Morgunblaðið - 06.01.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.01.1917, Blaðsíða 2
2 MOKfiUWBLAÐIÐ kvikmyndasýningu. Létu þeir hvoiki í ljós ótta né fjandskap. Að morgni hins 2. desembers fóru þau konungshjónin frá Bukarest ásamt þjónustufólki sínu. Létu þau engar áhyggjur á sér sjá og lofuðu að koma bráðlega aftur. Þeir stjórnmálamennirnir Carp og Marghiloman, sem altaf voru þvi andvígir að Rúmenía færi með ófrið á hendur Miðríkjunum voru kyrrír eftir í Búkarest og tóku á móti Mackensen. Þökkuðu þeir honum fyrir góða framkomu í garð borgar- búa og féll vel á með þeim. Viðureignin í Rúmeníu Þar sem Pruth fellur í Duná, beygir hún við og rennur til austurs fram til Svartahafs, Eru þar takmörk Dobrudscha að norð- an. Þangað er nú her Macken- sens kominn 0g heflr tekið tvær borgir sem standa við Duná, Tulzea og Isaccea. Er þá öll Dobrudscha fallin í hendur Mið- ríkjanna og eigi annað eftir, austan og sunnan Dónár aflandi Rúmena, heldur en delta sú, er Duná myndar. Það má sjá það að Rússum hefir verið það áhugamál að verj- ast framsókn Þjóðverja á þessu svæði, því að þeir hafa sent þangað frægasta hershöfðingja ainna, Brusiloff, með óvígan her, að því er fregnir herma. Annar frægur hershöfðingi rússneskur, Letchitshy, sá er tók Czemowitz, hefir tekið við herstjórn í Molda- vía, en Nikulás stórfursti er sett- ur yfirherstjórí alls hersins i Rúmeníu. Af öllu þessu er það skiljan- legt að Rússum þykir nokkuð mikið undir því komið hvernig fer um viðureignina. Er helzt svo að sjá sem þeir óttist að Miðríkin muni ekki láta staðar numið við Duná og Pruth, held- ur muni þau þá stefna her sín- um inn yfir Bessarabíu 0g til Odessa. Að minsta kosti sézt þess getið í enskum blöðum að Hinden- burg muni hafa það í hyggju að komast til Odessa og ná í hin frjóvu kornlönd Rússa hjá Svarta- hafi. Matvælaherfang Þjóðverja í Rúmeníu. Herr Batocki, ríkiabryti Þjóð- verja, hefir njdega setið á ráð- stefnu suður í Budapest með þeim mönnum, er eiga að hafa umsjón með matvælaforða Austurríkis og Ungverjalands. Lét Batocki þess þá getið, i viðtali við blaða- mann, að Þjóðvcrjar hefðu tekið ,The Tanks‘ I-Iér birtist þá í fyrsta skifti rétt mynd af landdrekunum brezku’ vígjunura hreyfanlegu, sem Bretar nefna venjulega »The Tanks«. Þessar hræðilegu vígvélar, sem fara yfir hvað sem er og spúa eldi og dauða í allar áttir, hafa átt sinn drjúga þátt í sigurvinningum Breta hjá Marne, þótt svo virðist sem mest hafi kveðið að hamförum þeirra fyrst í stað. Nú um langa hríð hefir ekkert verið á þær minst. að herfangi 25 miljón hektólitra af kornvöru í Rúmeníu og væri megn- ið af þvi hveiti. Ríkisverzlun með áfengi Bretar ætla að koma á hjá sér einkasölu. Brezka blaðið »Daily Chronicle* hermir frá því þann 30. des. að brezka stjórnin ætli nú að taka þar við, er Lloyd Georg varð að hætta í apríl í fyrra, með það að koma allri áfengisverzlun og fram- leiðslu í hendur ríkisins. Ætlar ríkið að kaupa allar áfengisverk- smiðjur og verzlanir og býst við að þurfa að gefa fyrir það 300 miljónir Sterlingspunda. Málið er þegar að miklu leyti undirbúið af Lloyd George meðan hann var fjármálaráðherra. Er það kunnugt að hefði hann mátt ráða, þá hefði rikið þegar verið búið að taka alla áfengisverzlun og áfengisframleiðslu í sínar hend- ur. Hafði hann þegar gert allar áætlanir um það í apríl í fyrra og lagt þær fyrir stjórnina. En stjórninni leizt það þá ekki ráð- legt. Þótti henni viðbúið að deil- ur og sundrung mundi af því rísa innanríkis og svo fanst henni sem fullmikið væri færst í fang meö því að ætla rikissjóði að greiða 300 miljónir Sterlingspunda í einu. Töldu sumir sem það gæti orðið til þess að ríkið gæti eigi beitt sér jafn öfluglega í ófriðnum ef það léti svo mikið fé af hendi rakna til annars, enda væri það ekkei't bráðnauðsynjamál. En nú er Lloyd George tekinn við stjórnartaumunum og þá tek- ur hann málið upp að nýju og er líklegur að leiða það fram til sigurs. Hvað veldur? Mig minnir að fyrir nokkuð löugu hafi Alþing samið lög um friðun héra og veitt fé til þess að flytja þá hingað til lands. En ekki veit eg til þess að hérainnflutningurinn hafi komist í kring enn þá. Hvað veldur því? Eg veit að margir eru á móti því að hérinn sé innfluttur og bera það aðallega fyrir að hann muni eyðileggja skógaua. En það hygg eg óþarft að óttast þvi hér- inn lifir aðallega á mjúkum og safamiklum jurtum, grasi ogtrjá- laufi. Ef þeir þrífast hér vel, hygg eg að ekki yrði svo lítill búbætir að þeim og jafnframt mikið »sport« fyrir landsbúa. Hérinn er mjög fijótur að æxlast, frá6—11 ungar árlega og þykir kjötið af honum meati herramannsréttur. Eru héra- veiðar mjög arðsamar erlendis, því kjöt og skinn er í hæsta verði. Hérinn getur orðið alt að því 7—8 ára gamall og mun þá oft ná 15-18 punda þunga. Gæti það orðið ódýr og ekki all-lítil kjötfram- leiðsla. Vona eg að ekki líði langt þangað til hérinn verði fluttur inn og yrði þá líkast til hyggilegast að fá þá frá Svíþjóð eða Græn- landi. Sturnus. Erl. simfregnir. frá fréttaritara Isaf. og Morgunbl.). Kaupmannahöfn 5. jan. Bretar hafa stöðvað alla kola- sölu til Noregs. Frakkar eru í þann veginn að koma á hjá sér almennri þegnskyldu. Zeppelin-skálinn á Tönder brunninn. Tvö loftför énýttust þar. Goðafoss Verður skipinu bjargað? Sumir þeirra, sem kunnugir era staðháttum á Straumne8i og hafa kynt sér legu Goðafoss þar, eru ekki alveg vonlausir um, að hægt verði að draga skipið af grunni í vor, þegar vetrarstormar og brím er um garð gengið. Styðjast þess- ir menn við það, að Goðafosa liggi á bezta staðánesinu. Verði harður vetur með ís, muni leggj- ast spöng að landi og skipið muni liggja á brimlitlum stað. Verði aftur á móti stormar miklir þar vestra, þá muni skipið brotna svo á klettunum að þvi verði aldrei bjargað. Alveg óhugsandi er ekki að unt verði að koma skipinu á flot, ef veður og tíð verði hagstætt í vet- ur. En líkurnar munu þó vera miklu minni fyrir því, að svo verði, Víst er það, að tilraun mun verða gerð í suraar eða vor. Frá Alþingi. Stjórnin tekur við. Fundur var haldinn í gær í sameinuðu þingi kl. 128/*- Hinn nýi yfirráðherra JónMagn- ússon kvað sér hljóðs og lýsti þvt-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.