Morgunblaðið - 04.06.1916, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.06.1916, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ H. P. Dnus Á-deild. Hafnarstrœti. Nýkomið með íslandi og Botníu: Regnkápur svartar og mislitar. Svart silki í svuntur, slétt, röndótt og rósótt. Mislitt silki rósótt, margar tegundir. Allskonar nýungar í Dömukfðgu m. Heidfaíaefni, Voxdúksfyattar, JTlorgunkjóíaefni, Prjónavörur, Uítarteppi, Tataefni mjög ódýrf, Cýevioí, TUklæði, Svartir bómultarsokkar og svarfir Skinnýanzkar. Rdssar fjögur orustuskip (Dread- noughts) í smíðum og nti meiga Þjóðverjar búast við því að þau séu komin á flot. Til þess að halda Rússum í skefjum verða Þjóðverjar að nota hin stóru orustuskip sín. Samkvæmt skýrslum flotamálastjórn- arinnar þarf fjögur stórskip til þess að kvía þrjú inni og tvö beitiskip tii þess að gæta eins í herkví. Samkvæmt þeirri skýrslu, sem Mr. Churchill gaf í nóvembermánuði sið- ast liðnum, áttu Þjóðverjar 2i^ or- ustuskip þá er ófriðurinn hófst. — Sennilega hafa þeir bætt við sig sjö síðan og eiga þeir því nú 28. Atta þeirra þurfa þeir til þess að halda Rússum í skefjum, og ef til vill tólf þegar hin önnur skip Rússa eru talin. Með öðrum orðum: Þjóð- verjar eru neyddir til þess að hafa helming orustuskipa sinna í Eystra- salti. Að visu hafa þeir nú gert Libau að athvarfshöfn fyrir kafbáta sína, en samt sem áður munu þeim reynast yfirráð Eystrasalts allerfið. Metaskýrslan. Hér fara á eftir nokkrar athuga- semdir við metaskýrsluna (töfluna), er birtist í Morgunblaðinu 28. maí síðastl. Menn komast fljótt að raun um, er þeir lesa metaskýrsluna, að við íslendingar erum eigi jafnsnjallir frændþjóðum vorum í úti-íþróttum sem skyldi. — Veldur því vitanlega margt — og skal hér fátt upp telja, því flestir munu líklega kannast við þá erfiðleika, sem eru á þvi að æfa íþróttir hér á landi. En til máls- bóta skal þó sagt, að stutt er síðan farið var að iðka hér úti-iþróttir, að leikvellir eru fáir og fátækir að íþróttatækjum, og siðast en ekki sizt, að afarfáir eru þeir, sem iðka iþrótt- ir að staðaldri. En að staðaldri verða þeir að æfa sig, er vilja sjá nokkurn árangur iðju og iðni sinn- ar. — Eins og þið sjáið á skýrslunni, þá erum við ekki svo afarlangt að baki í 100 stiku hlaupi; sýnist þar bara vanta herzlumuninn og skerp- una; en á 200 st. erum við heldur langt á eftir. Gæta verður .þó þess, að 200 st. hlaup fer fram á beinni braut alstaðar annarsstaðar en hjá okkur Frónbúum; er hér ekki svo eg viti vö! á 200 st. beinni skeið- braut; en úr því verður að bæta, ef við eigum að eignast afreksmenn á spretthlaupunum (100—300 st.). Um 400 st. hlaup er það að segja, að það skeið hefir ekki verið þreytt hér, en í þess stað 402Y3 st., og var tíminn éx sek., sem mun verða nm 60,5 sek. á 4oo st. Bezti tím- inn á 500 st. hl., sem eg veit um, er r min. 20,8 sek. A 800 st. er tíminn og langur; verður að koma honum niður í 2 mín., ef við hugsum til að þreyta við nágrannaþjóðirnar á þessari vega- lengd. Á 1 rastar hlaupi stöndum við okkur bezt í samanburðinum; en á i1/^ röst ver en skyldi; 5 rasta hl. hefir ekki verið þreytt hér, en tíminn, sem eg hefi leyft mér að setja þar, var tekinn um leið og 10 rasta hlaupið fór fram, en mundi náttúrlega vera mikið betri, ef að eins hefðu verið þreyttar 5 rastir; veit eg líka, að einn okkar bezti hlaupari hefir hlaupið 5 rastir undir 17 mínútum. Aftur er ekki í skýrsl- unni getið um 7,5 rasta hlaup (1 dönsk mila), vegna þess að það eru bara Danir, sem þreyta 7,5 rasta hlaup. Tíminn á 1 danska mílu hér hjá okkur er réttar 28 mínútur. En hjá Dönum er tíminn á mílunni 25 min. 13 sek. 10 rasta hlaupið, að þvi ættu íþróttamenn að snúa sér, því þar má koma tímanum niður um nokkrar mínútur. Eins og sést enn fremur á skýrslunni, þá iðkum við ekki lengri hlaupin, eins og 20 rastir, Maraþon- og klukkutíma-hlaupið; vil eg heldur ekki eggja neinn á að æfa löng hluap, þvi að þau eru of erfið fyrir okkur enn þá, sem ekki höfum iðkað hlaup að neinu ráði. Þó er eg ekki frá því, að við ætt- um, er fram líða stundir, að bæta klukkutíma-hlaupinu á hlaupalista okkar. Er það hlaupið þann veg, að íþróttamennirnir þreyta um, hver komist lengsta vegalengd á 1 kl,- stund. Eins og sézt á skýrslunni, eru það rúmar 19 rastir, sem farnar hafa verið á 1 kl.stund, og er það vel að verið. — ÖIl hlaup þurfa náttúrlega mjög mikla æfingu og á- stundun, en ekki sízt lengri hlaup- in; verður að æfa þau sérstaklega rækilega, ef íþróttaroanninum á ekki að verða mein að. I grindahlaupinu erum við óþarf- lega langt á eftir; væri ekki úr vegi að athuga það nánar. Grindin skal vera 1,06 st. á hæð, þegar hlaupið er 110 st., en 0,90 st., ef þreytt er á 400 st. skeiðbraut. Met á 400 st. grindahlaupi er jjsek. (1908). Grinda- hlaup er skemtileg íþrótt, og ættum við því að leggja betri stund á hana, en við höfum gert hingað til. Af úti-íþróttunum er boðhlaupið einna ákjósanlegast fyrir okkur að þreyta. Er það ein leiðin, sem fara á fyrst í stað, til að safna okkur saman um hlaupa-íþróttina. Hástökk með atrennu erum við skammarlega stutt á veg komnir með (að eins D/a st.). Veit eg um stökkvara, sem stökkva hærra, en sem þreyta of sjald- an eða aldrei, og koma því ekki til greina við metaskýrslur. Sama er að segja um langstökk. Þrístökk er ný íþrótt, sem við þó höfum kom- ist furðanlega fljótt upp á að nema og iðka. En herða megum við okk- ur þar sem annarsstaðar. í stangar- stökki erum við langt á eftir, og er það skiljanlegt, þar sem að fá tæki til að iðka það reglulega eru til enn sem komið er. Væri óskandi, að úr því rættist hið bráðasta, því stang- arstökk er kölluð fegursta úti-íþrótt- in, og er sú iþrótt, er heillar mest áhorfendurna, og það verðum við dálítið að hugsa um. Fólk sækir ekki svo vel leika og kappraunir, sem haldnir eru. Bezta beggja handa kringlukastið okkar er bágborið. Sézt vel á því, að lítið æfum við beggja handa köst, en vonandi lagast það einnig með tímanum. Og enn eitt verður að athuga, að aðeins eitt íþróttamót héfir verið haldið, þar sem beggja handa köst hafa farið fram. Betur stöndum við okkur í kúluvarpi, og er beggja handa kastið þar ágætt, borið saman við hægri handar kastið. Er það óneitanlega jafnt kast. Eg hefi með vilja slept hér úr skýrsl- unni »met« um kappgöngur, bæði vegna þess, að hér eru lítið iðkaðar göngur, og eins, að við eigum eng- in met — (nema á 804% st. og er það farið á 4 mín. og 15 sek.) — til samanburðar, á þeim vegalengd- um, er þeir iðka mest, eins og 1 — 10 rastir. Um knattkastið er það að segja, að þa;ð hefir farið hér fram bara einu sinni og menn litt undir það æfðir, og því litt að marka þann saman- Biíreiö fer austur á Eyrarbakka og Stokks- eyri kl. n í dag. Pantið far / síma 79. burð, þar sem og sú iþrótt er ekki æfð hér á landi svo eg viti og harma það víst fáir. Frh. Bennð. Frá Færeyjum. Færeyingar eru að hugsa um það, að reisa minnismerki yfir Rasmus Christoffer Effersöe, sem andaðist í vetur. Hefir verið stofnuð nefnd í því skyni og gengst hún fyrir fjár- söfnun um allar eyjarnar. Effersöe var hinn merkasti maður og brautryðjandi þjóðar sinnar um langt skeið. Eiga Færeyingar hon- um mikið að þakka, hvað hagur þeirra hefir rýmkað á hinum síðari árum, og allra manna gekk Etfersöe bezt fram í því, að hefja tungu þeirra til vegs og virðingar meðal þjóðar- innar sjálfrar. Fjóra knattspyrnukappleika hafa Færeyingar sett sér í sumar, og keppa þar ýms knattspyrnufélög úr ýmsum stöðum. Þar gera þeir okkur skömm — hér fást menn aldrei til þess að taka upp þann sið, sem er lyfti- stöng allra iþrótta, að bæir keppi um frægðina. Hér holast hver sér, Sameinaðafélagið hefir sent amt- manninum á Færeyjum bréf, og skýrir honum frá því, að það neyð- ist til þess að hækka farmgjöld til Færeyja vegna þess, hvað skip sín tefjist þar lengi. Amtmanni fanst, sem kaupmenn ættu hér helzt til að svara og sendi því bréfið til »Kaup- mannaráðs Færeyja*. En kaupmenn skeltu skuldinni á verkamenn ; sögðu þá hafa krafist hærri verkalauna fyrir- yfirvinnu, og þess vegna væri eigi unnið að affermingu skipa á síð- kvöldum né um helgar. <Ss(ga $ Litið, sólbjart herbergi með ágætnm húsgögnum fæst til leigu nú þegar eða 1. júli. R. v. á. ^Jf cTapaé Perluband tapað, skilist gegn fundar- launum á Hverfisgötu 96. Tapast hefir steingrár hestur, 4 vetra, frá Vassenda í Seltjamarneshreppi í fyrts' sumar. Mark: tvírifað í heilt vÍDstra. Hallur Guðm. .Tónssou-^. tSSaupsKapuT ^ Möttoll, lítið brúkaður, til sölu. R. ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.