Morgunblaðið - 19.11.1916, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
félagsins, eins og vér hyggjum að
hann eigi að vera, bæði að birgja
landsmenn nauðsyrjavörum frá út-
löndum — og græða peninga. Þvi
fleiri millilandaferðir, því meiri vör-
ur og meiri hagnaður.
Það er vitanlegt, að eins og ástatt
var í lok ársins 1915 gat Eimskipa-
félagið ekki annað gert en að taka
að sér strandferðirnar. Hefði félagið
ekki gert það, mundu margir staðir
á íslandi hafa verið sambandslausir
sjóleiðina mestan hluta ársins. Og
Eimskipafélagið tók ferðirnar að sér
fyrir að eins 70 þús. kr. styrk, en
það kom brátt í ljós að hann var
alt of litill borinn saman við þann
hagnað, sem orðið hefði ef skipin
hefðu verið í millilandaflutningi. Hér
hagar svo til, að það er nauðsynlegt
að strandferðum sé haldið uppi. En
það er til of rrikils ætlast af Eim-
skipjfélaginu, að það sendi h n stóru
og dýru skip sin í slíkar ferðir, þar
sem félagið hefir ætíð nóg að flytja
landa á milli.
Hér verður Alþingi að ráða fram
úr og það svo tímarflega að hægt sé
að koma á reglubundnum strandferð-
um sem fyrst á áiinu 1917.
Og bót verður aldrei ráðin á þessu
fyr en fengið er sérstakt skip, eitt
eða tvö, sem eingötigu annast strand-
ferðir hér við land.
Erl. simfregttir
Opinber tilkynning frá brezku utan-
ríkisstjórninni í London.
London, ódagsett.
Vikuskýrsla frá herstöðvum Breta.
Frá vesturvígstöðvurmm.
Þar gerðu Bretar eina hina sigursælustu
árás, sem gerð hefir verið, síðan sóknin
hófst hjá Somme. — Var það að morgni
hins 13. nóvember, og var áhlaupið gert
bæði fyrir norðan og sunnan Ancre.
í dimmviðri og þrátt fyrir illan veg, tók
um .vér með áhlaupi hinar ramgerðustu
stöðvar Þjóðverja á næstum fimm milna
löngu svæði. Sunnan við Ancre tókurn
vér í fyrsta áhlaupi þorpið St. Pierredivon,
sem var ramlega viggírt. Sóttum vér og
talsvert lengra fram og náðum þýðingar-
miklum stöðvum milli J Schwaben-vígisins
og árinnar. Norðan við Ancre sóttu Bret-
ar jafnlangt fram, sumsstaðar alt að þvi
eina milu. .
Beaumont Hamel, sem Þjóðverjar höfðu
álitið óvinnandl, var tekið eftir grimmilega
orustu, og rétt á eftir var hið víggirta þorp
Beaumont norðan árinnar einnig tekið.
Norðar sóttum vér einnig fram, nema
gegnt Serre. Þar veittu Þjóðverjar hið
örðugasta viðnám.
Menn geta gert sér i hugarlund, hvað
áhlaupið muni hafa verið grimmilegt á því,
að vér handtókum nær 6000 menn. Mann-
tjón Þjóðverja var auðvitað mikið, en
manntjón vort var ekki mikið, þegar tillit
er tekið til $ess, bvað vér winum mikið á.
Stöðvar þær, er vér tókum, voru nokkur
filuti af hinum upphaflegu varnarstifðvum
Haínarstræti.
Kjólatau Flauel
Regnkápur
Tvisttau Léreft
Prjónavörur
Fataefni Möbeltau
Silki
í siifsi og svuntnr.
Nýkomið með Islandi:
Svart alklæði, Körfustólar
Dömukragar,
Svartir bómullarsokkar.
Þjóðverja, sem þeir hafa verið að styrkja
i tvö ár og hafa gert enn traustari siðan
sóknin var hafin hjá Somme. Vér náðum
einnig góðum sigri austan við Butte Wallen-
court.
Bæði fyrir norðan og sunnan Ancre hafa
Frakkar staóist gagnáhlaup Þjóðverja af
mikilli_hreysti. Höfðu Þjóðverjar þó mikið
lið ^og sóttuj' á £sem fastast.^Þjóðverjum
tókst að eins að ná fótfestu I skotgröfum,
sem Frakkar höfðu nýlega tekið i St. Pierre
Vaast skógi og hjá Pressoire. Annarsstaðar
var hvert áhlaupið á fætur öðru brotið á
bakj aftur með stórskotahríð og vélbyssu-
hrið. Manntjón óvinanna var án efa mjög
mikið.
Frá
Salouiki-vígstöövunum.
Bæði hjá hlykknum, sem verður á Cerna-
ánni og sunnan við Monastir hafa Serbar,
FrakkarogRússarháðmiklar orustur og unn-
ið talsvert á. Serbar komust á snið við
óvini sfna og náðu stað, sem er tæpar tólf
milur austan við Monastir. Frakkar og
Rússar hafa hrakið óvinina frá aðalvarnar-
stöðvunum hjá Kessali og hrakið þá til
varnarstöðvanna hjá Bistriza, sem eru 3
eða 4 mílur fyrir sunnan Monastir. Síðan
10. nóv. hafa rúmlega 3000 menn verið
handteknir.
CSK3 DA0ÖÖEÍIN. CSKl
Veðrið í gær
Laugardaginn 18. nóv.
Vm. a. stormur, hiti 6.5
Rv. a. kaldi, hiti 6.4
ísafj. s. stinnigs kaldi, hiti 8.2
Ak. s. andvari, hiti 5.0
Gr. s.a. stinnings gola, hiti 3.0
Sf. s.v, kaldi, hiti 6.9
Þórsh., F. s.a. kaldi, 6.2
Þinglesin afsöl.
9. nóvember:
1. Gunnar Gunnarsson kaupmaður
eelur 8. ágúst síðastliðinn Gísla
Halldórssyni húsið nr. 20 B við
Grettisgötu.
2. Jón Hafliðason selur 2. f. m.
Einari Einarssyni húsið nr. 32 B
Hverfisgötu.
16. nóvember:
1. Knud Zimsen selur 14. þ. m.
G. Copland húsið nr. 3 við Lækjar-
götu, 2>Gimli«.
2. Geir Pálsson selur 5. f. m. Gísla
Jónssyni húsið ur. 10 A við Baróns-
stíg.
3. -4. H.f. »Græðir« selur 2. f. m.
C. Proppé botnvörpuskipið Jarlinn
R. E. 189 og C. Proppé selur 31.
sama mán. sama skip h.f. »Hákon
Jarl«.
5. Torfhilöur Þ. Holm selur 14. þ. m.
Jóni Kristjánssyni húsið nr. 36
við Laugaveg.
6. Firmað Copland & Berri (1908)
Ltd. selur 11. þ. m. Reykjavíkur-
bæ eignina nr. 2 við Barónsstíg
(»Sjávarborg«).
Styrk úr Styrktarsjóði Friðriks VIII
fyrir árið 1915 hefir ráðherra veitt
»Lystigarðsfélagi Akureyrar« (250 kr.)
til rjáræktar og »Kvenfélagi Svalbarðs-
strandar (200 kr.) til skógræktar.
Ingólfur var veðurteptur í Borgar-
nesi í storminum í fyrradag, og kom
ekki hingað fyrri en í gær eftir hádegi.
Kvöldskemtun Thorvaldsensfélags-
ins er í Bárunni í kvöld. Þar syngur
frú Laura Finsen, síra Friðrik Frið-
rikssou segir frá Ameríku, ungfrú
Frida Magnússon leikur á píanó og
Ríkarður Jónsson segir sögu.
Efnisskráin er því fjölbreytt og verð-
ur sjálfsagt húsfyllir. Ekki ætti það
að draga úr aðsókninni að allur ágóði
af skemtuninni rennur í barnauppeldis-
sjóð félagsins, en það er sjóður, sem
er þess verður að hann só stvrktur.
Guðsþjónuetur í dag, 22. sunnud.
e. trin. (Guðspj.: Tíu þúsundir punda,
Matt. 18, 1,—20. Mark. 4, 21,—25.).
í dómkirkjunni kl. 12, síra Jóhann
Þorkelsson. Kl. 5 síra Bjarni Jónsson
(altarisganga). — í fríkirkjunni { Rvík
kl. 2, síra ÓI. Ólafsson. Kl. 5, Har.
prófesssor Níelsson.
Kaffihúsin. Það hefir verið og er
talsverð keppni milli kaffihúsanna hér
í höfuðborginnl með það að skemta
gestum. Og mikill munur er það nú,
eða var fyrir nokkrum árum, að nú er
skemt með hljóðfæraslætti á hverju
kvöldi í kaffihúsunum. Samspil á fiðlu
og píanó hefir verið venjulegast, en
nú hefir Skjaldbreið bætt við sig
»klarinet«-spili og prýðir það mikið að
dómi allra kaffihúsa-vina. En hvað
kemur svo næst? Skyldu verða mörg
ár þangað til að stórt »orkester« verð-
ur hér á hverju veitingahúsi 1 Ekki er
það víst. Kröfurnar aukast og jafn-
frarat aðsóknin. Og hljóðfærasláttur-
inn dregur eigi sízt að kaffihúsunum.
Er þar skemst á að minnast, að Nýja
Land gaf lausa hljóðfæraleikendur sína
hórna um daginn til þess að leika
suður í Hafnarfirðl á skemtun Hrings-
ins. En þá fékk veitingamaðurinn
hljóðfærasveit Bernburgs til þess að
leika þar í garðinum og var aldrei
meiri aðsókn en þá.
Flóa-áveitnnefndin fór austur í
Árnessýslu í gærmorgun og ætlar að
eiga þar fundi með bændum. Hún
hefir nú nær lokið starfi sínu.
Skipatjón í ágúst.
Franska blaðið »Le Temps*
skýrir frá því, að kafbátahernað-
urinn sé verstur á sumrin. Aldrei
hefir jafnmörgum skipum verið
sökt sem í ágústmánuði í fyrra,
og á þessu ári er ágústmánuður
líka hæstur. í ágústraánuði í
fyrra söktu þýzku kafbátarnir 103
skipum, sem báru samtals 160,995
smálestir. Bandamenn mistu þá
53 gufuskip, sem báru 134,740
smál. og 29 seglskip, sem báru
3796 smál. Hin skipin áttu hlut-
lausar þjóðir. Eftir því sem
Bureau Veritas hermir frá hafa
þýzkir og austurríkskir kafbátar
sökt 102 skipum í ágústmánuði í
sumar og báru þau samtals 123,861
smál. Af þeim áttu bandamenn
76 (46 gufuskip samt. 85,075 smál.
og 29 seglskip samt. 11,034 smál.).
En þetta er fyrsti mánuðurinn
síðan kafbátahernaðurinn hófst,
að Bretar hafa eigi mist flest
skipin. ítalir mistu 36 skip, samt.
43,430 smál., Bretar 27 skip, samt.
41,679 smáh, Frakkar 7 skip,
samt. 2816 smál. Skipatjón Jap-
ana var samt. 6403 smál. og Rússa
2783 smál. Hlutlausar þjóðir
mistu 20 gufuskip, samt. 25,510
smál. og 7 seglskip, samt. 2240
smál. Af þeim áttu Norðmenn
flest, þá Danir, þá Grikkir, þá
Svíar, þá Hollendingar.
Á tundurduflum fórust 2 brezk
skip, samt. 1041 smál. og tvö
frönsk, samt. 5240 smál. Fleiri
skip mistu bandamenn eigi á þann
hátt. Norðmenn mistu þrjú skip,
samt. 3062 smál. og Svíar eitt,
823 smál, á tundurdufium.
Alls hafa þá farist 113 skip í
ágústmánuði og báru þau samtals
137,606 smálestir.
%
Vörumerki
Whisky Buchanans.
I »Lögbiitingablaðinu« 10. þ. m.,.
er tilkynning um það, að James
Buchanan & Co. Ltd. í London og
Glasgow, hafi látið skrásetja hér á
landi tvö vörumerki sín: á Black &;
White« og »Read Seal« whiskyteg-
undunum, sem þeii framleiða.
Það kemur manni óneitanlega
nokkuð undarlega fyrir sjónir, að
áfengisframleiðendur skuli skrásetja
vörumerki sín i »bannlandi*, mundi
mörgum virðast það sem ljóst dæmi
þess, hvernig bannlögm hafi reynst.
En nú vita menn hvernig flösku-
miðarnir eiga að vera. Varið yðar
á eftitiíkingum.