Morgunblaðið - 06.01.1916, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
viðurkent um alian heim sem bezta kex
er fæst.
í heildsölu fyrir kaupmenn, hjá
G. Eirikss, Reykjavík.
Einkasali fyrir ísland.
Tilboð
óskast um akstur á alt að 50 tonnum af koksi frá
Gasstoðinni til Hafnarfjarðar, bráðlega.
Tilboð merkt
Akstur
sendist á afgreiðslu blaðsins.
Verzlunarþjónn.
Piltur 14—18 ára, helzt vanur afgreiðslu í búð, getur fengið stöðu
frá 15. þ. m. við verzlun í Hafnarfirði.
Eiginhandarnmsóknir, ásamt meðmælum, mrk. »Verzlunaratvinna í
Hafnarfirði*, sendist afgreiðslu Morgunblaðsins í Hafnarfirði fyrir 10.
þessa mánaðar.
Munið að ganga í Sjúkrasam-
lag Reykjavikur. Snúið yður til lækn-
anna, sem gefa allar nauðsynl. upp-
lýsingar um það og skoða innsæk-
jendur.
Vanur pakkhúsmaður
óskar eftir fastri stöðu frá i. janúar.
Agæt meðmæli til sýnis.
Ritstj. vísar á.
L'OGMBNN
Sveinn BjOrnsson yfirdJöntn.
Frfklrkjuveg 19 (Staíastað). Sfmi 202.
Skrifstofutími kl. io—2 og 4—6
Sjálfnr við k.l. 11—12 og 4—6.
Eggert Claessen, yfirrénarmáía-
flutningsmaður Pósthússtr. 17
Vsnjulsga hsima 10—11 og 4—5. Simi 18
.íón Asbjðrnsson yfird lögm
Hverfisgötu 45 (hús Matth. Einars-
sonar læknis, uppi). Sími 435.
Heima kl. 1—2 og 5—6 síðd.
Guðm. Olafsson yfirdómslögm.
- Miðstr. 8. Sími 488.
Heima kl. 6—8.
Skúli Thoroddsen alþm. og
Skúli S. Thoroddsen
yfirréttarmálaflutningsmaður,
Vonarstræti 12. Viðtalstimi kl. 10
—11 f. h. og 5—6 e. h. Hittastá
helgidögum kl. 6—8 e. h. Simi 278.
tbúð
Góða 5—6 herbergja íbúð, annaðhvort i húsi með öðrum eða sér-
stakt hús vantar mig frá 14. maí næstk.
Carí Tittsen.
Alt sem að grefnun lýtur:
Likkistnr og Líkklæði
bezt hjá
Matthíasi Matthíassyni.
Þeir, sem kaupa hjá honum kistuna
fá skrautábreiðu lánaða ókeypis.
Sími 497.
VÁTÍ? YGÖIN© AH
Vátryggið tafarlaust gegn eldi,
vörur og húsmuni hjá The Brithish
Dominion General Insurance Co. Ltd.
Aðalumboðsm. G. Gíslason.
Brunatryggingar,
sjó- og stríðsYátryggingar.
O. Johnson & Kaaber.
A. V. Tulinius
Miðstræti 6, Talsími 254.
Brunatrygging —. Sæábyrgð.
Strí ðs vatry ggln g.
Skrifstofutími 10—11 og 12—3.
Deí kgl ocír. Brandassorance Co.
Kaupmannahöfn
vátryggir: hus, húsgðgn, alls-
konar vöruforða o. s. frv. gego
eldsvoða fyrir lægsta iðgjald.
Heimakl. 8—12 f. h. og 2—8 e. h
í Austurstr. 1 (Búð L. Nieisen).
N. B. Nielsen.
Carl Finsen Laugaveg 37, (nppi)
Brunatryggingar.
Heima 6 —7 Ví- Talsími 331.
Geysir
Export-kaffi
er bezt.
Aðalumboðsmenn:
0. Johnson & Kaaber,
Morgunblaöið
er bezt.
Angela.
Eftir Georgie Sheldon.
1. k a p í t u 1 i.
4 (Framh.)
Honum sýndist hún jafnvel yndis-
legri i þessum búningi heldur en
þegar hann sá hana í fyrsta sinni í
þykku ullarkápunni og með brúna
ullarhattinn. Hann tók eftir því
hvað allir sjúklingarnir glöddust er
hún gekk á milli þeirra og útbýtti
blómum þeim, sem á hverjum morgni
voru send frá gróðrarstöðinni til
sjúklinganna.
— Hún virðist vera vel hraust,
tók hjúkrunarkonan til máls. Mig
furðar oft hvað hún er styrk. Eg
játa að hún lítur veiklulega út, en
alt um það er orka hennar undra-
verð og hún kemst af með minni
svefn en nokkur önnur hjúkrunar-
kona er eg hefi þekt. Hún er mjög
reglusöm og iðkar ýmsar líkams-
æfingar og íþróttir daglega. Flestar
hjúkrnnarkonurnar kvarta yfir því að
þær fái ekki nógan svefn eÖa hvíld,
og eru stúrnar og sljóar þegar þær
eru kallaðar til verka, en ungfrú
Howland er siglöð og fjörug. Hún
segir að það sé af því að hún flýti sér
í svefn á kveldin, og forðist að
eyða tímanum er hún á að hvílast
i óþarfar viðræður. Hennar eina
takmark virðist vera að stunda starf
sitt og taka framförum i því, og
á þvi er enginn efi að hún verður
óviðjafnanleg hjúkrunarkona ef —
— Ef hvað ? spurði forstöðumaður-
inn forvitnislega, er hjúkrunarkonan
hætti talinu svo skyndilega.--------
— Ef einhver finnur hana ekki áður
langt liður og giftist henni og tekur
hana svo frá okkur, svaraði hjúkr-
unarkonan gletnislega. Hún er svo
frið sínum og skynsöm að menn
hljóta að dást að henni. Ungu
læknarnir gefa henni allir hýrt auga,
en hún lætur sem hún sjái þá ekki.
— Það er svo, og rétt er nú það,
sagði forstöðumaðurinn hlæjandi.
Það hefði jafnvel mátt saka hann
um hið sama, því hann gat varla
haft augun annarsstaðar en þar sem
ungfrú Howland var.
— Já, næstum afundin og frá-
hrindandi, hélt hjúkrunarkonan áfram.
En bíðum við, sá útvaldi mun koma
er minst varir og þá flýgur hún á
braut á vængjum vindanna, því er
þannig farið með alla slíka dýrgripi.
Forstöðumaðurinn gat ekki að sér
gert að brosa að þessum spádómi
hjúkrunarkonunnar.
— Það gleður mig að þér eruð
ánægð með hana, sagði hann og
fór siðan sína leið að gegna öðrum
störfum, en Salome Howland
gleymdist — að minsta kosti um
tíma.
2. k a p í t u 1 i.
Það var í öndverðum janúarmán-
uði. Hræðilegt illveður hafði geis-
að nærfelt í viku, en nú var komið
stilt veður og kaldi.
Það bar til seint um kvöld að
ungur maður beiddist gistingar í
gistihúsi nokkru í Boston og skrif-
aði nafn sitt í gestaskrána: Truman
H. Winthrop M. D. frá New-York.
Hann var á að gizka luttugu og
fimm ára gamall, hár og þrekinn og
herðibreiður og manna bezt á fót
kominn. Ennið var fagurt og hátt,
hárið mikið og hrokkið, jarpt að lit.
Andlitið slétt og frítt, augun blá og
snör og lágu djúpt og báru vott
um glöggskygni og skarpa dóm-
greind. Nefið var nær því beint,
svipfrítt og ekki þunt. Hann var
hinn tígulegasti i allri framkomu og
hinn prúðmannlegasti í hvívetna.
Svipur hans og látbragð lýsti góð-
vild og blíðu, samfara óbilandi þreki,
staðfestu og einurð.
— Getið þér leigt mér þægilegt
herbergi? spurði hann skrifarann,
er hann hafði skráð nafn sitt í
gestaskrána.
Skrifarinn kvað þar svo margt
gesta, að öll hin betri herbergi væru
þegar bygð. Aðeins eitt litið her-
bergi á miðlofti hússins gæti hann
fengið.
— Það er svo, tautaði ungi lækn-
irinn hálf vandræðalegur á svipinn-
Hvernig er það hitað, spurði hann
eftir augnabliks umhugsun.
— Með ofni, svaraði skrifarinn
Það var áður notað til geymslu, en
þegar gistihúsið var endurbætt fyPr
nokkrum árum og bætt hér inD
miðstöðvarhitun var ekki leidd gnfa
i það.
— Nú jæja, ef það er hið bezta
sem þér hafið til, þá neyðist eg
að nota það eina nótt. Eg get ekki
verið að rölta hér um borginfl 1
þessum kulda til að leita eftir öðrUj
-sagði gesturinn hálf þreytulega.
— Eg hygg að á morgun flet|
eg leigt yður betra herbergi,
skrifarinn ennfremur, því sunair
gestum vorum fara þá.