Morgunblaðið - 19.01.1916, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.01.1916, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ C5S3 DAÖBOFflN. 1=3 Afmæli f dag: Kristín V. Ólafsdóttir jungfrú. Ólafur Thors framkv.stj. Sigurjón Jónsson verzlunarm. Sólarupprás kl. 9.52 f. h. Sól arlag — 3.25 e. h. HáflóS í dag kl. 5.10 og í nótt kl. 5.27. Augnlækning ókeypis kl. 2—3 í Lækjargötu 2 (uppi). Veðrið í gær. Þriðjud. 18. jan. Vm. 8. st. gola, hiti 5.4 Rv. s.a. st. gola, hiti 4.5 íf. a. st. gola, hiti 3.2 Ak. s. kul, hiti 5.5 Gr. s.a. gola, hiti 2.0 Sf. logn, hiti 4.9 Þh. F. v. st. gola, hiti 7.7. Á kjörskrá höfum vér orðið varir við tvær konur, sem eru sjómenn. Heita þær María Th. Pálsson og María Runólfsson. Vissum vér eigi fyrri að konur stunduðu sjómensku hér í bæ. Annars væri það réttast fyrir menn að gæta þess að nöfn sín standi á kjör- skrá, eða standi þar rótt, áður en það er um seinan. Vélbátur frá ísafirði, eign Jóns Brynjúlfssonar útgerðarmanns, kom í fyrradag hingað. Hafði hann verið 30 klukkustundir á leiðinni að vestan. — Kom Jón með bátinn sjálfur og hefir nú selt hann í Hafnarfjörð. A hann að ganga þaðan til fiskveiða í vetur. Plássið við steinbryggjuna. Það væri æskilegt að þeir, sem eiga að líta eftir plássinu við steinbryggjuna, gerðu það við og við. Það er í illu ástandi núna og þyrfti að hreinsa það hið fyrsta. Aðal-dansleikur Skautafól. verður haldinn fyrsta laugardag í febrúar- mánuði. Samverjinn. Þar borðuðu í gær 187 menn frá 102 heimilum. Af þeim voru 20 fullorðuir. Snjórinn, sem kom núna fyrir helg- ina er allur horfinn aftur. Hór var hl/indaregn í gær. Eggert Ólafsson kom hingað í gær- morgun frá Englandi. Ingólfur Arnarson kom í gærmorg- un frá Fleetwood. Fyrirlestur flytur Jón Ólafsson rit- höfundur, í Bárubúð á laugardaginn kemur. Talar hann þar um stríðið, hveravegna Þjóðverjar muni bíða lægra hlut og hvenær friður muni komast á. Aðgöngumiðar verða seldir í bóka- verzlun ísafoldar og Sigfúsar Eymunds- sonar, á föstudaginn, og ættu menn eigi að láta það undir höfuð leggjast að ná í þá nógu snemma. Hafnflrðingar geta fengið minniagarmyndirnar og bréfspjöldin af stjórn Eimskipafélags íslands hjá 1 Vilh. Bernhðft bakara. Yiðureignin hjá Suvla. Skýrsla Sir Jan Hamilton. Ódugnaður Sir Stapfords. Sir Jan Hamilton hershöfðingi hefir nú nýlega gefið út skýrslu sina um viðureignina á Gallipoliskaga og hvers vegna svo illa tóksí til hjá Suvla-flóa. Er sú skýrsla afarlöng og mundi fylla mörg Morgunblöð væri hún birt í heilu lagi. Er þá ekki annað ráð vænna en birta stutt- an útdrátt úr henni. Hann segist ekki hafa haft meira af sprengikúlum handa landgöngu- liðinu en svo, að hann hafi séð sér fært að gera eitt allsherjaráhlaup á hverjum þrem vikum. Flotinn hafi þá orðið að vera aðaltraust banda- manna. Ahlaupið, sem gert var hjá Helles 6. ágúst og mishepnaðist alveg, seg- ir hann að muni hafa fært banda- mönnum sigur ef það helði verið gert máDuði fyr. En Tyrkjum hafði aukist hugrekki síðan í júní og júlí, bæði vegna þess hve Þjóðverjum gekk vel að austanverðu gegn Rúss- um og eins vegna hins, að Tyrkir höfðu fengið liðstyrk allmikinn. Liðsforingi sá, sem hafa átti yfir- stjórn þess hers, sem fluttur var á land hjá Suvla-flóa, heitir Sir Frede- rich Stapford. Segir Sir fan Hamif- ton, að ófarir bandamanna eigi rót sína að rekja til ódugnaðar hans. Segist hann vera viss um að hefði Stapford þegar skipað liði sinu fram til áhlaups þá mundi hafa unnist það sem til var ætlast. En í þess stað hélt hann kyrru fyrir. Sir Jan Hamilton segist fljótt hafa orðið þess var að ekki mundi alt með feldu hjá Suvla og brá sér því þangað til eftirlits. Sagði Stapford honum þá, að Hammersley hershöfð- ingi, sem stýrði hersveit þeirri er flutt var þar á land, væri ánægður yfir þvi hvernig gengið hefði. En Hamilton fanst fátt um. Sendi hann nú liðið fram til áhlaups, en það var of seint. Tyrkir sátu þar á hæðum nokkrum og gátu varið stöðvar sin- ar, en Hamilton segist viss um, að það hefðu þeir eigi getað gert ef á- hlaupið hefði verið gert einum sól- arhring fyr. 15. ágúst lagði Sir Frederich Stap- ford niður herstjórn. Sir Jan Ham- ilton símaði þá heim til Englands og bað um 50 þúsundir manna í við- bót, en fékk það svar að hann gæti ekki fengið neitt lið, og ekki heldur skotfæri, þvi að þá voru Bretar sem óðast að búa sig undir áhlaupið hjá Loos. Bögglapósturinn tekinn úr Gullfossi. Forstjóra Eimskipafélagsins barst í gær símskeyti þess efnis, að böggla- pósturinn, sem Gullfoss hafði með- ferðis héðan til Khafnar, hafi verið tekinn á land af brezku yfirvöldunum i Lerwick, til þess að hann yrði skoðaður. Það hefir borið við upp á síðkastið, að Bretar hafa lagt hald á bögglapóst sem komið hefir frá Ameriku. Hefir jafnan fundist mikið af bannvöru f bögglunum, sem alt hefir átt að fara til Þjóðverja. T. d. á einu skipi dónsku fundust um 4000 pund af togleðri, sem Þjóðverjar áttu að fá En það hefir ekki komið fyrir áð- ur í ófriðnum, að póstur, sem héðan fór eða hingað átti að fara, hafi ver- ið tekinn. Mun Breta að líkindum hafa grunað, að eitthvað af t. d. ull eða ullarvörum væri sent í bögglum héðan til Þýzkalands. En það vilja þeir ekki þola. Vér spurðumst fyrir á pósthúsinu i gær hve marga böggiapóstpoka Gullfoss hefði haft meðferðis, er hann fór héðan. Var oss tjáð að alls hefðu 10 bögglapokar verið með skipinu. Tiitölulega fáir bögglar áttu að fara til Þýzkalands — mest- ur hluti þeirra var til Danmerkur. Gullfoss liggur enn i Lerwick og ekkert skeyti hefir komið um það að skipið sé farið þaðan. Pósturinn úr íslandi einnig tekinn. Samkvæmt simskeyti, sem hingað barst i gær frá skipstjóranum á ís- landi, sem nú er á leið hingað frá Kaupmannahöfn, hafa brezku yfir- völdin i Leith lagt hald á böglapóst- inn, sem það skip hafði meðferðis hingað, vita menn ekki hve mikill sá póstur er, en líklegt þykir að rann- sókn á póstinum hafi tafið skipið í Leith. Það mun og vera ófarið það- an enn. íslendingar í Kanadaher. Vestur-íslendingar eru smám saman að ganga í herinn. Höfum vér heyrt að þessir séu nýlega komn- ir til vigvallarins: Jóhann Raonar Johnsson, sonur Marteins Jónssonar og Helgu Jó- hannsdóttur, systurdóttur Benedikts heitins Sveinssonar sýslumanns. Jó- hann er fæddur i Suður-Múlasýslu árið 1888 og hefir dvalið 10 ár í Winnipeg og stundað tinsmiði. Þórhallur Johnson, sonur Þórh. John- sons og Sigurástar Daðadóttur; fæddur í Hörðudal í Dalasýslu 1897. Hann fór til Bretlands i september siðastl. með 23. varaliðs-herfylki. Guðm. G. Johnson, smiður, son- ur Gísla Jónssonar frá Veðramóti í Skagafirði, fæddur i Dakota 1882. Hann er giftur maður og á börn. Hann er í 66. herfylki og er eftit' litsmaður deildar þeirrar, sem hanQ er i. Sveinbjörn Lojtsson, 21 árs gamall- Var stúdent á Alberta-háskóla áður en hann gekk i herinn. Rútur Siqurður Sólvason, sonur Sigurðar Sölvasonar og Guðrúnar Pétursdóttur í Westbourne; 25 ára gamall. Hann er í 44. herfylki. Tryqqvi Þorstcinsson, sonur Tóm- asar Þorsteinssonar og Guðrúnar Jóelsdóttur í Sturgeon Creek. Hann er bróðir Kolskeggs Þorsteinssonar sem fór í herinn í fyrra og lá lengi í sárum í Bretlandi. í 44. herfylki. --------♦>«<»-------- Herskyldulögin í Bretlandi. Þann 6. þ. m. voru herskyldu- lög Breta til fyrstu umræðu í neðri deild þingsins. Voru þau þar sam- þykt með 503 atkæðum gegn 105. Gegn frumvarpinu greiddu atkvæði 60 írskir nationalistar, 35 út frjáls- lynda flokknum og 10 úr verk- mannaflokknum. Önnur umræða um málið átti fram að fara fyrra miðvikudag. Sultur farinn að þrengja að Þjóðverjum. Einlægt er að bera á því meira og meira, að þröngt sé farið að verða í búi hjá Þjóðverjum, og heyrist margt um það úr stórborgum lands- ins, og láta ferðamenn frá hlutlaus- um þjóðum, sem um landið fara, mjög illa af því og segja, að oft verði þar upphlaup og róstur, þeg- ar þeir fá ekki matinn, sem svangir eru. Þýzku blöðin sjálf staðfesta þess- ar hungnrsögur, og geta sum blað- anna einhvern veginn sloppið út úr landinu stundum, og má þar margt í lesa. Berlin Vorwarts er aðalblað sósíal- istanna í Þýzkalandi, og farast því þannig orð: »Það er langt frá, að það sé orð- um aukið, að þúsundir manna í Ber- lín verði að berjast á hverjum degi fyrir kjötpjöru og agnsmáum bita af svínafeiti. Og orustan er ekki síð- ur hörð, þó að hún sje ekki með vopnum háð, og jafnvel ekki með hörðum eða heiftugum orðum. En það er sannarleg orusta, þegar menn verða að eyða tíma og þrótti sinum til að standa og bíða kanske allar hinar löngu og köldu ágústnætuó — að bíða eftir einni litilli kjör' pjöru. En þetta verða þúsundm manna að gjöra. Margir verða að bíða meiri hluta dags, sumir alla nóttina. Stórir hópar fólks hnoðast saman, þar sem þessu er útbýtt, löngu áður en búðirnar eru opnaðar. En þegat

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.