Morgunblaðið - 07.08.1916, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.08.1916, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ =9 DA0BÖE[IN. C=sn Afmæli í dag: Agústa Þorsteinsdóttir, húsfrú Guðm. Guðmundsson, bókb. Halldór Þórðarson, bókb. Niels Jósefsson, bakari Yilhj. Gíslason, skipstj. Eytt Armada-flota árið 1588. Sólarupprás kl. 3.55 S ó 1 a r 1 a g — 9.8 Háflóð í dag kl. 10.39 f. h. og kl. 11.23 e. h. Þinglýsingar. 27. júlí. 1. H.f.- P. J. Thorsteinsson & Co. í Likv. selur 12. maí s. 1. firmanu Nathan & Olsen húseignirnar nr. 16 við Austurstræti og nr. 11 við Pósthússtræti. 2. Böðvar Gislason selur 23. f. m. Jóni Guðmundssyni húseignina nr. 32 a við Laugav. 3. Sesselja Guðmundsdóttir selur 30. f. m. Kristjáni Möller l[2 húseign- ina nr. 10 við Ingólfsstr. 4. Elín Erlendsdóttir seiur 5. maí s. 1. Kolbeini Þorsteinssyni 105 □ al. lóð við Vatnsstíg. 5. Einar J. Pálsson selur 8. þ. m. Magnúsi Benjamínssyni. o. fl. J/4 úr húsinu nr. 4 við Norðurstíg. 3. ágúst. 1. Báðherra íslands f. h. landssjóðs selur 28. f. m. Gunnari Gunnars- syni kaupm. 1258,8 □ ál. lóð við Hverfisg. (úr Aruarhóltstúni). 2. Firmað J. P. T. Bryde í Likv. selur. 1. þ. m. Sofíu E. Einars- dóttur húsið nr. 53 a við Vestur- götu. 3. Helgi Thordersen selur 1. þ. m. Konráði R. Konráðssyni húsið nr. 21 við Þingholtsstr. 4. Hans Gravdal selur 10 maí s. 1. Helga Helgasyni vólbátinn Hörpu. Kosningarnar. Dauft hefir verið yfir þeim víðast hvar á iandinu. — Sagt er að um hálft annað hundrað manns hafi kosið á Akureyri og í sumum sveitum hefir víst alls eigi verið kosið. M. Gaillard beitir franski ræðismað- urinn, sem á að koma hingað í stað A. Blanche. Mun hans ekki von hing- að fyr en seint í haust eða fyrri hluta vetiar. íslands Falk kom hingað suður í fyrradag. — Hafði lítið að gera fyrir norðan. Leiðinlegt. er að sjá það hvað Aust- urvöllur er illa hirtur. — Er engin bæjarprýði að honum meðan hann er eins og nú. Gangstígarnir eru þótt- grónir illgresi og um völlinn sjálfan brelðist illgresið út óðfluga. Mæðarog synir París 7. júlí. I seinustu herskýrslunni í »Jour- nal Officiel« er farið þessum lofs- orðum um greifafiú de la Forest- Divonne: — »Hún hefir dvalið í Arras síð- an ófriðurinn hófst, þrátt fyrir stöð- uga skothríð og hefir með aðdáunar- verðu hugrekki daglega lagt sig í hættu við það að hjúkra hinum sáru, sem liggja í sjúkrahúsum borgar- innar*. — Þessi ágæta kona, er sér þess meðvitandi, að aðalstignin leggur mönnum skyldur á herðar. Þess vegna hefir hún ekki flúið frá Arras, eins og svo margir aðrir, heldur hefst hún þar við í kjallara húss, sem er skotið í rústir, svo að þar er nú hvorki þak né reykháfur. En vílji maður fletta lengra aftur í »Journal Officiel* þá mun maður rekast þar þrisvar sinnum á nafnið de la Forest-Divonne. Því að greifa- frúin á þrjá syni og allir hafa þeir getið sér ódauðlega frægð. Um hinn elzta, de la Forest- Divonne ábóta er sagt »að hanu hafi stöðugt hafst við í Arras til þess að grafa lík þeirra sem önduðust á sjúkrahúsunum og haft til þess að- stoð — tveggja sjáífboðaliða«. Annar sonurinn, Robert de la Forest-Divonne liðsforingi »var svo hugrakkur hermaður, að hann kunni ekki að hræðast. Féll hann dauð- særður í áhlaupi einu, þar sem hann brauzt fram fremstur sinna manna, og blæddi honum til ólífis vegna þess að það var eigi fyr en 30 kl.- stundum síðar að hjúkrunarmennirn- ir gátu komist þangað sem hann lá«. g^Gilbert de la Forest Divonne kapt. »féll dauðasærður þá er hann brauzt fyrsturj allra yfir í skotgröf óvin- anna«. Ofriðurinn hefir sýnt það, að hér í Frakklandi er fjöldi manna, sem ekki kann að hræðast og þeim fer ekki fækkandi. Þegar hugrekki mæðranna virðist vera á þrotum, þá eru synirnir und- ir eins við því búnir að skjóta þeim nýju hugrekki í brjóst. Það má t. d. geta einnar móður, Madame de G., sem á fjóra syni i hernum og allra þeirra hefir verið getið opinberlega fyrir hreystiverk. Fyrir skömmu kom yngsti sonur hennar að finna hana. Hann er í flugmannasveitinni og hafði nú feng- ið 6 daga heimfararleyfi. Þegar hún fylgdi honum aftur á járnbrautarstöðina þá átti hún bágt með að verjast gráti og brá vasa- klútnum fyrir augun. Þá mælti sonur hennar: »Elsku mamma min 1 Nú verð eg alvarlega að ávíta þig. Þú mátt ekki setja £upp þennan sorgarsvip í hvert skifti, sem þú sérð einhvern okkar, þvi að þá endar það með því að við gþorum alls ekki að koma heim. Þú verður að vera skynsöm og segja við sjálfa þig að þú getir ekki vænst þess að við komum allir fjórir heim aftur*. «En — þig má eg þó ekki missal* andvarpaði móðirin og horfði með aðdáun á son sinn. »Þú mátt allra sízt hugsa um mig«, svaraði hann ákafur. »Mér er metorðagirndin meðfædd. Eg vil fá a 11. Eg hefi nú fengið ófriðar- krossinn og hreysti-medalíuna en eg vil einnig fá riddarakross heiðurs- fylkingarinnar og g r a f a r - kross- inn, því að h a n n verður að fylgja, mamma mín 1* — — Annar ungur hðsforingi, Rodolphe Wurts (frá Elsass) ritar móður sinni svolátandi bréf, og fanst það á líki hans: — »Elsku mamma mín! Eg vona það að þú fáir aldrei þetta bréf, því að þá er eg farinn heim til pabba og Emils litla. Það er þó eigi svo að skilja að eg óttist dauðann hið allra minsta. Eg er fús til þess að fórna lifi mínu fyrir Frakkland ef þess er krafist. Það er aðeins um- hugsunin um sorg þína sem hryggir mig. Eg vona samt að ef svo skyldi fara að þú mistir mig, að þú farir þá ekki að hrópa sorg þina út yfir stræti og gatnamót, heldur berir harm þinn í hljóði. Þurfir þú að trúa einhverjum fyrir honum, þá gaktu út í kirkjugarðinn í Luché- Thouarsais og hvíslaðu honum við leiði föður míns. Segðu honum að nú séu báðir synir hans fallnir fyrir föðurlandið — bæði Emil litli og eg — og báðir höfum við gert skyldu okkar. Og setjist þú að h e i m a, í Elsass, sem nú er orðið f r a n s k t aftur, þá hugsaðu til þess með gleði og stærilæti að drengirnir þínir voru meðal þeirra, sem létu lif sitt til þess að vinna það aftur. Láttu eigi öfund né gremju tii neins festa rætur í huga þínum. Öf- undaðu ekki þær mæður, sem heimta syni sína úr Helju. Mundu eftir að það er ekki ætíð auðvelt að vera hugrakkur og tápmikill á friðartím- um. — — Það er betra að falla með sæmd, en lifa við skömm. Og svo sendi eg þér einn koss og fel þig guðiU--------- Gömul bóndakona (76 ára) ritar syni sínum, sem liggur helsærður í sjúkrahúsi nokkru: »— Ekki veit eg hvort þessar línur komast nokkurn tíma til þín, því að eg veit ekki hvar sjúkrahús- ið er þar sem þú liggur. En eg vona að númer þitt nægi — ef þú ert þá lifandi. Góðir menn hafa skrifað mér um þig, en það eru engar gleðifregnir sem eg hefi fengið. Eg bið þig: Vertu hugrakkur. Guð er jafnan með oss þegar i móti blæs. Og gleymdu því aldrei, að það sem heimurinn nefnir oft ógæfu breytir nafni, þegar h a n n leggur blessun sína yfir það. Oft, þegar þú varst vondaufastur, hefir þú skrifað mér og talað við mig um Job. Jæja. Job segir: »Og þótt þú deyðir mig, herra, þá mun eg samt varpa allri minui von á Þig«- Mundu eftir þessu, þegar þér gengur mest í mót. Móðir þín, sem ekki gleymir þér. Ófriðarsmælki. SJálfstæðisflokkurinn í Ungverja- landi hefir klofnað eins og sjálfstæð- isflokkurinn hérna. Gengu 25 þing- menn úr honum og mynduðu nýj- an flokk, sem þeir kenna við árið 1848, þegar uppreistin var þar 1 landi. Formaður floksins hefir verið valinn Michael Karolyi greifi. Á stofnfundi þessa nýja flokks mælti hann með- al annars: Til þess að koma í veg fyrir mis- skilning verð eg að lýsa yfir því, að enginn skoðanamunur getur átt sér stað meðal Ungverja um ófrið- inn, því að þegar óvinirnir hafa ráð- ist á okkur, þá höfum við allir að- eins eina skyldu og hún er sú, að verja föðurlandið. Matvöruverð í M klagarði lækkar nú stöðugt, segir Times, og hafa nú Tyrkir nóg af öllu. Fangaskifti. Bretar og Þjóðverj- ar eru nú farnir að skiftast á særð- um föngum fyrir milligöngu Hol- lendinga. I Elsass hafa Þjóðverjar nú mik- inn viðbúnað, eftir því sem Sviss- nesk blöð herma. Hefir nýlega verið flutt til Mtllhausen ein af hinum griðarstóru fallbyssum Austurríkis- manna og bendir þetta til þess að Þjóðverjar búist við sókn af hendi Frakka á þessum slóðum. Tveir jafnaöarmenn sem erunafn- kunnir í Þýzkalandi, hafa boðað til jafnaðarmannafundar í Niirnberg og er það ætlan þeirra að reyna að sam- eina aftur alla jafnaðarmenn í landinu. Birtu8parnaður. Ymsir prússneskir ráðherrar hafa sent þá uppástungu til héraðsstjórna að »sumartíminn« verði framvegis látinn gilda og nái yfir timabilið frá x. apríl til 30. sept. * Verkamenn í steinsteypuverksmiðj- um 1 Belgíu hafa hafið verkfall og bera því við að þeir vilji ekki óbein- linis stuðla til þess að styrkja skot- grafir Þjóverja. Járnbrautarverka- menn í Ghentbrttgge og Ledebergk hafa einnig lagt niður vinnu og hafa sumir þeirra þess vegna verið fluttir til Þýzkalands. Mercury heitir ný járnbrautarlest sem gengur milli Bukarest og Wien. Á hún að keppa við þýzku járn- brautarlestina »Carmen Sylva« sem gengur milli Berlínar og Bökarest. Jafnaðarmenn frá Norðurlöndum hafa verið boðnir til Þýzkalands og farið þangað til þess að sjá með eig' in augum hvert starf jafnaðarmenIT þar hafa með höndum. EnnfreIIlur fara þeir til Belgíu og vesturvíg- stöðvanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.