Morgunblaðið - 02.10.1916, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.10.1916, Blaðsíða 1
THámidag 8. árgang. 2. |okt. 1916 H0B6DRBLADID 329. tGlnblad Ritstjórnarsími nr. 500 Ritstjón: Vilhjálmur Finsen. Isafoldarprentsmiðj a Afgreiðsiasimx m,. 500 Dlfll Reykjavlknr |Din DIU| Biograph-Theater |U*U Talslmi 475. Flagð undir fögru skinni. Gamanleikur í 2 þáttum leikinn af Vitagraphs frægu leikurum í New-York. Ást og benzin. Gamanleikur leikinn af hinum fræga skopleikara Ford Sterling. ,Ef Bretar sigruðu‘ Þýzka blaðið »Kölmsche Zeitung« flytur nýlega grein um það hvernig muni fara ef Þjóðverjar bíði lægra 'hlut í ófriðnum. Segir það meðal annars: — Meginþorri þjóðar vorrar hef- ir ekki gert sér grein fyrir því, hverj- ,ar afleiðingar þess mundu verða, ef slík þjóð sem Bretar bæru sigur af hólmi. Það er meiri en lítill mis- skilningur ef mann ætla að ekkert mark sé á því takandi, þá er brezk- ir ráðherrar eru að tala um það, að standa yfir höfuðsvörðum þýzka her- valdsins (»militarismans«), sprengja 1 loft upp verksmiðjur Krupps og senda keisarann til St. Helena. Við skulum í guðs nafni ekki vera svo heimskir, að við sjáum það ekki, að England ætlar sér að beygja Þýzkaland á kné, þannig að það verði að ganga að öllum kröfum Breta viðstöðulaust, til þess að það geti einu ráðið öllum heimsmarkað- inum. Að því takmarki keppa all- ir Bretar frá æðsta foringja flotans niður að auðvirðilegasta verkamann- inum i höfninni hjá Newcastle on Tyne. Og það verður aldrei of skýrt tekið fram, að sigur Englands er kollvörpun Þýzkalands. Það er eigi einungis að bandamenn mundu hafa tögl og hagldir um stjórn landsins, heldur yrði þjóðin sjálf fyrir áhrifum Rússa að austan. Sig- ur bandamanna yrði eigi að eins kollvörpun alls iðnaðar hjá oss, held- ur einnig drápshögg á alla meðal- stétt landsins. Sérstaklega mundi það koma niður á iðnaðarmönnunum, þvi að þá væri loku fyrir það skot- ið, að óvinir vorir greiddu herkostnað ^orn, og þess vegna mundi hann ieggjast margfaldur á afkomendur vora. Það væri hið sama sem verka- ötönnum vorum væri kipt 8o ár aftur í timann — þá er vélaiðnað- ur Englands olli fátækt og vesal- dómi i Þýzkalandi, sérstaklega i Slésvik og Saxlandi. Bkólabækur °g aiisk#nar skdlaahald mest og bezt úrval i Bókverzl. ísafoldar. Kaupféíag verkmanna er fíuíf á Laugaveg 7. Tvö fjerbergi með miðstöðvarupphitun, eru til leigu fyrir einhleypa, á bezta stað í bænum. Mánaðarleiga 35 kr. Upplýsingar í síma 30 eða 250. Við Álftafjörð í ísafjarðarsýslu eru til sölu 4 mjög hentug síldarupplagningarpláss (sildarplön) með góðu verði. Allar nánari upplýsingar þessu viðvíkjandi gefur oddviti Grímur Jónsson, Súðavik. Simfregnir. Frá Stokkseyri. 27. september. Róið nokkra undanfarna daga og fiskast vel, þetta 40 í hlut. Fiskur- inn mest ýsa. Mislinqarnir óvíða sem stendur; þriðja barnið nýdáið úr þeim eða afleiðingum þeirra. Frambjóðendur til alþingis fara nú herskildi um uppsýsluna. Fyrsti fundurinn i gær (á Selfossi). Einn frambjóðandinn, Böðvar Magnússon tók framboðið aftur. Yfirkjörstjórn hefir ekki tekið eitt framboð (]óns Jónatanssonar) til greina. Frambjóð- endur eru samt fimm eftir, svo að úr nógu er að velja. Heilsufar dágott. Skólabörn fleiri en nokkru sinni áður. Kaupafólk er sem óðast að koma heim héðan og hvaðan af landinu, og lætur ýmislega af sumrinu. Kartöflur hafa sprottið vel í sandi en illa í mold; rófur sæmilega. Hey litil og léleg. Frá Suður-Afrfku. Tilraun hefir verið gerð til þess að hefja aðra uppreist í Suður-Af- riku. Hafa tveir menn aðallega gengist fyrir því og heita þeir Van der Merwe og Schonken. Hafa þeir nú verið kærðir fyrir landráð. De Wet hershöfðingi, sem tekinn var i fyrra, og stýrði hinni fyrri uppreist, hefir skýrt frá því að Van der Merwe hafi komið til sin og sagt sér að uppreistin væri svo vel undirbúin, að ekkert gæti mishepn- ast og Johannesburg og Pretoria gætu uppreistarmenn tekið hvenær sem væri og stjórnina jafnframt. Eftir Van der Merwe er það haft, að uppreistin hafi ekki átt að hefjast fyr en England hefði beðið lægri hluta í ófriðnum. Haft er það og eftir einum foringja uppreistarinnar, að þeir hafi haft fleiri vopn heldur en menn. En þessir uppreistarforingjar hafa nú verið teknir höndum og kemur mál þeirra væntanlega fyrir dómstól- ana bráðlega. ---- ------------------------- ,Ónotuð vopn‘. Þýzka blaðið »Kölnische Zeitung* segir það, að ef Þjóðverjar ætli að bíða lægri hlut í heimsstyrjöldinni, þá verði þeir að grípa til þeirra vopna, sem þeir hafi til þessa veigrað sér við að nota. Hver þessi vopn eru, vita menn ekki glögt, en blaðið segir: NÝJA BÍÓ Líku líkt. Gamanleikur í þrem þáttum, Hreinahjarðir. Ljómandi falleg og fróðleg mynd af lifnaðarháttum Lappa í Sví- þjóð og Noregi. Hið eina sem nú skiftir skoðun- um er það, hver vopn muni reyn- ast hvössust til þess að vér náum sigri. Hvaðanæfa berast oss áskor- anir um það, að vér skulum gera glögga grein fyrir þvi hver vopn skuli nota, og eyða hinni almennu ályktun, að nokkurs sé ófreistað til þess að vernda föðurlandið. Því miður getum vér ekki gert þetta vegna margra örðugleika meðan svo er, að óvinirnir geta haft einhvern hag af þeim upplýsingum. En ákvörð- unin um það að grípa til nýrra vopna, hlýtur að koma undir úrskurð þeirra sem öllu ráða — keisarans eða kanzl- arans. Það eru þeir sem fjalla um öll þau mál, sem eru og hljóta að vera hulin oss. Þeir bera hina miklu ábyrgð, sem engi maður getur létt af þeim. — Og blaðið endar greinina með því að segja, að Þjóðverjar meigi ekki láta neins ófreistað til þess að vinna sigur. Má þá vel vera að bráðum heyrist um nýja hernaðaraðferð frá þeirra hálfu. Ef til vill verður »bláu geislunum* seinast beitt i ófriðnum, og má þá segja að fremur sé barist með göldrum en drengskap. Yítavert framferði. Það ber ekki ósjaldan við, að maður sér drengi og stálpaða unglinga lemja hræðilega hestana sem strytast áfram fyrir þungu æki, og þegar þeir vilja stansa og kasta mæðinni, þá hefir sést að keyrisólin hefir verið látin ganga með stuttu millibili um hálsinn, fæturna og jafnvel höfuðið á hestinum, með öðrum orðum hylst til þess að berja hann þar sem hann er beinaberastur svo að sársaukinn verði þess meiri. Þetta er Ijótt að sjá til unglinga, en ennþá ljótara er að sjá það til eldri manna, sem mið- ur hefir þó sést altof ofr. I gærkvöldi fór maður upp Frakka- stig með vagn og tvo hesta fyrir; það var anðsjáanlegt að það var þungt æki; þeir margstönzuðu og rykktu sér til að komast áfram, en til þess voru lítil tök, brekkan of mikil fyrir svo þungt æki, sem þeir virtust draga. Keyrslumaðurinn lamdi og barði báða hestana svo þeir settu sig f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.