Morgunblaðið - 28.01.1917, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.01.1917, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Um Island í brezkum blöðum. Biíreiðar til íslamls. Vikuskýrsla sú, er Naticnal City Bank í New York gefur íit um við- skifti við litlönd, hermir það, að í vikunni, sem endaði 28. okt., hafi farið þrjár bifreiðar með einu skipi til Islands og vörur til bifreiða, er voru þiisund dollara virði. JBendir þetta til þess, að bifreiðar séu fleiri á Islandi heldur en menn hafa ætlað. íslendingar, sem eigi eru nema 85 þiisundir, keyptu á fjárhagsárinn, sem leið, vörur fyrir x/é miljón dollara, í stað þess að þeir kejptu þar vörur fyrir 7S,ooo dollara árinu áður en ófriðurinn hófst. Þessi aukna verzlun íslendinga við Banda- ríkin, á auðvitað rót sína að rekja til þess, hvað þeim hefir gengið illa að fá vörur frá móðurlandinu, Dan- mörk, síðan ófriðurinn hófst. (Morning Advertiser, 21. des.) Atvinnuvegir íslendinga. í miðju Norður-Atlanzhafi liggur ísland, eins og stikla milli hins gamla og nýja heims. Þégar Norð- menn fundu það á níundu öld, voru þar fyrir nokkrir menn af írsku kyni. A eftir hinum nýju landnáms- mönnum komu aðrir hraustir vík- ingar, og þeír héldu Iengra, til Grænlands og Norður-Ameríku, og fundu hana þannig 500 árum á undan Kólúmbusi. A næstu öldum var ísland eitt hið fremsta menningar- land, en hafði litil mök við önnur lönd Norðuráifunnar, og þangað náðu engar byltingaöldur frá um- heiminum. En vegna dess að lands- námsmenn voru af norrænum upp- runa, þá var tunga þeirra, lög og stjórnarfar skyldast því, sem var í Noregi og Danmörku, og að lokum bomst ísland undir Danakonung, en hafði heimastjórn og þing í hinni einu borg í landinu, sem nokkuð kveður að, Reykjavik. Arið 1854 var verzlun landsins gefin fijáls og síðan hafa erlend viðskifti þess auk- ist sexfalt. Á fimtándu öld vosu viðskifti þess við útlönd, aðallega í höndum brezkra kaupmanna, sérstaklega kaup- manna i Bristol, sem fluttu þangað trjávið, járn og kornvöru og þaðan brennistein, æðardún og fisk. Nú sendum við þangað kol handa fiski- skipum þeirra og aðalviðskifti okkar við ísland falla undir sjávarútveginn. Margir íslendingar hafa aldrei séð plóg, veg eða tré, því að þar er að eins fárra milna langur vegur í nánd við Reykjavík og skógur er þar hvergi. Sauðíjárrækt er aðal- atvinnuvegurinn á landi og ganga sauðirnir þar sjálfala á hinum fáu grastoddum og mosatóm. Aðalauðæfi íslands eru ekki í landinu, sem er eldbrunmð og hrjóstugt, heldur i hafinu umhverfis það. A Íslandí, sem er hér um bil jafn stórt og ís- land, búa að eins 80 þúsundir manna en hin vogskorna strönd þess ligg- ur vel við fiskveiðum. Eru þar góðar hafnir fyrir smábáta í hinum óteljandi fjörðum cg skamt er á hin beztu fiskimið heimsins. Fiskurinn viijar á vissum timum á vissa staði, alveg eins og .síldin kemur hingað á vissum tíma. Og þannig vita fiskimennirnir það upp á hár, hvert þeir eiga að leita fisksins á hverjum tíma árs. Þegar botnvörpungarnir frá Hull og Grimsby fóru að veiða þar, hófst nýtt tímabil í fiskveiðun- urn við ísland, þá fékk fiskurinn þýðingu fyrir heimsmarkaðinn og Bretar, Þjóðverjar, Hollendingar og Frakkar höfðu að jafnaði stóran flota á fiskmiðunum, en íslendingar höfðu að eins minni skip og hertu fiskinn. Síðan ófriðurinn hófst hefir þetta breyzt stórum. Þýzku skipin eru horfin, flestir brezku og frönsku botnvörpungarnir eru nú heima við á öðrum veiðum — tundurdufla og kafbátaveiðum. Fór því brátt svo, að engin skip voru á fiskimiðunum og fiskurinn fékk leyfi til þess að hrygna í næði, íslendingar hafa þó eigi látið tækifærið ganga úr greip- um sér. Þeir fluttu út þann fisk er þeir veiddu og fengu fyrir hann óvenjulega hátt verð, svo að þeir gátu keypt botnvörpunga og eru þeir nú vísir til þess taka talsverðan hlnta af fiskverzluninni frá hinum erlendu keppinautum. Til þessa hafa brezku botnvörpungarnir orðið að fara þúsund mílur með afla sinn, til Grimsby og Hul 1 og þar var mestur hluti fisksins saltaður áður en ófriðurinn hófst og sendur síðan til Miðjarðarhafslandanna og Suður- Ameríku. íslendingar hafa komist að því að þeir geta saltað og þurkað fiskinn betur heima hjá sér og flutt hann þannig fullverkaðann til neyt- enda. A þann hátt spara þeir hinn mikla rferðakostnað sem botnvörp- ungar vorir verða að bera. (Conmon Sense, 21. okt. ----, rr- 1 .■ 1 ^Ti ~~--===r--- ballnir aðfllsmenn. Almanach de Gotha flytur skýrslu um það hvað margir aðalsmenn hafi fallið í ófriðn- um. Eru það 258 greifar, 567 barón- ar og 1465 lægri aðalsmenn. Konflanlin konungur er altaf veik- ur. Vill hann fá þýzka lækna til þess að stunda sig og hefir beðið bandamenn að gefa þeim fararleyfi til Grikklands. Frakkar eru nú sem óðast að vopna kaupför sín til varnar gegn kafbátum. Um jólin var verið að vopna tuttugu kaupför í Bordeaux. Reuter barón, sonur Reuters þess, er stofnaði hina alkunnu fréttastofu, er við hann er kend, er nýlega fall- inn í orustu. Var hann sjálfboða- liði. Kalbátahernaðurinn og hlntlansar þjóðir. Fréttaritari hollenzka blaðsins »Toekomst«, símar frá Berlín í lok desembermánaðar og segir að það haíi vakið meiri gremju í Þýzkalandi heldur en nokkur geti gert sér hugmynd um, að bandamenn skyldu hafna friðar- boðum keisarans, sem hefðu ver- ið gerð í fullri einlægni. Síðan segir hann: — Það er nú allra skoðun, að að eins eitt svar sé hæfilegt við slíku — að berjast í jötunmóði og taká ekkert tillit til þess hvað aðrir segi. Og nú kemur röðin að Englandi. Bretar vilja ekki frið. Gott og vel, þá skal barist þangað til yflr lýkur. Eru það þá fyrst og fremst kaf bátarnir, sem Þjóðverjar treysta á, segir fréttaritarinn og ennfremur segir hann: — Eg veit ekki hvort menn hafa séð þessa tilkynningu: — »Brezka stjórnin hefir skýrt þýzku stjórninni frá því í gegnum aðra, að ef Blaikie skipstjóri af Caledonia verði látinn sæta sömu forlögum og Fryatt skipstjóri, þá muni brezka stjórnin gjalda líku likt, með því að taka af lífi þýzkan liðsforingja einhvern, sem nú er í haldi í Englandi.« Þjóð- verjar lýstu því þá yfir að það væri engin hætta á því að Blaikie skipstjóri yrði tekinn af lífi, því að þeir teldu hann að eins hand- tekinn hermann, sem ekki hefði gert annað en skyldu sína, þá er hann reyndi að renna skipi sínu á þýzka kafbátinn. Menn gætu nú ætlað, eftir þessu svari að dæma, að Þjóðverjar hefðu ótta8t hótun Breta, og þess vegna sljákkað þannig í þeim, en það er fjarri því að það sé réttur skilningur á svari Þjóðverja. Bretar hafa nú, samkvæmt stjórn- aryfirlýsingu, ákveðið og skipað svo fyrir að öll kaupför skuli vopnuð upp frá þessu. Þjóðverj- ar lýsa því yfir, að upp frá því telji þeir öll brezk kaupför sem hjálpar-beitiskip. Hafa þeir þar tekið tillit til þeirrar fyrirskip- unar Breta til skipstjóra sinna að þeir skuli skjóta á hvern þann kafbát, er kemur í 800 metra færi, hvort sem hann sýnir af sér fjandskap eður eigi. Fyrsta. afleiðingin af því að bandamenn hafa svo hrottalega hafnað friðarboðunum, mun verða sú, að fastar verður sótt að kaup- skipaflota Breta heldur en áður. öll skip þeirra eru talin hjálpar- beit'iskip og þess vegna munu þau skotin fyrirvaralaust og án nokkurs tillits til þeirra, sem um borð eru. Hver getur spáð því hve alvarlegar afleiðingar þetta getur haft fyrir hlutlausar þjóðir? En hræddur er eg um það, að afleiðingarnar verði þessar: I fyrsta lagi munu hlutleysingar þá drukna ásamt skipshöfnum þessara hjálpar-beitiskipa og þá er eftir að vita hvort þær hlut- lausar þjóðir, er hlut eiga að máli — sérstaklega Bandaríkin — muni sætta sig við þetta, eða halda málinu til streitu og ganga í lið með hinum mörgu óvinum Þýzkalands. En hafi þýzka stjórn- in varað hlutlausar þjóðir við þeirri hættu sem því fylgir, að ferð- ast með þessum skipum, þá munu stjórnir þeirra þjóða sennilega vara þegna sína við og þannig skotið sér undan hinni nýju kaf- bátahættu. í öðru lagi er það viðbúið, að Bretar grípi til þess bragðs er þeir hafa löngum leikið, að láta skip sín sigla undir fölsku flaggi. Og fari svo, þá mun reka að því að þýzka stjórnin krefjist þess að hlutlausar þjóðir berjist með hnúum og hnefum gegn því að fánar þeirra séu notaðir þannig. En neiti hlutlausar þjóðír að verða við því, þá mun þýzka 8tjórnin lýsa því yfir að hún geti eigi lengur tekið neitt tillit til fána hlutlausra þjóða, og mun þá alvarlega vara hlutlaus- ar þjóðir við því, að sigla á tilteknum slóðum, ef þær vilji eigi eiga það á hættu að skip þeirra verði skotin fyrirvaralaust og án þess að nokkurt tillit sé tekið til þeirra sem um borð eru. ---------I —---------- Ófriðarsmælki. Ný uppreist hefir verið hafin á Sumatra og hafa uppreistarmenn drep- ið hollenzkan embættismann. Umtnœli Bayernskonunqs: Enda þótt vér stöndum al!s staðar sigri hrósandi, hefir keisarinn í samráði við baudamenn vora, boðist til þess að semja frið, en óvinir vorir hafa hafnað því tilboði. Vér vitum nú hvað við eigum að gera. Vér verð- um að halda ófriðnum áfram sem til þessa. Vér verðum að fara fram sigri hrósandi þangað til óvinir vorir neyðast til þess að biðja oss friðar, sem verður oss til heiðurs og full- komlega verður þeirra miklu fórna, sem vér höfum lagt fram. Vér hóf- um eigi þennan ófrið en vér höfum gefið árásarmönnunum góð svör og gild og sýnt þeim hvað það hefir að þýða að ráðast á Þjóðverja og banda- menn þeirra. Chilestjórn er nú í samningum við Krupp um það, að hann smíði fyrir hana marga kafbáta undir eins og ófriðnum er lokið. 6000 þýzkir herfangar í Frakk- landi eru nú látnir vinna að námu- grefti þar i landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.