Morgunblaðið - 02.08.1916, Side 2

Morgunblaðið - 02.08.1916, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ H. P. Duus A-deild Hafnarstræti. Regnkápur, svartar og mislitar. M ú r a r a r! Nú eru hinar marg eftirspurðu slettirekur komnar aítur í verzlun Jöns Zoéga og yfir höfuð flest öll múraraverkfæri, Utlendingar í her Rússa. Fréttaritari »Berliner Tageblatt* ritar svo frá eystri vígstöðvunum: í gær kom eg til Kirlibaba, sem er alveg eins og stórar herbúðir, þvi að þar sést ekki einn einasti óbreytt- ur borgari. Meðan eg dvaldi þarna var komið þangað með hermenn þi, sem teknir höfðu verið höndum seinustu tvo dagana. Voru þeir 700 alls, þar á meðal tveir franskir, 18 japauskir og um 20 serbneskir. Annar Frakkinn var skórskotaliðs- foringi og heitir Eperney. Hann talaði þýzku reiprennandi, og sagði mér meðal annais að hann hefði nú dvalið í Rússlandi í tiu mánuði til þess að leiðbeina og kenna stór- skotaliðinu rússneska. Fóru þeir þangað nokkrir saman og voru allir sendir til Moskva, þar sem stór- skotaliðsskólinn var. Síðan voru þeir sendir til vígvallarins í Bessara- bíu. Hann sagði að Rússar hefðu áður haft bráðónýtt stórskotalið og það hefði verið seinlegt og.erfitt að kenna þeim að fara með fallbyssurn- ar, en nú væri þó skórskotaliðið ágætt. Hann sagði ennfremur að fyrst í stað hefði samkomulagið með hinum frönsku og rússnesku liðsfor- ingjum eigi verið sem bezt, en yfir- foringjar Rússa hefðu gert alt til þess að Frakkar mættu vera ánægðir. Einn Japaninn, sem fréttaritarinn átti tal við, hafði gengið á skóla í Þýzkalandi og talaði þýzku vel. Síð- an hafði hann verið kennari við gagnfræðaskóla í Japan. Hann sagði að nær 20 þús. japanskir fótgöngu- liðsmenn væru nú í rússneska hern- um og einnig nokkuð af stórskota- liðsmönnum. Serbarnir voru þögulir og vildu sem fæst segja. Þó fékk fréttaritar- inn þær fregnir hjá þeim að þeir væru komnir til Rússlands frá Korfu og Saloniki og að nú mundu 10 þús. serbneskir hermenn undir fána Rússa. Ítalía og Þýzkaland. Það er nú komið nokkuð á annað ár síðan fyrverandi ríkiskanzlari Þjóð- verja, von Bölow, sem þá var sér- stakur þýzkur sendiherra í Róma- borg, reyndi árangurslaust að miðla málum milli Ítalíu og Austurríkis. En þótt honum tækist eigi að koma i veg fyrir ófrið milli þessara ríkja, þá tókst honum þó að gera annað, sem allir höfðu talið óhugsandi, en það var að koma i veg fyrir friðrof milli ítalfu og Þýzkalands. Á síð- ustu stundu fékk hann því fram- gengt, að Þjóðverjar og ítalir gerðu með sér ríkjasamnmg, sem trygði eignarrétt Þjóðverja i ítaliu og ítala i Þýzkalandi, þannig, að eigi máttu ríkin gera eignir þessar upptækar, enda þótt friðslit yrðu milli rikjanna. Þessi samningur var undirritaður af Bollati, sendiherra ítala í Berlín og von Jagow, utanríkisráðherra Þjóð- verja, hinn 21. maí 1915 — tveim dögum áður en Ítalía sagði Austur- ríki stríð á hendur. Það er auðséð að Þjóðverjar hafa átt hér mikið í hættunni, því að þeir sættu sig við það þá er ítalskir bank- ar skoruðust undan því í fyrra að greiða þýzkum bönkum inneign þeirra, og eigi létu Þjóðverjar það heldur varða friðrofi þá er ítalska stjórnin lagði hald á þýzk skip í itöskum höfnum án þess að greiða Þjóðverjum skaðabætur fyrir það. Enska stjórnin reyndi lengi að fá ítali til þess að hælta þessum grímu- klædda ófriði við Þýzkaland, með því að takmarka mjög kolaflutning til Ítalíu. En alt kom fyrir ekki. Svo hófst hin mikla ráðstefna bandamanna. Luzzatte, fulltrúi ítala, reyndi þá að koma í veg fyrir það að ítalir bindu hendur sínar oí mjög, en þeir Salandra og Sonnino gengu að öllum samþyktum ráðstefnunnar og með því var ítalska stjórnin skuldbundin til þess að auka að minsta kosta viðskiftastríðið við Þýzkaland. Hann 31. apríl 1916 lagði hún svo blátt bann við öllum fjárgreiðslum til Þýzkalands, og þá er þýzka stjórn- in spurði hverju þetta sætti, þá svar- aði Sonnino þvf, að ítalir þættust eigi lengur bundnir við samninginn, sem gerður var 21. maí 1915. Þýzka stjórnin sagði þó ekki ítöl- um stríð á hendur af þessum orsök- um, en þýzkir bankar og vátrygg- ingarfélög hættu öllum fjárgreiðslum til Italiu. Við það versnaði sam- komulagið og þá er Þjóðverjar lögðu bann við því, að ítalskir menn á herskyldualdri, sem höfðust við í Belgiu, fengju að fara úr landi, þá óx æsingin í ítaliu um allan helm- ing og þeir, sem vildu ófrið við Þýzkaland, fóru berserksgang um landið og æstu menn upp. ítalska stjórnin notaði nú tæki- færið til þess að tryggja sér kol og fé i Englandi. Carcano íjármálaráð- herra og Dolloiio hershöfðingi voru sendir til Lundúna og sátu þar lengi á ráðstefnu með fjármálaráðherrum bandamanna, Boyadeff hershöfðingja Rússa, hergagnaráðherra Rússa og brezkum fjármálamönnum. Segja fregnirnar að samkomulag hafi feng- ist um ýms fjárhagsmál og auk þess var þar gerður sérstakur ensk-ítalsk- ur samningur. Hinn 15. júlí sleit þessari ráð- stefnu í Lundúnum. Sama dag áttu þeir Carcano og Dollolio -tal við Georg konung. Carcano sendi ítölsku stjórninni skeyti um samn- inginn og Boselli svaraði með heilla- óskaskeyti. Það er þó eigi búist við því að Italir muni fyrst um sinn segja Þjóð- verjum stríð á hendur, en láta sér nægja að mótmæla aðförum þeirra og segja upp verzlunarsamning þeim, sem staðið hefir milli landanna og fellur úr gildi næsta ár, sé honum sagt upp á þessu ári. Efasamt er þó, að Bretar láti sér þetta nægja og hernaðarflokkurinn í ítaliu ham- ast nú til þess að fá stjórnina til að segja Þýzkalandi stríð á hendur. — Hefir forsætisráðherrann nýlega farið til aðal-herbúðanna til þess að ræða við konung um þetta efni, en alt óvíst um það hvað þeim hefir í milli farið. En nú sem stendur skammast þýzku og itölsku blöðin af hinni mestu grimd. C5=l DAGBOfylN. I Afmæli f dag: Marta Einarsson, húsfrú. Þórnv ÞórSardóttir húsfrú. Guðm. Þorsteinsson prentari. Einar Pálsson trósm. f. Baldvin Einarsson 1801. d. Benedikt Sveinsson 1899. d. Benedikt Gröndal 1907. Stjórnarskráin kom í gildi 1874. S ó 1 a r u p p r á s kl. 3.30 S ó 1 a r 1 a g — 9.2& HáflóS f dag kl. 7.8 f. h. og í nótt kl. 7.25 e. h- Veðrið í gær: Þrlðjudaginn 1. ágúst. Vm. s.a. gola, hiti 9.0. Rv. a. gola, hiti 9.9. íf. a. gola, hiti 9.7. Ak. s. andvari, hiti 11.2. Gr. logn, hiti 9.6. Sf. logn, hiti 11.3. Þh. F. s.a. hvassviðri, hiti 10.0. Þjóðminningardagurinn. 2. crÚ3t hefir verið þjóðminningardagur okk*r síðan við fengum stjórnarskrána og ÚD* þann dag árið 1874. En nú ot tíðarljóminn farinn af honum kemur líklega aldrei aftur. 17- Ju , hefir bolaö þessum degi frá og 0r nU orðinn þjóðhátíðardagur okkar. áttan milli þessara daga hefir nú sta í nokkur ár og hefir valdið dálitblin ruglingi. En 17. júní hefir sigr*®- Fiskiskýralur og hlunninda 0ri® 1914 hefir Hagstofan n/lega sent fr® sór. Njörður fór aftur norður í un snemma. ísland fer að líkindum til Vestfjar®* á morgun. Mjólkurverðið. Til samanburð0r og fróðleiks má geta þess að mjólk°r verðið á Eyrarbakka er nú IöVj eJT líterinn í smásölu. Hljómleikarnir í Gamla v> 10 vel BÓttir í gærkvöldi og gerðu ábl')'r endur ágætan róm að leik frú Einar son og þóttust eigi hafa heyrt bet*-9 hljóðfæri en það sem Petersen b0hr þarna fengið. Kvikmyndir voru syD ar um leið og lók þá ungfrú Agu8ta Þorvarðsdóttir undir á hlióðfæri. ÚuU J tókst er kornung að ágætlega, enda Einarson. aldri, en henni er hún lærlingur frú Landsímaklukkan. Frá því i 8 á að nota stundatalið 0—24 við a ^ stöðvar landssímans, bæði í innanlaU j Nu og utanlands-viðskiftum. Dæm*: verandi kl. 12 á miðnætti verSur 24. Kl. 12,30 að nóttu verður kl. ' Frá kl. 1 að nóttu til kl. < degi gilda gömlu ákvæðin; rra degi til 12 að nóttu bætist ^ ^ gamla tímann og fæst þá sá nyi- ^ 1 síðdegis verður því framvegis kl> kl. 2 14 o. s. frv. Áfengl því, sem gert hef’r.. ego' upptækt, og geymt hefir verið 9 ingarhúsinu hórna,' var slept út dag — þvf var helt niður. LÍÚ® & ^ er nú í slíku. Ætli það befSi verið hægt að selja það e'nh'r6j]ítti' brytanna á millilandaskipunum? ^ ^ hvað hefði fengist fyrir þa® 1316 móti. Alt sem að greftrun lýtur: Likkistnr og Likkl^1 bezt hjá < Matthíasi Matthíassg^** Þeir, sem kaupa hjá honu^^js. fá skrautábreiðu lánaða 0 Sími 497-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.