Morgunblaðið - 17.05.1916, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.05.1916, Blaðsíða 1
3. arg'&ngr Miðv.dag 17. maí- 1916 MOBGUNBLADI 193 (^lablað Ritstjómarsími nr. 500 Kn.sttóf' V’ihtá'.nifjr (ins-’ Js.<r;v!ii;irprentsmiðja 500 _ GAMLA BIO_______________________________________^ Sannar stríðsmyndir í fjórum þáttum, frá vígstöðvunum í Frakklandi. Teknar með leyfi frönsku stjörnarinnar, sem gefið hefir samþykki sitt til að þær séu sýndar. 1. þáttur. Frakkneski herinn í Lothringen. 2. þáttur: Með Frökkum í Elsass. 3. þáttur: Poincaré forseti heimsækir hersveitirnar. 4. þáttur: Framsókn Frakka fyrir norðan Arras. Þessar myndir hafa verið sýndar í Paladsleikúsinu í Khöfn á hverju kvöldi í rtiman mánuð með feiknar aðsókn, og hafa dönsk blöð skrifað mikið um hvað þær séu vel teknar og fræðandi. Engar stríðsmyndir sem enn hafa verið sýndar hafa hlotið jafn einróma lof og þessi. Tryggið yður aðgöngumiða í tíma gegn um síma 475. Tölusett sæti kosta 60 au., altn. 40 au. og barnasæti 15 au. K. F. u. ffl. Frá Balkan. Knattspyrnufél. Valur. Æf- ing í kvöld kl. 8. Mætið stundvíslega! Hood J. 3. A. skóhlífarnar amerísku, reyn- ast hér á landi allra skóhlífa beztar. Wood-Milne slöngur og gummihringir á bifreiðar, með stál-plötum, og án, eru notaðir um allan heim. ^eerless regnkápurnar ensku, mæla með sér sjálfar. ^^boðsmaður fyrir ísland, G. Eiríkss, Reykjavik, Erl. símfregnir. ^,rá fréttaritara ísaf. og Morgunbl.) Kaupmannahöfn 16. maí ^ássar sækja fram í ^akasus. öanir hafa flýtt klukk- hjá sér um eina kl.- Franska blaðið »Petit Parisien« hefir spurt rúmenska stjórnmála- garpinn Filipescu um álit hans á viðskiftasamningi þeim, sem Þjóð- verjar og Rúmenar gerðu sín í milli hinn 7. aprii. Hefir Filipescu svarað því þannig, að sá samningur hafi ekki og geti ekki haft neina póli- tíska þýðingu. »Samt sem áðnr er það, því miður, til hagræðis fyrir Þýzkaland og rúmenska stjórnin hefir sýnt með þvi, að hún veit ekki hvernig kún á að haga sér og verður það svo fyrst fyrir að gera það, sem hún hlýtur að sjá eftir. Við Take Jonescu, vinur minn, höf- um ákveðið að berjast nú af enn meira kappi en nokkru sinni fyr fyrir því að safna þjóðinni saman.« Það er rnælt að samningar séu í smíðum milli Rúmena og Búlgara um þegnaskifti. Eiga búlgarskir menn í Dobrudja að fá leyfi til þess að flytjast til Búlgaríu, en rúmensk- ir menn i Makedóníu, sem Búlgarar hafa nú á sínu valdi, að fá leyfi til þess að flytjast til Rúmeniu. Do- brudja-héraðið urðu Búlgarar að láta af hendi við Rúmena í Balkan- ófriðnum. Eru íbúarnir þar flestir af búlgörsku kyni og hafa margir þeirra verið bendlaðir við njósnir síðan ófriðurinn hófst. Rúmenar þeir, sem heima eiga í Makedóniu, eru nefnd- ir Kutzo-Vlach, og er eigi nema skamt síðan að Rúmenía fór að veita þeim nokkra athygli. Loftsksyti Valdemar Poulsens. Þess var getið hér i hlaðinu í vet- ur, að loftskeytafélag Valdem. Poul- sens væri í þann veginn að verða NYJA BIO Niður með vopnin! Stórkostlegur sjónleikur í 4 þáttum, 120 atr. Leikiun eftir hinni heimsfrægu skáldsögu eftir Berífja v. Sufíner. Aðgöngumiða má panta í síma J07 frá kl. 4—8 og í síma 344 eftir kl. 8, og kosta: Fyrstu sæti (tölusett) I kr., önnur sæti 80 aur., 15 aur. fyrir börn. gjaldþrota. Félagið vantaði um x/2 miljón króna til þess að geta haldið áfram að starfa, en starfið hefir hing- að til nær eingöngu verið fólgið í ýmsum tilraunum með ný)ar loft- skeytaaðferðir. Nú kemur sú fregn í dönskum blöðum, að félagið sé komið á rétt- an kjöi aftnr. Ætlar það að starfa framvegis og segja blöðin, að fram- tíð þess sé borgið um hríð. Meðal annars hefir félagið fengið dönsku stjórnina til þess að gefa sér einkaleyfi til þess, að reisa loftskeyta- stöðvar í Vesturheimseyjum Dana. Er sagt, að landstöð muni verða reist þar í sumar. Leikfélag Reykjavíkur Brezka ráðuneyfið og herþjónustuskyldan. Brezka þingið tekur sér venjúlega all-langt páskafrí og menn bjuggust við að svo mundi verða í ár, En er að því kom að Asquith stjórnar- formaður bæri fram tillögu um það miðvikudaginn fyrir páska, að fund- um skyldi frestað svo sem venja er til, sneri hann alt f einu við blað- inu og lagði til að þingið kæmi aft- ur saman þriðja í páskum. Kvað hann þá orsök til þess, að ráðu- neytið væri ósammála um eitthvert helzta áhugamál þjóðarinnar, sem sé það, hvernig ætti að fá nægilega marga menn til herþjónustu. Kvað Asquith að stjórnin mundi segja af sér, ef sú misklíð yrði ekki jöfnuð. Ráðuneytið væri sammála um það, að það væri eitthvert mesta þjóðar- óhapp sem fyrir gæti komið, ef stjórn- in segði af sér. Var tillaga Asquiths samþykt í einu hljóði. Ráðuneytið sat síðan á rökstólum í dymbilvikunni og varð ásátt um að leggja frumvarp fyrir þingið, um að ef 200.000 manns hefðu ekki gefið sig fram til herþjónustu af sjálfsdáðum, þá skyldi stjórninni heimilt að kveðja menn til herþjón-' | Enginn | getur gizkað á. ■ i I Sjónleikur í fjórum þáttum eftir Berh. Shaw. Miðvikudag 14. maí kl. 8. i Iðnaðarmannahúsinu. Tekiö d móti póntunum i Bókverel. ha- foldar nema þd daga tem leikiö er, Þá eru aðg.midar eeldir i Ibnó. — Pantana tt vitjaö fyrir kl. 8 þann dag tem leikiö er. ustu. Var skotið á leynifundi í þing- inu til að ræða herþjónustuskýldu- málið og skýrði stjórnin þar frá hvernig sakir stæðu, en ekki var neitt birt um það hvað þar hefði gerst. Frumvarp stjórnarfnnar um her- þjónustuskyldu var tekið aftur skömmu síðar, og þar við stóð er siðast fréttist. Mælt er að Lloyd George sé nú kominn í flokk þeirra manna, sem vilja koma á almennri herþjóuustu- skyldu og andstæðingaflokkur stjórn- arinnar magnast nú stöðugt í þing- inu. En Carson og Churchill taldir foringjar þess flokks. Einkaleyfí Dana í Rússlandi. Fyrir nokkrum árum fengu Danir mjög víðtæk einkaleyfi í Rússlandi þar á meðal talsímaeinkaleyfi í mörgum rússneskum bæjum. Leyfi þessi voru uppsegjanleg með þriggja ára fyrir- vara, en Danir munu sízt af öllu hafa búist við því, aS Rússar mundu nota sór af því meðan á ófriðnum stendur. Seint í fyrra mánuði sagði1 rússneska stjórnin upp samningnum. frá maí-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.