Morgunblaðið - 05.04.1917, Side 2

Morgunblaðið - 05.04.1917, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ t Magnús Stephensen fyrv. lasidshöfðingi fæddist á Höfðabrekku í Mýrdal 18. okt. 1836. Foreldrar hans voru Magnús Stephensen sýslu- maður og Margrét Þórðardóttir prófasts Brynjólfssonar. En faðir MagDÚsar sýslumaiyis og afi Magnúsar landshöfðÍDgja var 'Stefán amtmaður Stephensen, sonur Ólafs Stephensens stiftamt- manns. Hann útskrifaðist úr Reykjavíkurskóla 18 ára að aldri, og varð kandídat í lögum 1862 með hárri 1. einkunn. Skömmu síðar varð hann aðstoðarmaður í dómsmálaráðuneytinu danska og dvaldist í Khöfn þangað til 1870, er hann varð yfirdómari í Lands-, yfirréttinum og var honum veitt það embætti 1871. 1. meðdóm- andi varð hann 1877. Jafnframt þessu embætti gegndi hann líka amtmannsembættinu frá 1883— 1886. Landshöfðingí varð hann 10. apríl 1886 og var æðsti valds- maður landsins 18 ár eða þar til 1, febrúar 1904, er landshöfð- ingjaembættið var lagt niður og Hannes Hafstein varð ráðherra. Hefir hann síðan verið embættis- laus og búsettur hér i bænum. Eltist hann allra manna bezt, hélt andlegum kröftum óskertum, unz hann lagðist banaleguna, Ýmsum trúnaðarstörfum gegndi Magnús Stephensen. Endurskoð- unarmaður landsreikninganna var hann frá 1876—1885. Enn frem- ur skipaði hann sæti í milliþinga nefnd þeirri, er bjó undir skatta- lögin frá 1877. Konungkjörinn þingmaður varð hann 1877 og var það þangað til hann varð landshöfðingi. Vorið 1903 kusu Rangæingar hann þingmann og sat á alþingi næsta kjörtima- bil til 1908. Forseti neðri deild- ar var hann á þingunum 1905 og 1907. Forseti Bókmentafélags- ins var hann um skeið. Nokkrar ritgerðir liggja eftir hann prent- aðar, t. d. ein merk ritgerð um Tímatal Guðbrands Vigfússonar hið nýja. Formálabók gaf hann út með Lárusi háyfirdómara Sveinbjörnsson og Lagasafn handa alþýðu með Jóni heitnum Jens- svni yfidómara. Allmiklum árásum sætti hann á landshöfðingjaárum sínum. Verður slíkt víst blutskifti flestra valdsmanna. Einkum varð hann óvinsæll af alþýðu af hinum svo- kölluðu Skúlamálum. Lauk þeim þannig, sem kúnnugt mun, að Skúli var, að kalla, alsýknaður i faæstarétti, en þó vikið frá embætti, og þótti það mjög um sakleysi, og því kent um, að hann sýndi stjórninni ekki auð- sveipni og skipaði andstæðinga ílokk hennar. En hver svo sem dóraur sögunnar verður um þau mál, þá er það víst, að M. St. skorti ekki þjóðrækni. Það sýndi hann berlega á þinginu 1901, er hann barg Landsbankanum úr klóm margra :þingmanna, er fleygja vildu honum i útlenda bankamenn og leggja hann nið- ur, er íslandsbanki var stofnað- ur. Er það trú þess, er þetta rit- ar, að þar hafi harm sýnt meiri þjóðrækni og þjóðhyggindi en ýmsir háværir sjálfstæðisgasprar- ar, er öfluðu sér rneðal annars, lýðhylli með árásum á hann fyr- ir óþjóðrækni og Danafylgi, og að þess sæmdarverks verði lengi minst í sögu landsins. Þá er dæma á um stjórn hans, verður að gæta þess, hve erfiða aðstöðu hann átti. Þá er hann lét af embætti 1904, komst hann svo að orði um stjórn sína og landshöfðingjaembættið: »Þegar landshöfðingjaembættið losnaði fyrir 18 árum síðan við hið sviplega fráfall Bergs sál. Thorbergs og mér var boðið að vera eftirmaður hans, var eg í miklum vafa um, hvort eg ætti að taka því boði; eg hafði aldrei haft ágirnd á því embætti, bæði af því að eg fann mig ekki mann til að stjórna því, og af því að mér hafði altaf fundizt að lands- höfðinginn — ef eg mætti svo að orði kveða —, væri eins og lús milli tveggja nagla, naglarinnar á alþingi og naglarinnar á stjórn- inni----------. En bæði ráðgjaf- inn, sem þá var, og departe- mentsdirektören í íslenzka stjórn- arráðinu, Hilmar sál. Stephensen, frændi minn, lögðu fast að mér að taka við embættinu og full- yrtu, að neitun frá minni hálfu mundi setja stjórnina í mesta vanda. Svo þori eg ekki að bera á móti þvi, að fordildin, að verða æzti embættismaður lands- ins, og hin góðu laun embættis- ins og væntanleg eftirlaun fyr- ir mig og konu mina hafi haft nokkur áhrif á mig, en það sem reið baggamuninn var það, að eg gat þá ekki bent á neinn mann, sem væri sérstak- lega fær um að taka embættið að sér og jafnframt hefði traust stjórnarinnar. En það segi eg satt, að hefði mig þá grunað, að Hilmar frændi minn yrði eins skammlífur og raun varð á, þá hefði eg ekki tekið í mál að verða landshöfðingi. Það þarf svo ekki að orðlengja það, að eg varð landshöfðingi, þótt eg fyndi það vel, að eg var ekki fær um það, eins og eg hefi fundið það æ ljósar og ljósar, eftir því sem árin hafa liðið og tímarnir breyzt.« í þessari góðu ræðu, sem sýnir bæði hreinskilni, hæversku og sjálfsgagnrýni — ef til vill of harða í eigin garð, segir hann, að það sem sig hafi einkum vant- að, hafi verið »initiativ« (frum- kvæði) skapandi hugsjónir og aðrir hæfileikar til að ryðja ný- ar framfarabrautir, og kveðst sjálfsagt hafa verið of »konserva- tiv« — og er það sjaldgæf játn- ing hér á landi, svo undarlegt sem það er. M. St. var maður mjög vel gefinn, að sögn kunnugra mesti fræðisjór, stálminnugur, gæddur miklu starfsþreki, allra manna fljótastur að átta sig á málefnum, er hann fekst við. Hann var hverjum manni yfirlætislausari, en þar var ekkert tildur né til- gerð í tali og fasi, en þó óvenju fyrirmannlegur í allri framgöngu og mátti glögt sjá á honum, að hann var höfðingjaættar. Þeir eru margir, sem sakna vinar þar sem Magnús heitinn Stephensen er. Um langan ald- ur var nafn hans einna viðkunn- ast allra íslendinga, vegna stöðu hans í þjóðfélaginu. En hitt var eins víst, að þeir mörgu sera nutu persónulegrar viðkynningar han3, sakna mannsins, ekki siður en þjóðin landshöfðingjans. Því prúðrnensku hans og við- móti í öllu dagfari mun lengi verða viðbrugðið, bæði af vinum hans og eins af' mörgum þeim, sem mótstæðir voru honum í stjórnmálaskoðunum. Landshöfð- ingjaheimilið stóð opið og ástúð- legt þeim sem þangað komu, svo því var við brugðið. Áttu hjónin bæði óskilið mál að þvi er snerti rausn alla og höfðingsskap þann, sem víðfrægur er orðinn bæði utan lands og innan. Þau hjón- in höfðu svo óskiljanlega gott lag á því að láta gesturn sínum líða vel, hvort æðri voru eða lægri sem í hlut áttu. Magnús heitinn Stephensen var kvæntur Elinu Thorsteinson, Jó- nasar sýslumanns, sonar Jóns landlæknis, og lifir hún mann sinn. Á hún nú bak að sjá ást- ríkura eiginmanni og hugulsöm- um heimilisföður. Börn þeirra sem lifa eru: Ragna, Margrét, gift Guðm. Björnson landlækni, Ásta, gift Magnúsi Sig- urðssyni bankastjóra, Elín, gift Júlíusi Stefánssyni verzlunarfull- trúa í Kaupmannahöfn og Sig- ríður. Síðustu árin urðu lands- höfðingjahjónin fyrir þeirri þungu sorg að missa tvo uppkomna syni, Magnús og Jónas. Og þung verða spor ekkjunnar, sem nú fylgir ástvininum að gröfinni. Seagall, kútter H. P. Duus, er kom- inn inn með 12 þús, af fiski. JESfSS D A. G B O E? I M. Afmæli f dag: GuSfinna Einarsson, húst'rú. M. Helgason, biskupsfrú. Sveinborg K. Th. Armannsdóttir húsfr. Þóra Jónsdóttir, ungfrú. Iíristján Kristjánsson, járnsm. Þorsteinn Þorsteinsson, hagstofustjóri, Þorvaldur Eyjólfsson, skipstjóri. f. Joaeph Lister 1827. Afmæli á morgan: Guðrún Sigurðardóttir, húsfrú Margrét Einarsdóttir, húsfrú. Ólöf Gunnarsdóttir, ungfrú. Björn Björnsson, bakari. Pétur Leifsson, ljómyndari. Sólaruppráa kl. 6.37 Sólarlag kl. 8.26 Háf 1 ó55 í dag k.1. 5.19 og í nótt kl. 5.36 Messav. 1 dómkirkjunni: Skírdag. kl. 12 sr. Bjarni Jónsson (altarisganga). Engin síðdegismessa. Föstudaginn langa kl. 12 síra Jóh. Þorkelsson. Kl. 5 sr. Bjarui Jóusson. Messar í Fríkirkjnnni. Skírdagur: Messað í Fríkirkj- unni i Rvík kl. 5 síðd. síra Ól. Ól. Föstudagurinn langi: Messað í Fríkirkjunni í Rvík kl. 2 síðdegia sír ÓI. Ól., og í Fríkirkjunni í Hafnar- firði kl. 6 síðd., sr. Ól. Ól. Morganbiaðið kemur ekki út á morgun (föstudaginn langa). Rafmagnsstöðin. Farið er nú þeg- ar að gera mælingar á Elliðaánum, til undirbúnings áætlunum rafmagnsstöð- ina þar. Hafa verkfræðingarnir verið þar innfrá nú tvo síðastl. daga. Edina, skip sem A. Guðmundsson stórkaupm. í Leith hefir í förum, er á leið hingað til lands Hefir þegar verið viku á leiðinni. Með því skipi er nokkur enskur póstur væntanlegur. Byggingarefni er nú sama sem okk» ert í bænum, enda mun lítið um húsa- gerð i sumar, að kunnugra manna sögn. Má geta nærri að húsnæðisekla verður megn í bænum að hausti og ekki auð- velt að ráða fram ú, þeim vandræðum, meðan cement er í jafn háu verði og nu. Vonandi gerir bæjarstjórnin alt sen* í hennar valdi stendur til þess að ráð* fram úr vandræðunum. Vestmannaeyjasíminn er enn ekk> kominn í lag. Er landssímastjórinn og símaverkfræðingarnir báðir á Geir a® gera við hann og þykir líklegt, að Þa^ muni takast bráðlega. Landssín)aS^f in hór hefir haft samband við Geú símleiðis, frá þeim endanum sem þegaí hafði náðst upp. Er sagt að símiD^ só bilaður allvíða, einangrun símsD^ só víða slitinn og viðgerð því erfið- ^ Kemur því fram, sem haldið var fra^ á þingi 1911, að einangrunin ffÁg. ekki halda nema nokkur ár. Mun ar ^ anlega koma að því innan skamm®^^ leggja þurfl nýja síma 1 sem nú er að ón/tast eftir notkun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.