Morgunblaðið - 24.03.1917, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.03.1917, Blaðsíða 1
Aferen.ftslnsimi n». soo Gamla Bio S S *5 W Franskur gamanleikur í 3 þáttum um óheppinn síjórnarráðsskrifara. Það er mynd sem aliir skemta sér við að sjá. Hér með tilkynnist vinum og vandamönn- um að min hjartkæra eiginkona og móðir, Guðlaug Jónsdóttir, andaðist á heimili sinu, Sauðagerði, 22. þ. m , eftir langa legu. Maður og börn hinnar látnu. I Hjálpræðishermn Sira Friðrik Friðriksson talar í kvöld kl. 8 stundvíslega. Nýja Fortíbifrðiðin R. E. 27 fæsi; ávalt til leigu í lengri og skemmri ferðir, fyrir sanngjarna borgnn. Bifreið- arstöðin er Kaffihúsið Fjallkonan, simi 322. Karl Morltz, bifreið'irstjjri. cföiBliujyrirksíur í Hafnarfirði i samkomuhfisinu » S a 1 e m « við Gunnarssund, sunnudaginn 25. maiz kl. 3,30 siðdegis. Efni: Hinn nauðsynlegi sáttroá'i. Allir velkomnir: O. J. Olsen. fest leigð um bæinn og nágreani, fyiir vanalegt ve:ð, afgreiðski á Kaffi húsinu »Eden«, sími 649, fer til Hafnarfjarðar 2 og 3 ferðir á dag, þegar fært er. Afgreiðslan í Hafnarfirði er í Gunnþórunnarbúð,' sími 28. Magnús Skaftfjeld. iE!E 31=13 Leikfélag Reykjavíkur: 0 verður leikin sunnutlaginn 25. marz kl. 8 síðdegis. Pantaðra aðgöngumiða sé vitjað fyrir. kl. 3, þanu dag sem leikið er. □ 313 Guðsþjónusfur prófessors Jfarafds Jlíefssonar Arsfundur þess fyrirtækis verður haldinn í kvöld, 24. marz, kl. 9 í Fríkirkjunni. Þar verða lagðir fram reikningar, tekin ákvörðun um hvort guðs- þjónustunum skuli haldið áfram, væntanlega kosin forstöðunefnd og rætt um annað, er fyrirtækið varðar. Forstððunefadin. Dansíeik heldur Jhji dansskðíinn fyrir nemendur sína, í kvöld kl. 9 síðdegis í Báruhúsinu. Aðgöngumiða má vitja í Litlu búðina. Hggjaverð. Það eru til lög um það, að egg skuli seld eftir þyngd, en eigi tölu. fressum lögum er svo slælega hlýtt, að menn vita tæplega að þau séu fil. Eiga þar bæði kaupendur og seljendur sök á. Kaupendur geta ^tafist þess að eggin séu vegiu, en Það sem mun hamla þeim frá því er það, að ekkert ákveðið verð hefir etln skapast á eggjapundinu. Venj- 3tl> að selja eggin eftir tölu, hefir Vertð svo rótgróin og eftirspurnin ^Qan meiri heldur en framboðið. etta hafa seljendur vitað líka og það. er ofur eðlilegt að þeir vilji fá jafna eftirtekju af þeim hænum, sem verpa lillum eggjum eins og hinum sem stórum eggjum verpa. Það er líka handhægra að telja eggin heldur en vega þau i hvert skifti. Það mun óhætt að fullyrða, að með þessu móti hefir ^ikapast óhæfi- lega hátt verð á eggjunutn. En nú er aðalvarptíminn að byrja og verð- ur því framboðið mikið, en eftirspurn- in verður minni en nokkru sinni áð- ur, vegna þess að bakararnir, sem mest hafa keypt af eggjunum áður, þurfa nú ekki á þeim að halda, vegna þess að þeim hefir verið bannað að baka kökur. En vér þykjumst vita það, að eggjasalar ætli sér ekki að lækka neitt það verð, sem nú er á eggjunum, heldur ætli þeir að geyma það sem ekki selzt þangað til eftir- spurnin vex. Með því móti er það viðbúið að eggin skemmist og er þá seinni villan verri hinni fyrri. Það er nú farið að setja hámarks- verð á svo margar vörur, að eins mætti setja það á eggin — ákveða verð á hverju kílói eggja. Mundi þá leggjast af sá ósiður að selja egg- in eftir tölu og væri þá mikið fengið. fá þyrftu menn eigi að greiða 20— 22 aura fyrir þau egg, sem ekki eru stærri heldur en úr kríu og hænsa- eigendur mundu þá af sjálfsdáðum leggja meiri rækt við það að bæta hænsakyn sitt. núm bíó Skrifarinn Sjónleikur í 3 þáttum. Aðalhlutverkin leika Olaf Föiihs og Elsa Frölich af svo mikilli snild, að unun er á að horfa. Önnur hlutverk Ieika: Philip Bech Aage Hertel Anton de Verdier. og síðast en ekki sizt Inqa litla, sem enginn mun geta gleyrnt, er þessa mynd sér. Tölusett sæti. Erl. simfregnir. frá fréttaritara Isaf. og Morgunbl.). Kaupmannahöfn, 22. marz. Frakkar sækja fram hjá Ham og eru komnir fram fyrir Chauny. Frönskum bryndreka hefir verið sökt í Miðjarðarhafinu. Þýzkur kafbátur skaut hann tundurskeyti. Fjölda skipa hefir verið sökt síðustu dagana. Mörg þeirra voru norsk. I Ribot hefir myndað nýtt ráðuneyti í Frakklandi. Wilson hefir kvatt saman þingið 2. apríl. Rússakeisari og keisaratrúin eru fangar í höllinni Czarskoje Selo. Öllum politiskum föngum hefir verið gefið frelsi í Rússlandi Kínverjar hafa lagt hald á 60 þýzk flutningaskip, sem í hötnum þeirra lágu. Vínsölubannið i Danmörku hefir verið numið ur gildi. \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.