Morgunblaðið - 11.10.1916, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
........... =
Fjórði her Grikkja.
Hershöfðinginn i Kavalla hefir beðið
Þjóðverja um vernd.
Eins og fyr hefir verið frá skýrt
hér í blaðinu, gekk fimtungur Grikkja-
hers Búlgurum og Þjóðverjum á
vald i Makedónía. Brá grísku stjórn-
inni kynlega við það og heimti að
hermönnunum yrði slept lausum
aftur og þeim leyft að fara til Grikk-
lands. En það eru víst engar líkur
til þess að það verði gert.
Opinber tilkynning, sem birt var
í Berlín um uppgjöf gríska hersins,
segir svo:
Þegar Sarrail hershöfðingi hafði
neytt hersveitir Þjóðverja og Búlgara
til þess að ráðast inn í grísku Ma-
kedonia, var fjórði her (army corps)
Grikkja í hinum þremur borgum
Kavalla, Seres og Drama. Vinstri
herarmur Búlgara sótti ,fram, niður
með Struma-ánni og samgöngum við
Aþenuborg var slitið á landi, en á
sjó gat herinn eigi náð sambandi
við yfirvöldin grísku, nema með
vilja og eftirliti bandamanna. Yfir-
hershöfðinginn i Kavalla þóttist þvi
neyddur til þess að taka til sinna
eigin ráða. Hinn 12. september
bað hann þvi yfirherstjórn Þjóðverja
um vernd fyrir sig og hinn konung-
holla her sinn gegn yfirgangi banda-
manna. Þjóðverjar urðu við þessari
beiðni. Til þess að koma i veg
fyrir það að hér gæti verið um
nokkra móðgun að ræða við hið
hlutlausa Grikkland, var það ákveðið
í samráði við hershöfðingja Grikkja,
að her hans skyldi fluttur til Þýzka
lands með ðllum vopnum og útbú-
inn . sem hlutlaus her. Þar mun
hann dvelja sem gestur þýzku þjóð-
arinnar, þangað til föðuland hans
hefir losnað við bandamenn. —
Þýzk blöð tala mikið nm þennan
atburð og telja hann stórmerkilegan
svo sem rétt er. Og öll fagna þau
komu grisku hermannanna. »Tage-
blatt segir: Af einlægum huga
bjóðum vér hina grísku gesti vora
velkomna. Framkoma þeirra sýnir
það, að herinn er enn þá trúr Kon-
stantin konungi, hvað svo sem fransk-
ir og brezkir fréttasnápar segja. Og
það er sennilegt að það athafnaleysi,
sem menn hafa vítt Sarrail fyrir,
stafi af því að hann veit að þjóð og
her dregur taum konungsins.
Eftir góðum heimildum er það
haft, að gríski herinn, sem geíist
hefir á vald Þjóðverja, muni fá að
njóta fullkomins frjálsræðis. Það er
algerlega loku fyrir það skotið, að
grisku hermennirnir verði látnir
starfa i þágu hernaðarins. »Vos-
sische Zeitung hermir það, að kon-
ur og böin grísku liðsforingjanna
séu í för með þeim.
Kolin á Spitzbergen.
Þar hefir verið unnið í kolanám-
nnum af meira kappi í sumar en
H. P. DUUS A-deild
Hafnarstræti.
Regnkápur — Vetrarkápur — Kjólatau — Flauel — Skúfasilki
Silki i svuntur og slifsi — Gardinutau — Morgunkjólaefni —
Saumavélar — Regnhlifar — Prjónavörur — Alklæði.
t
Syðtir min, Sigurveig Jóhannesdóttir (ekkja Jóns sál. Gunnlaugs-
sonar vitav. á Reykjanesi), sem andaðist 4. þ. m., verður flutt suð
ur að Kirkjuvogi til greftrunar. Húskveðja verður haldin i dag 11.
október kl. 4'/2 á heimili minu Norðurstíg 7.
Kristín Jóhannesdóttir.
nokkru sinni áður. Gerir það mest
hið hia verð, sem er á brezkum
kolum. Ymsir bæir í Norður Nor-
egi hafa pantað kol hjá námufélaginu.
Flutt tií Norður-Noregs kosta kolin
64 kr. hver smálest — og þykir
það ódýrt eins og nú er ástatt.
Það tilkynnist hér með að Ragnar
sonur okkar lést I. þ. m. Jarðarförin
er ákveðin fimtudaginn 12. þ. m. frá
heimiii okkar, Tungu, og hefst með
húskveðju kl. 12 á hádegi.
Friðrikka Þ. Pétursd. Helgi Jónsson.
Herold.
Það eru liðin 2—3 ár síðan Vil-
helm Herold, hinn frægi danski
tenor-söngvari sagði upp stöðu sinni
sem fyrsti óperasöngvari við kon-
unglega leikhúsið i Kaupmannahöfn.
Hann er rúmlega fimtugur maður,
og sagði þá að það væri sín skoð-
un að allir söngmenn ættu að hætta
að syngja við fimtugsaldur. Herold
söng þó á nokkrum stöðum í Þýzka-
landi skömmu áður en ófriðurinn
hófst. Siðan hefir hann stjórnað
»óperaskóla«, sem hann stofnaði,
en er nú að sögn, orðinn dauðleið-
ur á því. Siðustu dönsk blöð herma
það, að Herold ætli nú alveg að
hætta að fást við söng eða söng-
kenslu, heldur einungis gefa sig við
myndhöggvaralist, þvi að Herold er
og ágætur myndhöggvari, þó ekki
sé hann eins frægur fyrir þá list
sem sönginn. Söngelsku fólki i Dan-
mörgu er þetta mikil sorg, þvi eng-
inn Dani hefir hrifið fólk eins með
söng sínum, sem Vilhelm Herold.
Kafbátahernaðurinn.
Þýzka flotamálaráðuneytið hefir
tilkynt það, að þýzkir og austur-
ríkskir kafbátar hafi sökt 126 kaup-
förum fyrir bandamönnum í ágúst-
mánuði. — Samtals báru skip þessi
170.779 smálestir. I sama mánuði
söktu kafbátar einnig 3 5 skipum
fyrir hlutlausum þjóðum, og báru
þau samtals 38.568 smálestir.
Verzlunarfloti Breta.
Engin þjóð hefir beðið jafn til-
finnanlegt tjón á kaupförum síðan
ófriðurinn hófst, sem Bretar. Það
hafir varla liðið sá dagur, að ekki
hafi verið sökkt einhverju brezku
kaupfari. Eru Bretar sjálfir orðnir
mjög hugsandi um framtlð verzlun-
arflotans að ófriðnum loknum.
Nýlega gat Sir James Mill, formað-
ur flotaverkfræðingaskólans brezka,
þess í ræðu, að það mundi horfa til
stórvandræða fyrir Breta með kaup-
för eftir styrjöldina. Hann kvað
mjög fá skip tiltölulega hafa verið
smiðuð í samanburði við þann fjölda
sem þeir hefðu mist. Kvaðst hann
álíta, að það mundi líða mörg ár
þangað til verzlunarfloti Breta væri
orðinn jafn stór og hann var áður en
styrjöldin hófst. Það væri víðbúið
að Bretar yrðu undir i samkeppninni
um siglingar fyrstu árin eftir að
friður væri kominn á.
-----TIM . ...■■■' -----
Prófessor látinn.
Alf Torp, prófessor við háskól-
ann í Kristiania, lézt þann 26. sept.
63 ára að aldri. Hann var nafn-
kunnur tungumálamaður og sérstak-
lega var hann frægur fyrir þekkingu
sina á fjölda mörgum gömlum mál-
um. Hefir hann ritað bækur um
forngrískar mállýzkur, sanskrit og
keltnesku.
Hann var talinn afbragðsgóður
kennari.
---—
GSE3 DA0BÓHÍN. GZ&'
Afmæli í dag:
Hílga Torfason, húsfrú.
J<)n Þorsteinsson, söðlasmiður.
Ólafur Þorkelsson, verzlunarm.
f. Hannes Árnason 1805.
Friðfinnur L. Guðjónssoir
Laugavegi 43 B, selur tækifæriskort
með íslenzkum erindum. Allir ættu að
kaupa þau til að senda vlnum og kunn«
ingjum.
S ó 1 a r u p p r á s kl. 7.7
S ó 1 a r l a g — 5.20
Tungl fult kl. 6.1 f. h.
Háf lóð 1 dag kl. 5.16 e. h.
og í fyrramálið kl. 5.35
Veðrið í gær:
Þriðjudaginn 10. okt.
Vm. s.s.a. stinnings kaldi, hiti 5.9.
Kv. a. kaldi, hiti 5.0
ísafj. n.a. stinnings gola, hiti 2.2
Ak. n.n.v. andvari, hiti 1.0
Gr. n. andvari, frost 2.8
Sf. n.a. gola, hiti 3.1
Þórsh., F. s.v. gola, hiti 8.0
Mannslát. Nýlátinn er hór í bæn«-
um Páll Asgeirsson frá Stað í Hrúta-
firði, eigandi Bíó-kaffisins.
Flora liggur hór enn og óvíst hve-
nær hún fer héðan.
Skallagrímur. Björgunarskipið ,Geir‘
er nú að reyna að ná Skallagrími upp.
Verður fyrst reynt að dæla skipið, en
takist það ekki, þá verður að grafa
fyrir keðjum undir skipið og lyfta því
þannig.
Ókunnugt er enn um ástæðuna fyrir
því að skipið sökk.
TJppboðið á bókum Jóns heitins
Ólafssonar heldur áfram í dag í Good-
templarahúsinu.
....... ■ ag-3-gr.....—----
Siðustu simfregnir
(frá fréttaritara ísaf. og Morgunbl.)
Kaupm.höfn, 10. okt.
— Danski kafbáturinn
„Dykkeren« sökk í gær í
Eyrarsundi fyrir framan
Taarbæk eftir árekstur við
norskt gufuskip.
Björgunarskip lyftu kaf-
bátnum aitur af botni í
gærkvöld. — öllum skip-
verjunum var bjargað
nema fyrirliðanum, Chri-
stiansen sjóliðsforingja.
— I»ýzkir kafbátar hafð
sökt allmörgum skipuno
við austurströnd Ameríku.*