Morgunblaðið - 06.01.1916, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.01.1916, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ Leifar Serbahers. ítalskur fréttaritari segir svo frá: Sorgarsögu heillar þjóðar, sem hefir verið gjörtvístrað og komið á heljarþrömina á fáum vikum, verður ekki lýst með fáum orðum, allra sízt þegar maður fær að heyra hana af vörum flóttamannanna frá Serbiu °8 Albaniu. Eitt má þó heyra af vörum þeirra flestra, að þeir kenna mistökum bandamanna um. ólán sitt. Það væri þó ótímabært og óviðeigandi að fara að koma með nokkrar getsakir um það að svo stöddu hverju þjóðarólánið sé að kenna öðru en þvi, að Serbar ittu við ofurefli liðs að etja. En hitt er augljóst, að tilraun sú, er gerð var til þess að bjarga Serbíu, var gerð of seint. Skýrslur þær, er maður getur fengið hjá þessum flóttamönnum skakka tniklu um það, hve mikið lið Serbar ttiuni hafa enn eftir. Eftir þvi sem Qiaður kemst sanni næst mætti þó Eklega safna enn saman i^oþúsund- um vígfærra Serba, ef timi ynnist til þess og samgöngur og matvæla- hirgðir leyfðu. En þvi miður er ekki heppilegur tími til þess nú að safna saman leifum serbneska hersins. Það er tnælt að Búlgarar séu að safna saman liði til þess að brjótast eftir Elbason-dal til Durgzzo, en það er þó fremur ólík- legt að þeir hafi enn fullkomnað þá liðsöfnun. Meiri hætta stendur senni- lega af framsókn Austurrikismanna Irá Prizrend, eftir Matjar-dalnum. Og sú hætta er falin í þvi, að Aust- nrrikismönnum muni takast að ein- ®ngra og króa inni leifar Serbahers, áður en þeir ná fyllilega að samein- ast italska hernum i Avlona og Durazzo. Meirihluti Serbahers í Skutari kemst ekkert þaðan, nema hann fái ttiatvælabirgðir. Auk þess er vegur- tttn frá Skutari til Dnrazzo nærri því ófær vegna þess að austurríkskir kaf- hátar geta orðið skeinuhættir, en Þeir eru alls staðar meðfram strönd- ^ttni. Það er þvi bráðnauðsynlegt a^ reyna að koma matvælum og lið- styrk til Serba i Skutari. Það er efamál hvort hægt er að tala lengur um nokkurn reglulegan serbneskan her. Að visu eru margir Serbneskir hermenn enn á lífi og óháðir, en þeir hafa mist öll sín her- ^ögn. Fallbyssur sínar, skotfæra- Atitning, bifreiðar, eldhús, hesta og annað hafa þeir orðið að skilja eftir. ^t>mt hafa þeir falið, og Þjóðverjar Sv° fundið það aftur. T. d. fundu ^etr 69 fallbyssur skamt frá Ipec. v° hafa og Búlgarar tekið ógrynnin af fallbyssum, sem Serbar urðu skilja eftir hér og hvar meðfram Ve8önum. En það sem Serbum Verður ef til vill verst nú í nauðum ^eirra er það, að Albanir hafa farið likt og »gæða konan góða« sem ^ nas kveður um. Þeir hafa ráðist ^erleifar Serba, drepið menn og MOCCA er bezta át-súkkulaði i heimi. Fæst hjá kaupmönnum. Búið til af Tobler, Berne, Sviss. rænt af þeim farangri og því litla er þeir höfðu meðferðis af vistum. Það er nú langt siðan að Serbar urðu viðskila her bandamanna i Makedoniu. En talið var að þeim hefði tekist að taka saman höndum við her Svartfellinga. Nú er þó her- inn i Svörtufjöllum orðinn allmjög aðþrengdur og við því búist á hverri stundu að það land verði sömu ör- lögum háð og Serbía. Mun þá her- inn hörfa undan suður i Albaníu ef hann á þess kost, því að ekki er í annað hús að venda. Þar er og enn nokkur hluti Serbahers og italski herinn, sem sendur var þeim til hjálpar. Þó er efamál, eins og drepið er á fyr í greininni, að Svart- fellingar ogSerbarþeir, sem með þeim eru, eður nyrst i Albaniu fái komist alla hina löngu leið suður til Dur- azzo áður en Miðrikjaherinn kemst til strandar norðan við þá borg. Kafbátarnir. Hernaðarsérfræðingar ætla, að litið muni bera á kafbátahernaðinum i vetur. Það hefir áður komið i )jós, að kafbátar eiga erfitt um vik, þegar dimt er, og eru ófærir til fram- kvæmda í is og þokum. Siðustu vikurnar, segja norsk blöð, hefir lít- ið sem ekkert borið á kafbátunum i Norðursjónum, þar sem þeir þó hafa vaðið uppi og sökt hverju skip- inu á fætur öðru. Má vera að það sé vegna þeirra ráðstafana, sem brezka flotamálastjórnin hefir gert tii þess að koma þeim fyrir kattar- nef, og víst er það, að margir þýzk- ir kafbátar hafa lent i gildrum Breta. Hefir jafnvel oft borið við að þeir hafa náð kafbátunum óskemdum og þá auðvitað notað þá aftur sjálfir. Þannig er sagt að flestir kafbáta þeirra, sem Bretar nú nota gegn Þjóðverjum i Eystrsalti, séu þýzkir. Eigi Þjóðverjar erfitt um vik í Norðursjónum, þá verður aðstaðan ekki betri fyrir Breta i Eystrasalti. Það er álitið áreiðanlegt, að brezku kafbátarnir fái forða sinn á Álands- eyjum. En jþar frýs alt bráðlega, og þangað kemst ekkert skip, allra sizt kafbátar. Brezku kafbátarnir verða því að leita hafnar einhvers staðar sunnar i Eystrasalti, en með því eykst hættan fyrir þá, þvi að þar eru þýzkir tundurbátar sifelt á verði. — Alt virðist benda til þess, að lítið muni bera á kafbátunum í vet- ur. 2 I fjarveru minni ncestu 2—3 mánuði gegnir hr. héraðslceknir jtón Hj. Sigurðsson húslceknisstötfum fyrir mig. Reykjavík 5. jan. 1916. Ttlattí). Einarsson. Nokkrir duglegir verkamenn geta feDgið atvinnu hjá mér á Siglufirði næstkom- andi sumar. Agætt kaup. Okeypis ferðir fram og aftur; sömnleiðis húsnæði. (Hittist þessa viku kl. 6—8 e. m.). Gústav Gronvold, Grettisgötu 20 A. Kaupið Morgunblaðið. Húsnæði. 2—3 herbergi og eldhús óskast til leigu á góðum stað í bænum frá 14. maí 1916. Ritstj. vísar á. Fyrirspurn. Hver er umboðsmaður á Islandi fyrir lífsábyrgðarfélagið »Danmark«? Hefir félag þetta varnarþing á íslandi? Svar: Umboðsmaður félagsins er Þorvaldur Pálsson læknir. Oss vitanlega hefir félagið ekki varnar- þing á íslandi. Konurnar hefna. í Serbíu hafa konur myndað nýja hersveit, sem þær kalla »hersveit dauð- ans«. Eru í henni mörg hundruS kon- ur, sem allar hafa mist menn sína, bræSur eSa syni í viSureigninni viS ÞjóSverja. Hafa þær svariS þess eið. að þær skyldu hefna vina sinna, og hafa náð sór í vopn of margvíslegri gerS. Ekki meiga þeir ÞjóSverjar vænta vægSar, sem á kvennanna vegi verSa, þvl serbneskar konur hafa orS á sór fyrir aS geta veriS afskaplega grimm- ar. Þær munu auðvitaS hefna sín eftir mætti, þó vitanlega verSi þær yflrbugar af Prússanum. Mann vantar til að hirða 3 kýr á heimili nálægt Reykjavík. Hlutakona óskast á sama stað yfir vetrarvertiðina. Upplýsingar i Bankastræti n. ión Hallgrímsson. Þakkarávarp. Hérmeð flyt eg hjartanlegar þakkir öllum þeim sem hafa tekið þátt í kjörum minum á einhvern hátt, síðan maðurinn minn féll frá, bæði með gjöfum og annari kærleiksríkri hjálp- semi. Nöfn þeirra allra get eg ekki nefnt hér, þó eg vildi, en sérstak- lega vil eg geta þess, að dómkirkju- presturinn sira Bjarni Jónsson færði mér mjög rausnarlega gjöf. Eg bið góðan guð að gefa öllum þessum minum velgerðarmönnum gleðilegt og farsælt nýár. Reykjavík 1. jan. 1916. Guðrútt Jónsdóttir, Grettisgötu 32. Litið hús óskast til kaups á góðum stað í bænum. Verður að vera laust til íbúðar 14. maí. Tilboð sendist ritstj. hið fyrsta. ^ JSeiga Litið herbergi fyrir einhleypan mann óskast nú þegar. R. v. á. ý cXaupsRapur Fatasala Í Bergetaðastræti 33 h. B a 11 k j ó 11, mjög fallegnr, & 13—14 &ra telpn, til sölu nú þegar. R. v. á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.