Morgunblaðið - 14.11.1915, Page 7

Morgunblaðið - 14.11.1915, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ 7 Avextir. cyiýfiomið með e.s. „Suíífossi^: Vínber — Epli — Bananas — Citrónur — Kartöflur — Hvitkál — Rauðkál — Purrur. . <3on vvjartarson & @o. Talsími 40. Hafnarstræti 4. Vagnhestur 6—9 vetra gamall. duglegnr, öskast keyptur nú þegar* Uppl. í Mýrarhúsum. Sími 424. Slitföt. Hin ágætu slitföt eru nú komin í nægu úrvali í Austurstræti 1. cHsg. <9. &unnlaugssoti & Qo. 2 duglegir trésmiðir geta fengið atvinnn við bryggjusmíði á Dýrafirði. Sernjið við Benedikt Jónasson, verkfræðing Bjargarstíg 15. Frh. af 2. bls. verið óþreytandi í því að reyna að koma samkomulagi á meðnl Balkan- þjóðanna og Rúmena. Arangurinn — eg tek það fram aftur — hefir orðið vonsvik og mishepni, um það að koma þar á bandalagi og það er ef til vill ekki að furða þótt raddir heyrist um það, að betur hefði mátt takast ef öðru vísi hefði verið að farið. Ef eg má nú í eitt skifti svara þessum aðfinslum, þá vil eg geta þess, að það eru tvö eða þrjú atriði því viðvikjandi, sem mönnum sést yfir vanalega, en ættu að at- hugast þegar um málið er rætt. Eitt er það, að samstefna er jafn ómiss- andi i samningaviðskiftum ríkja í milli eins og í herstjórnarviðskiftum. Þjóðverjar hafa þar alt af staðið bet- ur að vígi. Annað atriðið er kriturinn milli Balkanríkjanna. Þá verður og enn fremur að geta þess, að til skamms tíma höfðum vér ástæðu til að ætla að Grikkir mundu standa við loforð sín við Serba. En eg segi það í nafni stjórnar- innar og brezku þjóðarinnar — og eg veit að eg tala þar einnig fyrir munn bandamanna vorra Frakka og Rússa — að vér getum eigi liðið það, að Serbía verði þessu illa banda- lagi að fórn. Franska og brezka herstjórnin hafa rætt rækilega saman um þetta efni og það endaði með þvi, að JofFre hershöfðingi kom hing- að til Lundúna. Og mér þykir vænt um að geta sagt það. að áraDgurinn varð sá, að vér urðum alveg á sama máli um það, hvernig að skyldi far- ið. Eg get ekki sagt frá því hverjar fyrirætlanir vorar eru, en svo mikið get eg sagt, að menn mega vera þess fullvissir, að vér munum i félagi taka saman höndum við Serba. Og að svo miklu leyti sem í minu valdi stendur, fullvissa eg menn um það, fyrir stjórnarinnar hönd, að það er ekkert þýðingarmeira í þessum ófriði en það, að Serbía geti varðveitt sjálfstæði sitt. Frh. *=E3 DA0Bð![IN. C=3 Afmæli í dag: ÓlafíiB Ingibjörg Klemenzd. jungfrú. Karólína Benediktsdóttir jungfrú. Metta Kr. Ólafsdóttir húsfrú. Halldór GuSmundsson rafmagnsfr. Páll Halldórsson skólastjóri. ÞórSur Thoroddsen læknir. Grímur Jónsson cand. theol. ísaf. Jóh. L. L. Jóhannesson prestur. Friðfimmr Guðjónsson Lauga- v e g 4 3 B, selur fjölbreytt og smekk- leg a f m æ 1 i s k o r t. Sólarupprás kl. 8.54 f. h. Sólarlag — 3.31 e. h. Háflóð i dag kl. 11.15 f. h. og kl. 11.55 e. h. Veðrið í gær. Laugardaginn 13. nóv. Vm. logn, kuldi 4.7. Rv. logn, kuldi 3.5. ísaf. n. snarpur vindur, kuldi 2.5. Ak. s. kul, kuldi 6.5. Gr. logn, kuldi 15.0. Sf. logn, kuldi 6.2. Þórsh., F. n. gola, kuldi 0.5. Þjóðmenjasafnið opið kl. 12—2. Náttúrugripasafnið opið kl. l'/2— 27r* Innborgunarverð póstávísana er frá 12. nóvemher: Mark 77 Frakklands franki 65 Florin 1,64 Sterlingspund 17,70 Króna til Noregs og Svíþjóðar IOU/2 Guilfoss kom í gærmorgun frá út- löndum og Austfjörðum með rúmlega 300 farþega, flest verkafólk að austan. Meðal farþega voru Ársæll Árnason, frú Frederiksen kolakaupmanns og börn, Gunnar Ólafsson kaupmaður, Matthías Óiafsson ráðunautur, Jón Árnason skipstjóri, ungfrú Ásdís Guð- laugsdóttir, Pótur Ásgrímsson og frú hans o. m. fl. Botnia kom frá New York í gær hlaðin vörum tii landsstjórnarinnar. Með skipinu komu Jón Bergsveinsson síldarmatsmaður og Björgólfur Stefáns- son verzlunarmaður. Are, flutningaskip Eiíasar Stefáns- sonar, kom hingað i gær frá Bretlandi hlaðið kolum. Loftskeytatækin eru nú komin á Guilfoss. Eru þau af nýjustu gerð og útbúnaður allur hinn vandaðasti. Tæk- in hafa reyust vel á leiðinni frá Kaup- mannahöfn, en koma að engum notum hór við land, vegna þess að hór er engin landstöð. Fyrsti snjórinn á vetrinum kom í fyrrinótt. Alhvít jörð í gærmorgun. Farþegar voru svo margir á Gull- fossi, að ekki var unt að útvega nærri ölium pláss. Varð fólkið að vera á fót- um allann tímann frá Austfjörðum. Skipstjórinn gekk úr herbergjum sín- um og lánaði þau fólki, sem annars hefði orðið að hýrast á þiljum. Messað í dag 24. sunnudag e. trín. (guðspj. Hin blóðfallssjúka, Matt. 9., Jóh. 5, 17.—23., Lúk. 2, 37.—40.) í dómkirkjunni: Kl. 12 á hád. síra Jóh. Þork. (alt- aiisganga), kl. 5 síra Bj. Jónsson. Messað í fríkirkjunni í Reykjavík: Kl. 12 síra Ól. Ól. — 5 próf. Har. Níelsson. fsland kom til Vestmanneyja í gær síðdegis. Er væntanlegt hingað í dag. Margir kvörtuðu yfir því, hve seint pósturinn var fluttur í land frá Gull- fossi í gær. Skipið hafnaði sig kl. ÍO1/^, en kl. l^1/^ kom pósturinn á land. Oss var sagt í gær, að orsökin væri sú, að ómögulegt hafi verið að komast að póstinum vegna mannfjölda 4 skipinu. Farþegar urðu að fara frá borði áður pósturinn yrði afgreiddur. Ástandið í Þýzkalandi. í ameriksku blaði frá 24. f. m., sem oss hefir borist, ritar blaða- maður um ástandið í Þýzkalandi. Hafði sá dvalið i Þýzkalandi um tveggja mánaða skeið, en siðan hald- ið heimleiðis um Kaupmannahöfn. — í greininni segir meðal annars: Það er enginn efi á því, að hafn- bann Breta hefir mjög mikil áhrif á lif manna i Þýzkalandi. Verð á allri nauðsynjavöru hefir hækkað afskap- lega undanfarna mánuði, sumar mat- vörutegundir eru með öllu ófáanleg- legar. Bezta sönnun þess, að mjög er farið að sverfa að Þjóðverjum heimafyrir, er að þýzka stjórnin læt- ur hverja fyrirskipunina á fætur ann- ari frá sér fara, en allar ganga þær út á það að minka matinn við fólk- ið. Miljónir manna hafa ekki fengið nægju sína í marga mánuði. Um stræti stórborganna hlaupa börn, fáklædd, óhrein og soltin, og biðja um mat. Hópar kvenna og barna hima jafnan fyrir framan mátvöru- verzlanirnar og horfa beiðandi aug- um á kjötið og pylsurnar fyrir inn- an gluggana. En aura til að kaupa fyrir hefir enginn. Atvinnulaust með öllu, verksmiðjur flestar lokaðar — nema hergagnaverksmiðjur — en

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.