Morgunblaðið - 04.01.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.01.1917, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ , Tamina ‘ og , Carmeti ' Rinir margþráðu vinóíar, sru nú afíur Romnir í Í66aRsverzíun c& dP. JS e v i. Cin síór síofa eða tvö minni herbergi í Miðbænum óskast strax til að geyma í vefnaðar- vöru. Gott kjallarapláss gæti líka komið til greina. Ritstjóri visar á. vel eigi gefa neitt loforð urn það. En nú fyrir skemstu hefir Banda- ríkjastjórn skorað á þá að gefa greifanum fararleyfi og hafa Bret- ar orðið við því. FerTarnowski greifi nú bráðum áleiðis til Amer- íku til þesa að taka þar við em- bætti sínu. Reglur um slátrun búpenings á almennum slátrunarstöð- um og um meðferð á fé og hestum að ýmsu leyti. Samkvæmt 3. gr. laga nr. 34, 3. nóvember 1915, um dýravernd- un, eru settar eftirfarandi reglur um slátrun búpenings á almenn- um slátrunarstöðum og um með- ferð á fé og hestum að ýmsu leyti. 1. gr. Þá er sauðfé og stórgripum er slátrað, skal þess gætt, að ein skepnan horfi eigi á slátrun ann- arar. 2. gr. Hesta, nautgripi og sauðféskal deyða með þartil gerðu skotvopni. Þpgar sérstaklega stendur á, veitir stjórnarráðið, ef því þykir þurfa, leyfi til deyðingar á annan hátt. 3. gr. Eigi mega aðrir deyða en full- orðnir menn og samvizkusamir. 4. gr. Þá er peningur er fluttur til slátrunar eða til útflutnings, skal það með fullri nærgætni. Hesta skal járna þegar þeir fara úr heimahögum. 5. gr. Þegar kálfar eða nautkindur eru flutt á vögnum, skal nægilegt hey látið undir skepnurnar, svo að þær eigi meiðist, og eigi má binda fætur skepnunnar saman með hörðttm eða mjóum böndum, nó heldur binda svo fast eða láta skepnu liggja svo lengi í böndum, að fætumir dofni. Þegar bönd eru leyst, verður skepnan að geta staðið upp þegar í stað. 6. gr. Eigi má brúka hesta, sem eru haltir, meiddir eða svo magrir, að þeir hafa eigi fullan þrótt. Frost- köld járnmél skal verma lítáð eitt áður en beizlað er. 7. gr. Eigi má hnýta nokkurri skepnu í tagl á hestum. 8. gr. Eigi má brúka þá hesta, sem að staðaldri eru brúkaðir til aksturs alla virkadaga eðaáhverjum degi, lengur en 10 stundir daglega. Þá hesta má eigi brúka til útreiða. 9. gr. Eigi má leggja á hest þyngri byrðar eða láta hann draga þyngra hlass en svo, að kröft- um hans sé eigi ofboðið. 10. gr. Leggja skal ábreiðu yfir bakið á vagnhestum, ef þeir standa kyrrir úti í köldu veðri eða í úrkomu. 11. gr. Enginn má stýra hesti og vagni, sem ekki er fullra 15 ára gamall, enda hafi honum verið kent það af æfðum ökumanni. 12. gr. Eigi má slá hesta með öðru en þar til gjörðum keyrum eða ólar- svipum. Vírsvipur eða prik má ekki nota. Aldrei má slá hesta í höfuð, fætur eða nára. 13. gr. Brot gegn reglum þessum varða seh^um frá 10—1000 krónum. 14. gr. Mál er rísa út af brotum gegn reglunum, skal farið með sem opinber lögreglumál. Þetta er hérmeð gert heyrin kunnugt. í stjórnarráðiíslands,17.nóv. 1916. Einar Arnórsson. G. Sveinbjörnsson. Frá alþingi. Samgöng'umál. Frá samgöngumálanefndinni hefir komið fram þingsályktunartillaga um það að landstjórninni veitist heimild til þess að veita hlutaðeigandi hér- uðum árið 1917 styrk til tveggja flóabáta, annars á Austfjörðum en hins á Húnaflóa, alt að 20 þús. til hvors. Fáist bátar eigi leigðir heim- ilast stjórninni að veita héruðunum bráðabyrgðalán, alt að 90 þús. krónur. Er til þess ætlast að bátarnir verði eigi minni en 100 smál. hvor. Frá sömu nefnd hefir komið fram frumv. til laga um kaup á gufuskipi og útgerð þess á kostnað landssjóðs. 1. gr. Landsstjórninni veitistheim- ild til þess að kaupa eimskip, alt að 800 smálestir að stærð, sérstak- lega útbúið til vöruflutninga, og taka Ián i því skyni, eftir því sem þörf krefur. 2. gr. Skipið skal haft til strand- ferða kring um landið að minsta kosti 7—8 mánuði á ári, og til millilandaferða hinn tima ársins, samkvæmt ferðaáætlun, er stjórnin semur eftir tilmælum alþingis. 3. gr. Öll útgjöld til útgerðar skipsins skal veita í fjárlögunum, enda renni allar tekjur þess i lands- sjóð. 4. gr. Landsstjórnin ræður far- stjórn skipsins. og annast farstjórnin ráðningu yfirmanna þess og útvegar afgreiðslumenn á þeim höfnum, er skipið kemur á. 5. gr. Landsstjórnin ákveður far- gjöld og farmgjöld eftir tillögum farstjórnar. 6. gr. Farstjórnin skal halda ná- kvæman reikning yfir öll útgjöld og allar tekjur skipsins og rita hana í bók, er landsstjórnin löggildir til þess. Fyrir marzmánaðarlok ár hvert skal farstjómin hafa sent landsstjórn- inni nákvæman reikning, með fylgi- skjölum, fyrir næstliðið almanaksár, og sýni hann glögglega allan fjárhag skipsútgerðarinnar. Reikningur þessi skal endurskoðaður á skrifstofu þeirri í stjórnarráðinu, er samgöngumálin heyra undir. Úrskurðar landsstjórn- in reikninginn. 7. gr. Lög þessi öðlast gildi þegar í stað. Fjárveitinganefnd mælirmeðhvoru- tveggja, tillögunni og frumvarpinu. Ullarraatslögin. Þeir Bjarni Jónsson frá Vogi, Þor- leifur Jónsson, Jón Jónsson, Pétur Ottesen. Hákon Kristófersson, Þór- arinn Jónsson og Þorsteinn Jónsson flytja frumvarp um það að fresta skuli framkvæmd ullarmatslaganna, nr, 45, 3. nóv. 1913, fyrst um sinn. Bera þeir fram þær ástæður fyrir þvf, að erfitt verzlunaifar hafi leitt í ljós, að lög um ullarmat ná eigi tilgangi sínum, meðan svo stendur, sem nú er. Landaurareikningur. Bjarni frá Vogi hefir borið fram frv. til laga um það, að verkamönn- um landssjóðs skuli reiknuð laun í landaurum frá 1. janúar 1917. Lög- um þessum er eigi ætlað að gera neina breytingu á upphæð launanna, heldur er með þeim ætlast til þess, að verkamenn fái kaup með þeim hætti, að þeir eigi kost á að fá nokk- urn veginn jafn mikið af biýnustu nauðsynjum sínum á hverju ári, hvern- ig sem fer um gildi peninga. Kolamálið. Sami þm. ber fram þingsályktun- artillögu um það að stjórnin fái þeg- ar til áreiðanlega sérfræðinga að rann- saka kolafundi i nánd við sjó, gæði kolanna, vinsluskilyrði og flutninga og að stjórninni heimilist að vinna kol á kostnað landssjóðs svá fremi þessar rannsóknir sýni, að það sé tiltækilegt. Brunabótafélagið. Hákon og Pétur Ottesen bera fram frumvarp til breytinga á bruna- bótafélagslögunum. Vilja þeir að öll hús vátryggingarskyld, skuli vátrygð fyrir minst helming virðingarverðs, en eigi gert að skilyrði, að þau séu vátrygð fyrir 5/6 virðingarverðs. Þyk- ir þeim sem það lagaboð komi hart niður á fátækum mönnum, þar sem farið sé um virðingu húsa eftir nú- veranúi verðmæti þeirra, sem er miklu hærra en nokkru sinni fyr. Sorgarhátið i minningu Franz Jóseís. Hinn 30. nóvember var haldin sorgarhátíð í St. Ansgars-kirkj- unni í Kaupmannahöfn í tilefni af jarðarför Franz Jósefs Austur- ríkiskeisara. Kirkjan var öll tjöld- uð svörtu og skreytt fagurlega, svo sem við átti. Voru þar við stödd flest stórmenni borgarinnar, konungur og prinsarnir Haraldur og Georg, ráðherrar, þingmenn, herforingjar, biskupar, sendiherrar Bandaríkjanna, Þjóðverja, Svía, Norðmanna, Spánar, Brazilíu, Ar- gentínu, Mexieo og Kína. Sama dag var önnur guðsþjón- usta haldin í St. Olafs-kirkjunni í Kristjaníu og var þar höfð sanns- konar viðhöfn. ,7JlV Q tl Ct* vmólarnir Jrcegu Romu með aFlóru i tóBafisverzlun H. P. Levi. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.