Morgunblaðið - 07.08.1916, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.08.1916, Blaðsíða 1
^ánud. 7. u8ást 1910 nORfiOHBLAOID 3. ár^augr 273, tðlublað Ritstjórnarsími nr. 500 Ritstjóri: Vilhjálmnr Finsen ísafoldarprentsmiðja Afgreiðslnsimi nr. 500 Reykjavíknr Biograph-Theater Talsími 475. BIO > Ur herbúðum Rússa í Póllandi. ^3htiar og skýrar stríðsmyndir frá eyðileggingu Póllands. Crrinamur hundur. Sprenghlægileg. ^vifemyndaleikkonan nýja ^alhlutverkiðleikurhinn heims- fkopleikari CharlesChaplin a* er einhvei sii hlægilegasta ^ynd sem hægt er að hugsa sér. jF. U. M. Knattspyrnufél. Valur. Æf- ihg í kvöld kl. 8 Mætið stundvíslega! ^rcsnar Saunir ^ ^©auvais eru ljúftengastar. símfregttir ^éttaritara ísafoldar og Morgunbl. Kaupmannahöfn 5. ágúst. °r<>vusta geysar hjá og Thiaumont norð- við Verdun. ist^k°mulag hefir feng- bað, að Danir seldu h^. ^aríkjunum Vestur- 25 Seyjar sínar fyrir ^í* dollara. Banda- Ítðh! l4ti enn fremur at ^átti við Dani 811 lands á Grænlandi. y? er að því að ríkisráðið veiti sitt. * 8 a " verksmið jan °g næstu hús hjá ið. rj,.ílíll)8vej hafa hrunn- ^l’óhíf>fiÍÖ metið 3 milj. ^keyti .k , ^ctta kom of seint til aÖ k, 0mast í blaðið í gær). Erl. simfregnir Opinber tilkynning frá brezku utanríkisstjórninni í London. London ódagsett. Eftirfarandi skýrslu hefir )ohn Buchan sent: Frá vesturvígstöðvunum. Viðureignin hefir þessa siðast liðnuviku aðallega snúist um einn eða tvo hóla á hálsinum milli Thíepval og Guillemont. Er frá þessum hðlum gott útsýni yfir héraðið til austurs. Snemma morguns, laugardaginn 29. júlí var áköf höggorusta hjá vindmylnu, sem er austan við Pozieres og hjá Loureaux- skógi. Gagnáhlaupum Þjóðverja var hrund- ið i Delvilleskógi. Morguninn eftir gerðu Bretar, ásamt Frökkum, áhlaup I áttina til Guillemont- þorpsins, frá norðvestri og vestri. Hand- tóku þeir 250 menn og sóttu Bretar fram alla leið að járnbrautarstöðinni. Á mánudaginn og þriðjudaginn vorum vér önnum kafnir við það að styrkja stöðv- ar vorar og flytja þær fram á leið. Hita- móða lá yfir allri hásléttunni og veittist flugmönnum vorum því mjög erfitt að njósna. Tókst óvinunum þess vegna að taka sér nýjar stórskotaliðsstöðvar, sem ilt var að uppgötva. Slæmt sýni gerði oss lika erfitt að skjóta á stöðvar óvinanna og koma þannig i veg fyrir fótgönguliðsáhlaup. Vér höfum náð i herskipun frá þýzkum hershöfðingja, er stýrir liðinu gengt oss, og er hún dagsett 3. júlí. Þar er þessi merkilega klausa: »Úrslit ófriðarins eru undir þvf komin að önnur höfuðdeild vinni sigur hjá Somme. Þýðingarmiklar stöðv- ar, sem vér höfum mist á ýmsum stöðum, munutn vér taka aftur með áhlaupi þegar hjálparliðið kemur. Nú sem stendur er það þýðingarmikið að vér höldum öllum stöðvum vorum hvað sem það kostar og styrkjum þær með gagnáhlaupum hingað og þangað*. Vonir Þjóðverja hafa brugðist. Hjálpar- liðið hefir komið, en þeir hafa ekkert unnið á. Á hinn bðginn hafa þeir stöðugt verið hraktir aftur á bak. Tvær helztu varnarstöðvar þeirra hafa verið teknar og nú eru þeir komnir til ómerkilegra varnar- stöðva. Hæstu hæðina á þessari hásléttu, þaðan sem er ágætt útsýni austur á bðg- inn, eiga Bretar að eins ótekna. Frá Austur-Afríku. Hinn 29. júli komst Smuts hershöfðingi að lokum til aðaljárnbrautarinnar sem liggur frá Dar-es-Salaam til Taborra. Þar tók herliðið undir stjórn Van Deventers, járnbrautarstöðina Dosma. Austar komust tvær hersveitir þétt að hinni sömu járn- braut. í þessari framsókn voru allar her- búðir Þjóðverja teknar á einum stað, ásamt miklum hernaðarbirgðum. Flýðu óvinirnir I óreglu og eltl herlið vort þá. Að vestan sótti herlið Breta og Belga, undir stjórn Crewes hershöfðingja, allvel fram frá ströndum Victoriu-vatns, og Northey hershöfðingi, sem réðst inn i landið frá Nyassalandi, hrakti óvinina aftur á bak til aðaljárnbrautarinnar. Tók hann þar margar fallbyssur og handtók marga menn, þar á meðal nokkra sjóliðsmenn af »Königsberg<. Það er áreiðanlegt, að sökt hefir verið þýzkum fallbyssubáti á Tanganikavatni. Domur í brennumáli. Sigfds Sveinbjörnsson fyr fast- eignasrli hér í bænum, siðar bóndi á Stapa á Snæfellsnesi, var sakaður um að hafa valdið því, að hús hans á Stapa, er var vel vátrygt, brann til kaldra kola dag einn í hitt eð fyrra. Hann játaði þó enga sök á sig um það. Eftir langar og strangar rann- sóknir í héraði, kom sakamálið fyrir yfirdóm. Var því fyrst vísað heim aftur til frekari upplýsingar, en dóm- ur er nú loks fallinn fyrir þessum rétti (yfir-1.) á þá leið, að Sigf. er damdur í 18 mánaða betrunarhúss- vinnu. Þykir hafa sannast að hann hafi kveikt í húsinu eða verið að brunanum valdur. Lundaveiði. Fyrir viku kom eg undirritaður frá lundaveiðum úr Akurey, og barst mér þá í hendur 260. tölubl. »Morgunblaðsins« þ. á. með grein um lundaveiði, er G. (Guðmundur Bjarnason?) stóð undir. Með því að eg er einn þeirra, er lundaveiði stunda, verð eg að gera nokkrar athugasemdir við áðurnefnda grein. G. minnist fyrst á, að þar sem hann hafi verið upp alinn, hafi aðal- áherslan verið lögð á það, að taka ungana, en fullorðna fuglinn ekki fyr en síðari hluta ágústmánaðar. Hvernig tilhagar þar sem G. er upp alinn, er mér ókunnugt, en hitt er mér kunnugt," að lundi fer héðan strax eftir miðjan ágústmánuð, og yrði þvi flestum erfitt að veiða hann þegar hann er farinn, nema ef vera skyldi að hr. G. gæti veitt hann jafnt eftir sem áður. Af ummælum hr. G. um að að- greina geldlunda frá hinum, er það að segja, að flestir þeir er lunda- veiði stunda, eru færir um það, enda þótt maður, sem enga þekkingu hefir á lundaveiði, eins og hr. G., viti það ekki. í sambandi við þetta skal eg geta þess, að fyrstu árin sem háyfirdóm- ari L. Sveinbjörnsson sál. lét stunda NYJA BIO Satanita Sjónleikur i 3 þáttum, leikinn af ágætum leikendum svo sem: Christel Holch, Gunnar Sommerfeldt, Nicolai Johannsen. Frá pósthúsinu. Næstkomandi þriðjudag, 8. þ. m. kl. 9 árdegis verður austanpóstur sendur með hestvagni, því að póst- bílaferðir leggjast niður, en póstvagna- ferðir taka við austur að Ægissíðu eins og segir í áætlun aukapóstanna 1916. Póstmeistarinn í Reykjavík 5. ágúst 1916. S. Briem Morgunblaðið bezt. lundaveiði í Akurey, lét hann ítar- lega rannsaka, hvort nokkuð væri af dauðum »kofumc (lundaungum) að aflokinni veiði, og varð þess hvergi vart. — Sjálfur hefi eg heldur aldrei orðið þess var, er eg hefi fengist við kofutekju. Lunda- hjónin annast um ungana og bera þeim fæðu til skiftis, ennfremur mun það sannað með rannsókn hr. L. Sveinbjörnsson, að geldlundinn muni annast um ungana ef foreldr- arnir falla frá. Það er ætíð virðingarvert þegar bent er á það, sem aflaga fer, og ekki sízt þegar það snertir mannúðar- hliðina, en gæta verða menn þess, að einhver sök liggi til aðfinslu þeirra. Væri því óskandi, að hr. G. vildi benda mönnum á það, hvaða tími væri hentugSstur til lundaveiði, þegar ekki má veiða frá 10. mai— 20. júnf, samkvæmt friðunarlögun- um, og lundinn fer strax eftir miðj- an ágúst. Eg trúi þvi ekki, að hr, G. verði í vandræðum með það. 4. ágúst 1916. Har. Sýurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.