzt konuna líka, sem ekki passar upp á hann og — það veit gvöð — sannarlega þó þarf. Því það er sveimór ekki neitt gaman að geta ekki stigið svo spor út á götuna að ekki hver strákur og stelpa grenji á eftir raanni: »það er hann Herbert, það er hann Herbert«, eins og þeir — það veit sá eini — gera núna hve- nær sem eg stíg mínum fæti út fyrir hússins dyr. Látið þan fá sitt straff, háu hæstvelborinheitir, það er það ein- asta sem getur gefið mínu mædda móðurhjarta örlitla fróun — — —«. Með þessu hjartnæma ákalli til dóm- endanna settist Mrs. Herbert og þurk- aði af sór svitann og tárin með stór- um vasaklút. En svo allir í salnum heyrðu sagði Mrs. Robinson við hana um leið og hún gekk fram hjá henni inn í vitnastúkuna: »Auli — fádæma auli ert þú. En hálfu verri var hann þó, að geta lagt lag sitt við þig — föj þór, svo ljót sem þú ert!« Sókrates. Dangiis hershöfðingi. Þegar Grikkir áttu i ófriði við Tyrki síðast, var Danglis hershöfð- ingi formaður herstjórnarráðuneytis þeirra. En er Venizelos fór fram á það i fyrsta skifti, að Grikkir skyldu ganga i lið með bandamönnuro, gerðist Danglis öflugur mótstöðu- maður hans, og það réði mestu um Alt sem að greftrun lýtur: Líkkiitnr og Líkklæði bezt hjá Matthíasi Matthíassyni. Þeir, sem kaupa hjá honum kistuna, fá skrautábreiðu lánaða ókeypis. Simi 497. það, að Venizelos varð þá að segja af sér. Danglis treysti eigi Grikkj- um til þess, að þreyta kapp við Búlgariu og Tyrkland. En þeim mun meiri athygli vakti það, er hann var gerður að hermálaráðherra í stjórn Venizelos. Það ráðuneyti er nú að visu fyrir löngu fallið, en menn ætla, að Danglis sé ekki jafn andvígur Venizelos eftir sem áður og hefir það mikla þýðingu, því maðurinn á margt undir sér. Belga-samskotin. Það hefir verið hljótt um þau um tima. Hefir nefndin verið að bíða eftir skilagrein frá ýmsum sem veitt hafa gjöfum móttöku og þeim, sem hafa ætlað sér að gefa, en hafa ekki enn afhent gjaikera gjafirnar. Upphæð sú, sem þegar er af- hent gjaldkera, nemur kr. 5122.57 og af því hefir Morqunblaðið safnað kr. 48yj.yy. Hefir sú upphæð verið lögð inn á sérstaka bók í Lands- bankanum, smátt og smátt eftir því sem safnaðist, og hefir þannig borið vexti, sem bætt verður við sam- skotaféð, áður það verður sent nú í byrjun desembermánaðar. Samkvæmt auglýsingu sem birtist í blaðinu í dag í gær, biður nefndin þá, sem fé hafa safnað, að skila því til gjaldkera nefndarinnar, hr. konsúls Jes Zimsens, fyrir lok þessa mán- aðar. Æskubragur hennar leikur um vit hans og hann baðar flekkótt andlitið í ilminum af hári hennar. Þrir Afrikumenn, Múhamedsmenn, sitja á bekk og stinga saman nefj- um. Þeir stara með tómúm augna- tóftum út í myrkrið. Þeir talast við á móðurmáli sínu — ef til vill um ættjörð sína, um ljósið og sól- arhitann í Algier og Marokkó. Þeir komast einhvern tima heim til sín, en heimkynnin sin sjá þeir aldrei framar. Þeir verða að eins að láta sér nægja að finna það, að þeir séu heima. Nei, sjá! Þarna kemur regluleg- ur örkumlamaður. Tréfótur, hand- leggsstúfur og tómar augnatóftir — — — jæja. Nú hefir hann lagt handleggsstúfinn að mitti feitrar hjúkrunarkonu, sem Ijómar af gleði út af því að geta verið honum til þægðar. Og hann syngur. Hann ber höfuðið hátt og er ölvaður af gömlum minningum — eða draum- um. Er það svo furðulegt þótt jung- frúin sé glöð í skapi? Hann heldur tóftir eða brostin augu — — nei, við skulum hlaupa yfir hið sorglega. Þeir eru ekki að fárast um það sjálfir. Þeir bera það með stillingu — þjáningarnar, ósigrana og sigrana. Eg vík mér að háum liðsforingja. Hann er bóndasonur frá Auvergne. Annað augað hefir hann mist alveg og bundið er fyrir hitt. — Jæja, félagi. Þú munt sanna það, að læknarnir bjarga því aug- anu, sem bundið er fyrir. — Þeir hafa þegar bjargað þvi, monsieur. Þeir stungu það úr mér fyrir hálfum mánuði, svo það er nú úr allri hættu. Þetta band hérna hefi eg að eins til minningar um það. En þetta geð, þessi galliska geð- ró, að geta brosað við hinum hræði- legu forlögum I Takið eftir því, norðurbyggjar, og lærið af því. Úti fyrir skín sólin milli trjánna í hinum stóra garði og margir vegir eru þar til að ganga eftir. Þeir ganga þar saman tveir og tveir og leiðast, Stórskotaliðsmaður og f)allahermaður með lága húfu í öðrum vanganum. Þeir eru að æfa sig í þvi að ganga blindandi. Þeir hafa sinn stafinn hvor og þreifa sig áfram með þeim. Undir einu trénu er bekkur og þar situr ung stúlka í hvitum hjúkrunarbúningi og kenn- ir tveimur hermönnum að leika á fiðlu. Hún er af hinum göfugustu ætt- um í Faubourg St. Germain, en hún hefir einnig lokið námi á hljóm- listarskóla. Það getur verið, að hana hafi einhvern tíma dreymt um það, að verða heimsfræg. Nú er hljóm- listin sama sem landvarnarskylda henn- ar. Hún á að græða meinin. Hún á að kenna hinutn blindu að sjá. Hljómarnir eiga að verða að birtu fyrir hina blindu. Blindi lærlingurinn, sem er að æfa sig, er allur bláflekkóttur i fram- an. Sprengingin varð svo nærri honum, þá er þeir félagar gerðu áhlaup á skotgröf nokkra. Bæði augun misti hann, en yfirskeggið er snoturlega snúið upp á við. Hann er tuttugu og fjögra ára og hún tvitug. Hún ljómar af gleði og hann brosir. Það getur vel verið, að hann sjái hana samt sem áður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.