Morgunblaðið - 08.03.1916, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.03.1916, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Eg hefi svo tekið eftir, að nýlega hafi verið úthlutað svo nefndum listamannastyrk, — hvað fór mikið af honum til sönglistarinnar eða ungra, efnilegra listamanna í þeirri grein? Ekkert, ef eg man rétt, og er það illa farið. En þetta er nú eins og margt annað í okkar þjóð- félagi, og skal hér ekki farið frekar út í þá salma að sinni, en Páll mun hafa komist þetta styrklaust, og án byrðar fyrir stjórn og þing. En því skal slegið föstu, að engin önnur list er jafn göfug, rétthá og siðbætandi, eins og hljómlistin, og því ber að styrkja þá iist fremur öllum öðrum listum, og stjórn vorri væri ekki vorkunn, úr því hún er við styrk- ingar þessar riðin, að hafa vakandi augu og eyru, þegar eitthvert nýtt efnilegt efni í hljómlistarmann kem- ur fram á sviðið. Sumt af þvísem Páll lék þarna, var ekki barna með- færi, og kendi í leik þans, t. d. í Fantasie og Fuga (b, a, c, h) eftir Liszt, töluverðra skapsmuna, og sýndi hann þar, að hann er ódeigur við leikborð orgelsins, þegar út í stór- ræði er komið. Margt var þarna bæði fagurt og vel leikið, en bezt mun það vera, að menn fari sjálfir og sannfærist, því vonandi verður orgel-leikur þessi (en ekki hljóm- messa(!), því hvar var presturinn?) endurtekinn, og hafa margir, sem þarna voru í fyrrakvöld, hug á því að fara þangað aftur. Pétur Halldórsson aðstoðaði með þvi að syngja 3 smálög, en naut sín ekki í þetta sinn, eins og hon- um annars tekst upp, vegna þess að lög þessi áttu ekki allskostar við rödd hans, og röddin ekki laus við kvefhreim; en eflaust tekst betur næst. 7»—’i 6. J. Th. Farþegaskip farast. Þess var getið í loftskeytum hérna um daginn, að stórt farþegaskip hefði farist í Ermarsundi, en eigi náðist nafn þess. Frekari fregnir eru nú komnar um það. Skipið hét Maloja og var eign Peninsular and Orient gufuskipafélagsins. Var það hið nýjasta og stærsta skip þess félags, um 12.431 smálestir. Voru á því nær 400 manns og fór- ust 147. Skipið fórst rétt hjá Dovef og er ætlað, að það hafi rekist á tundurdufl. Vöruflutningaskip, sem hét Empress of Fort William, reyndi að koma skipinu til bjargar, en fórst einnig. Um líkt leyti fórst og hollenska skipið Mecklenburg á tundurdufli skamt frá Gallopervitaskipi, áleið frá Tilburg til Flushing. Þá söktu og þýzkir kafbátar um sama leyti brezku skipunum Dido, Fastnet og Tummel og einnig franska skipinu Trignac. Þjóðverjar á Spáni. (Frá fréttaritara »Times<). Enda þótt Þjóðverjar hafi unnið að þvi í 18 mánuði að sverta oss í augum Spánverja, þá finna þó brezk- ir ferðamenn til þess á Spáni að þeir eru þar meðal vina. Brezkir og franskir þegnar á Spáni hafa* margir farið í sríðið, en Þjóð- verjum hefir stórkostlega fjölgað þar síðan ófriðurinn hófst. Það er furðu- legt hve fáir fullþroska og hraustir Þjóðverjar hafa verið kvaddir heim. Siðan ófriðurinn hófst hefir verið fult af þeim i Sevilla, Malaga og Cadiz og hafa eigi slept neinu tæki- færi til þess að gorta af því, að keisarinn mundi koma suður yfir á Spán og taka Gibraltar, og jafnframt túlkað það á sina visu hvað »menn- ing< Þjóðverja ætti að geta gert Spánverjum mikið gagn, þegar hún fengi að njóta sín. Fjöldi Þjóðverja hefir horfið hingað frá Marokko, Algiér og Austurlöndum og eigi séð sér fært eða eigi kært sig um það að hverfa úr þessu fagra landi aftur. Ank þeirra má telja skipshafnir af skipum þeim, sem hér hafa leitað friðlands og er það aðalstarf þeirra að njósna og smygla í þágu Þjóð- verja. Alls er talið að hér séu 30 þús- undir Þjóðverja og vinna þeir allir með stakri reglusemi og ástundun undir stjórn sendiherrasveitarinnar. Enginn einasti þeirra liggur á liði sínu. Hinir þýzku skólar, »klúbbar< og aðrar samkundur i hinum stóru borgum hafa eflst mjög og orðið að miðstöð til varnar þýzkum málstað hér í landi og unnið ósleitilega að því að túlka þann málstað. Hver einasti Þjóðverji er af eðlishvöt full- trúi sinnar þjóðar eigi síður en full- trúi húsbænda sinna, því að í þeirra augum er ættjarðarást og viðskifta- rekstur óaðskdjanlegt. Og þrátt fyr- ir hafnbann Breta þreytast þeir eigi á því að tala um sigra Þjóðverja, endurnýja viðskiftasamninga og svo framvegis. Þeir láta einskis ófreist- að til þess að spilla fyrir banda- mönnum og tryggja Þýzkalandi öll viðskifti við Spán að ófriðnum lokn- um, og þeim hefir orðið vel ágengt i því efni. Aðferð Þjóðverja til þess að færa sér í nyt áhrif blaðanna, er mjög einföld en áhrifamikil. Frá Barcelona senda þeir þýzkar fréttir til allra blaða i landinu og þótt sá frétta- bnrður sé rangur að mörgu leyti, þá er hann notaður af mikilli slægð og fréttirnar eru miklar, nákvæmar og skemtilegar. Auk þess fá blöðin þær ókeypis og þau hika þvi auð- vitað ekki við það, að færa sér þær í nyt. Og um auglýsingar, þá láta þýzkir kaupmenn þau blöðin sitja fyrir sem taka málstað Þjóðverja og þeir hafa ótrauðlega unnið að því að áskrifendur hinna blaðanna fækk- uðu eigi síður en auglýsingarnar. Þess vegna hafa þau blöðin, sem taka málstað Breta, orðið hart úti, en hin blöðin sem taka málstað Þjóðverja hafa eflst mjög, útbreiðsla þeirra hefir aukist og áhrif þeirra margfaldast. Mörg blöð eru oss enn vinveitt og margir hinna beztu rit- höfunda taka vorn málstað, en spænsku blöðin eru ekki mörg og dýrtiðin hefir mjög ýtt undir með starfi Þjóðverja. Alt starf Þjóðverja á Spáni er sig- ur fyrir þá og miðar áfram þótt hægt sé. Bandamenn ættu að gera eitthvað til þess að hnekkja því, áður en það verður um seinan. tSBO DAGBÓRIN. C Afrnæli í dag: MálfríSur Jónsdóttir, húsfrú. Jakob Kristjánsson, prentari. Jón Gunnarsson, samábyrgðarstj. Sólarupprás kl. 7.14 f. h. S ó 1 a r I k g — 6.4 e. h. Háflóð í dag kl. 7.57 f. h. og kl. 8.17 e. h. Öskudagur. Augnlækning ókeypis kl. 2—3 í Lækjargötu 2 (uppi). Veðrið í gær: Þriðjudag 7. marz. Vm. lcgn, hiti 1.2. Rv. logn, hiti, 2.8. íf. s. kaldi, hiti 4.7. Ák. s. gola, hiti 1.0. Gr. s. kul, frost 6.0. Sf. logn, hiti 2,8. Þh. F. 17. Júní heldur samsöng í Bárubúð á morgun kl 9 síðd. Leikhúsið. Tengdapabbi var ekki leikinn í gærkvöldi eins og til stóð, sökum þess að einn leikenda var veik- ur. Annaðkvöld verður leikið og ef til vill á föstudag, en — e k k i á laug- ardag. Háskólinn. Stúdentar höfðu dans- leik í Báru’o. í gærkvöldi. Var þar margt um manninn og gleðskapur góður. Föstuguðsþjónnsta f dómkirkjunni f kvöld kl 6. Passíusálmar sungnir. Síra Jóhann messar, Föstuguðsþjónustur í Fríkirkjunni: Á miðvikudaginn í Fríkirkjunni í Reykjavík, kl 6 síðd. (síra Ól. Ól.) Á fimtudaginn í Fríkirkjunni f Hafn- arfirði, kl. 7 síðd. (síra 01. Ól.). Menn eru beðnir að hafa Passfusálm- ana með sér f kirkjuna. Jarlinn ísfirski er væntanlegur hing- að frá Bretlandi einhvern nœstu daga. Tveir vélbátar, Sólveig og Freyja, komu f gær til Hafnarfjarðar hlaðnir fiski. Maí kom inn í gær eftir þrjá daga, hlaðinn fiski. Munu botnvörpungar sjaldan bafa aflað hór jafn vel og nú Carmen kom hingað í gær hlaðin salti til hf. Kol og Salt. Jón Forseti kom af fiskveiðum í gær með ágætan afla. Gestir < bænum. Bjarni Þ. John- son sýslumaður Dalamanna og Sigur- jón Jónsson útgerðarstjóri frá ísafirði. Ingólfur Arnarson kom af fiskveið- um ,í gær með ágætan afla. Bókasafn Ungmennafólagsins hefir' verið flutt úr gamla Kvennaskólanum í Kirkjustræti 10, f bókaverzl. Ársæls Árnasonar. Loftskeyti i nótt. Frá ófriðnnm. Möve komin heim. Ákafar orustur standa enn í Frakk- landi og sækja Þjóðverjar á. Hefir þeim orðið nokkuð ágengt sutnstað ar, en Frakkar segja þá hafa beðið- mikið manntjón. Hafa Þjóðverjar tekið 165. hæðina, sem er vestur af Regneville fyrir vestan Meuse. Áköf stórskotahríð hefi staðið fyrir austan Meuse hjá Bras og Douaumont. Svartahafsfloti Rússa setti lið á land fyrir austan Trebizond 4. þ. m. og sótti það þegar suður á bóginn og hrukkp Tyrki fyrir. Náðu Rúss- ar þar nokkru herfangi og föngum. í brezka þinginu hefir Balfour flotamálaráðherra skýrt frá því að Möve væri kominn heim til Þýzka- lands aftur og mundi hafa farið fyr- ir norðan Island. Sag er að fólk í Tyrklandi hrynji niður úr hungri, herinn sé alveg móðlaus, fjárhagurinn hörmulegur og upphlaup víðsvegar. Fréttaritari »Daily Telegraph« segir að með falli1 Bitlis séu samgöngur milli Miklagarðs og Bígdad í hættu. Rússaher sækir nú fram í þrennu lagi, meðfram Svartahafinu, vestur af Erzerum og meðfram landamærum Persíu. House liðsforingi hefir nú skýrt Wilson frá för sinni til Evrópu og segir ómögulegt að gera neinar sátta- tilraunir sem stendur vegna sigur( vinninga Þjóðverja, því að þeir set^ óaðgengilega friðarkosti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.