Morgunblaðið - 11.10.1916, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.10.1916, Blaðsíða 1
Miðv.dag 11. okt. 1910 ■OBGUNBLADID 8. árgang. 338. tðluMað Ritstjórnar&imi nr. 500 Ritstjóri: Vilhjálmm: Finsen. ísafoidarprentsmiðja ■l=l> —< Gamla Bíó >--------<[=!■ 1] sýnir í dag eina með frægustu myndum Paladsleikhússins [j| Dóttir Neptúns. Amerisk skáldsaga eftir Capt. Leslie T. Placoch. Stórkostl. áhrifamikil mynd í 7 þátt. Aðalhlutv. leikur gegnum alla myndina frægasta sundkona heimsins Miss. Annette Kellermann. Miss. Annette Kellermann hefir afburða fagurt vaxtarlag, er talin vera fegurst allra núlifandi kvenna, og má heita alveg eins vel vaxin og hinar tornfrægu grísku Gyðjur Venus frá Mílo og Diana frá Efhesus. Efni myndarinnar er fagurt, spennandi og afar-skemtilegt, og hrifur alla meö sér, jafnt eldri sem yngri. 19 Sýningin stendur yfir nærri 2 klukkustundir. Tölusett sæti kosta 1 kr., almenn 60 og barnasæti 25 aura. Aðgöngumiða má panta í síma 475. A (9 Erl. símfregnir. frá fréttaritara ísafoldar og Morgunbl. Kaupmannahöfn, 10. okt. Bandamenn hafa tekið Sars og sótt 1200 metra fram hjá Morval. Serbar hafa unnið sigur á Búlgörum hjá Pozar. Austurríkismenn hafa tekið Kronstadt aftur. I»jóðverjar hafa tekið 5. herlánið og nemur það 10 V, miljard króna. loftskeyti frá Gullfossi Gullfoss mun hafa farið frá New Ýork eins og áætlað var í símskeyti há New York til félagsins — sunnu- ‘kginn 1. þ. m. í gær barst félaginu símskeyti, Seto sent var með loftskeyti til Cape ^°ce, suðaustur höfðans á New ^oundland. Hljóðar skeytið þannig: Laugardagskvöld. sjómílur frá Reykjavík. 36 arÞegar. Gullíoss. áð öllum líkindum munu flestir rPeganna vera landar að vestan. Gangi ferðin vel það sem eftir ’ ætti skipið að koma hingað á *»<*gun. Magnús Bjftrnsson cand. phil. Kárastíg 11 kennir náttúrufræði, landafræði o. fl. Hentugt fyrir þá, sem ætlá að ganga undir gagnfræðapróf að vori en lesa utanskóla í vetur. Heima kl. 7—9 á kvöldin. Flagg-mjólkin D. D. M. F. kom nú aftur með s.s. Kristian IX. sfmi 284. H. Benediktsson. Gullfoss kominn frá AmeríkuP nei, en hann kemur á morgun eða einhvern næstu daga og fyllir Liverpools-búðina og öll hennar vörugeymsluhús með v ö r u m, nýjum og góðum. Þangað verður nú komandi 1 Þar verða langbezt kaup á öllum kornvörum: Hveiti, Haframéli, Grjón- um, Maís og Maísmjöli. — Kaffi, The og Cacao. Þar verða ávextir i tonnatali, nýir, þurkaðir og niðursoðnir. — Og ekki má gleyma hinni frægu »Hebe-mjólk« sem er jafngóð og hér um bil eins ódýr og áður, en nýmjólk er að tvöfaldast í verði. Húsmæður! Hnýtið hnút á vasaklútinn eða bandi um litlafing- urinn svo þið gleymið því ekki, að það er Liverpool sem selur Ameríkuvörurnar. — Vörur þessar eru allar keyptar milliliðalaust beint frá einu stærsta verzlunarhúsi Ameriku og verða seldar með mjög sanngjörnu verði. Komið þvi beint þangað, með þvi sparið þér yður margt ómakið og margan eyririnn. En timinn er peningar og eyris sparnaður er eyris hagnaður. Verzlunin Liverpool - Sími 43 Afgreiðslasimi m, 500 NÝJA BÍÓ Gar-el-Hama. Stórfenglegur og afar-spennandi sjónleikur í 3 þáttum. Robert Dinesen, Ebba Thomsen og Aage Hertel leika aðalhlutverkin. Aðg.m. kosta 60, 50 og 15 au. Bautasteinn fundinu á Grænlaudi. Danskt gufuskip, sem »Nerma« heitir er nýlega komið til Kaup- mannahafnar með Kryolitfarm frá Grænlandi. Skip þetta flntti einnig bautastein, sem fundist hefir hjá Arsuk-firði skamt frá Ivigtut, og eru höggnar á hann rúnir. Dr. Mac- keprang við Nationalmuseet hefir skoðað steininn og komist að raun um að hann muni vera siðan íslend- ingar bygðu Græniand. Hefir steinn- . inn síðan verið settur á safnið. Prófessor Finnur Jónsson hefir ráð- ið rúnirnar á steininum og er á hann letrað: »Hér liggur Ossur Ásbjarnarson*. Steinn þessi væri óneitanlega betur kominn á Þjóðmenjasafninu hér, heldur en á safni Dana. íslending- ar námu og bygðu Grænland, en ekki Danir, og allar þær fornleifar, sem þar finnast, eru því handaverk Islendinga og erum vér því rétt- bornir til þess arfs er Grænlend- ingar hafa eftir sig látið. Stór skipaskurður. Svíar eru um þessar mundir að fullgera hjá sér mannvirki, sem hafa mun mikla þýðingu fyrir siglingar til Svíþjóðar. — í allmörg ár hefir verið skurður frá Gautaborg norður og austur i Venernvatn. Skurður þessi hefir að eins verið fær smá- skipum og flatbotnaskipum. En nú hefir hann verið dýpkaður og breikk- aður, svo að hann verður fær skip- um alt að 1500 smálestum að stærð. Ríkisdagurinn sænski veitti 223/4 miljón kr. til fyrirtækis þessa, en kostnaðurinn hefir farið töluvert fram yfir áætlun. Hafnarmannvirki mörg hafa og verið gerð í borgunum við Venern, og alt hefir verið undirbúið til þess að taka á móti skipum, sem þangað koma um skurðinn. í byrjun næsta árs verður skurð- urinn opnaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.