Morgunblaðið - 17.05.1916, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.05.1916, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐI0 Aðvörun. Síðustu dagana hefir talsvert af krökkum farið suður á hina nýsmíð- uðu bryggju á Þormóðsstöðum og verið þar oft frameftir kveldinu. Þetta verð eg algerlega að banna, bæði vegna þees að krakkarnir hafa skemt fyrir okkur ýmislegt þar suðurfrá og líka vegna þess að þeir geta dottið út af bryggjunni og druknað, þegar enginn er þar nálægur til að bjarga þeim. Pétur J. Thorsteinsson. Hanzkar, svartir og mislitir, Barnahanzkar, Kvenhanzkar, nýkomnir í fíanzkabúðina, TJusfursír. 5. Tubanfia. Mynd þessi erjaf hinu hollenzka farþegaskipi »Tubantia«, sem fórst í Norðursjó fyrir nokkru. Hafa margir haldið því fram, að því hafi verið sökt fyrirvaralaust af þýzkum kafbáti,’’og var um eitt skeið svo talið, að ófriðaróttinn i Hol- landi væri sprottinn af deilum Hollendinga og Þjóðverja út af grandi þessa skips. Nú hefir hollenzka blaðið »Toekomst«, sem þykir (yinveitt Þjóð- verjum, staðhæft, að miklar líkur séu til þess, að belgiskt herskip hafi sökt skipinu. Spyr blaðið, hvernig á því standi, að hollenzka stjórnin hefir ekki leitað neinna upplýsinga til Belga um þetta mál, þar sem það sé þó kunnugt, að Bretar hafi selt Belgum heilan herskipaflota, síðan ófriðurinn hófst. byrjun árið 1919. Segja dönsk blöð, að þetta só ákaflegt tjón fyrir Dani, sem lagt hafa mikið í sölurnar til þess að halda einkaleyfinu. Wiliiam Shakespeare. A páskadaginn voru liðin 300 ár siðan hinn mikli skáldjöfur Breta, William Shakespeare lézt í Strat- ford on Avon. Var þess atburðar minst hátiðlega um alt Bretaveldi og víðar, því að allur heimur á Shake- speare mikla þakkarskuld að gjalda fyrir hin ódauðlegu ritverk hans. í þessu húsi fæddist Shakespeare og dó (á afmælisdegi sinum). Hann var fæddur árið 1564. Húsið stend- ur enn í dag, en því hefir verið breytt allmjög. Það er nú ríkiseign og þjóðarhelgidómur. í þessu húsi, sem stendur enn þann dag í dag óbreytt eins og það var fyrir hálfri fjórðu öld, fæddist og ólst upp kona sú, er Shakespe- are kvæntist. Hún hét Anna Hatha- way og var 8 árum eldri en hann. Hjónaband þeirra varð ekki farsælt. Húsið er ennþá eign Hathaway- ættarinnar. Fjórir þýzkir hermenn, sem voru f fangelsi Breta suður í Wales, struku nýlega. Hefir verið gerð gangskör að því að leita þeirra víðsvegar um Bretland, en þeir hafa ekki fundist. Óíriöarsmælki. Astralia hefir þegar sent fimm herdeildir (Divisions) til vígvallarins og er nú að mynda hina sjöttu. Mr. Pearce landvarnaráðherra í Ástra- líu hefir lýst því yfir, að þrátt fyrir það, þótt herdeildum verði fjölgað þá sé engin hætta á því, að ekki gefist nógir menn til þess að fylla í skörðin í herdeildum þeim, sem þegar eru komnar á vigvöllinn. 7/000 herfanga geyma Þjóðverjar i Suður-Jótlandi. SSSS) D A0 BÓRIN. 0223 Afmæli í dag. María Þorvarðsdóttir, jungfrú. Þóra Jónsdóttir, húsfrú. Þuríður Magnúsdóttir, húafrú. Einar Runólfsson trósm. Einar Vigfússon, bakari. Augnlækning ókeypis kl. 2—3 í Lækjargötu 2 (uppi). Þjóðminningardagur Norðmanna. íslanð er nú á Austfjörðum, og væntanlegt hingað i vikulokin. Sólarupprás kl. 3.11 S ó 1 a r 1 a g — 9.39 Veðrið í gær: Vm. logn, hiti 4,0 ítv. logn, hiti 2,5 ís. a. kaldi, hiiti r,2 Ak. n.n.a. kul, hiti 0,0 Gr. n.a. andvari, frost 0,5 Sf. n. kul, hiti 2,1 Þh. F. logn, hiti 5,0 Háflóð í dag kl. 5.18 f. h. og ki. 5.40 e. h. Vesta kom hingað í gær norðan uD> land frá útlöndum. Fjöldi farþeg* kom með skipinu: Þar á meðal voru Magnús Kristjánsson alþm., frú Guð- mundsson bæjarfógetaekkja frá Akur- eyri, og 3 dætur hennar, Ól. Propp® kaupm. á D/rafirði, frú Líndal frá Akureyri, Konráð Stefánsson cand.i Grímur Jónsson kaupm. ísafirði, ungfrá Kristín Pálsdóttir bæjarfógeta á Akur- eyri, Gísli Oddsson, Sig. Þórðarson o.fL Helgi Jónsson kaupfólagsstjóri á Stokkseyri dvelur hér í bænum þessa dagana. Goðafoss fór frá Seyðisfirði í gær. Á leiðinni þangað var hann stöðvaðuí af brezku herskipi og skjöl hans ranu- sökuð. Sjaldan eða aldrei hefir verið jafn- mikil aðsókn að nokkurri kvikmynd hór eins og »Niður með vopnin«. Richard Torfason bankabókari varð fimtugur í gær. í því tilefni færðu starfsmenn Landsbankans honum dýt" indis gullúr að gjöf. A það var grafið »Richard Torfason, frá starfsmönnum Landsbankans 16. mai 1916«. Maðnr á seglskipinu Valborg, sen> hór liggur á höfninni, var tekinn fast- ur, nokkru eftir að skipið kom hinga^ og fluttur í land. Hafði komið kær» á hann frá skipstjóra út af einhverri óhl/ðni, meðan skipið var í hafi. Lik' lega verður hann sendur afturtilDan' merkur. Viðskiftabannið. Ól. FriðrikssoU minnist í Dagsbrún í gær á viðskift*' bannið, sem Hásetafólagið lagði á Sigur' jón Pótursson og málaferli þau seu1 eru í aðslgi út af því. Þar 1/sir Ólafuf yfir, að bannið só nú upphafið. Sykur. Það er orðið lítið uU> sykurbirgðir í bænum og kvað ver* erfitt að ná í hann frá útlöndum. ’ Þetta hefir einn kaupmaður notað S^f til þess að hækka verðið á sykri uu> 2 aura pundið. Verðlagsnefndin að athuga þetta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.