Morgunblaðið - 30.07.1916, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.07.1916, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ Reglugerð um viöauka við reglugerð 30. júní 1916 um ráðstatanir til að tryggja verzlun landsins. Samkvæmt heimild í bráðabirðgalögum 24. maí 1916 eru hjermeð sett eftirfarandi viðaukaákvæði við reglugjörð 30. júní 1916. 1. gr. Bannað er að hlaða í skip á íslenzkri höfn fisk og fiskafurðum, þar á meðal síld, síldarmjöl og síldarlýsi, ull, gærur og saltað kjöt, án þess að varan hafi verið boðin til kaups umboðsmanni Breta hjer á iandi, nema hann hafi neitað að kaupa eða liðnir sjeu meira en 14 dagar frá framboðinu án þess að hann hafi svarað. Hver sá, er hlaða lætur ofannefndar vörur, svo og skipstjóri, er við þeim tekur, án fullnægju framannefndra skilyrða, skal sekur um 200—10000 krónur til landssjóðs. Skip og farmur er að veði fyrir sektunum. 2. gr. Bannað skal að afgreiða skip frá íslenzkri höfn, nema lögreglustjóra eða umboðsmanni hans hafi verið sýnd skilríki fyrir því, að skilyrðum, er í 1. gr. getur, um framboð til umboðsmanns Breta hafi verið fullnægt. 3. gr. Ákvæði 1. og 2. gr. gilda að eins, ef vörur þær er í l. gr. getur, eiga að fara til annara landa en Stóra-Bretlands, bandamanna þess, Spánar, Ameríku eða til Danmerkur til heimaneyzlu að því leyti, sem útflutningur hjeðan í því skyni kann að geta átt sjer stað, og eftir reglum, sem þar um verða settar. 4. gr. Skip, sem nú liggur á íslenzkri höfn og bíður hleðslu eða er byrjað að hlaða nefndum vörum og eigi eiga að fara til Stóra-Bretlands, bandamanna þess Spánar, Ameríku eða Danmerkur undir skilorði því, er í 3. gr. getur, má eigi heldur afgreiða án fullnægju áðurnefnds skilyrðis um framboð til umboðsmanns tíreta, en i þessu tilfelli verður svar veitt innan 24 klst. frá móttöku framboðs. 5. gr. Með mál út af brotum gegn reglugjörð þessari skal fara sem almenn lögreglumál. 6. gr. Reglugjörð þessi öðlast þegar gildi. í stjórnarráði íslands, 28. júlí 1916 Einar Arnórsson örzlunarstríðið. vaxandi athygli og óduldri fylgjast brezku blöðin með verzlunarfyrirætlunum, sem b(j? Cr að Þjóðverjar séu að undir- þj a? koma i framkvæmd, séu þeir er Cl8i þegar farnir til þess. Hér aö ^1 fyrirætlanirnar um það, °ma á hinum miklu og góðu r4í ^guvegum, undir þýzkum yfir- alla leiö frá Norðursjó til 3garðs og þaðan yfir Litlu-Asíu I Persaflóa. b^ '®es« er þess getið, að hafn- Það ?^^reta hafi gert Þjóðverjum br?Ut hfsnauðsyn að fá eigin járn- Miklagarðs og Baghdad, AsiulöÖ11 yfirráð á Balkan og gera •hej ^ Tyrkja að forðabúri sínu bó^nvöru og hráefni, svo sem Þj^’ Uí1’ m^ma og steinolíu. 5herst,Ver’ar ætla'ni1 fyrsta °S *tiglð sPorið í þessa áttina þegar hafa ná alla Serbíu i ^ Mikl * °| °Pna let® yfir Búlgaríu ag»rðs og þaðan enn lengra. Og það er ekki fyrirsjáanlegt, segir »Times«, að þessi samgönguleið verði af þeim tekin. Þjóðverjar eru því samfærðir um það, að »undir eins og bandamenn hafa viðurkent það að þeir séu sigraðir*, og þeir sjálfir hafa komið á og standa fyrir voldugu »Zollverein«, sem nær alla leið frá Antwerpen til Persaflóa, að þá sé Þýzkaland orðið það heimsveldi, sem enginn geti kúgað og að Bretum geti þá aldrei komið til hugar fram- ar að svelta Þýzkaland inni. Hið fyrsta tákn þessa heimsveldis er Balkan-hraðlestin, (»der Balkan- Zug«), sem fer tvisvar í viku milli Antwerpen og Miklagarðs. Þessi hraðlest hefir nú (samkvæmt skoð- un Þjóðverja) bolað út hinni fyrver- andi alþjóða Austurlanda-hraðlest. Þjóðverjar hafa að vísu ekki enn- þá slept voninni um það að ná yfir- ráðum á sjónum, en það er þó nú sem stendur aðallega »Mið-Evrópa« og itök hennar í Asíu, sem þeir eru að hugsa um. Þeir hafa því þegar hafist handa um það að gera skipa- Jón Hermannsson. skurði innanlands — svo stóra, að iooo smálesta skip geti siglt frá Antwerpen, Hamborg, Bremen eða einhverri annari borg, sem stendur við þýzka á, og alla leið suður í Svartahaf eftir Duná. Þeir búast nú eigi einungis til þess að samtengja þannig stórámar Rín, Elbe og Duná, heldur allar skipgengar ár í landinu. Aður fyr voru það aðeins Bayerns- menn, sem unnu að þvi að fá árn- ar þannig samtengdar, og nú er það orðið alríkismál með Bayernskon- ungi í broddi fylkingar. Hann hefir lengi haldið því fram að þetta væri eina ráðið til þess að skapa »sam- einaða og sjálfstæða rikisheild* sem hefði það fyrir markmið »að auka stöðugt og efla gömul og ný við- skifti Þjóðverja ogbandamanna þeirra*. Um þvert og endilangt Þýzkaland hefir nú á tveimur eða þremur síð- astliðnum mánuðum verið hafin öfl- ug »agitation« fyrir þessum nýju samgönguleiðum, Eitt af því, sem Þjóðverjar ætla sér með þassu, er að ná algerum yfirráðum yfir báðum bökkum Dun- ár, alla leið frá upptökum hennar og fram til ósa. Og ef þeim tækist það (meðal annars með samkomulagi við Rúmena eða með valdi), þá. mundu Þjóðverjar hafa í hendi sér yfirráð Tyrkjalanda í Asíu. Þetta er einn þátturinn úr hinu mikla viðskiftastriði sem kernur á eftir styrjöld þeirri, er nú stendur. (Að mestu eftir »Nationaltidende«). %Æín áslRœr saí — Min ástkær sál, þú aldrei skyldir vera hreint ánægð með þig; slikt mun sönnu næst, að sjálfsánægju sizt þeir merkið bera, er sigurfjalla-brattann klífa hæst. Því sjálfsánægja’ á skylt við mettan maga, er metur jafnvel dýrast svefnsins náð; en afreksverkin hafa heims um daga i hvíldarlausu stríði verið háð. Hið litla fræ i moldar myrkra-hreysi ei mundi blómaskrúði signa láð, ,ef það ei hreyfði innfætt eirðarleysi: það undravald, sem frjóögn hver er háð. Ef feður vorir æ sér hefðu unað með ánægjunnar djúpu ró i sál, þeir hefðu ei um sæ með sigri • brunað, né sjótir frónskar talað íslenzkt mál. Met þitt, en vertu’ ei ánægð þó með öllu, því óeirð sálar til er heilbrigð, góð, sem innblæs þrá með andans ráði snjöllu, að inna'áf hendi gagnsemd landi’ og þjóð. Svo þá er friðlaus óeirð sú vill svifta þig sjálfsánægju, hrygð þá enga ber, þvi það er andans rödd þér upp að lyfta til iðju’, en það er guð í sjálfum þér. Jón Runólfsson. Flóra hættir Islandsferðum í fyrrakvöld barst hingað símskeyri frá Bergen um það, að Flóra kæmi ekki hingað aftur fyrst um sinn. Var skeytið til kaupmanns, sem von átti á sildartunnum frá Noregi með Flóru, en seljandinn tilkynti, að skipið færi ekki til íslands aftur. Þessi ráðstöiun Bergenska félags- ins er mjög skiljanleg frá þeirra sjónarmiði. Það eru sem sé lítil líkindi til þess, að Flóra muni fá mikinn flutning héðan framvegis, þar sem að miklu leyti mun taka fyrir vöruflutninga héðan til Noregs fyrst um sinn að minsta kosti. En bagalegt er það fyrir oss eigi að síður, þvi að ekki var sambandið vió útlönd of gott áður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.