Morgunblaðið - 25.10.1916, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.10.1916, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Loftskeyti frá Goðafossi. í gær barst Eimskipafélaginu símskeyti frá Groðafossi, sem sent hafði verið til Cape Race með loftskeyti. Var skipið 300 sjómíl- ur austur af Cape Race síðastlið- inn sunnudag (22. okt.). — Eftir þessu að dæma hefir Goðafoss hrept ill veður í hafi, enda var ekki við öðru að búast á þessum tíma árs. Líklega kem- ur Goðafoss til New York á sunnudaginn. Mjólkurfélagið og verðlagsnefndin. Eins og kunnugt er, auglýsti Mjólkurfélag Reykjavíkur verðið, sem það vildi hafa fyrir mjólk- ina með viku fyrirvara. Þessi fyrirvari var til þess að verðlagsnefndinni gæfist kostur á að grenslast eftir ástæðunum fyrir hækkuninni. En nefndin var ekki að hafa fyrir því ómaki, heldur setti hún verðlag á mjólkina út í loftið og vanrækti þannig þá skyldu, sem á henni hvíldi að þessu leyti, því að hún hefir enga heimild til þess að krefjast þess, að nokkur maður selji vöru sína undir þvi verði, sem hún fyrst og fremst kostar hann og ennfremur að sanngjörnum ómakslaunum við- bættum. Gagnvart kaupmönnum hvað nefndin aftur á móti gæta þess vandlega, að leita jafnan upplýs- inga hjá þeim, áður en hún að- hefst nokkuð gegn þeim eins og lika rétt er. Ennfremur hvað verðlagsnefnd- inni aldrei hafa komið það til hugar að krefjast þess af nokkr- um kaupmanni, að hann seldi vörur sínar undir verði, sem þær kosta hann að viðbættum venju- legum kaupmann8hagnaði. Eftir þessari reglu, sem er sjálf- sögð, ber nefndin því að leyfa hverjum mjólkurframleiðanda að selja mjólk sína eftir því sem hún kostar hann. Að lögbjóða eitt og sama verð fyrir alla mjólkurframleiðendur er því út í loftið, því að verð- lagsnefndin hefir ekki fremur heimild til þess að krefjast þess af nokkrum mjólkurframieiðanda, að hann selji mjólkina undir framleiðslukostnaði, en hún hefir heimild til þess að krefjast slíks af kaupmönnum eða gera vörur upptækar öðruvísi en að fullt endurgjald komi fyrir. Og eins og vitanlegt er, þá er það margsannað um alla er kaupa hafa orðið hey, að þeir Jón Björnsson & Go. Bankastræti 8. Með Gullfossi frá Ameríku hefir verzlunin fengið mikið úrval af mjög haldgóðum Vefnaðarvörum. Alklæði, Flúnel, Kjólatau, Léreft bl. og óbl., Nærfatnað kaila og kvenna, Morgunkjólatau, Húfur barna, Tvinna og Hörtvinna, beztan og ódýrastan í bænum. Tvisttau, Sirz bezta sængurveraefni. Kvensvuntur. Sápur og llmvötn í miklu úrvali. Regnkápur og Gólfteppi, er altaf bezt að kaupa hjá J. B. & Co. geta ekki selt mjólkina á 32 aura nema með beinu tapi. Að vísu kann verðlagsnefndin að vilja neita þessu og vilja lialda því fram, að hún hafi ekki sett verðlagið út í loftið. En þvi til sönnunar að svo sé, þá er auk þess sem bent heflr verið á, ennfremur tvent annað, sem tilgreina má. Fyrst það, að Mjólkurfélagið svaraði verðlagi nefndarinnar þegar í stað, með því opinberlega að gera grein fyrir sínum málstað, og í öðrulagi það, að málinu hefir verið áfrýj- að til landstjórnarinnar, án þess nefndin hafi enn gert nokkra til- raun til þess að réttlæta gerðir sínar. Með öðrum orðum, nefndin get- ur ekki hafa haft neitt að byggja á, þegar hún setti verðlagið á mjólkina, með því að hún hefði þá að sjálfsögðu óðara lagt fram þau gögn sín, ekki að eins sóma síns vegna, heldur líka til þess að flýta því, að endir gæti orðið bundinn á málið af landstjórn- inni. Óreiðan á mjólkurmálinu er þannig ekki mjólkurframleiðend- um að kenna, með því að þeir höfðu sín plögg fyrir fram i lagi og lögðu þau frjálsmannlega bæði fyrir landstjórn og almenning. Sá, sem sökina á á allri óreið- unni, er verðlagsnefndin og eng- inn annar, með því að hún hafði fyrir fram ekkert við að styðjast og verður nú á eftir að leita að ástæðum fyrir sínum málstað. En mjólkurframleiðendur hafa hins vegar siðferðislegan rétt og skyldu til þess, að láta vera að selja sína vöru undir sannvirði eða fyr en fenginn er rökstudd- ur óhlutdrægur úrskurður land- stjórnarinnar um áfrýjunina. Meðhaldsmenn verðlagsnefndar- innar ættu því að hafa hægt um sig og láta vera að bera ósannar sakir á Mjólkurfélagið, eins og t. d. það, að félagið vilji halda uppi einokun á mjólkinni. Slíkt er svo mikil fjarstæða, að enginn maður með fullu viti ætti að láta sér slíkt um munn fara, því mjólkurframleiðendur gera ekkert og hafa ekkert gert til þess að hindra nýja menn eða félög frá því að framleiða mjólk og keppa við sig. Þar á ofan gerir Mjólkur- félagið fulla grein fyrir sínum málstað og leggur hann fyrir landstjórnina með kröfu um það, að fá það verð fyrir mjólkina, sem þeim er nauðsynlegt, ef þeir eiga ekki með kúgunarverðlagi af hálfu verðlagsnefndar að vera þvingaðir til þess að breyta um búskaparlag, farga kúnum og koma sér í þess stað upp sauðfé. Og að þetta sé ekki jafnmikið alvörumál fyrir bæinn og fram- leiðendur getur enginn skynsam- ur maður neitað. Því að eins og bent hefir verið á, er það ómót- mœlanleg staðreynd, að kúnum hefir stórum fækkað frá því sem var í fyrra, auðvitað af þeirri einföldu ástæðu, að mönnum hef- ir verið það skaði að halda í kýrnar. En annars er það um einok- unarásökunina að segja, að Mjókur- félaginu væri í lófa lagið að láta mjólkurkaupendur borga miklu hærra verð fyrir mjólkina en 36 aura. Sumir af þeim félagsleysingj- um, sem ekki eru í Mjólkurfé- laginu, hafa þegar gert þannig lagaða samninga, að þeir af þeim, sem eru utan bæjar, selja mjólk- ina heima hjá sér fyrir 36 aura og þaðan af meira og flytja hana síðan til bæjarins fyrir ekkert. Ymsir, sem fá vilja mjólk, hafa því farið fram á það við suma framleiðendur hér í bænum, að fá hana keypta í fjósunum fyrir 32 aura og boðist síðan til þess að borga 4 aura og það upp í 8 aura fyrir að fá hana síðan flutta á gömlu útsölustaðina svo að þeir gætu vitjað hennar þangað. En Mjólkurfélagið hefir hreinni málstað en svo, að það vilji beyta kaupendum nokkrum brögðum eða fara í kringum gildandi lög. Það eina sem mjólkurfélags- menn vilja, er lögum samkvæmt að fá rökstuddan úrskurð lands- stjórnarinnar um málið eða sam- komulag við hana að öðrum kósti. Og verðlagsnefndinni bar sið- ferðisleg skylda til þess að svara fyrir sínar gerðir þegarí stað, og skýra frá því á hverju hún bygði, þegar hún tók verðlagsákvörðun sina. En þetta hefir nefndin ekki gert og er hún því í sök við mjólkurframleiðendur, sem eiga kröfu til þess að þeirra mál- staður geti orðið rannsakaður af landsstjórninni, en ekki dreginn á langinn af verðlagsnefndinni til þess með því annarsvegar að gera mjólkurframleiðendum ó- leyfilegan skaða með drættinum, af því að mjólkin er vara sem ekki getur geymst og hins vegar neyða bæjarbúa til þess að kaupa niðursoðnu mjólkina og undan- renningarþurmjólkina af kaup- mönnunum hærra verði en inn- lendu nýmjólkina. Nú er þó von ura að nefndin leggi loks fram varnir sínar fyr- ir landsstjórnina, en til þess að fá því fram komið hefir bærinn orðið að vera í mjólkursveltu í! heila viku. M]oUcurfelagsmaður. Vér erum ekki samdóma hin- um háttvirta mjókurfélagsmanni um sakir verðlagsnefndarinnar í þessu máli. En oss þótti samt ekki rétt að synja um upptöku greinarinnar. Ritstj. OSSCS D A O U ÖKIN. C3S» Afmæli í (lag: Jónína Ámundadóttir, húsfrú. IJannes S. Blöndal, bankarit. Friðfinnur L. Guðjónsson Laugavegi 43 B, selur tækifæriskort með íslenzkum erindum. Allir ættu að kaupa þau til að senda vlnum og kunn* ingjum. Sólarupprás kl. 7.50 S ó I a r 1 a g —• 4.32 Háf ÍÓS í dag kl. 4.19 og í nótt kl. 4.36 Veðrið í gær: Vm. a. stormur skýjaS 6.4 Rv. a. kaldi regn 4.5 íf. sa. kaldi alskyjaS 4.2 Ak s.sa gola hálfhSiSskýrt 3.0 Gr 8. gola skýjaS 1.0 Sf. logn regn 3.1 Þh. F. a. andvari skýjaS 7.1 í gær var aS lokum gert viS gang- tröSina fyrir framan Nýja Land og lögS tvöföld helluröS þar sem vilpan var verzt áSur. Nýja Bíó. ÞaS er mjög tilkomu- mikil mynd, sem þar er sýnd nú. Efni hennar kvaS vera tekiS eftlr sönn- um atburSum sem gerst hafa í ófriSn- um mikla. Er þar lýst hugrekki og göfuglyndi liSsforinga nokkurs, sem bjargar lífi fjandmanns síns — yfir- hershöfSinja óvinahersins, sem flæSir inn yfir föSurlandiS hans ástkæra, sem hann vildi fórna öllu fyrir. En í hildarleiknum verSur lítiS úr afreks- verkum hvers einstaklings og nærri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.