Morgunblaðið - 20.08.1916, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.08.1916, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Frænka á verði. Beztu teikturar heimsins hafa kepst um' það siðan ófriðurinn hófst, að sýna álit sitt á ýmsum atburðum hans með gamanmyndum. Og þeg- ar ófriðnum er lokið og saga hans hefir verið sögð, ýmist ýkt eða sönn, þá verða þessar gamanmyndir einn þátturinn úr henni, því að þær lýsa með eldrúnum hins naprasta háðs miklu betur ýmsum þáttum ófriðar- ins, heldur en hægt er að lýsa þeim í löngu máli, Mynd sú, er hér birtist,. er tekin eftir þýzku háðblaði og segir frá hinni æfintýralegu för þýzka kafbáts- ins »Deutschland* í gegnum hafgirð- ingar Breta. Gamla frænkan (England) er á verði og svo árvökur og aðgætin, sem henni er framast unt. En samt getur ninn hrausti kafari (Deutsch- land) rétt blóm að hinni fögru jung- frú (Ameriku) rétt við nefið á frænk- unni. Brezkur njósnari í Danmörku. í Kaupmannahöfn hefir nýlega verið tekinn fastur brezkur rithöf- undur, William Harvey að nafni, sem verið hefir undanfarið kennari við Berlitz-skólann, og er hann sak- aður um njósnir fyrir Breta. Þótti kunningja hans einum undarlegt, hve skyndilega Harvey komst yfir ótak- möikuð peningaráð — hann, sem áður aðeins var fátækur kennari. Grunurinn styrktist við það, að Har- vey ferðaðist oft um landið og til Englands. Er hann hafði vcrið tak- inn fastur ásamt konu sinni danskri, var gerð húsrannsókn hjá þeim. Fundust þar mörg og mikil skjöl, að sögn, en lögreglan danska vill ekkert láta uppi að svo stöddu. Blöð- in búast við, að mál þetta sé töki- vert yfirgripsmikið. Þykir líklegt, að Harvey hafi haft marga hjálparmenn. Gjaldkeramálið. v. Úrskurður stjórnarráðsius. Frh. Stjórnarráðið veit það, að lítið hefir á misklíð borið eða alls ekkert milli gjaldkera og bankastjórnarmanna nema eins þeirra, Björns bankastjóra Kristjánssonar. Hefir gjaldkeri unnið með þeim nema nefndum bankastjóra, sem lítið eða ekkeit mun með gjald- kera starfa, þótt ástæða væri til — og að fyrirlagi þeirra án þess að í hafi skorist. Er vottorðsútvegun sú, sem fyrr getur, og vottur þess, hvernig afstaða nefnds bankastjóra til gjaldkera, svo og sparisjóðsbókar- mál það í heild sinni, sem síðar verður vikið að og gefir hugmynd um það, að téður bankastjóri hafi látið sér sérstaklega hugleikið að koma gjaldkera á kné. En stjórnar- ráðið verður að líta svo á, að forstjóri slíkrar stofnunar, sem Landsbankinn er, ætti að vera upp úr því vaxinn fyrir mentunar sakir og valds síns að láta koma fram við óviðkomandi þriðjamann kala til einstakra starfs- manna sinna cða ofsækja þá. Ann- ars er eigi nefnt neitt einstakt atriði, þar sem gjaldkeri hafi neitað fram- kvæmdum verka sinna í bankanum, þeirra er hann annaðhvort samkvæmt stöðu sinna á að vinna eða eftir sérstöku fyrirlagi yfiiboðara sinna. Að vísu er það svo, að Björn banka- stjóri Kristjánsson krafði hann síðar umgetinnar sparisjóðsbókar, en fekk hana eigi fyr en daginn eftir. — í fyrsta lagi er ekki unt að sjá, hvaða máli það skifti bankastofnunina, að bankastjórinn fengi umrædda eyði- lagða sparisjóðsbók samstundis í hendur, enda þótt það yrði því að- eins hægt, að féhirðir væri slitinn frá uppgerð sjóðbókar sinnar til að finna hana. í öðru lagi er það af- sakanlegt, þótt féhirðir teldi sér hall- kvæmara að afhenda bókina eigi þá þegar, heldur eftir að hann hafði ritað i hana skýrslu sína um það atriði, sem þvi olli, að öil upphæðin var úr bókinni tekin, þar sem fé- hirðir gat eigi verið i neinum vafa um, að umræddur bankastjóri var í þessu tilfelli að afla sér sakargagns á hendur honum. Að því er framkomu féhirðis við »prófiðc snertir, þá bera bókanir bankastjórnar á svörum hans þess ekkert vitni, að hann hafi þarkomið ókurteislega fram. Það getur eigi ókurteisi talist, þótt hann neitaði sökum, er bankastjórn bar á hann beint eða óbeint, né heldur þótt hann neitaði tilbofi bankastjórnar til hans um það, að hann legði niður féhirðisstarfið og fengi »annað léttara starf í bankanum«, eins og komist er að orði í kærubréfi bankastjórnar- innar 24. des. f. á. — Annars vill stjórnarráðið geta þess í þessu sam- bandi, að það faer eigi séð hvernig bankastjórnin gat þá (19. des. f. á.) boðið gjaldkera annað starf í bank- anum, þar sem þá mun enginn starfi verið hafa þar laus, en hún réði því eigi, hver í stað féhirðis ytði tekinn, ef hann yrði við tilmælum hennar, og því eigi víst, að nein staða í bankanum losnaði, resna svo sé, að bankastjórnin hafi hugsað sér að víkja einhverjum starfsmanna bank- ans frá eða að það sé engum tak- mörkum bundið, hversu marga starfs- menn megi ráða þangað. Frá mann- legu sjónarmiði er það þvi eigi svo undrilegt, þótt féhirðir gæti eigi tekið slíku hilliboði með miklum þökkum. A’inars er það kynleg aðferð að halda >prój* með bóknðum svörum yfir gjaldkera til þess að ráða bót á misldíð rnilli bankastjórnar og hans eða hans og starfsbræðra hans í bankanum. — Þannig löguð aðferð, þótt í góðu skyni væri gerð, hlaut at hafa andstæðar verkanir tilgangin- um, einkanlega þar sem íyrra »próf- ið« eða »vitnaleiðslan« (x6. des.) yfir 4 starfsmönnum bankans var áður fram farin og kvis um hana því sjálfsagt komið út. Þá skal vikið nokkrum orðum að »eiinc!isbiéfi« því, er bankastjórnin hefi sett féhirði 19. maí f. á. Agrein- ingur er um það milli bankastjórnar og féhirðis, hvort bankastjórnin hafi verið bær til þess að setja féhirði nefnt erindisbréf. Því sýnist mega svara þannig, að þær skipanir, sem bankastjórn getur löglega gefið fé- hirði og honum þvi er skylt að hlýða samkvæmt stöðu sinni, getur hún jafnt gefið skriflega sem munn- lega. — Hlýðnisskylda féhirðis eykst hvorki né minkar eftir því, hvort skipunin er gefin skriflega eðu munn- lega. Hafi féhirði verið óskylt að hlýðnast einhverri munnlegri skipun bankastjórnar, þá verður honum það eigi skyldara, þótt hann fái skriflega skipun um það. Hitt er annað mál, að starfssvið féhirðis mun hafa verið nægilega afmarkað bæði samkvæmt eðli málsins, reglugerð og lögum bankans og tneð margra ára venju, svo að erindisbréf mun eigi hafa verið nauðsynlegt handa honum, því að aðaltilgangurinn með útgáfu erindis- bréfa er sá, að greiða úr því, hvaða störf sá eigi að vinna, sem erindis- bréfið fær, og gefa honum leiðbein- ingar um það, hvernig hann eigi að vinna þau, og hvernig hann eigi að öðru leyti að hegða sér í stöðunni. í öllu falli verður stjórnarráðið að líta svo á, að ef tilgangurinn hjá bankastjórninni með útgáfu erindis- bréfsins hefir verið sá, að gefa fé- hirði skipanir, sem hann hefði eigi verið skyldur að hlýða án tillits til erindisbréfsins, þá hefði hún eigi verið bær til þess. Þar sem lands- bankinn er landsstofnun og lýtur stjórnarráðinu, þá hefði það átt að setja slíkt erindisbréf, sem þó hefði vitanlega ekki mátt hafa neitt það að geyma, er bryti í bág við lög bank- ans eða aðrar sjálfsagðar starfsreglur í honum. Af framanskráðu er það ljóst, að óhlýðni af hálfu féhirðis gagnvart reglum »erindisbréfs« bankastjórnar- innar, er engin sérstök tegund eða meiriháttar óhlýðni, en óhlýðni við hverjar aðrar skipanir bankastjórnar- innar. ' Fyrsta atriðið, þar sem banka- stjórnin sakar féhirði um óhlýðni við sig í sambandi við »erindisbréfiðc, er það, að Jéhirðir haft eiqi svarað bréfi bankastjórnarinnar 20. maí /. á. sem hún sendi honum með er- indisbréfinu og með tilmælum um, að hann léti bankastjórninni í té skrsflega viðurkenningu fyrir móttöku »erindisbréfsinsc. Stjórnarráðið fær eigi séð, hvað bankastjórninni gat gengið til með það, að beiðast skrif- legrar viðurkenningar féhirðis fyrir móttöku bréfsins, enda tók hann við því úr höndum annais bankastjórans. Það hefir eigi verið venja stjórnar- ráðsins, þeg-tr eiindisbréf hafa þaðan verið sett, að krefjast slíkrar viður- kenningar, enda sýnist slík krafa vera sprottin af helst til mikilli tortryggni og eiga eitthvað skylt við óþarfa skriffinsku eða jafnvel einfeldni. Auk þess sést eigi, að féhirðir hafi ætlað sér nokkurn tíma að synja fyrir mót- töku þessa bréfs, enda var það sam- kvæmt þvi, sem fyrr er sagt, þýð- ingarlaust fyrir hlýðnisskyldu hans, þótt hann játaði móttöku bréfsins. Auk þess gat féhirðir, ef honum hefði þótt það máli skifta, viðurkentbréflega móttöku »erindisbréfsinsc með þeim fyrirvara um þýðingu þess samkvæmt hans skoðun á málinu, er honum kynni að hafa þótt nauðsynlegar. Tilmæli bankastjórnarinnar um skrif- lega viðurkenningu fyrir móttöku biéfsins voru því þýðingarlaus frá hvaða sjónarmiði, sem þau eru skoð- uð, og. það, að aðeins munnleg við- urkenning, sem auðvitað var nægi- leg, hvernig sem á málið er annars litið, og fólst í móttöku bréfsins úr höndum annars bankastjórans, ein var gefin, verður ekki skoðað sem óhlýðni við bankastjórnina. Fiskveiðar hjá Jótlandi. »Pólitiken« segir að aldrei í manna minnum hafi verið jafn góður fisk- nú hjá vesturströnd Jótlands. Þar ganga nú um 50 vélkútterar til veiðaB og færa á land um hálfa milj. punda af fiski í hverri viku. Sum- ir kútterarnir hafa veitt fyrir 6—10 þús. krónur á einni viku. Seinustu vikuna í júlímánuði öfluðu þeir að meðaltali fyrir 4000 krónur hver. 4052 hergagnaverksmiðjur. Hergagnaráðherra Breta hefir ný- lega skýrt frá því, að enn hafi 124 verksmiðjum verið bætt við verk- smiðjur þær, sem áður voru undir stjórn hergagnaráðuneytisins. All* hafa Bretar nú 4052 hergagnaverk- smiðjur i þjónustu stjórnarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.