Morgunblaðið - 30.11.1915, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
H. P. Duus A-deild. Hafnarstræti Kápur og Treyjur, Alklæði og VetrarsJöI.
er félagið hefir til meðferðar. Eins
og- því hefir verið hngað getur ekki
gengið lengur.
3. Félagið veitir ýmsa styrki, sem
eru meiningarlausir. T. d. vil eg
nefna túnasléttu styrk og styrk til
smjörgerðarbúa. Báðar þessar styrk-
veitingar voru — máske — nauðsyn-
legar fyrst, en nú er tíminn fyrir
löngu kominn að fella þær burtu.
Enginn maður sléttar 1 dagsláttu í
túni sínu vegna þess að hann á von
á þessum styrk, hann gerir það af
miklu heilbrigðari hvötum. Þessir
styrkir mynda stóra upphæð og þeim
peningum væri betur varið á öðru
sviði.
Við bændur viljum heldur ekki
launa ráðunaut til að sitja í »Socia-
listiskuc-verkmannafélagi í Reykjavik.
Hans verksvið er annarsstaðar.
Það er aðallega tvent, sem riður
á fyrir bóndann: Jarðræktin og hús-
dýraræktin. Það þýðir ekkert fyrir
bónda uppi í sveit, að heyja mikið
og gott fóður, ef gripir hans eru
svo ófullkomnir, að ekki borgar sig
að láta þá umsetja fóðrið. Búnaðar-
félag Islands lætur það framfara við
þröskuld sinn, sem ódæði má nefna,
gagnvart húsdýraræktinni. Til Reykja-
víkur og í nánd Reykjavíkur eru vald-
ar hinar beztu kýr, sem völ er á,
hingað og þangað að á landinu.
Mér er kunnugt um að kýr þessar
eru úr fyrsta og bezta flokki kúa hér á
landi, en samt er hver kálfur skor-
inn og móðirin, þegar hún er útlif-
uð — sem von er til, án þess að
hafa yngt sig upp. Þetta fer fram
við þröskuld Búnaðarfélagsins. Þetta
kalla eg áhugaleysi. — Óþolandi. —
Gæti félagið ekki komið á fót, smá
nautgriparæktaíbúi, t. d. 10—20 kúm.
Jú, með mjög litium kostnaði. Kýrn-
ar eru valdar hingað hver fram af
annari og alt drepið niður. Þetta
þarf nauðsynlega að bæta og er eng-
um skyldara að leggja mál þar til
en þeim mönnum, sem sitja í Bún-
aðarfélaginu.
Annað niðurdrep fyrir búnaðinn
fer fram við dyr félagsins, og er
það engu betra en hið fyrra. Sér-
staklega i Gullbringusýslu hafa hin-
ar stærstu og ágætustu jarðir OTÖið
tyrir því að falla í eign þeirra
manna sem hafa gert þær ómögu-
legar til ábúðar. Sumar svo mjög
eyðiiagðar og aðrar pressaðar með
álögum af eigandanna völdum. Að
félagið geti ráðið bót á síðastnefndu,
segi eg erfitt, en skilt væri því að
koma með tillögu í þá átt. Þetta
horfir til alvarlegra vandræða fyrir
alla þjóðina. Landið er blátt áfram
eyðilagt af eigendum þess.
FiðurogDúnn
gufuhreinsað, lyktarlaust.
Tilbúinn Sængurfatnaður.
Það er þess vert fyrir bændastétt-
ina að hún athugi meðferð fjár þess
sem henni er veitt af opinberu fé.
Eg skal taka það fram að hér á eg
ekki við neina óráðvendni heldur
óráð.
Eg bið alla muna það, að mér
sýnist svo sera eg hér hefi skrifað.
Geir Guðmundsson.
Bessastöðum.
--------
C3S5 DAÖBOfflN. C=>
Afmæli í dag:
Guðm. Guðmundsson verzlunarm.
Har. Níelsson prófessor.
Jónas Andrósson verzlunarm.
d. Karl XII. 1718.
Friðfinnur Guðjónsson Lauga-
v e g 4 3 B, selur fjölbreytt og smekk-
leg a f m æ 1 i s k o r t.
Sólarupprás kl. 9.44 f. h.
S ó I a r 1 a g — 2.49 e. h.
Háflóð i dag kl. 11.6 f. h.
og kl. 12.14 e. h.
Veðrið í gær.
Mánudaginn 29. nóv.
Vm. a. stormur, hiti 5.6
Rv. a. sn. vindur, hiti 5,5
íf. n.a. stormur, 3.5
Ak. n.v. andvari, hiti 2.0
Gr. a. st. gola 0.0
Sf. logn, hiti 2.6
Þh. F. logn, hiti 6.5.
Lækning ókeypis kl.12—1, Kirkju-
stræti 12.
Þjóðmenjasafnið opið kl. 12—2.
Tannlækning ókeypis kl. 2—3
Kirkjustræti 12.
Ingólfnr Arnarson kom af fiski-
veiðum í gær, eftir nær hálfs mánaðar
útivist. Aflaði hann fremur lítið, 20
til 25 smálestir. — Hafði verið fyrir
Vesturlandi.
Leiðrétting. í greininni um Lands-
spítalasjóðinn í sunnudagsblaðinu hefir
fallið úr ein setning. Þar stóð að »kon-
ur þær, sem að þessu máli standa, eru
ekki svo barnalegar«, en átti að vera:
»svo barnalegar að halda það, að fjár-
söfnun þessi megni af eigin ramleik að
reisa Landsspítala«.
80 ára verður í dag frú Jakobína
Thomsen, ekkja Gríms Thomsens. —
Verður henni í tilefni af afmælinu hald-
ið samsæti í Iðnó í kvöld af nánustu
ættingjum og vinum.
Sterling kom til Vestmanneyja í
gærmorgun. Veður var þar ilt, og gat
skipið ekkert aðhafst þar fyrir stormi
og brimi.
Þorst. Júl. Sveinsson skipstjóri,
sem verið hefir leiðsögumaður Fálkans
undanfarið, sigldi utan á Fálkanum
um daginn. Hans mun vera von aftur
hingað um jólaleytið.
Pétur Ólafsson konsúll og Arreboe
Clau8en fóru til útlanda á Gullfossi í
fyrrakvöld. Clausen verður starfsmað
ur á skrifstofu Eimskipafélagsins í Leith.
Oft og þrásinnis höfum vór bent á
það, að setja þyrfti ljósker á Btaura
þá, sem reknir eru niður í höfuina,
skamt frá steinbryggjunni. Bjuggumst
vór við því, að því yrði kipt í lag, en
svo hafa nú liðið vikur og dagar, að
það hefir ekki verið gert. Er það
kostnaðurinn við ljósið, sem aftrar
mönnum frá því 1 Borgar það sig bet-
ur að menn hvolfi fyrst undir sór og
farist vegna ljósleysisins þarna ? Lá
nú við sjálft að svo yrði í fyrrakvöld.
En eigi vitum vér enn hvort það er
næg viðvörun.
Gangverð erlendrar myntar í bönk-
unum er nú:
Sterlingspund 17.60
Mörk 74.50
Frankar 64.00
Florius 1.60
Dollars 3.90
Póststjórnin. í fyrrakvöld fóru hóð-
an tvö skip, Gullfoss kl. 9 til Aust-
fjarða og útlanda og Botnía til Yest-
fjarða kl, 11 síðd. Hafði burtfarar-
tími skipanna verið auglýstur rækilega
á afgreiðslustöðunum við steinbryggj-
una, svo flestir munu hafa vitað um
það. Jafnan hefir það verið venja að
póstur só sendur um borð, einni stundu
áður en skipið fer, og munu flestir
hafa reitt sig á, að svo mundi verða
gert í fyrradag. En það hefir vakið
almenna gremju manna, að i þetta
skifti var pósti í bæði skipin skilað
um kl. 6. síðd., þ. e. 3 stundum áður
en Gullfoss fór, en 5 stundum áður en
Botnía fór. Hvernig stendur á þessu t
Állir geta sóð, að þetta er ótækt og
má ekki koma fyrir aftur. Það er
nógu bölvað að menn verða að skila
af sór bögglapósti um 20 stundum áð-
ur en póstar fara, þó ekki só farið að
þröngva fólki til þess að skila almer.n-
um brófum mörgum stundum áður en
pósturinn eða póstskipið fer.
Vór viljum enn einusinni minna póst-
stjórnina á, að pósthúsið er til fyrir
fólkið, en fólkið ekki til fyrir það.
Sterling fór kl. 3 í gærdag frá
Vestmanneyjum og er væntanleg
hingað snemma í dag.
„Ef eg Yffipi forseti“
Roosevelt talar um Wilson.
Fréttaritari franska blaðsins »Petit
Journal* hefir átt tal við Mr. Roose-'
velt nýlega og fórust honum þá
meðal annars orð á þessa leið:
— Eg held að árásimar sem brezku
blöðin hafa beint að Sir Edward
Grey séu of svæsnar. Bandamenn
hafa lengi verið of bjartsýnir uffl
hugsunarhátt Balkanrikjanna og þá
sérstaklega Búlgaríu. Stjórnmála-
kænskan (the diplomacy) er aðallega
í því fólgin, að efna loforð sín og
lofa ekki meiru en maður getur efnt.
Roosevelt fórust svo orð um af-
stöðu Bandaríkjanna i þessum ófriði:
— Þjóðverjar hafa kæruleysislega
troðið undir fótum rétt hlutlausra
þjóða og það hafa Bandaríkin bent
þeim á og fengið þá til að viður-
kenna. Þetta er brot á alþjóðarétti.
Bandaríkjunum hefir eigi tekist að
standa við þau loforð. sem þau gáfu
er þau undirrituðu friðarsamþyktina
i Haag. Ef eg hefði verið forseti
þegar Lusitania var sökt, eða þegat
herferðirnar voru farnar gegn frið'
sömum íbúum Parísar og Lundúnar
þá mundi eg ekki hafa setið aðgerð-
arlaus. Það var og sjálfsögð skylda
vor. En hinn núverandi forseti lét
tækifærið fara fram hjá og hummaði
fram af sér að láta til sín taka ræki'
lega, eins og þeir Lincoln eða WaS'
hington mundu hafa gert.
Roosevelt gat þess ennfremnr að
Bandaríkjuuum hefði sézt yfir
skyldu, er þau ættu að rækja fyf,í
sjálfs sín hönd, á þann hátt að styrkj* * 3 * S * * * * *
eigi nógu vel þjóðarvarnir. ÞeitD
hefði sézt yfir það, að þau ættu
hafa þann flota er gerigi næst*11
mesta flota heimsins.
Erl. simfregnir.
Kaupmannah. 29. nóv.
Kitchener hafði heimuleg er'
indi til Aþenuborgar, en eí
nú tarinn til Róms.
Þjóðverjar tilkynna að Serhar
séu algerlega brotnir á ^
aftur. Herteknir serbnesk*
menn eru 100 þúsundir.
Serbneski herinn er flúlí]
til Albaníu.
1 H. P. Duus A-deild. Hafnarstræti Tvisttau, Sængurdúkur, Gólf-, Borð- og Divanteppi. 1