Morgunblaðið - 09.04.1916, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ
7
er bezta át-súkkulaði í heimi.
Fæst hjá kaupmönnum.
Búið til af Tobler, Berne, Sviss.
GES? DA0 3ÓRIN.
Afmæli í dag.
GuSrún Teitsdóttir, jungfrú.
Halldóra Þórarinsdóttir, húsfrú.
Guðm. Egilsson, kaupm.
Pétur Bjarnason, skipstj.
Sólarupprás ki. 5.21 f. b.
S ó 1 a r i a g — 7.40 e. h.
Háflóð í dag kl. 9.41 f. hád.
og kl. 10.10 e. hád.
Þjóðmenjasafnið opið kl. 12—2.
(Myndasafnið er í Alþingishúsinu opið
á sama tfma).
Náttúrugripasafnið opið kl. V/2—
2 V,-
Veðrið í gær:
Laugardaginn 8. apríl.
Vm. n.v. stormur, hiti 1,1.
Rv. n. kaldi, hiti 0,7.
íf. n.a. snarpur vindur, hiti 2,2.
Ak. n. gola, hiti 0,0.
Gr. n.n.a. kaldi, frost 1,5.
Sf. n.a. stinnings kaldi, hiti 2,1.
Þh. F. s.v. stinniugs kaldi, hiti 5,1.
Rigmor, eitt af Lauritzsens-skipunum
kom hingað í gær með kolafarm frá
Bretlandi.
Fylla fer í dag frá Hafnarfirði til
útlanda.
Gullfoss kom í gser til Hafnarfjarð-
kr frá Vestfjörðum. Lá skipið þar í
gaerdag, en er væntanlegt hingað í dag
sHemma. Skipið hrepti ill veður á
^estfjörðurn og hefir tafist töluvert við
Kð.
Bjarni Björnsson. Troðfult hús
hjá honum < gærkvöldi. Ætlar
Knn að endurtaka skemtun sfna í
Kiðja sinn í Bárunni í kvöld. Er Bjarni
4 förum hóðan með Gullfossi í miðri
v>ku.
Morgunblaðið kostar framvegis 5
f lausasölu. Sunuudagsblöðin
°8ta 10 aura.
^ ^nðsþjónustur f dag, 5. sunnudag
föstu. (Guðspj. Gabrfel engill send-
Lúk. L, 39—56). í dómkirkj-
g1"1' kl. 12 síra Jóhann Þorkelsson, kl.
^8ha Bjarni Jónsson. í fríkirkjunni
*2 8fra Ólafur Ólafsson, kl. 5
* Baraldur Níelsson.
Steinbryggjan. Viðgerðinni á henni
er uú nær lokið.
Goðafoss fór frá Leith í gær.
Flora. Ekkert hefir frózt um það,
að Flóra só farin frá Stornoway enn-
þá. Fráleitt mun skipið koma hingað
fyr en í vikulokin.
Ættarnafn hefir Einar Indriðason
bankaritari tekið og fengið staðfestingu
tjórnarráðsins fyrir. Heitir hann hér
eftir : Einar Viðar.
Jón frá Vaðnesi hefir um tíma
flutt verzlun sína á Laugaveg 13, f
hús Siggeirs Torfasonar. Er Jón að
láta reisa steinsteypuhús á lóð sifini
við Laugaveg nr. 23, og flytur þangað
aftur að smíðinni lokinni.
Hjónaband. í gær voru gefin sam-
an í hjónaband f Kaupmannahöfn þau
Páll Sæmundsson aðstoðarmaður í fjár-
málaráðaneytinu danska og ungfrú
Magnea Guðmundsdóttir Jakobssonar
hafnarvarðar.
Hótanir Þjóðverja.
Fréttaritari »Daily MaiD í New-
York segir að fréttaritari »The Ame-
rican«v hafi það eftir flotamálastjóin
Þjóðverja, að þeir hafi nú fundið ráð
til þess, að ónýta kafbátanet Breta,
og ef þýzka stjórnin fáist til þess að
skeyta engu orðum Bandaríkjanna,
þá muni kafbátarnir sökkva á hverj-
um mánuði skipum, sem bera mil-
jón smálesta, og einangra Bretland
miklu rækilegar en Þýzkaland sé
nú einangiað.
Utan af landi
Frá Sauðárkróki er símað, að þar
sé nú góð tíð, en snjór er mikill
fram til sveita. í Blönduhlíð er nú
farið að taka svo rnikið að þar er
komin dágóð jörð.
Sögusagnir hafa gengið um það,
að hesta hafi nýlega fent í Skaga-
firði, en þær eru uppspuni einn,
euda fennir hesta sjaldan eða aldrei
þegar svona er áliðið vetrar. Það er
helzt i fyrstu snjóum, þegar þeir
leita sér skjóls þar sem þröng af-
drep eru.
Bretar missa skip.
Þess var getið fyrir skömmu, að
Þjóðverjar hefðu opinberlega tilkynt,
að loftfar þeirra hafi varpað sprengi-
kúlu á eitt brezku herskipanna, sem
fóru til Slésvíkurstranda um daginn,
og stórskemt það. Það hefir nú
komið fram, að skip þetta var brezkt
beitiskip, sem bar nafnið »Medusac.
Var öllum skipverjum bjargað af
brezkum tundurspilli.
Spiritisminn.
Fyrirspurn.
Ef það er rétt, sem spiritistar
kenna, að dauðinn sé vinnr manns
og tilhlökkun að deyja, þá hiýtur
það að vera skynsamlegt að stytta
sér lífið. Gaman væri samt að fá
að vita fyrst, hvort þetta sé ekki
meining þeirra, því þá muna sjálf-
sagt margir gera það, til þess að
komast inn á þessar fullkomnunar
brautir.
j ^ >
Ritstj. hefir beðið mig að svara
háttv. fyrirspyrjanda. Skal það gert
með fáum orðum.
Spiritistar kenna ekki, að dauðinn
tsé vinur allra eða að öllum mönn-
um sé tilhlökkunarefni að deyja.
Þvert á móti. Umskiftin eru að
eins þeim þægileg, sem hafa með
líferni sínu hér brotið sem minst
gegn lögmálum tilveru sjálfra sín.
Hinum, sem verja llfi sínu meira
eða minna til að traðka þeim lög-
málum, eru umskiftin slæm og mörg-
um jafnvel ægileg. Sársaukinn verð-
ur þar að kenna þeim það, er þeir
ekki lærðu hér — og fyr eða síðar
trúa spiritistar að hann gjöri það.
Hver þessi lögmál séu, kennir spiri-
tisminn líka. Eitt af þeim er það,
að hver sem með fullu ráði og rænu
stytti sjálfum sér aldur, baki sér með
því sára eymd og harmkvæli
peqar að loknu verki. í stað þess
að flýja sorgir sinar, eykur sjálfs-
morðinginn þær. Það er engin til-
viljun að lifslöngunin er meðfædd
og svo rík. Það er kensla náttúr-
unnar um það lögmál sitt, að hver
lifi skapað skeið.
Það er því fjarri því að spiritism-
inn örfi menn til sjálfsmorða. Hann
einmitt getur fremur öllu öðru fælt
menn frá þeim og er þetta eitt af
mörgum dæmum þess, hve heims-
þarft erindi hann á, jafnmikið þjóð-
armein og sjálfsmorð eru í mörgum
löndum.
Eg hygg, að spiritisminn ætti
fleiri vini og færri mótstöðumenn
ef hin holla og heilbrigða trúar-
stefna hans og lífsskoðun væri mönn-
um kunnari. Menn mundu þá
fremur skilja, að svo margir hinna
skynsömustu og beztu manna verja
tíma og kröftum til að berjast fyrir
honum — skilja »áhangendagræðgi«
þeirra. En meðan menn ekki hafa
nema ófullkomna nasasjón af málinu
og ef til vill byggja dóm sinn mest
á rangsnúnum eða uppspunnum sög-
um af sambandsfundum spiritista eða
einblína á sorann, gagnrýningar-
skortinn, sem þar kemur stundum
ljós, en sem aðallega fylgdi áhang-
endum málsins á bernskustigi þess,
er ekki nema eðlilegt að menn séu
því fráhverfir.
En vilji menn kynna sér málið
rakile^a, er eg ekki i neinum vafa
um, að langflestir hljóta að tala hlytt
um það og viðurkenna að gullið
skín þar i hrúgum, en sorinn er að
eins smáagnir, sem ekki ber nema
sárlitið á í samanburði við það. Og
þá mucdu menn ekki þurfa að spyrjæ
eins og háttv. fyrirspyrjandi.
Kr. Linnet.
Örfiriseyjar-garðurinn.
Eins og menn eflaust muna, hreyfði
Jón Þorláksson því hvað eftir annað
í bæjarstjórn, að Örfiriseyjar-garður-
inn mundi vera of ótraustur. Hafn-
arnefnd taldi hann nógu sterkan,
en tók þó mál Jóns Þorlákssonar
til athugunar, og fékk því framgengt
að breytingar voru gerðar á garðin-
um, þannig, að hann var hafður
nokkuð þykkri en upphaflega var
ætlast til, og einnig voru sett
styrktarkné, i mlters breið, við
hann að innanverðu, með 15 metra
millibili. En mitt á milli þessara
styrktarknjáa áttu að vera raufar í
garðinn, þannig að hann væri i 15
metra bútum. Þetta var gert til
þess að garðurinn brotnaði ekki
þótt einhver hluti hans kjmni að
siga meira en annar.
Jóni Þorlákssyni þótti þetta þó
eigi fullkomlega hyggilegt. Fann
hann þvi það helzt til foráttu, að
styrktarknén kæmu mitt á meðal
raufanna i garðinn, en rétt hjá rauf-
unum væri garðsins þó áreiðanlega
mest styrksþörf. Fór hann fram á
það að hafnarnefnd reyndi að fá
því framgengt við Monberg, að
styrktarknjánum yrði fjölgað um
helming, og kæmi tvö kné á hvern
garðbút.
Hafnarnefnd hefir nú átt bréfa-
skifti við Monberg síðan, og
lagði fyrir bæjarstjórn i fyrrakvöld
tilboð Monbergs, og tillögur frá sér
um að þeim yrði tekið. Tilboðin
eru þau, að garðurinn verði ekki
steinlímdur eins langt niður og áður
var ráð fyrir gert, en breidd hans
að ofan haldi sér. Verður þá að-
dragandinn tiltölulega meiri en garð-
urinn tiltölulega þykkri heldur en
áður. Styrktarknén hafa verið breikk-
uð þannig, að þau verða 5 metra
breið að neðan og 2 metra breið að
ofan, og verða sett þar sem rauf-
arnar eru i garðinn. Þykir þetta mikil
bót og það sem bezt er — Mon-
berg tekur enga aukaþóknun fyrir
þetta.
Oss skortir auðvitað þekkmgu til
þess, að geta dæmt um hvort garð-
urinn muni nógu traustur með þessu
móti. Það eitt virðist liggja í aug-
um uppi, að eins og hann var áætl-
aður fyrst muni hann ekki hafa
vefíð nógu sterkur. Annars mundi
Monberg tæplega hafa verið svona
liðlegur í samningum um það að
gera hann traustari.
Frá Egyptalandi.
Brezka liðið, sem þar er, hefir