Morgunblaðið - 01.02.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.02.1917, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐÍÐ sem auðveldast, og höfum lika létt undir með þeim. Bandamenn hafa meira að segja umráð yfir miklum hrávörubirgðum, og það er augljóst að þeir hafa full- an rétt til þess að setja hvaða skil- yrði, sem þeim sýnist, fyrir afhend- ingu þeirra vörutegunda, er þeir einir hafa. Og þeir eiu fdsir til þess, að láta hlutlausa: þjóðir fá það sem þær þuifa til eigin nota, en þær meiga ekki verða að birgðastöð fyrir óvinina. Árangurinn af hafnbanninu má glögt sj á, því að daglega aukast vandræðin í Þýzkalandi. Þegar svo er komið, að ríki neyðist til þess að gera upptækan allan kopar, sem það nær í, að gera sér eftirlíkingu af togleðri, sem er mjög vafasöm að gæðum, og gefa út ávísanaseðla á matvæli og fatnað, — verður það þá sagt með sanni, að hafnbannið hafi mistekizt? Það er talið, að hverjum Þjóðverja sé ætlað að fá hálft pund af kjöti á viku, fáeinna fingurbjargafylli af smjöri og eitt egg aðra hvora viku (og eru þau þó ekki alt af fáanleg). Brauðið er mjög slæmt að gæðum og lítið til af því. Kartöfluuppskeran brást hrapallega, og vonir þær, sem þýzka þjóðin hafði gert sér um hana, hafa brugð- ist. Það má segja það með sanni, að ástandið i Þýzkalandi er nú mjög alvarlegt. Og það er ástæða til þess að ætla, að ástandið sé þó enn verra hjá bandamönnum þeirra. \'ér skulum nú athuga hvort þau riki, er liggja að Þýzkalandi, hafa fengið meiri birgðir fluttar til sin árið sem leið, heldur en þau sjálf þurftu, og hafi þannig haldið við hernaðarþreki óvinanna. Eg skal þá láta yður i té skýrslu um innflutning á nokkrum vörum til Norðurlanda og Hollands, fyrstu niu mánuði ársins 1916, samanbor- ið við meðalþörf þeirra síðustu þrjú friðarárin: 1. Korn og hveiti, skepnufóður, Innfluttar alls 6.170.000 smál. fyrir ófriðinn. Til heimanotkunar fyrir ófriðinn 3.250.000 smál. Innflutt árið 1916 3.000.000 smál. 2. Kopar. Innflutt fyrir cfriðinn 100.000 smál. alls. Til heimanotk- unar 24.000 smál. Innflutt 1916 22.000 smál. 3. Fituvörur. AUs innflutt 440 þú'. smál. fyrir ófriðjnn. Til heima- notkunar 256 smál. Innflutt 1916 250.000 smál. Eg treysti því að þessi dæmi, sem eru sýnishorn af cllum öðrum við- skiptum, geti sannfæit menn um það, hver áhrif hafnbannið hefir, og sýnt þeim það ljóst, að óvinirnir hafa ekki getað fengið neinar birgð- ir dregnar að sér á sjónum, fyrir utan eithvað lítilsháttar. sem hefir verið smyglað. En þá verður vandinn meiri, þeg- ar á að fara að líta eftir því, hvern- ig fer um framleiðslu þeirra rikja, er að Þýzkalandi liggja. Verð á vörum er hátt 1 Þýzkalandi, og það er erfitt um flutninga til bandamanna. Auðvitað geta bandamenn komið í veg fyrir að þær vörur, sem fram- leiddar eru úr hráefnum, keyptum erlendts, séu fluttar til Þýzkalands. Og það gera þeir. En þeir hafa líka gert ráðstafanir til þess að kaupa mikið af vörum i þessum löndum, og yfirleitt má segja, að alt hafi verið og muni verða gert til þess að hlutlausar þjóðir eigi sem minst mök við Þjóðverja. Um eitt skeið vildu þær þó láta hið háa verð Þjóðverja freista sín til þess að gerast að forðabúri þeirra. En það hefir verið komið algerlega í veg fyrir það um þær vörur, sem fluttar eru yfir haf. Og um þær vörur, sem framleiddar eru heima fyrir, má segja það, að nú fer miklu minna af þeim til Þýzkalands, held- ur en áður. Konsúll dæmdur. Franz Bopp, konsúll Þjóðverja i San Fancisco og fjórir starfsmenn hans voru nýlega dæmdir sekir um það, að hafa brotið hlutleysislög Bandaríkjanna með þvi að gera sam- tök um það, að sprengja í loft upp hergagnaverksmiðjur í Bandaríkjun- um og Kanada og skip og járnbraut- ir, sem unnu að flutningum fyrir bandamenn. Hinir, sem fundnir voru sekir, voru Ekhardt von Schack undirkonsúll, Wilhelm von Brincken liðsforingi, Charles Crowley leynilcg- reglumaður í þjónustu Bopps og Margaret Cornell jungfiú, sem njósn- aði fyrir Crowley. Eigi er það enn kunnugt, hvort öll þessi, sem sek eru fundin, verða send í fangelsi, eða hvernig þeim verður hegnt. Diesel-motorbátar. í Noregi hafa nýlega verið smið- aðir nokkrir mótorbátar með Diesel- vélum, og þykja þeir taka mjög fram öðrum bátum. A^tæðan til þessa er sú, að olía og benzín hefir hækkað svo mjög í verði, að rekst- urskostnaður báta með vanalegum vélum verður altof hár. Benzínið kostar í Noregi 20—25 aura fyrir hestaflið hverja klukkustund, stein- olían 10—11 aura á klukkustund, en þegar Dieselmótarar eru notaðir, kostar hvert hestafl að eins 5Y2 au. Norsku blöðin spá því, að innan skamms muni eingöngu notaðar Dieselvélar í mótorbáta, og með þvi muni sparast mörg hundruð þúsundir króna árlega. Herfangar bandamanna á árinu 1916. AUir þeir herfangar er banda- menn hafa tekið á árinu 1916 eru nær 600 þús. talsins. Skift- ast þeir þannig: Frakkar hafa handtekið 78.500 Þjóðverja, þar af 26.600 hjá Verdun. Bretar hafa handtekið 40.500 Þjóðverja. ítalir hafa hand- tekið 52.250 Austurríkismenn. Rússar hafa handtekið um 400.000 hermenn, aðallega aust- urríkska. Á Balkanskaga og í Tyrkjalönd- um hafa bandamenn handtekið 11.173 Búlgara Tyrki, og Þjóð- verja. Þetta er samtals 582,423 her- fangar, og er þó slept föngum þeim er Rúmenar hafa tekið og Bretar í Egyptalandi og Austur- Afríku. Frakkar og Bretar hafa tekið herfangi mörg hundruð fallbyss- ur af ým8um stærðum. Opinber skýrsla, sem gefln var út í Eng- landi, hermir það, að bandamenn hefðu tekið herfangi fram til 1. nóvember 150 stórar fallbyssur, 200 léttai fallbvssur (field guns) og 1500 vélbyssur. En eftir það tóku Frakkar 115 byssur af ýms- um stærðum hjá Verdun 15. og 16. desember, svo að tölurnar hækka mikið þá er öll kurl koma til grafar. Það er talið óhætt að gera ráð fyrir því að manntjón Þjóðverja í Frakklandi hafi eigi verið minna en ein miljón alls, síðastliðið ár. Háskóli i Bergen. í ráði er að stofnaður verði háskóli í Bergen. Er sem stend- ur að eins einn háskóli í Noregi, auk verkfræðingaskólans í Þránd- heimi. Ymsir auðmenn í Bergen hafa hafið samskot til háskólans og hafði safnast rúmlega ein miljón króna um nýársleytið. Afar stór bruni varð í Saloniki nýlega. Brunnu þar til kaldra kola margar húsaraðir. Kafbátur, sem nýlega er kom- inn heim til Þýzkalands, hafði verið 55 daga í hafi án þess að fá matvæli eða olíubirgðir. Sagt er að stærstu kafbátar Þjóðverja geti flutt með sér vistir og olíu til tveggja mánaða útiveru. ........... I) Að HÚR I N. ÍS3ÍKT Afinæli f dag: Gróa Guðmundsdóttir, húsfrú. Halldóra G. Magnúsdóttir, húsfrú. Hólmfríður Arnadóttir, kenslukona. María ÞorvarSsdóttir, húsfrú. Arni Þorleifsson, trósm. Guðm. Benediktsson, bankaritari. Krisján Linnet, cand. jur. Valdemar Briem, v/gslubiskup, 69 ára,- Sólarupprás kl. 9.14 S ó l a r l a g — 4.10 Háflóð í dag kl. l.lö f.h. og kl. 1.59 e.h. Veðrið í gær. Miðvikudag 31. jan. Vm. logn, hiti 2,5 Rv. logn, frost 4,2 íf. logn, frost 6,4 Ak. S andv., frost 9,0 Gr. logn, frost 20,0 Sf. logn, frost 7,0 Þh. F. NNV andv., hiti 0,6 Fyrlrlestrar HáskólansT Próf. Björn M. Ólsen, dr. phil.: Eddukvæði, kl. 5—6. Jón Jónsson, dócent: Verzlunarsaga íslands ki. 7—8. Alexander Jóhannesson, dr. phil.: Æfiugar í þ/zku kl. 7—8. Ceres var á Akureyri í gær. Ætti að geta komið hingað í byrjun næstu viku eða um helgina. Botnia kom hingað seint í gærkvöldi. Meðal farþega voru Ol. Jonhson kon-- súll og frú hans. Dagskrá á fundl bæjarstjórnar fimtu- daginn 31. febfúar 1917, ki. 5 síðd.: 1. Fundargerð byggingarnefndar 27. janúar. 2. Fundargerð fátækranefndar 25. jan. 3. Fundargerð hafnarnefndar 30. jari. 4. Fyrirspurn til hafnarnefndar um kolin { höfninni. 5. Fundargerð fjárhagsnefndar 31. jan. 6. Fundargerð fasteignanefndar 31. janúar. 7. Brunabótavirðingar. 8. Erindi frá 4 barnakennurum um launahækkun. 9. Um einkasölu á mjólk fyrir bæinn. 10. Um fisksölu fyrir bæinn. Árnessýsla er nú auglýst laus. — Meðal umsækenda er Guðm. Eggerz sýslumaður á Eskifirði. Bifreiðum fjölgar hér óðum. Þegar rumlega 30 hór í bæ. Með vorinu kvað vera von á 10—12 nýjum bifreiðum frá Ameríku. Botnvörpungarnir fara fleatir út á fiskveiðar í lok þessarar viku og byrj- un næstu. Jarðarför Þorst. S. Manberg kaupm. fór fram í gær frá Fríkirkjunni að við- stöddu miklu fjölmenni. Goodtempl- arastúka gekk á undan llkvagninuru með fána og hornaflokkur lók sorgarlög*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.