Morgunblaðið - 17.05.1916, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.05.1916, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ báta- og land-mótorar, eru lang-ódýrastir, ein- faldastir og bezt gjörðir. Léttari og fyrir- ferðarminni en nokkrir aðrir mótorar. Avalt fyrirliggjandi hjá G. Eiríkss, Reykjavik, sem gefur allar frekari upplýsingar viðvikjandi mótorum þessum. HALL’S DISTEMPER er til innanhiiss-notkunar algerlega sótthreinsandi. I»ess vegna er enginn farfi betri á gamla, gisna veggi og loft eða þegat menn óttast sótthættu í húsum. Þessi ágæti farfi er seldur í verzlun S. Bergmanns, Hafnarfirði. mÓTOHBTÍTUn TIL SÖLU Allar upplýsingar gefur Ól. Sveinsson, Laufásvegi 12; heima kl. 6—7 e. m. Sanitas kaupir Pelaflöskur Bezta filið Heimtið það! — o - ^ðalumboð fyrir ísland: Nathan & Oisen. Framtíðarstaða. Efnilegur, reglusamur, ungur maður, sem lært hefir málaraiðn, mundi geta trygt sér framtíðarat- vinnu í Hafnarfirði. Upplýsingar hjá S. Bergmann, Hafnarfirði. Talsími lO.i Beauvais nlðursuðuvörur eru viðnrkendar að vera langbeztar í heimi, Otal heiðurspeninga á sýningum víðsvegar um heiminn. Biðjið ætið um Beauvais-niðursuðu. Þá fáið þér verulega góða vöru. Aðalumboðsmenn á íslandi: O. Johnson & Kaaber. Bezt að auglýsa i Morgunblaðinu. Angela. Eftir Georgie Sheldon. 'jxi (Framh.) llkt, og ef sorg mín er svo miklu yngri en yðar, haldið þér þá ekki að eg finni eins sárt til hennar? sagði Salome kjökrandi. — Nei, því mín hefir nagað hjarta mitt sem eiturormar í full þrjátíu ár, og upprætt allar góðar og göfugar tilfinningar úr hugskoti mínu og gjört mig að þessum kvenvargi sem eg er nú. Þér getið nú ímyndað yður að eg hefi tekið það nærri mér að opin- bera þetta fyrir yður, þvi eg er stolt að eðlisfari og tala aldrei um óham- ingju mina við nokkurn mann, og þvi siður að eg tali um yfirsjónir minar. Auðvitað gátuð þér ekki vit- að hvað þetta kvæði rifjaði upp fyr- ir mér. Ó, mun eg nokkurntima gleyma þeirri stund er eg heyrði þetta kvæði sungið, sagði Miss Leon- ard með svo átakanlegri hrelling í röddinni að Salome gekk það til hjarta. Síðan stóð hún upp og reyndi að dylja titringinn i röddinni er hún sagði: Við skulum ekki tala meira um þetta, og alt i einu sem snort- in af ómótstæðilegu afli, laut hún ofan að Salome og kysti hana á kinnina. — Hana nú barn, sagði hún og roðnaði við, nú held eg eg sé að verða vitlaus, eg hefi aldrei kyst nokkura manneskju síðan systir min dó. En, sagði hún og reyndi að herða upp hugann, við skulum ekki minnast á þetta framar. — Góða nótt, barn. Hún snéri síðan út úr herberginu en var fjarska óstyrk. Salome hélt einnig til herbergis síns og gekk til sængur, en langan tíma lá hún vak- andi og var að hugsa um hinn þyrnumstráða æfiferil Miss Leonard sem að sumu leyti líktist hennar sjálfrar. Þvi er lifsstarfi svo margrja pilt? Ef mannkynið var skapað tilað fullkomnast, og verðaað hreinum og syndlausum öndum, hvers vegna eru svo margar tálsnörur og freistingar á leið hinna breizku mann, sem spilla öllu hinu góða og göfuga i eðli þeirra, en slík leyndarmál verða aldrei skýrð til fullnustu fyr en hið mikla for- tjald fellnr, og öll leyndarmál verða opinberuð. Og Salome sem hafði lært að fela allar sínar áhygggjur á vald hins líknsama góða föður á himnum, sendi hjartnæmt bænarand- varp upp til hans, og buð hann að gefa sér trú, styrk og djörfung í baráttu lifsins. Eftir það sofnaði hún sætt og rótt. Löngu fyrir dag vakn- aði hún við það, að hönd var lögð á öxl henni, og hún sá Harriet standa við hvilustokkinn með kertaljós i hendinni, hún var föl i andliti og áhyggjufull. — Viljið þér gjöra svo vel og risa á fætur, ungfrú Howland, sagði hún. Miss Leonard er fárveik, hún segir að þér séuð lærð hjúkrunarkona, og vitið ef til vill hvað bezt muni að gera henni til hjálpar. — Jú vissulega Harriet, farið til hennar aftur, eg skal koma strax og eg er klædd, sagði Salome og flýtti sér i fötin. Fáum minútum seinna var hún komin til Miss Leonard og hitti hana í aumkunarverðu ástandi. Hún iðaði til og frá í rúminu, og kvartaði um óþolandi höfuðverk, hún var þrútin í andliti og æðarnar á hálsi hennar og gagnaugum uppblásnar.' Salome sá strax að hún hafði ekkert sofið um nóttina, og hafði að likindum þjáðst, og þjáðist enn af afleiðingunum af geðshræringunni kvöldið áður, og hún óttaðist að hún fengi slag, nema hægt væri að lina þjáningar hennar undir eins. — Þér verðið að undirbúa heitt fótabað þegar í stað, sagði hún til Harr- iet, og reisti Miss Leonard upp við dogg i rúminu á þann hátt að hún hlúði mörgum koddum undir höfuð hennar og herðar, og baðaði síðan á henni höfuðið úr köldu vatni. Harriet kom bráðlega með fótabað- ið, og eftir nokkurn tima tók Miss Leonard að hressast. En er leið fram á morguninn og Salome var farin að hugsa að Miss Leonard yrði brátt úr allri hættu, fóru önnur sjúk- dómseinkenni að koma i Ijós hjá henni og sökum þess að Salome áleit að hér væri ný hætta á ferðum, stakk hún upp á því að læknis væri vitjað. — Nei eg fyrirbýð ykkur að sækja lækni. Eg get ekki til þess hugsað að nokkur karlmaður komi inn í mitt hús, sagði Miss Leonard bist. En Miss Leonard, sagði Salome í bljúgum bænarróm, um leið og hún gekk yfir að hvilustokknum og reyndi að tala sannfærandi. Eg veit að þér þarfnaðist skjótrar og góðrar læknishjálpar. Eg get ekki að þvi gjört, eg má ekki tii þess hugsa að nokkur læknir komi nálægt mér, sagði Miss Leonard þrákelknislega. Jæja, ef þér viljið ekki að karlmað- ur komi hingað þá leyfið mér þ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.