Morgunblaðið - 25.03.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.03.1917, Blaðsíða 2
2 MOKGUNBLAÐIB Jóhann Ólafsson úr Jirmanu Jóhann Olafsson & Co., er nú staddur t New-Yotk og annast öll inn- kaup fyrir kaupmenn og kaupfélög. Pantanif verða símaðar vestur. Finnið Jóh. Ólafsson & Co., Lcekjargötu 6 B. Símar 520 og ji. Ert. simfregmr Opinber tilkynning frá brezltu utan- rikisstjórninni í, London. London, 23. marz. Þegar Bapaume féil, létu Þjóðverjar und- an síga á svæðinu milii Monchy, sem er nærri Arras, til stöðvar fyrir norðan Sois- son, og bjðrguðum vér þá stóru svæði af hernumdu landi. Margar eru tilgátur manna um tilgang Þjððverja með þessari hernað- araðferð. Skothríðin bak víð herlínuna faendir á, að undanhaldið gangi lengra en til Hindenburg-línunnar og viðnámið verði veitt við Lille. Aðstaðan var þanníg, að sóknin var hraðari að sunnanverðu en að norðan, og hörfuðu þvi Þjóðverjar meira undan þar en að norðan, og vinningurinn því meiri þar; en að norðanverðu var mótstaðan harðari. Frá hernaðarsjónar- miði er eyðilegging vega og járnbrauta leyfileg, en ekkert getur réttlætt þá miklu eyðilegging bak við herlinuna. Ef orsðkin erj önnur en hrein villimenska virðist það aðvörun um, hvaða hátterni Þjóðverjar ætli sér að viðhafa á undanhaldi sinu i Norður-Frakklandi. Hraði sá, sem var á flóttarekstrínum, hefir þegar orðið til þess, að breyta ýmsum áformum Þjóðverja, og það er eigi líklegt að þeim takist að stöðva sig hérna megin við St. Quinticn, enda þótt þeir beiti afturliði sfnu óspart. Samt sem áður hafa þeir hægt á sér um und- anhaldið, með þvi að gera grimmileg gagnáhlaup, og eins hefir þeim viljað það til happs, að hrfðar hafa verið. Veðratlan hefir eígi leyft neinar miklar hernaðarframkvæmdir Rússa; er eigiannað að frétta en það, að Þjóðverjar hafa gert á- rásir nyrst á herlínunni. Hafa þær allar mistekist nema ein og óvinirnir beðið mikið manntjón. Rúmenar hafa orðið að láta sér nægja að gera smáárásir hjá Sereth. Á herstöðvum ítala hefir verið látlaus stórskotahrið og hafa ítalir náð þar góð- um árangri. iafnótt og snjóa leysir gera ítalir skotgrafaútrásir og eru þeir þar miklu fremri Austurríkismönnum, sem ekk- ert skyn kunna á þessháttar viðureign. Vorviðureign hafin hjaSaloniki til þess að ná landinu norður- og norðvestur af Monastir. Frakkar, Bretar og ítafir sækja fram i áttina til Resna. Er þar yfir erfiða fjall- vegu að fara, og hefir þeini miðað áfram á ýmsum stöðum og reynt varnarstöðvar óvinanna. Skamt frá Monastir veitti þeim vonum betur, tóku þeir þar þorp og þús- und fanga. Frá Mesopotamia. Maude hershöfðingi ann Tyrkjum engrar hvildar. Hrekur hann herleifar þeirra á undan sér norður frá Bagdad upp með Tigris og norðvestur upp með Biala. Aftur ylkíngar Tyrkja eru nú 40 milur fyrir norðan Bagdad og er barist á 20 milna svæði. Hjá Diala tóku Bretar Bahriz og hörfa óvinirnir undan í áttina til Khanikin, En Rússar hafa tekið Harumabad, 20 mílum fyrir vestan Kermanshah eg hafa ráðist inn í Tyrkjalönd í nánd við Sakniz. Tyrk- ir hörfa undan i áttina til Bagdad og nokkur hluti hers þeirra hefir verið ein- angraður og hrakinn upp til fjalla. í Armeníu hafa Rússar tekið Van Alliabad og hörfa Tyrkir stöðugt undan. Um sjóheraað. Ummæli Sir i. lellicos. Nokkru áður en það varð kunnugt að Þjóðverjar ætluðu að hefja hinn rnikla kafbátahernað sinn, komst Sir }ohn Jel'ico svo að orði í ræðu, sem hann hélt. Á dögum Napoleons hófu her- skip skothríð á 8oo metra færi. En nú hefja hin stóru herskip skothríð á 22000 metra færi (eða ii sjó- mílna færi) og á 18000 metra færi er skothríðin orðin full-hættuleg. Tundurskeyti, sem skotið er ofan- sjávar, getur farið ioooo metra og og sprengt skip í loft upp og f>ess vegna er það nauðsynlegt fyrir skip- in að hafa færið lengra en svo, að tundurskeyti geti grandað þeim. En nú er sýnið oft svo — sérstaklega í Norðursjó — að ilt er að berjast á lengra færi en ioooo metrum, og þar sem flotunum fylgja misjafnlega margir tundurspillar — en þeim er aðallega ætlað að komast í tundur- skeytafæri við hin stóru skipin — þá geta menn nokkuð gizkað á það hve mikil ábyrgð hvílir á yfirflota- foringjanum, sérstaklega þegar ilt er sýni, Því að hvenær sem tundur- spillar komast í færi við hin stóru skipin, þá er þeim hætt. Kafbátarnir hafa líka mikið breytt sjóhernaðinum, því að vegna þeirra og tundurdufla, er nú eigi lengur hægt að herkvía strendur eins og í gamla daga. Auk þess verður að gjalda varhug við þessum nýju vopn- um hvar sem er. Kafbátar og tundurdufl hafá stöð- ugt neytt hafnbannsflota vorn til þess að færa sig lengra og lengra á burtu. Þrátt fyrir þettahafa Þjóðverjar að eins einu sinni hætt flota sínum svo langt að oss gæfist færi á því að berjast við hann, í brezka flotanum eru nú 4000 skip ails, og verða þau víða að vera. Norður í Hvítahafi hjálpa þau Rúss* um, um þvert og endilangt Atlanz- haf eru þau á sveimi og suður í Kyrrahafi eru þau }apönum til styrkt- ar. í Miðjarðarhafinu hjálpa þau Frökkum og ítölurn. 1 Austur- Afriku hafa þau orðið miklu liði og einnig í Mesopotamia og Rauða- hafi. Og eigi má gleyma flotadeild þeirrí, sem hér er heima og gætir þess, að engar vörur komist til óvinanna. Hún rannsakar að jafnaði 80 skip á hverri viku. Kaupskip vor hafa flutt rúmlega 7 miljónir hermanna, ásamt öllum þeim fallbyssum og hergögnum, sem herinn hefir þurft að hafa, síðan hófst. Og flotipn hefir varið þau fyrir árásum herskipa og kafbáta. Sú hætta, sem kaupskipaflota vor- um stendur af kafbátum Þjóðverja, hefir aldrei verið meiri en nú og vér verðum að beita allri orku vorri til þess að verjast henni. Vér mun- um fá henni afstýrt — um það ef- ast eg eigi. En vér verðum að fylla Jarðarför Jóninu Ingibjargar Jónsdóttur fer fram mánud. 26. þ. m. kl. 12 frá fri- kirkjunni. Aðstandendur hinnar látnu. þau skörð sem höggvist hafa í flota vorn og þar erum vér algerlega komnir upp á skipasmíðastöðvamar. Símfregnir, Sauðárkróki í gær. Hér er altaf einmunatíð, logn og bliðviðri á hverjum degi. Snjó hefir allan leyst og jörð orðin svc þýð, að farið er að vinna að jarða- bótum. Er það líklega eins dæmi hér á Norðurlandi á þessum tíma árs. — Frá Anstfjörðnm. Seyðisfirði, 3. marz. Gæðaiíð hefir verið hér á Aust- urlandi síðan um áramót, nærri óslit- in blíðviðri og stillingar. Þó hafa víða orðið lítil jarðarnot vegna þess að sojór er jafnfallinn og frosið hefir annan daginti þó hlánað hafi dálítið af og til. — Á Upp-Héraði, einkum í Fljótsdal, er nærri auð jörð í bygð, en aftur á móti ísalög mikil og jarðlítið á Út-Héraði — I Fjörðnnum, einkum þegar suður- eftir dregur, er mjög lítill snjór. —• A sumum stöðum, þar sem beit- ar hefir minst notið, er all mjög far- ið að skota í hey manna, og er tvi- sýnt um að heyforði endist ef illa skyldi vora. En hvernig sem vorið kann að verða tná búast við því að marz bregði ekki vana sínum, held- ur verði enn mesti snjóamánuðurinn á Anstfjörðum. Borgarnes 50 ára Afmælisgjöf Hínn 22. þ. mán. átti Borgar- neskauptún 50 ára afmæli. Vat' þá samkoma haldin í barnaskóla' húsinu. Hélt sr. Einar Friðgeirs' son ræðu fyrir minni Borgarness en Jón alþm. á Haukagili talaði fyrir minni héraðsins. Skeyti barst frá Thor Jensen og konu hans um það að Þ»u gæfu kaupstaðnum 10 þús. &'■ að afmælisgjöf gegn því að Þ°rP‘ ið og héraðið legði fram 5 ÞuS' kr. Á að verja því fé til fram fara í Borgarnesi og verður Þa ákveðið af nefnd manna, sem kjörin er til þess. Um 4000 hafa safnast þar efra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.