Alþýðublaðið - 03.05.1958, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 03.05.1958, Blaðsíða 11
Laugardagur 3. maí 1S53. Alþýðublaðið 11 I DAG er laugarflagurinn 3. maí 1958. SlysavarSstofa Iteykjavíkur í Heilsuverndarstöðinni er opin allan sólarhringinn. Læknavörð ur LR (fyrir vitjanir) er á sarna s'íað frá kl. 18—8. Sími 15030. Næturvörðar er í Iðunnarapó teki, sími 1-79-11. — Lyfja- búðin Iðunn, Reyltjavíkur apo- tek, Laugavegs apótek og Ing- ólfs apótek fylgja öll lokunár- tíma söiubúða. Garðs apótek og Holts apótek, Apótek Austurbæj ar og Vesturbæjar apótek eru opin til kl. 7 daglega nema á laugardögum til kl. 4. Holts apó tek og Garðs apótek eru opin á sunnudögum milli kl. 1 og 4. Hafnarfjarðar apótek er opið alla virka daga kl. 9—21. Laug- ardaga kl. 9—16 og 19—21. Helgidaga kl. 13—16 og 19—21. Næturlæknir er Kristján Jóhann esson. Kópavogs apótek, Alfhólsvegi 9, er opið daglega kl. 9—20 nema laugardaga kl. 9—16 og helgidaga kl. 13-16. Sími 23100. Bæjarbókasafn ltv.yk.1avikar, Þíngholtsstræti 29 A, sími 1 23 08. Útlán opið virka daga kl. 2—10, laugardaga 1—4. Les- ■tofa opin kl. 10—12 og 1—10. laugardaga kl. 10—12 og 1—4 Lokað á sunnudögum yfir sum- armánuðina Útibú- Hólm-garði 84 opið mánudaga miðvikudaga og föstudaga ki 5—7; Hofsvalla götu 16 opið hvern virkan dag nema laugardaga kl 6—7; Efsta sundi 36 opið mánudaga, mið- vikudaga og rösludaaa kl. 5.30— 7.30. FLU GFERÐIK Flugfélag íslanfls. Millilandaflug: Millilandaflug Vélin Gullfaxi fer til Oslóar, Kaupmannahafnar og Hamborg- ár kl. 10 í dag. Væntanleg aftur til Reykjavíkur kl. 16.50 á morg un. Innanlandsfiug: í dag er á- ætlað að fljúga til Akureyrar (3 ferðir), Blönduóss, Egilssiaða, Ísaíjarðar, Sauðárkróks, Skóga- sands, Vestmannaeyja (2 ferðir) og Þórshafnar. Á morgun er á- ætlað að fijúga til Akureyrar (2 ferðir), Húsavíkur, Siglufjarðar og Vestmannaeyja. Löftleiðir. Saga kom ki. 8 í morgun frá New York. Fór til Kaupmanna- hafnar, Osló og Hamborgar kl. 9.30. Edda er væntanleg kl. 19.- 30 í-dag frá Hamborg, Kaup- rnannahöfn og Osló. Fer til New York kl. 21. SKIPAFEÉTTIH Itíkisskip. Esja kom til Akureyrar í gær á vesturleið. Herðubreið er væntanleg til Reykjavíkur ár- degis í dag frá Austfjörðum. Skjaldbreið fór frá Akureyri í gær vestur um land til Reykja- víkur. Þyrill er í Bergen. Skaft- fellingur fór frá Reykjavík í gær til Vestmannaeyja. Skipadeiid SÍS. Hvassafell er á Vopnafirði. Arnarfell er á Húsavík. Jökulfell er væntanlegt til Riga í dag. Dís arfell fór í gær frá Reykjavík á- leiðis til Svíþjóðar, Póllands og Rússlands. Litlafell er á leið til Faxaflóahafna frá A;iistfjarða- höfnum. Helgafell kemur til Reykjavíkur í dag frá Reme. Hamrafell er væntanlegt til Ba- tum í dag. Thermo lestar á Norðurlandshöfnum. Eimskip. Dettifoss fer væntanlega frá Ventspils í dag til Kotka og Reykjavíkur. Fjallfoss kom til Reykjavíkur 28/4 frá Leith. Goðafoss fer frá Akureyri í dag til ísafjarðar, Vestfjarða- og r.reiðafjarðarhafna. Gullfoss fer frá Reykjavík kl. 17 í dag til Leith og Kaupmannahafnar. Lagarfoss fer írá Reykjavík í kvöld til Vesfanannaeyja, Breiða fjarðar og Vestfjarða. Reykja- foss kom til Hamborgar 30/4, fer þaðan til Rotterdam, Antwerpen og þaðan til Hamborgar, Hull og Reykjavíkur. Tröllafoss fór frá New York 25/4 til Reykia- víkur. Tungufoss fór frá Ham- borg 30/4 til Reykjavíkur. JB Sjarnason: Nr. m EIRIKUR HANSSON Skáldsaga frá Nýja Skotlandi. MESSUR Á MORGUN Neskirkja: Messa kl. 2 e. h. Séra Jón Thorarensen: Bústaðaprestakall: Messa í Háagerðisskóla kl. 3 e. h. Séra Gunnar Árnason. Hallgrímskirkja: Messa kl. 11 f. h. Séra Sigurjón Árnason. Messa kl. 5 e. h. Séra Kristinn Stefánsson. Háteigsprestakall: Fermingar- messa í Dómkirkjunni kl. 11 f. h. Séra Jón Þorvarðsson. Laugarneskirkja: Messa kl. 11 f. h. (Ath. breyttan messutíma ) Séra Garðar Svavarsson. EUiheimilið: Messa kl. 10. Heimilispresturinn. Fríkirkjan: Messa kl. 2. Þor- steinn Björnsson. Óháði söfnuöurinn: Barna- samkoma í f élagsheimilinu Kirkjubæ við Iláteigsveg kl. 11. f. h. (Messað verður sunnudag- inn 11. maí.) Séra Emil Björr.s- ‘-on. HJÓNAEFNI Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína ungfrú Sesselja Krist- jánsdóttir, Háteigscamp 18, Ecykjavík, og Sigtryggur Þor- steinsson.Ekru, Stöðvarfirði. —o— Frá Guðspekifélaginu. Vesakfyrirlestur verður hjá Guðspekistúkunni Dögun kl. 8.30 í kvöld í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Sigvaldi Hjálm arsson talar: „Hin búddhíska' leið." Enn fremur verður hljóm- list. Kvenfélag Neskirkju. Munið merkjasölu félagsins á niorgun. Kvenfélag Óháða Afmælisfagnaður félagsins verður í Kirkjubæ 7. maí (mið- vikudag kl. 8.30. Aðgöngumiðar verða seldir aðeins á mánudag í Klæöaverzlun Andrésar And- réssonar. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. Kópavogskonur. Minnist Líknarsjóðs Áslaugar Maack. Bazarinn er á morgun í barnaskólanum . við Digranes- veg. Vinsamlegast komið mun- um til nefndarkvenna. Bazar Borgfirðingafélagsins til ágóða fyrir húsbyggingar- sjó félagsins, verður í Góðtempl arahúsinu miðvikudaginn 7. þ. m. Þær félagskonur, sem vilja veita aðstoð í sambandi við baz arinn, eru beðnar að hafa sam- band við bazarnefndina, en í lienni eru Kristín Ólafsdóttir, Hofteigi 16, sími 33013, Ragn- hildur Jónsdóttir, Grjótagötu 9, sími 139-14, Jóhanna Magnús- dóttir, Freyjug. 39, sími 18319, Elín Eggertsdottir, Bólstaðarhlíð 10, sími 11093, og Ma-rgrét Guð- mundsdóttir, Þingholtsbraut 39, Kópavogi, sími 19689. Áheit á Strandarkirkju kr. 100,00 frá S. G. Þýzkir söngvarar Framhald af 12. síðu. ríkisóperumar í Barlín og Ham borg. Kerstin Anderson var við nám í Svíþjóð með Gúðmundi .íónssyrii á sínum tíma, en hún er af sænskum ættum. Hún hef ur sungið mörg fræg hlutverk úr óperum, t. d. Carrnen. Ka- tona hefur numið söng, m. a. 1 Vínarborg og á ítalíu: en aðai- iega sungið Mozart. Hann söng ásamt Einari Kristjánssyni i Stuttgart og Hamborg fvnr nokkrum ámm. "»■ minn, þessa heitmey mína frá mér, og ég gat ekkert sagt á móti því. Svo kom dagurinn, sem kall aðu-r var heiðursdagur Löllu Sandford, — dagurinn, sem átti að færa yfir hana þann heiður að mega kallast frú Picquart. Það var þokudagur -og hráslagakuldi úti. Það var eins og einhver raunasvipur hvíldi yfir öllu, eins og allir hlutir væru að gráta, — ekki „Baldur úr helju“, heldur Löllu Sandford til heljar, — væru að gráta hana ihn í hjóna bandið. Það var ein-s og jarðar för æ-tti að fara fram þann dag en ekki brúðkaup, svo hmpnir voru allir, sem ég sá þann dag, — allir. nema S-andfords fólkið og Alfonsó Picquart. Herra Sandford o-g frú hans voru sér lega glöð. Ánægjusvipur var á andliti Alfonsó, og Lalla sýnd ist vera mjö-g sæl. Ég gaf henni nákvæmar gætur, þegar hún var að leggja af stað til kirkj u-nnar. Hún leit til -mín og br-osti svo blíðlega og systur lega. Ég sá hana stíga upp í v-agninn, sem flutti hana til Ensku kirkjunnar. Ég sá han-a ganga inn kirkjugólfið í him-u dýrlega, brúðarskarti. Og tí-gu 1-eg var hún og blómle-g og ynd isfríð. Aldrei hef ég séð s-vo fríða, svo tígulega og svo elsku lega konu sem hana í brúðar skartinu. Mér hafði æfinlega þótt hún bera af öllum öðrum stúlku-m, sem ég sá, bera af safnaðarins.! þeim í öllu, sem ungar stúlkur má prýða. En aldrei hafði mér fundizt hún vera eins yndisleg og hún var nú, og aidrei hafði mér hey.rzt rödd hennar vera eins hljómfögur og nú, þegar hún tók upp orðin eftir prest | inum, eins og.tíðkast við hjóna vígslu í Ensku kirkjunni. Eins og svanurinn syngur fegurst, þegar hann er kominn að dauða, svo var rödd Löllu hljómfegurst, þegar hún var að -gan-ga inn í hjónabandið. Og eins og rósin er rauðust og ilm sætust, þegar hún er nýslitin up-p, svo var Lalla yndislegust og blómlegust, þegar hún var að geía Alfonsó hjarta sitt og hönd fyrir fullt og allt. É-g sat framarlega í kirkjunni á meðan hin langa hjónavígslu athö-fn fór fram. Mér var þungt innanbrjósts, því að mér fannst mín elskulega Lalla vera að hverfa frá mér fyrir fullt og allt. Mér fannst j-a-fn vel ég vera að fvlgja henni til grafar, og ræða prestsins hljómaði í eyrurn mímum eins cg líkræða. En hin helga athöfn var allt í einu á enda. Þau Alfonsó og Lalla höfðu lofað því hátíðlega að elska hvort annað og annast hvort annað í meðlæti og mót læti allt til æviloka. Og prestur íinn hafcf jýst þvi 'ýfilr, að lékkert gæti framar að'skil’ið þau, nema dauðinn. Og prestur inn hafði gjört þau fólkinu kunnug sem herra Picquart og frú Picquart. Ungfrú Lalla Sandford var því allt í einu horfin af leiksviðinu, og engin yndisfríð stúlka var framar til með því nafni, en í hennar stað var komin frú Picquart. Þegar hin nýgiftu hjón voru komin frá ki-rkjunni heim í hús herra Sandfords, var þeim óskað til lukku og blessunar af öllum, sem þar voxu saman -komnir. Ég gekk til Löllu, þeg ar allt hitt fólkið var búið að flytja henni lukkuóskir símar, tók í hönd hennar og óskaði henni til hamingj-u og blessun -ar. Hún þakkaði mér og leit blíðlega og glaðlega til mín, eins og hún vildi segja: „Þó að ég sé gift, kæri Eiríkur, þá er ég og verð alltaf systir þín samt“. Svo tók ég í hömd brúðgum ans og óskaði honum til ham ingju. Hann þakkaði mér og brosti um leið hálfkuldalega, eins og hann vildi segja: „Þú getur elcki kallað konuna mína systur þína.. því að hún er ekki lengur Lalla Samdford, heldur frú Picquart“. En mér datt aldrei til hugar að ávarpa hana sem frú Picq uart. Ég áleit hana eftir sem áð ur systur mina og kallaði hana eftir s,em áður bara Löllu, — Lcllu sj-stur mína. Daginn eftir að þau Lalla og Alfonsó voru gift, fóru þau í skemmtiferð til Annapólis, sem er elzti bærinm í Nýja Skot landi, og dvöldu- þau þar viku tíma. En þegar þau komu aftur til Halifax, var afráðið ,ao þau færu með fyrstu gufskipsferð til Cape Breton, þar sem þau ætluðu að vera, að minnsta kosti fyrsta árið, hjá foreldr um Alíonsó, sem áttu gott og stórt hús í bænum Sydney. Þar rak faðir Alfonsó allmikla verzlun og átti tvö skip í förurn til Vestur Indía. Af einhverjum ástæðum gátu foreldrar Alfonsó ekki verið við giftimgu hans í Halifax, en það átti að halda mikla veizlu hjá þeim í Sydn ey, þe-gar ungu hjónin kæmu þangað. Herra Sandfoxd og frú hans vildu fylgja dóttur sinn til Sydney og ákvörðuðu að dvelja þar þrjár eða fjórar vikur eins og siður þeirra var á hverju sumri. Það var álitið sjálfsagt, að ég færi með þeim, enda varð það úr á endamum, þó að ég í fyrstunni hefði á -kvarðað að fara um þetta sama leyti til að finna Eirík Gísla Helga, sem enn átti heima í Bridgewater, eða þar í grennd inni. Ég hafði ekki séð hann frá því hamn fór frá Cooks Brotík, en við og við hafði ég fengið bréf frá honum, og í þeim bréfum lét hann oft í ljós, að sijg langaði heim til íslands. Þó mér þætti vænt um nafna mi-nn og langaði til að finma hann, þá þótti mér mikið vænna u-m Löliu og vildi vera nálægt henni eins lengi og nokkur kostur var á. Ég hætti því að fara til Bridgewater í þetta skiptið, em fór með Sand fords fólkinu og Alfonsó til Cape Breton. Okkur -gekk ferðin vel. Við fórum á land á Cape Breton, í Louisburg. Það er smáþorp, en mjög frægt í sögu- Canada sem ágætt vígi. Þar áttu Frakk ar eitt sinn vamarvirki, sem kostaðj sex milljónir dollara. Við fórum með hraðlest frá Louisburg til Sydney og kom um þangað smemma morgunSj, og v-orum strax flutt frá vagn stöðinnl heim í hús herra Picquarts. Stóð hús hans f út jaðri þorpsins, en stendur nú að líkindum í miðjum bænum, því að Sydney hefur stækkað -mjcg mikið, síðan ég -kom þai'. Frá Sydney eru flutt þau beztu kol, sem til eru í öllum heimi. I gremnd við bæinn eru stórar og ágætar kolanámur. Picqu-arts hjónin tóku á mótii dkkur með miklum fö/gnuðii,, og gat ég fljótt séð, að þein herra Sandford og gamli Picq- uart voru innilegir vinir. Hfnnj síðarnefndi var nú hátt á sex: tugsaldri, góðmanmlegur að sjá. og prúðmannlegur í fram; göngu. Kona hans var sérlegai fríð sýnum, þó að hún væril k-omin á efri áldur, en það var um leið skráð á andlit hennar, að húm fann mjöig mikið til sín. Alfonsó hafði mikinn svip af henni, en með föðujr hans og honum var eklq sjáanlegt hið allra minnsta ættarmót. Ég hafði ekki dvalið þar í húsinva meira en eina klukkustund, þegai' ég var orðinn þess visari,, að frú Picquart áleit son sinni langiqfasta manninn, sem tiffi var undir sólunni, og Löllu þái gæfusörnustu konu, sem fæðzt hafði á nítjándu öldinni. Það var haldin stórkostleg veizla í húsi herra Piequartk tveimur dcgum eftir að við 1 komum þangað. Það hafði veri ið vel aflað til þeirra-r veizlu-j enda skorti þar f-átt, sem gjöraj má brúðkaupsveizlu tilkoniu miikla. En e-kki va-r þar þó uru hönd. haft neitt af áfengumil drykkjum. Yfi-r liundrað manns sátu veizlu þessa. Var það flest heldra fólkið þar jp þorpinu. En á meðal gestannái sá ég þó eimn mann, sem ekkil virtist heyra til flokki embætjj ismannanna og ríka fólksins^ að því leyti er búning o.g fasi sne-rti, og þó heyrði ég, að hveri einasti, sem ávarpaði hann, kallaði hann „frænda“ (Uncle), — En hann hafði alltaf á vörunum orðin: — „Moú cher“ og „ma chere“, og var alltaf að minnasf á hardag ann við Sedan. Það var auðséð og a-uðheyrt, að maður þéssi var franskur í húð og hár: Hanttí var lítill maður vexti, em knq- legur, hár hans var silfurgrátt og sítt, og yfirvararskegjg hani, sem var einnig silfurgrátt, vair ákaflega mikið. Holdgranriuij? var hann í andli-ti, nefið störi~tL :ia ; Öi 3 LEíGDBIiAR Bifréiðastöð Steindóra | Sími 1-15-80 | —o ’ Bifreiðastöð Reykjavílvur Sími 1-17-29 i | SENDIBÍLARÍ’ Sendibílastöðin Þrostur I Sími 2-21-75

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.