Morgunblaðið - 08.01.1916, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.01.1916, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Kurr milli Svía og Breta Sviar gjalda líku líkt. Brezku yfirvöldin hafa gerzt all- fjölþreifin nú að síðustu um pakka- póst, sem á að fara til Svíþjóðar frá Ameríku eða frá Svíþjóð til Ameríku. Hafa þeir kyrsett pakkapóst úr þrem skipum, »Hellig 01av«, »Stokkholm* og »Oscar II.« Hafa þeir þannig tafið mjög póstflutninginn og auk þess gert mikið upptækt vegna þess að togleður var i pökkunum. Þetta hefir vakið ákaflega mikla gremju í Svíþjóð og á Norðurlönd- um yfileitt. »Stockholms Dagblad* segir þegar fregnin kom um það að pósturinn hefði verið tekinn úr »Stockholm«, að þessi nýi yfirgang- ur Breta verði að eins til þess að auka þá réttmætu gremju, sem orð- ið hafi í Svíþjóð, þegar Bretar tóku jólapóstinn úr »Hellig 01av«. Sænska stjórnin mótmælti þegar kröftuglega þessum aðförum Breta og lét hart mæta hörðu. Ákvað hún að stöðva þegar allan pakkapóst sem sendur er yfir Svíþjóð milli Englands ’og Rússlands. Sænsku blöðin voru alveg á sama máli og stjórnin um það að þetta væri rétt, enda þótt þau litu nokkuð misjafnt á málið. Hægri blöðin tóku það frara, að Svíar hefðu fyrir löngu átt að svara yfirgangi Breta svona rækilega. Þykir þeim stjórnin hafa verið altof þolin- móð. Minna þau í því efni á tafir þær og óþægindi, sem Bretar hafi valdið siglingum Svía, og benda á það sem dæmi, að eitt gufuskipafé- lag eigi þá sem stendur 5 gufuskip kyrsett í brezkum höfnum. Þau blöðin, sem draga taum banda- manna, taka og í svipaðan streng og segja að það sé ekki nema eðli- legt að sænska stjórnin vilji ekki þola yfirgang. Segja þau að Bretar ættu í sína eigin þágu að gæta þess, að eftirlit sitt gangi eigi lengra en góðu hófi gegni, en það sé síður en svo að þeir hafi gert það, þvi að þeir komi fram við Svía eins og þeir ættu þar við sína verstu óvini. Framkoma sænsku stjórnarinnar í þessu máli ætti að minna Breta á það, að spilla eigi málstað sínum í Svíþjóð með framkomu sinni. Önnur blöð geta þess að þar sem Svíþjóð sé nú eitt af hinum fáu ríkj- um, sem geti gætt þess að eigi sé traðkað grundvallaratriðum alþjóða- laganna, þá sé það skylda stjórnarinnar að koma svo fram sem hún hafi gert í þessu máli. Segja þau það og von sína að Bandarikin muni leggjast á sveif með Svíum i þessu efni. »Nya dagligt Allehande* segir það mjög þýðingarmikið að öll blöðin séu einhuga í þessu máli. Segir það að Rússar og Bretar muni hafa búist við því að Svíar mundu jafn- an slaka til vegna skiftra skoðana innbyrðis. En blaðið biður menn gæta þess, að það sé engin ástæða til þess að Bretar muni eigi leita tækifæris til þess að ná sér niðri á ... ||=I[=ir■? Tvintti fívtfur og svaríur af ölíum vanalegum síœréum kom með Gullfossi til verzlunar Árna Eiríkssonar Austurstræti 6. SE'EE": IL==-^1I^ Svíum fyrir þetta. Og í sambandi við það sé það ekki rétt að láta þá fregn sem vind um eyrun þjóta, að Rússar séu að draga saman lið i Finnlandi. Það sé að vísu ósenni- legt að Rússar muni setja Svium tvo kosti. En hernaðarpólitik Rússa er ákveðin í samráði við hina aðra bandamenn. Og það er margt sem bendir til þess að Rússum og Bret- um muni finnast það nauðsynlegt að auka bráðlega viðskifti sín yfir Sviþjóð miklu meira en Sviar geta þolað; og þegar þar að kemur, þá þurfa Sviar að vera enn þá ein- drægnari heldur en þeir hafa verið í þessu máli. Yfirpóstmeistarinn í Svíþjóð hefir gefið nokkrar upplýsingar um það hverjar afleiðingar það muni hafa að þeir stöðva nú allan pakkapóst milli Bretlands og Rússlands. Hann segir að pósturinn hafi að undan- förnu verið svo mikill að mörg hundr- uð þúsund pakkar hafi verið sendir á mánuði hverjum milli landanna. Fyrsta daginn voru þannig t. d. kyr- settir 5500 pakkar í Gautaborg einni og mikið var væntanlegt þangað næstu daga. Málið horfði að vísu dálitið öðru visi við er það kom upp úr kafinu að mikið var af togleðri í pakkapósti þeim, sem kom frá Ameríku og átti að fara til Sviþjóðar. En Svíar halda því fast fram af tveim ástæðum, að það breyti ekki málinu hið minsta. Hin fyrri ástæðan er sú, að í al- þjóðalögum er svo tilskilið að póstur sé friðhelgur og þótt þess sé ekki sérstaklega getið um pakkapóst, þá hljóti það þó að gilda um hann jafnt sem annan póst. Hin ástæðan er sú, að firma það í Gautaborg, sem togleðrið átti að fara til og Bretar segja að sé kunnugt að því að selja vcrur til óvina sinna, hafði gefið ský- lausa yfirlýsingu um það, að tog- leðrið skyldi ekki fara út úr landinu aftur, ekki einu sinni til Noregs eða Danmerkur. í Svíþjóð er nú til- finnanlegur hörgull á togleðri. En Þjóðverjar hafa sjálfir nóg af tog- leðri, eða að minsta kosti staðhæfa þeir að svo sé og búa þeir það til sjálfir. Það er því engin minsta ástæða til þess að ætla að togleðrið hafi átt að fara til Þýzkalands. Auk þess hefir seljandinn í Ameríku aldrei gefið Bretum loforð um að selja þeim einum, svo sem margir aðrir hafa gert. Og á fylgibréfunum var nákvæmlega skýrt frá þvi hvað í pökkunum væri. En þótt svo væri nú að Bretar .hefðu stöðvað póstinn með »Hellig Olav* og »Oscar 11« vegna þess að í honum var togleður, þá réttlætti það þó ekki hitt, að þeir tóku póst- inn úr »Stockholm«, sem var á leið frá Svíþjóð til Ameriku. Þvi að í þeim pósti gat eigi verið um neitt togleður að ræða, vegna þess að Svíar eiga ekkerí togleður. Þannig líta Svíar þá á málið og verður fróðlegt að vita hverjar lyktir á því verða. Þarf sizt að efast um það, að Svíar muni halda sinu máli til streitu hvað sem Bretar gera. Annars er svo að sjá sem til stærri tíðinda kunni að draga milli Svía og bandamanna og er skýrt frá því í annari grein hér í blaðinu. ESSXS DA0BOP[1N. Afmælí í dag: Guðrún Lárusdóttir húsfrú. Sigríður Jóhannesdóatir verzlk. Yigdís Arnadóttir húsfrú. Magnús Einarsson verzlm. Sólarupprás kl. 10.17 f. h. Sólarlag — 2.51 e. h. Háflóð i dag kl. 7.40 e. h. og kl. 8 slSd. 12. vika vetrar hefst. Veðrið í gær. Vm. logn, hiti 2.0. íf. n.a. gola, frost 0.2. Ak. n. andvari, frost 1.5. Sf. a. st. gola, hiti 0.3. Þh. F. n.n.a. st. gola, hiti 6.6. Góð fisksala. Apríl seldi afla sinn1 í Fleetwood í fyrradag fyrir 2969 sterl- ingspund 6ða um 53.000 kr. Mun það vera hæsta verð, sem nokkur is- lenzkur botnvörpungur hefir fengið' fyrir afla sinn í Bretlandi. Skautasvell er nú ágætt á Tjörn- inni. Þar er og hlutafól. ísbjörninn að taka ís í íshús sitt við suðurendft Tjarnarinnar. Þórarinn Kristjánsson verkfræð- ingur hefir ráðið sig sem eftirlitsmann með hafnargerðinni frá 1. ágúst þ. á. og enn fremur sem verkfræðing fyrir bæinn frá næsta ári. Þórarinn er nú aðstoðarmaður hjá Kirk hafnarverk- fræðingi, í þjónustu Monbergs. Kosning átti fram að fara á bæjar- stjórnarfundi í fyrrakvöld. Atti þar að kjósa forseta og varaforseta tll næsta árs. En þvl var frestaö þangað til bæjarstjórnarkosningar eru um garS gengnar. Geir fór hóðan í fyrrakvöid seint áleiðis til Vestmannaeyja til þess að leita að vólbátnum, sem menn eru hræddir um að hafi farist, ef ske kynni að hann væri ofansjávar. Gnllfoss var fullfermdur af vörum hingað. Skipið liggur nú við hafnar- bryggjuna og affermir þar. Mentaskólinn. Tveir nemendur hafa nýlega sagt sig úr skólanum vegna einhvers ósamkomulags við einhvern kennaranna. Mai er nú á leið til Bretlands hlað- inn fiski. Talsímaskráin fyrir árið 1916 er ekki komin enn þá. Hvernig stendur á því? Spjöld eru nýkomin út (útgef. B- Magnússon & Co.) af fyrstu stjórn Eimskipafólagsins. Eru þar myndir af skipunum, landnámi Ingólfs, öndvegis- súlunum o. fl. Yfirleitt eru spjöld þessi fremur snotur og munu eflaust seljast, einkum til sveita. En leitt er það, að ekki skuli hafa tekist að hafft nöfn allra stjórnarmeðlima rótt rituð. Á spjöldunum stendur O. Johnsson og E. Claesen < stað Johnson og Claessen. Jarðarför frú Jörgine Sveinbjörns- son fór fram í gær að viðstöddu fjöl' menni. Húskveðjuna flutti síra Jé- hann Þorkelsson, sem og flutti líkræS- una í dómkirkjunni. Inn í kirkjuna var líkið borið af 6 skyldmennuiu hinnar látnu, þeim Einari Indriðasy111; Pótri og Jóni Halldórssonum, Þorgrl011 Gudmundssen, Tómasi Hallgrímss. Vilh. Knudsen. Úr kirkjunnivar ki0t an borin af yfirróttardómurunum þremur og lögfræðingunum Egge^ Claessen, Sveini Björnssyni og , Gíslasyni. Fjöldi blómsveiga skreyttl kistuna. Flögg voru víða dregin 1 na stöng í tilefni af greftruninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.