Morgunblaðið - 22.11.1915, Page 1

Morgunblaðið - 22.11.1915, Page 1
Mánudag 22. nóv. 1915 3. airgangr 22. tölublað Ritstjórnarsími nr. 500 Ritstjóri: VilhjálmBr Fitisen. ísafoldarprentsmiðja Afgreiðslnsím' nr. 500 Snjódrolningin. Astarsaga frá Finnlandi í 3 þáttum. Aðalhlutverkin leika: Liili Beck og Victor Sjöström. Það er afbragðs góð mynd, sem öllum mun geðjast að. Allar stærðir af íslenzk- um fánum úr ekta litum sendar hvert á land sem vill. YöruMsið. jrrr/riiiTTi.iiTJJJLiiiir l Dúnn og fiður ódýrast og bozt í Vöruhúsinu. arrriTrrrrrrxrEmiiixrjJ K. F. U. M, Biblíulestur i kvöld kl. 81/* Allir ungir menn velkomnir. Hérmeð tiikynnist að sonur okkar elskulegur, Sigurður Pálsson, andað- ist á heimili sinu Vesturgötu 32, 20. nóv. sfðdegis. Rannveig Sigurðardóttir. Páll Matthíasson. Lesið Morgunblaðið. Chivers’ niðursoðnu ávextir, svo sem jarðarber, fruit-salad 0. fl. eru óviðjafnanlegir. Sama m& með sanni segja nm fleiri vörnr fr& Chivers’, t. d. sultntau, marmalade, hnnang, kjöt- og fisk-sós- Ur, súpuduft, eggjaduft og lyftidnft. Old J ohn Oats skozka haframjölið i ’/, og '/, kilogr. pökknm, nota nú allir sem reynt hafa, fremur en aðrar teg. af haframjöli. í heildsölu fyrir kanpmenn, hjá G. Eiríkss, Reykjavik. Aukafundur í Heilsuhælisfélaginu verður haldinn í Bárubúð uppi mánudig 22. nóvbr. kl. 9 e. h. Verður þar lagt fram til fullnaðaratkvæða frumvarp til breytinga á lögum félagsins. Þess er vænst að félagsmenn fjölmenni á fundinn. Reykjavík 19. nóvbr. 1915. Stjornin. Bjargvættur Serbiu. Það eru ekki margir menn sem trúa því nú, að Serbar muni eiga viðreisnarvon, og ef til vill trúa þeir þvi naumast sjálfir. En það er til spádómur um það, að þjóðin eigi ekki að liða undir lok, og hefir norski hershöfðinginn H. Angell skýrt frá því nýlega í »Norsk Aften- post«. Angell hershöfðingi hefir ferð- ast um Balkanlöndin, og rita bæk- ur bæði um Serba og Svartfellinga. Helgi Valtýsson þýddi bók hans »Svartfjallasynir« á islenzku hér um árið, og mun hún mörgum kunn. Angell segir svo frá, að átið 1908, þegar Austurríkismenn inniimuðu Bosniu algerlega, þá hafi gamall serbneskur bóndi komið til Belgrad og spáð því, að þrjár styrjaldir mundu bráðlega koma yfir landið. Um hina siðustu og hræðilegustu fór hann þessum orðum: Eftir hinar tvær styrjaldir rnun koma sú þriðja, og henni fylgja miklar hörmungar. Nýir óvinir, öfl- ugri hinum fyrri, munu umkringia Serba. Þeir munu brjótast inn í landið, og Serbar munu verða svo aðþrengdir, að konur þeiria munu ekki vita hvert þær eiga að flýja. Þær munu gráta blóði og tárum yfir hinum föllnu sonum sínum, en þær munu ekki vita hvar grafir þeirra eru, því grafirnar eru allsstaðar. — Hræfuglar munu safnast um tafnið, þeir munu slíta hjartarætur Serba með nefjunum, og blóð Serba mun leka af klóm þeirra. En þegar landið liggur i dauða- teygjunum og neyðin er stærst, þá mun upp rísa mikill maður af ætt- um kotunganna. Hann mun reka alla óvinina burtu úr landinu, og um hann munu allir Serbar fylkja sér.---------- Angell hershöfðingi lætur þess ennfremur getið, að sá maður, sem Serbar treysti öllum öðrum fremur, sé Givko Pavlovish hershöfðingi. Hann er sonur fátæks bónda, en vann sér mikla frægð í Balkanstyrj- öldunum tveimur. Faðir hans bjó i afdal, og sonur hans hefir eigi not- ið neinnar mentunar erlendis. Aliir Serbar þekkja hann, þótt fæstir þeirra hafi séð hann, og allir vona þeir það, að hann muni verða bjargvætt- ur landsins. 300.000 hermenn til Balkan. Frá Ítalíu kemur sú fregn, að bandamenn séu stcðugt að setja lið í land hjá Saloniki, og það sé ætl- an Frakka og Breta, að senda þang- að 300,000 manns. Er búist við því, að innan skamms muni háðar hinar blóðugustu orustur í Búlgaríu og Makedoniu. Þá er það og sagt, að eftir inni- legri beiðni Svartfellinga hafi ítalir afráðið að senda þeim her til hjálpar. í sambandi við þetta er fróðlegt að athuga það, sem Beresford lávarð- uf sagði i ræðu í brezka þinginu 2. þ. m., er hann var að tala um það, hvað Bretum hefði yfirsézt í þess- um ófriði. Hann ávitti mjög þann hugsunar- hátt hjá þjóðinni, að vilja »bíða og sjá hvað setur«. Slíkt mætti ekki eiga sér stað í ófriði. Þá yrðu menn að vera skjótráðir og framsýnir. Til þessa hefðu Bretar ekki haft neina ákveðna stefnu, ekkert markmið og algerlega misskilið, hverjar nauðsynj- ar kölluðu að í ófriðnum, með þvi að bíða og vilja sjá hvað gerðist. í öllum styrjöldum yrðu menn að setja sér ný markmið og vera viðbúnir að snúast við nýjum atburðum. Þjóð- verjar hefðu jafnan haft ákveðnar fyrirætlanir fyrirfram, hvernig sem atvikin breyttust, en hann sagði þó, að þeim hefði skjátlast jafn mikið, eða meira, en Bretum. — Bretum hefði fyrst skjátlast hjá Antwerpen, síðan hjá Hellusundi og nú væri við þvi búið, að þeim yrði sama skyssan á í Serbiu. Alt þetta væri þvi að kenna, að þeir hefðu eigi haft nein- ar ákveðnar fyrirætianij. Hann kvað það ðllum mönnum ljóst, sem nokk- uð þektu til hernaðar, að flotanum væri ómögulegt að komast gegnum Hellusund nema þvi að eins, að 200.000 hermenn veittu honum að- eða Yiljinn sigrar. Stórfenglegur sjónleikur i fimm þáttum og 200 atriðum, leikinn af hinum frægu og fögru leikendum: Frk. Bobinne og M. Alexandre frá Comedie Francaiss. Efni þessa leiks er að lýsa þvi hvernig einbeittur vilji cg staðföst ást brjóta allar hindranir á bak aftur, og er það sýnt á svo fagran hátt sem Frökkum einum er trúandi til. Til þess að myndin njóti sín verð- ur að sýna hana alla í einu lagi og sökum þess hvað hún er löng kosta aðgöngumiðar: 80 aura beztu sæti, 60 — önnur — 30 — almenn — i=ir=niE=ir=i cIKifiié úrval af =j RattasRrauti j= kom nú með Gullfossi Egill Jacobsen. Jr=ir=iT=ir==iL stoð Asiumegin og x jo.ooo á Galli- poliskaga. En enda þótt þetta lið væri svo vel búið að vopnum og öðrum hergögnum, sem föng væru

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.