Morgunblaðið - 02.09.1916, Síða 2

Morgunblaðið - 02.09.1916, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ -■... . — ...=z':=;=!\.^rx==z=: Hækkun farmgjalda Eimskipafélagsins. í Morgunblaðinu birtist 28. f. m. grein með þessari yíirskrift eftir »H. J.« Vegna nokkurra daga fjarveru hef eg ekki séð grein þessa fyr en í dag. Igrein þess- ari stendur að Eimskipafélagið hafi tekið einstaka kaupmenn sérstaklega undir verndarvæng sinn. Vegna þess að þetta tek- ur til mín, sem útgerðarstjóra, þá leyfi eg mér að lýsa þetta helber ósannindi. Hvaða vörur eru fluttar með skipunum fer fyrst og fremst eftir því hverjir panta pláss í þeim og aðalreglan er sú, að þeir fá vörur sínar fyrst fluttar, sem fyrst biðja um pláss- ið. Þó er ekki tekið við óhæfi- lega miklum pöntunum á plássi frá neinum einstökum mönnum, og aldrei lofað fyrirfram nálægt því öllu plássi í skipunum. Um þetta hvorttveggja verður auð- vitað að taka ákvörðun eftir því sem á stendur í hvert sinn, og þykist eg meiga fullyrða, að eg reyni að gera öllum jafnhátt und- ir höfði. En vandræðin eru oft mikil, vegna þess hversu tilfinn- anlega félagið vantar vöruflutn- ingaskip. Samt hef eg átt því láni að fagna að geta greitt svo úr, að eg hefi orðið þess var að vöru- flytjendur hafi talið sig réttlæti beitta. Greinarhöfundur virðist hafa átt tal um þetta mál ein- göngu við þá menn, sem hafa skip í förum sjálfir, sbr. orðin: »Við sem verðum að fá alt okk- ar upp á fokdýrum leiguskipum* og eg skal fúslega játa að mér virðist rétt, að þegar vandræðin um flutninga er svo mikil sem nú, þá verði að öðru jöfnu þeir látnir sitja fyrír sem ekki geta haft skip í förum sjálfir, enda eru þeir væntanlegar fastir viðskifta- menn félagsins í framtíðinni þó leiguskip verði ódýr. Úr því eg fór að skrifa á ann- að borð út af téðri grein, þá vil eg viðvíkjandi aðalefni greinar- innar: hækkun, farmgjaldanna, leyfa mér að minna á, að þar hefir aðalfundur félagsins 23. júní þ. á., ákveðið hvað • gera skuli, þab sem hann samþykti með öll- pm þorra atkvæða þá stefnu fé- lag8stjórnarinnar í þessu máli »að hækka e k k i flutningsgjöld- in eftir því hvað mögulegt væri að nota sér neyðarástand það, sem nú er um skipakost og flutn- inga, heldur að hækka þau smám- saman og fara þá að mestu eft- ir þ ví h vað þörfin kref ur vegna auk- inna útgjalda, til þess að fyrir- tækið beri sig fjárhagslega.* At asjálfsögðu verður farið eftir þessari samþykt aðalfundar, og ber vitan- lega að meta vilja hans meira en álit einstakra manna, sem þó velviljaðir séu félaginu, hafa ekki íhugað nægilega vel alt sem hér þarf að taka til greina, enda ekki nægilega kunnugir þessari hlið viðskiftalífsins. Reykjavík, 1. sept. 1916. Emil Nielsen. Dómkirkjan í Rheims. Mótmæli gegn því aö hún verði endurreist. í Frakklandi hefir risið allmikil deila um það hvort endurreisa skuli hina miklu dómkirkju i Rheims. Kirkjan er ekki lögð í rústir enn, svo sem margur mundi ætla eftir þeim fregnum að dæma sem gengið hafa um það hvað Þjóðverjar hafi skouð miskunnarlaust á hana. En hiin er auðvitað stórskemd. Og það virðist svo, sem flestir listamenn Frakka séu því algerlega mótfalluir að nokkuð verði h eyft við kirkjunni að ófriðnum loknum. Franskt viku- blað hefir snúið sér til ýmsra helstp listamanna þjóðarinnar og leitað um- sagnar þeirra um þetta atriði og skal hér birt ágrip af því sem þeir segja. Rithöfundurinn Paul Ginisty segir: Þótt dómkirkjan sé svona hræðilega leikin þá hvílir samt yfir henni sú fegurð, að dirfsku þarf til þess að hreyfa við henni. Þessar leifar hinn- ar fornfrægu byggingar eru mér enn kærari vegna þess að þær bera merki um þjáningar vorar. Þær eru orðn- ar oss enn kærari vegna þess að yfir þær og okkur hefir eitt gengið. Við skulum reisa nýjar byggingar með listasmekk vorra tíma, en geym- um sem menjagripi þær byggingar, sem ófriðarinn hefir sett mark sitt á, því að það væri synd að hreyfa við þeim. Fornleifafræðingurinn Pierre Mill segir: Til dómkirkjunnar í Rheims koma menn til þess að biðjast fyrir og menn munu gera það framvegis. Það er þess vegna óhjákvæmilegt að setja nýtt þak á hana og ganga þannig frá henni að ekki hrynji úr lofti og veggjum. En við skulum vona að byggingameistararnir sýni þá smekkvisi eða öllu heldur auð- mýkt að þeir láti það nægja. Reynsl- an hefir sýnt að það er ekki hægt að endurreisa þannig að engin breyt- ing veiði frá því sem áður var. Þeg- ar eg lít á hin gömlu og endur- bættu ráðhús vor þá minna þau mig jafnan á borgarráðsmann, sem er kominn á grímudansleik í 16. aldar búningi, en hefir gleymt að taka af sér nefgleraugun. Hinn nafnkunni málari Roll, sem er formaður Þjóðlistafélagsins, er al- gerlega á móti því, að nokkuð verði hreyft við kirkjunni. Hann segir: Það er óhugsandi að nokkrum manni skuli hafa kómið það til hugar að endurreisa dómkirkjuna í Rheims. En sé svo, þá mótmælum vér allir. Kirkjan hefir aldrei verið svo fögur sem nú, þá hún er svift svo miklu af hinu andlausa tildri. (Hér er átt vjð »endurbætur« þær, er gerðar. vorn á kirkjunni á öldinni sem leið). Rodin segir: Heimskan er svo rótgróin að menn halda að það sé hægt að endurreisa dómkirkju. Ef það væri hægt, þá væri ekki mikill skaði skeður. Það væri ekki mikið um að tala ef það væri jafn hægt að endurreisa dómkirkju eins og að gera við bryndreka. En gallinn er sá, að menn skilja eigi lengur hina gömlu list. Antonin Mercie segir: Hreyfið ekti við dómkirkjunni. Vér þurfum eigi að gera oss seka í helgispellum þótt Þjóðverjar hafi gert það. Vér höíum fengið nóg af endurreisn Viollet-le-Ducs. Enginn maður getur framar endurreist dómkirkjuna i Rheims. Setjum þakið á hana og látum þar við sita. Gæti nokkrum manni komið það til hugar að end- reisa Parthenon? Það mundi verða til þess að reka á flótta þá guði sem eru og eiga altaf að vera í muster- inu. Georges Lecomte, formaður rit- höfundafélagsins frakkneska, segir meðal annars: Nei, við megum hvorki endurreisa né endurbæta dómkirkjuna. Saga vor, sorgleg og þó fögur, er rituð á þessar rustir. Hvaða rétt höfum vér til að af- má þennan kafla úr þjóðlífssögu vorri ? Hinn nafnfrægi fornleifafræðiugur loseph Reinach segir: Þessir stein- ar hafa þolað með oss þjáningar og sorgir. Látum það ekki viðgangast að þeir verði hreyfðir. Af þessu er auðséð, að það er einróma skoðun allra þessara fræði- manna, að »endurbætur« sögulegra minnismerkja sé ekkert annað en fölsun, og það sé heimska að ætla að telja heiminum trú um að menn ' viti nú upp á hár, hvernig bygging-- ar fornaldarinnar hafi veiið. Fiskleysið. Fráleitt mundi því verða trúað út i frá að sú borg sem næst liggur næst-rikustu fiskimiðum Norðurálf- unnar og mest framleiðir af fiski að tiltölu, að hún væri eina hafnar- borgin í allri álfunni sem ekki ^etur Jenqið keyptan nýjan fisk peqar hún vill og yrði oft að sitja vikum og ef ekki mánuðum saman fisklaus. Nei, áreiðanlega mundi enginn ókunnugur trúa öðru eins og þessu um Reykjavik, þá borg sem eingöngu er það sem hún er vegna fiskiveiða og ekkert framleiðir annað en tóman fisk. Það hlýtur að vera eitthvað bogið við bæjarfélagið á þeim stað sem svona er ástatt — eitthvað meira en litið. — Ókunnugur maður mundi bölva sér upp á það, að siðaðra manna félagsskapur gæti verið til á þeim stað, þar sem ekki einu sinni eru til samtök um það að ná ofan i sig matnum sem næst liggur og allur þorrinn lifir af að framleiða. I fljótu bragði kynni svo að sýn- ast sem engin samtok þyrítu til þess arna, en nú sannar reynslan það margoft á ári og það þótt fiskinum sé ausið á land í tugum og hundr- uðum þúsunda, að bærinn fær sam^ ekkert, eða þá oft ekki netna eitt- hvert úrkast magurt eða gamalt, sem ekki er álitið að geti orðið að verzl- unarvöru á milli menskra manna. Hér duga engar mótbárur eða af- sakanir um það, að ekki geti borg- að sig að hafa einlægt til góðan fisk og selja hann sanngjörnu verði, því að hann verði of dýr handa fólkinu. Hér er ekkett meiri fátækt heldur en í stórborgunum suður á Spáni eða ítalíu, þangað sem valin er bezta °g dýrasta fiskvaran. Sælir mundu þeir telja sig Spánverjar, ef þeir fengju fiskinn nýjan á því hæsta verði sem til mála gæti komið að selja hann hér í Reykjavik! Það kemur þvi ekki til neinna mála að hér sé ekki hægt að hafa til sölu góða vöru og græða á henni, rétt eins og alls staðar annars staðar í heiminum. Nú verður að hefjast handa strax og gjöra eitthvað í þessu máli. Bærinn verður að fd fisk og eiga hann einlægt til nýjan handa ibúum sinum. Geti einstakir menn ekki, vilji ekki eða þori ekki að leggja út í að sjá bænum borgið í þessu efni, verður stjórn bæjarins sjálfs að hefj- ast handa. Þetta mál er nú búið að dragast úr hömlu ár eftir ár. — Timaglas þolinmæðinnar hlýtur þó einhvern- tima að tæmast. — Vonandi fellur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.