Morgunblaðið - 07.06.1916, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.06.1916, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Kiíchener lávarður. England mun lengi minnast með trega þess atburðar, er gerðist i fyrrakvöld hjá Orkneyjum, þá er beitiskipið »Hampshire« fórst og allir menn drukknuðu, þar á meðal Kitchener lávarður, hermálaráðherra Breta. Kitchener var rtimlega hálfsjötug- ur að aldri og var irskur að ætt- erni. Arið 1870, þá er ófriðurinn stóð milli Frakka og Þjóðverja gerð- ist hann sjálfboðaliði í her Frakka, þá tvitugur að aldii. Vann hann sér þar framaorð fyrir hreysti og ágæta framgöngu. Þegar hann kom heim aftur gekk hann í her Breta og hefir siðan tekið þátt i f jölmörgum or- ustum, sem Bretar hafa háð víðsveg- ar um heim. Var hann fyrst send- ur til Gyðingalands og Cyprus, það- an fór hann til Egyptalands og vann þar frægan sigur árið 1898 þá er hann tók borgina Karthoum her- skildi- Fékk hann þá að launum Jávarðsnafnbót. Síðan var hann gerð- ur að yfirforingja i herstjórnarráðu- nevti Roberts lávarðs. I Búastríðinu, árin 1900—1902, var hann gerður að yfirhershöfðingja Breta i Suður-Afríku og vann þá marga og fræga sigra á herliði Búa. Að þeim ófriði ioknum var hon- um falið það, að koma skipulagi & Indlandsherinn, og dvaldi hann þá um hríð i Indlandi. Þaðan fórhann aftur árið 1909, og ferðaðist þá til Astraliu og Kanada i sömu erinda- gerðum. Tveim árum síðar (1911) var hann gerður að landstjóra i Egyptaiandi. Um þaðleytijsem ófriðurinn mikli hófst, var Kitchener á leið til Egypta- lands. En Asquith forsætisráðherra gerði þá boð eítir honum og heimti hann heim til Englands aftur. Tók þá Kitchener sæti i ráðuneyti Breta sem hermálaráðherra. Hafði forsæt- isráðherrann áður haft það starf með höndum sjálfur. Lét þá Kitchener þegar hendur standa fram úr ermum, og mun starfsemi hans síðar iengi minst i veraldarsögunni. Bretar höfðu þá eigi nema lítið lið, enda höfðu þeir jafnan treyst mest á flota sinn. En nú var það afráðið, að þeir skyldu senda herhð til Frakklands, og var þá öllum ljóst, að til slíkrar hersendingar þurfti meira en nokkrar þúsundir manna. Kitchener tók þá þegar að safna liði, og þótti það þá einkennilegt, að hann réði alla sjálfboðaliðana til þriggja ára herþjónustu. Höfðu flestir haldið að ófriður- inn mundi eigi standa nema nokkra mánuði, og töldu til þess þær á- stæður, að nú væru morðtól herj- anna orðin svo ægileg, að ekkert mundi standast fyrir til lengdar. En Kitchener sat fastur við sinn keip og kvað engu spilt þótt Bretar hefðu vissu fyrir því að hafa nógan her til þriggja ára. Nú er sá enginn, er ekki kunni að meta þessa fyrir- hyggju hans. Það var ekki lítið starf, sem Kit- chener var falið í ágústmánuði 1914. Hann átti að skapa her i herskyldu- lausu landi, senda þann her til út- landa og sjá honum fyrir nægum hergögnum, Fyrst i stað streymdu svo margir sjálfboðaliðar undir merki Englands að ekki var hægt að æfa fleiri. Ennfremur buðust nýlendur Breta til þess að senda lið, Ástralía, Nýja Sjáland, Kanada og Indland. En eftir því sem herinn óx og marg- faldaðist tók að brydda á þvi, að hann mundi eigi svo vel útbúinn að skotvopnum, sem æskilegt hefði verið. Var þá stofnað nýtt ráðherra- embætti, hergagnaráðuneytið, og Lloyd George látinn taka við þvi. Var þá miklu starfi létt af Kitchener. Þó hafa blöðin eigi ávalt verið á- nægð með starfsemi hans, þótt hann nokkuð seinn til og eigi fá svo marga sjálfboðaliða, þá er fram í sótti, eins og nauðsyn krefði. En þá bætti þjóðin úr því á þann hátt, að lögleiða herskyldu, fyrst íyrir ó- kvænta menn, og síðan fyrir alla menn, 19—41 árs að aldri. Mun þeirrar byltingar lengi minst i sögu Bretlands, en lítinn þátt mun Kitchener hafa átt að því. Síðasta verk Kitcheners var það, að bæla niður uppreistina í írlandi. Sýndi hann með því röggsemi sína og einbeitni. C3E3 DA0BÖRIN. C3 Afmæli í dag. Ása Þorsteinsdóttir, jungfrú Eygló Gísladóttir, jungfrú Guðrúa Kristjánsson, húsfrú Kristrún Benediktsson, húsfrú María GuSlaugsdóttir, húsfrú Andrós Andrésson, klæðskeri Ingvar Bjarnason, stýrim. 0. J. Havsteen, stórkaupm. Þorst. Guðmundsson, yfirfiskimatsm. Ari Jónsson, s/lum. Húnv. f. Tómas Sæmundsson, 1807 f. Alex. Puschkin 1799 Sólaruppráskl. 2.16 Sólarlag — 10.39 Háflóð í dag kl. 9.19 f. h. og kl. 9.41 e. b. Snorri Goði kom af fiskveiðmn fyrir Vestfjörðum í gær. Hafði fullfermi af fiski. Veðrið í gær: Þriðjudaginn 6. júní. Vm. logn, hiti 6,2 Rv. logn, hiti 5,2 íf. a. kul, hiti 6,8 Ak. n. kul, hiti 3,0 Gr. n. st. kaldi, frost 2,0 Sf. n.a. kaldi, snjór, hiti 0,6 Þh. F. ,n.a. st. gola, hiti 5,0 Próf í forspjallsvísindum við Há- skólann tóku í fyrradag þessir stú- dentar: Benedikt Arnason Daníel Fjeldsted Eggert Ó. B. Einarsson Freysteinn Gunnarsson Guðni Hjörleifsson Jón Arnason Jón Kjartanssan Katrín Thoroddsen Kjartan Ólafsson Lárus Arnórsson Þórunn Hafstein II. betri eink. I. — I. — I. ágætis — I. — II. betri — II. — — I. ágætis — I. — I. — I. — Gamla Bío s/nir þessa daganna ákaflega hlægilega og skemtilega mynd, sem leikin er af dönskum leikurum á Jótlandsskaga. Það er dauft fólk, sem ekki getur brosað af þessari mynd. En bros er ætíð holt, eða svo halda Japanar fram. Gallfoas fer hóðan í dag til Aust- fjarða og útianda. Er hann orðinn nokkuð á eftir áætlun. Það kvað vera hæpið, að hann nái Goðafossi á Seyðis- firði, og er það óneitanlega mjög slæmt, því svo var til ætlast, að hægt væri að komast alla leið norður með því að skifta um skip á Seyðisfirði. Fjöldi farþega tekur sór fari austur og til útlanda á skipinu. Pétnr Jónsson syngur n/ lög f Bárunni í kvöld. Á söngskránni eru m. a. lög eftir þá Árna Thorsteinsson, Sigfús Einar8son og Sv. Sveinbjörnsson. Munu margir hlakka til þess að heyra Pótur syngja íslenzku lögin, sem flestir kannast við áður. Alt var uppselt á skemtunina fyrir hádegi < gær. Göturnar. Nú þyrfti endilega að vökva göturnar. Gola töluverð á norð- an og ryk afskaplegt í Miðbænum. Flora liggur að líkindum enn í Ler- vick — eða ekkert skeyti hefir komið um það hingað, að hún só farin þaðan. Að öllum líkindum munu Bretar ætla að leggja hald á 1/sið, en Flora er hlaðin 1/si. Sýnodns hefst í Reykjavík 2. júlí. Hefst prestaþingið með guðsþjónustu- gerð og altarisgöngu. Síra Asmundur Guðmundsson, að- stoðarprestur í Stykkishólmi, dvelur hór í bænum nú. Guðm. kaupfélagsstj. Guðmundsson á Eyrarbakka er hór á ferð núna. Botnía er væntanleg hingað frá Vestfjörðum í dag. Gangstéttin hjá Hotel ísland. Hvenær verður gert við gangstóttina fyrir framan N/ja Land? Varla lfður sá dagur, að ekki detti einhver þar og vökni f fætur, því gryfjan er full af vatni sem lekur úr vatnsleiðslu hót'els- ins. Gallinn er að eins sá, að enginn hefir fótbrotnað þar enn, því þá mætti fremur búast við því, að yfirvöldin skipuðu hlutaðeigendum að koma stótt- unni f lag. Hún er bænum til hábor- innar skammar f þvf ásigkomulagi, sem hún nú er f. .......' Erl. símfregnir. (frá fréttaritara ísaf. og Morgunbl.) Kaupmannahöfn, 6. júni. Yfirheríoringi banda- manna í Grikklandi hefir lýst því yfir, að Saloniki só í unisátur.sástandi. Þjóðverjar hafa náð nokkrum hluta Vaux. Rússar hafa hafið sókn og handtekið 13.000 Aust- urríkismenn. Lemvigh liershöfðingi og Baastrup sævátrygg- ingarforstjóri, eru dauðir. Púðurmylla i Frederiks- værk sprakk í loft upp. Kaf bátahernaðurinn í Eystrasalsti. Sænska blaðið »Aftontidningen« segir að það sé augljóst, að kafbáta- hernaður Rússa í Eystrasalti muni eigi vera mannúðlegri en kafbátahern- aður Þjóðverja hafi verið. Getur það sérstaklega þýzka skipsins »Kolga«, r.etti rússneskur kafbátur skaut tundurskeyti fyrirvaralaust og sigldi síðan á burtu án þess að skeyta nokkuð um forlög skipshafn- arinnar. Af henni fórust sex menn. Jarðarför ekkjunnar Jóhönnu Guð- laugsdóttur, sem andaðist á Landa- kotsspítalanum miðvikudaginn 31. mai, er ákveðin á fimtudaginn, 8. þ. m. og hefst frá Landakotsspitalanum kl. 2 e. h. og þaðan f dómkirkjuna. Þeir, sem vilja sýna hluttekningu með blómsveigum, eru beðnir að nota heldur minningarspjðld, sem undirrit- uð veitir móttóku. Kristfn B. Símonarson, Vallarstræti 4. Æfð Yerzlunarstúlka óskar eftir atvinnu. Uppl. á afgr. Ávísanaheíti, hlaupareikningsr- við Landsbankann, tapað. Skilist tU Morgunblaðsins gegn fundarlaunum. P tXaups/iapuT ý 'ffinna T v æ r góÖar stúlknr geta fengiÖ plá8ir nú þegar 1 babarii á Laugavegi 61.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.