Morgunblaðið - 18.02.1917, Side 3

Morgunblaðið - 18.02.1917, Side 3
i8. febr. 106. tbl. MORGUNBLAÐIÐ 3 9 MÍKÍLL ÞVOTTUR . MEB LITLU EHVK>I il Þvotturinn, sem þið sjáið þarna, þa6 er nú enginn IJettingur, en samt var furðu litil fyrirhöfn við að þvo hann hvátan sem snjó. Það var þessi hreina sápa, seni átti mestan og bestan þátt i þvi. Bandameim og Grikkir. Ýmsum hefir þótt nóg um að- farir Bandamanna í Grikklandi. Talið það algert hlutleysisbrot og jafnað til meðferðar Þjóðverja á Belgum. Skal hér stuttlega .gerð grein fyrir þeasu máli. Hlutleysi Belgíu var ábyrgst af stórveldunum, þar á meðal af Þýzkaland. Þjóðverjar beiddust þess, að Belgar leyfðu þeim að fara með her yfir Belgíu til að herja á Frakklandi. Þvi urðu Belgir auðvitað að neita, því slíkt leyfi hefði verið bersýnilegt hlut- leysisbrot af þeirra hálfu. Og er sú neitun kom, brutu Þjóðverjar landið undir sig. — öðru máli er að gegna um Grikkland, en fá- um mun kunnugt um samkomu- lag stórveldanna því ríki viðvík- jandi. Stórveldin Bretland, Frakk- land og Rússland hafa ábyrgst tilveru Grikklands með ýmsum nánari s^ilmálum, sem undir- skrifaðir eru 13. júlí 1863. Þar er svo ákveðið, að í Grikklandi skuli vera óháð, þingbundin kon- ungsstjórn, svo lengi sem Vil- hjálmur Danaprins (Georg kon- ungur) og hans afkomendur sitji að völdum og skuli það vera á ábyrgð hinna þriggja stórvelda að áminst stjórnarskipulag haldist. 1880 var samkomulaginu breytt þannig, að það skyldi vera heim- ilt stórveldunum þremur ef nauð- ir ræki til, að nota herafla til þess að sjá um, að hin settu skil- yrði væru haldin. Ekki mun auðvelt að halda því iram að skilyrðin sem sett voru 1863 hafi verið haldin. Þar segir að stjórnin skuli vera þingbund- þ. e. þingræði í landinu, en aUur siðaður |heimur veit, að ^onungurinn hefir lifað í trássi þingmeirihluta Venizelosar og ^eitað að ráékja skyldur þær við erba, sem þjóðinni samningum ^mkvæmt bar að rækja. Stór- Jleimkoma fjermatma. Það vantar eigi að menn keppast um það að taka vel á móti hermönnunum þegar þeir koma heim í orlofi sínu sem allra snöggvast. Myndin sýnir veizlu sem brezkum hermönnum er haldin á járnbrautarstöð einni í Lundúnum áður en þeir skilja og halda hver til síns heima. Og svona eru við- tökurnar í öllum löndum þegar hermennirnir koma heim. veldunum er því heimilt aðbeita vopnum til að sjá um að skil- málarnir i'rá 1863 séu haldnir. Englendingar, Rússar og Frakk- ar hafa allir verið ásáttir um það, sem bandamenn hafa aðhafst í Grikklandi. Að þeir settu her á land í Grikklandi til að hamla upp á móti Konstantíns konungs, var bein skylda þeirra samkvæmt samningunum. Ennfremur var það samkvæmt ósk þáverandi forsætisráðherra Grikkja, að her var settur á land í Saloniki, og álit ráðherrans var það, að samn- inga þá um samhjálp Serbíu og Grikklands, ef ófrið bæri að hönd- um, væri að eins hægt að upp- fylla, ef Bandamenn sendu þetta lið til Grikklands. Síðan liðið var landsett í Sa- loniki hefir ekkert það skeð, er raskað geti löglegum rétti banda- manna til að senda lið til Grikk- lands. Konungurinn hefir haldið áfram uppteknum hætti, ográðu- neyti hans er verkfæri í hans hendi. Það var því eðlilegt, að Venizelos myndaði bráðabirgða- stjórn, en ótvírætt hefir hann lýst því yfir, að eigi væri það markmið hennar að vilja afnema konungsstjórnina, heldur hitt að reyna að koma konunginum á rétta leið aftur Stórveldin þrjú höfðu ekki nema um eitt að velja. Aðfarir þeirra voru, eins og sést hefir á því sem undan er farið, samning- um samkvæmar og skyldu þeirra að hefjast handa. Grikkir höfðu lofað að sýna þeim hliðholt hlut- leysi, en ekki var það efnt, því að 1 póstur og sími var notaður þeim til skaða. Þá tóku bandamenn þau tæki í sínar hendur. Krafa bandamanna um framsal henaðar- tækja, sem studdist við áður getið loforð konungsins, var réttmæt, þareð miðveldin höfðu þá fengið í sínar hendur Rupel-vígið og Kavalla, var eigi nema sann- gjarnt, að Bandamenn fengju eins mikið og hinir höfðu fengið áður. Athæfi konungssinna við áhang- endur Venizelosar var líka svo vaxið, að bandamenn máttu til að skakka leikinn. Nýr björgunarbátur. Gleðilegt er til þess að viti að menn skuli á skálmöld þeirri, er nú gengur, yfir hugsa upp eitthvað annað en morðtæki. Hér skal skýrt frá uppgötvun, sem ef efnist það sem lofað er mun draga stórum úrhætt- um af sjávarháska. Það er bátur með alveg nýju lagi, sem Þjóðverji einn hefir gera látið. Báturinn er Jgerðar úr stórum gúmmí hring, sem blása mi upp á svipstundu. En innan í hringnum eru feldar saman fjalir mfeð lömum á, svo leggja má saman bátinn. Hringurinn verður því að sama gagni og borðstokkur á venjulegum bát en þiljurnar koma i botns stað. Sarna er hvor flötur bátsins snýr upp því hann er algerlega eins að ofan og neðan. Bátur af þessari gerð, sem vegnr aðeins 6x/2 kg. getur borið 300 kg. Má leggja hann saman og bera hann á bakinu i mal sinum. Hann er tveggja metra langur og 1 meter á breidd. Annar bátur af sömu gerð, en stærri, hefur einnig verið gerðnr og reyndist hann einnig vel. Hann vegur 100 kg. en ber hundraðfalda þyngd sína. Vonandi er að hér sé fundin vörn gegn margra manna lífsmissi. Hvað kohtuðu stríðin áður ? Norskt tímarit hefir rifjað upp herkostnað ýmsra rikja í fyrri ófriðum og er fróðlegt að kynna sér upphæðir þær og bera saman við miljarða-austurinn í yfirstandandi ófriði. Krímstriðið kostaði Rússa 4000 milj. franka, Frakka 1660 miljónir og Englendinga 1853 milj. Þar við bætast útgjöld Sardiníu og Tyrk- lands ásamt kostnaði Austurríkis við liðsútboð 1000 miljónir. Þetta verða samtals 8513 miljónir franka. Stríðið milli Þjóðverja og Frakka 1870—71 er talið að hafa kostað Frakka alls 9921 milj. franka að meðtöldum herkostnaðinum, sem þeir urðu að greiða Þjóðverjum. En Þjóðverja 1940 miljónir franka. Sam- tals 11861 milj franka. Stríðið milli Rússa og Tyrkja 1877—78 kostaði Rússa 2200 milj. marka og 3800 milj. marka kostaði Búastríðið Englendinga. Kostnaður Rússa af stríðinu 1904—ojvarðná- lægt 4000 og Japana 3000 miljón- um króna. Allar þessar upphæðir verða sam- anlagðar dálagleg fúlga. En dverg- vaxin verður hún samt borin sam- an við þau gífur af fé, sem yfir- standandi ófriður kostar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.