Morgunblaðið - 29.04.1917, Síða 2
2
MOKGUNBLAÐÍÐ
ar fullrökkvað er, sér þar aagilegt
eldhaí, svo að bjarmann leggur hátt
á himinn. Það er eins og hálf
Reykjavík staaði í ljósum loga. Þarna
er járnbræðsla; það er Trollhattan
sem bræðir. Þarna eru engir eldar.
Stórir hálfopnir tréhjallar standa
þarna á við og dreif, og sindur
mikið um kring. Rafmagnið yljar
grjólinu svo, að járnið drýpur úr
því sem smjör. Allur þessi bjarmi
stafar frá nokkrum slíkum hvitgló-
andi smásólum, sem eru svo bjart-
ar, að eigi verður í þær horft þótt
á löngu færi sé. Fáeinir menn fást
við þetta, og er það létt verk og
lcðurmannlegt.
»Skallagrímur hafði rauðablástur
mikinn«, segir í Eglu. Það er nokk-
uð hjáleitt, að hugsa sér Skallagrím
dunda v ið rafmagnsvélar. En væri
hann nú á lífi, mundu framkvæmd-
ir >iðjumannsins mikla« og strit
hans verða á aðra leið en Egla
hermir.
Trollhattan hefir umsýslu mikla.
Fyrst hafa mennirnir tekið vatn í
skipaskurðínn, og það er ekki lítið.
Því næst til aflstöðvarinnar, og hún
þarf mikils með. Og enn er í mörg
smærri horn að lita Og þó sér
varla högg á vatni; elfurin er næst-
um öll eftir. En þar sem megin-
kvíslin ryðst fram, stendur fölur
veiklulegur maður í klefa. Með einu
handtaki getur hann gert þennan
trylda foss mikinn eða lítinn. Menn-
irnir hafa leikið svo illa á jötunmn,
að hann leggur sjálfur á sig fjötrana.
Trollhattan er í ánauð. Fegurð hins
ósnortna, óhemjandi afls er horfin
honum.
»Ognúerhún, gullvæga harpan þín,hjá
þeim herrum til fiskvirða metin,
sem nafa pað fram yfir hundinn: að sjá
að hún verður seld eða étin.«
Fár eða enginn mundi fremur en
Þorsteinn Erlingsson hafa viljað létta
þrautir þeirra sem strita og svelta.
En hann vill ekki hleypa verkfræð-
ingunum á fossana.
Kristján Jónsson var enginn gróða-
maður. Hann hugleiðir heldur ekki,
hve miklu Dettifoss mundi geta
lyft. Þar vill hann drekkja örbirgð
sinoi og hörmum, þegar alt um
þrotnar. Einari Benediktssyni kemur
annað í hug, þegar hann stendur
við Dettifoss. Honum er Dettifoss
enginn grafreitur, en ótæmandi lind
lifs og blessunar.
Víst er um það, að i lóuljóðum
Þorsteins er kliðurinn annar og
ljúfari en í skröltandi vélum. En eins
og lóurnar, gera mörg beztu skáldin
hvorki að vinna né spinna. En verð-
gildi þeirra er heldur ekki >af
þessum heimi«.
Þar gegnir nokkuð öðru máli —
en mér kemur enn í hug Kormak-
ur, sem i hamslausri gleði finnur
upp á því, að meta Steingerði á
landsvísu. Og virðingargerðin sund-
urliðuð, eins og í úttektarbók! —
Hver sem ætti þá hörpu, að láta
þumbaralegar tölur dansa á strengj-
unum.
En fráleitt hefði Kormákur metið
K F, u. m.
Y.-D. Fundur kl. 4 i dag. —
Allir drengir 10—14 ára velkommr,
Kl. S1/^: Almenn samkoma
fossinn til fjár, eins og ástmey sina,
hina öklaprúðu. —
Svíar gera sér alla sína- fossa að
féþúfu, og verður þeim ekki láð
það. Við Islendingar getum að skað-
lausu gefið skáldunum okkar gnægð
fossa, að »sækja sér lifandi anda í
sinn óð«, að »seilast upp i friðar-
bogakossinn*.
Bezti, og að mörgu leyti sænsk-
asti staðurinn í Svíþjóð heitir í Nesi
[Naas). Það er gerandi fyrir þann
sem þar hefir verið, að fara um
Sviþjóð; hann á hvarvetna kunn-
ingja og vini. í Trollhattan er Cron-
quist félagi minn; hann er þar kenn-
ari. Þar er líka Ika Vadsten á leið
til Stokkhólms. í sumar gekk hún
á stóreflis tréskóm í trjágarðinum í
Nesi, með sjóhatt stundum, og
moldugar hendurnar. Stundum á
skræpóttum þjóðbúningi ofan úr
Dölum. í Nesi var kvennval mikið,
en það var allra mál, að engin þar
ætti slíkt bros sem Ika — og mold-
in fór henni vel. Nú er hún Stokk-
hólms-frökenin, á háum hælum, með
tösku á handleggnum og fjöður í
hattinum.
Cronquist leiðir mig í allan sann-
leika una skóla og því um líkt í
bænum. Ika fer og setur upp ket-
ilinn hjá systur sinni. Þegar þangað
kemur er borðið þakið blómum og
barri, og þar biður gestsins dýrind-
isgjöf — 20 aura virði — vandlega
vafin í pappír og silkibönd. »Dag-
urinn heitir Helgi«, segir Ika og
hlær. —
Þrátt fyrir rafmagnið, ferðamanna-
strauminn og vélaskröltið við Troll-
hiittan er gestrisnin hér og viðtök-
urnar eins og komið væri að Merki-
gili í Skagafjarðardölum.
Úti niðar Ttollhuttan og malar
húsbændum sínum gull. Þessi þjóð
hefir ráð á að vera gestrisin. Hún
getur verið glöð og stolt. Hún er
löngu komin úr kátnum. Hugur
Mörlandans hvarflár þangað sem
Dettifoss rymur í auðn og nekt. Sú
var tíðin hjá okkur, að stórir menn
og sterkir gátu ekki satt hungur sitt,
af því að enginn þurfti krafta þeirra
með. Sú er tíðin víða hvar enn í
dag, ekki sizt þar sem gullkvörnin
er harðast knúin. Þegar við leiðutn
jötnana að kvörninni, verðum við
vonandi slíkir húsbændur, að þeir
mali okkur eingöngu ár og frið.
— Kanske lumir landið enn á ein-
hverju góðu handa fossunum okkar
að vinna úr; kanske erum við rík-
atí en við vitum. Og það væri að
minsta kosti vel, ef náttúran hefði
vit fyrir okkur, og breiddi ofan á
það sem við t. d. kynnum að eiga
af kolum, þangað til við höfum átt-
að okkur á hvað við getum gert við
þau.
Skrifað í Stokkhólmi, um jólin 1916.
Helgi Iljorvar.
% cJhQnsía <
Ensku og dönsku kenni eg undir- ritaður, sem hefi stnndað nám i Englandi og Danmörku. Odýr timakensla. Th. Kjartansson, Hotel Island nr. 7, heima kl. 11—12 og 5—6.
Herbergi »möbleret« óskast strex, helzt nál. Miðbænum. R. v. á.
1 * dfmna
S t ú 1 k a fyrir heina. óskast til að ganga gestum Uppl. Bræðrahorgarstíg 3 B.
£rl. simfregnir
Opinber tilkynning frá brezku utan-
ríkisstjórninni í London.
London, 27. april.
För Balfours til Washington er
fylgt með miklum áhuga í Englandi
og tilkynningunni um það, að Banda-
ríkin ætluðu eigi að semja sérfrið,
heldur halda uppi ófriðnum þangað
til að náð væri hinum mikla jafn-
réttis tilgangi, hefir verið tekið með
miklum fögnuði.
Flotamálastjórnin hefir ákveðið að
spítalaskip skuli framvegis sigla
merkjalaus, sökum þess að Þjóð-
verjar hafa hrakmenskulega hvað
eftir annað sökt spítalaskipum þeim,
er sigldu undir Genúameakinu.
Þegar spítalaskipið La France, sem
flutti særða hermenn, brezka og
þýzka, var skotið tundurskeyti, urðu
Þjóðverjar ærir af ótta, en þrátt
fyrir það tókst Bretum að bjarga
þeim öllum, nema þrettán.
Alþjóðanefnd Rauðakrossins hefir
sent þýzku stjórninni kröftugt mót-
mælaskjal.
Sex þýzkir tundurbátar gerðu til-
raun til árásar á Dover að kvöldi
hins 20. apríl, en hittu fyrir tvo
brezka tundurspilla, Broke og Swift.
Tókst þar orusta og skaut Peck,
foringinn á Swift, einn þýzka tund-
urspillirinn tundurskeyti. Heimskauta-
farinn Evans, foringi á Swift klauf
annan. A hinum síðartalda þustu
Þjóðverjar fram í stafn, en aðrir
tundurspillar Þjóðverja skutu beint
af handahófi. Gyles miðskipsmaður,
úr varasjóliðin hrakti Þjóðverja með
sjálfhleðslumarghleypu þangaðtil hann
féll, en annar sjómaður rak árásar-
mann hans í gegn með byssusting.
Broke tókst að losast við hið sökkv-
andi óvinaskip og reyndi hann að
renna á þann bát Þjóðverja, er síðastur
fór, en misti stjórn. Swift elti þann
tundurspillinn er fremstur var, þang-
að til hann var svo laskaður, að
hann stöðvaðist. Tveim eða jafnvel
þrem þýzkum tundurspillum var
sökt. Báðir brezku tundurspillarnir
björguðu mörgum Þjóðverjum en
sumir voru þegar dauðir.
Vikuna, sem endaði 24. apríl, fjölg-
aði mjög skipum sem komu til
brezkra hafna og 2585 skip í
móti 2379 komu til hafna, en 2Ú21
í mót 2331 skipi fóru. Er þetta
vegna þess að hlutlausar þjóðir eru
nú af sjálfsdáðum farnar að hætta
til siglinga. Fjörutíu brezkum kaup-
förum yfir fimtán en undir 1600
smá'. var sökt. Á 27 skip var ráð-
ist árangurslaust.
Þrír brezkir flugbátar réðust á
fimm þýzka tundurspilla hjá Belgíu-
strönd hinn 23. apríl. Hæfðu þeir
einn þeirra og er það ætlan manna
að hann hafi sokkið.
í neðri deild þingsins fagnaði Bon-
ar Law fyrir hönd stjórnarinnar
þeirri tilkynningu bráðabirgðastjórn-
ar Rússlands að Pólland skuli énd-
urreist og lét þá von í Ijós, að eftir
ófriðinn muni hið sameinaða Pól-
land halda uppi vináttu við Breta,
Hann tilkynti það enn fremur að
stjórnin athugaði það nú af kappi
hv'ernig mætti jafna írlandsmálin og
hélt að það mundi takast að j|fna
þau.
Alríkis herráðstefnan hefir einurn
rómi samþykt þá grundvallarreglu, að
hver hluti' ríkisins fyrir sig skal kapp-
kosta að gera öðrum hlutum ríkisins
sem hægast fyrir, að kaupa og selja
vörur, og þó skal takast sérstakt til-
lit til hags bandaþjóðanna.
Stjórnin hefir 'fallist á samþyktina
og brezkur verzlunarbanki (British
Trade Bank) hefir verið stofnaður í
þeim tilgangi að styðja verzlun og
iðnað.
Lloyd George sagði í ræðu sem
hann hélt í Guildhall, að nú væri
gerbreytt hernaðarástandinu og sigur-
vissan færi dagvaxandi. Með aukn-
um hernaðarforða væri sigur trygð-
ur að lokum að minsta kosti. Það
væri auðséð, að Þjóðverjar sæu að
hverju færi, og þess vegna hefðu
þeir í öngþveiti sínu gripið til hins
svartasta sjóræningjaháttar á úthöfum.
Bezlu mannvitsmenn í Englandi,
Frakklandi og Baudaríkjunum, væru
að finna ráð gegn kafbátahættunni,
og hveit ráðið sem muni tekið, þá
verði því haldið fram þangað til
hafvörgunum væri komið fyrir katt-
arnef.
Af kafbátahernaði Þjóðverja stafaði
það, að stöðugt þrengdi meira og
meira að hlutleysingjum í Evrópu
og þess vegna hefðu Spánverjar sent
Þjóðverjum hörð mótmæli. í Sví-
þjóð hafa orðið áköf uppþot út af
matvælaskorti. Meðal Norðmanna
fer gremjan vaxandi út af því að
Þjóðverjar eyðileggja verzlunarflota
þeirra af ásettu ráði og reyna að
stöðva viðskifti þeirra við Dan-
mörku. Talið er í norskum blöð-
um að leynifundir þingsins, sem
nú eru haldnir i Kristíaníu, eigi úr
því að skera, hvort Norðmenn skuli
sitja hjá í friði eða fara í stríðið.
Fregnir frá Amsterdam sýna það,
að miklu meiri brögð eru að verk-
föllunum í Þýzkalandi heldur en
fyrst var frá skýrt. Bethmann-Holl-
weg hefir gefið út tilkynningu um
það, að upphafsmönnunum skuli
hegnt harðlega, og Groner, þegn-
skyldu-ráðherra, hótar því að senda
alla verkfæra verkfallsmenn í herinn.
(Frh. á síðu 7).