Morgunblaðið - 01.06.1917, Page 2
/
2
Ostars
Majeri,
Edam,
Gouda,
Steppe,
Schweiser,
kom með Val í
Liverpool.
Hestar ferðamanna
Það vill brenna wð víða í kaup-
túnum landsins, að hestar ferðamanna
eiga þar illa æfi. Veldur því eink-
um hagaleysi á sumrin og húsaskjóls-
leysi á vetrum.** En hvergi mun það
þó verra heldur en hér í Reykjavík.
Er það líka eðlilegt, því að hingað
koma flestir hestar.
Úr hagaleysinu verður tæplega bætt
og á sumrin verða ferðamenn því að
sætta sig við það, að láta hesta síua
á sömu haga og áður, hversu þungt
sem þeim kann að falla það. Og
það meiga margir ferðamenn eiga,
að þeim er umhugað um það, að
hestum sinum geti liðið vel. En
margir gera sig seka í sama hugs-
unarleysinu. Þeir fela hinum og
öðrum drengjum, sem þeir ekkert
þekkja, að flytja hesta sína í haga.
Trúum vér ekki öðru, en að marg-
ur mundi hugsa sig um tpisvar, ef
hann grunaði bvernig sumir drengir
hér fara með hesta þá, sem þeim er
trúað fyrir. Það er alvanalegt að
drengirnir ríði þreyttum hestunum
langt upp í Mosfellssveit. Það er
»sport« þeirra. Þeim nægir eigi að
ríða á þeim inn í Sog eða suður í
Fossvog. Nei, helmingi lengra verða
þeir að fara. Og þá er svo sem
ekki farið fót fyrir fót, heldur alt af
á harða stökki eins og skepnuaum-
ingjarnir komast. Og höggin ríða
á báðum síðum og sv purnar eru eigi
alt af mjúkar.
Vér viljum því alvarlega vara
ferðamenn við því að fá hesta sína
í hendur einhverjum strákum, sem
þeir ekki þekkja. Og þegar margir
Kex
sætt og ósætt,
Kökur allsk.,
Tvíbökur,
kom með Val í
Liverpool.
MOKGUNBLAÐIÐ
ferðamenn eru hér í senn, ættu þeir
helzt að slá sér saman og flytja hesta
sína sjálftr. Vesalings skepnurnar
hafa nóg á sinni könnu þótt gal-
gopa-götudrengir úr Reykjavík séu
ekki látnir þeysa á þeim þann tíma
sem þeir eiga að hvílast.------
Svo er húsnæðisleysið á vetrum.
Dýraverndunarfélagið hérna hefir nú
hafist handa og ætlar að reyna að
koma hér upp skýli fyrir ferðamanna-
hesta. En til þess þarf það á hjálp
margra góðra manna að halda. Trú-
um vér ekki öðru en að allir þeir,
sem vita hve brýn nauðsyn ber til
þess að slíkt skýli komist hér upp,
leggi eitthvað af mörkum til þess.
Eigum vér þar aðallega við þá menn
er sækja verzlun hingað og verða
að koma með hesta hingað oft á
ári.
Þeir sem kynnu að vilja gefa eitt-
hvað til skýlisins, geta skrifað sig á
lista, sem liggur frammi á skrifstofu
Morgunblaðsins. Hver gjöf er þegin
með þakklæti, hversu lítil sem hún
er, því að kornið fyllir mælirinn.
Er það með vilja gert?
Nú hefir verið unnið að hinum
margþráða lystigarði bæjarins á annað
ár. Hr. Kofoed-Hansen hefir látið
planta þar mörg hundruð trjám og
lætur sér ant um þau þegar hann er
hér. í fjarveru sinni hefir hann trú-
að einhverjum fyrir umsjónina óg sá
hinn sami hefir fengið boö um að
sauðfé væri á beit í listigarðinum,
en ekki sint þvi, það má sjá af þvi
að lambær ganga þar út og inn án
fyrirhafnar allan daginn og naga þar
nýgræðinginn, svo þar þarf enginn að
búast við lystigaiði ef ekki verða öll
skemdu trén tekin upp, og ný sett í
staðinn, girðingin endurbætt tryggi-
lega. Af þvi mér leiðist að vera að
gera nokkuð veður út af þessu aftur
ætti það bráðasta að færa þetta i lag
sem á vantar.
P. Ó.
Vélbáta-útgerð.
í síðasta tölublað »Ægis< skrifar
ritstjórinn, Sveinbjörn Egilson, grein
um vertíðina 1917. Minnist hann
þar á vélbáta útgerðina og þann
hnekki sem hún hefir beðið á þessari
vertíð, vegna oliu og saltskorts, ó-
hagstæðrar veðráttu og gífurlegs
kostnaðar að öllu leyti. En honum
finst að nokkru leyti um að kenna
hugsunarleysi manna. Hann segir
svo:
— »Menn viija ekki skilja það, að
vélarnar á veheiddum bátum eru
bjálpartæki, sem nota á þegar segl
verða einhverra hluta vegna ekki
notuð, en þau ber að nota hvenær
sem færi gefst, og með notkun þeirra
á að spara hina dýru vöru, olíuna
— til þess eru seglin. Séu þau ekki
til þess, þá er það bein hugsunar-
villa að taka ekki möstur úr hverj-
um einum einasta bát og hafa eng-
in segl, því þau möstur taka vind,
það stendur í þau og í hverjum túr
fara nokkrir pottar af olíu til að yf-
irvinna mótstöðukraft þann, og þeir
pottar geta orðið að tunnum. Segl
þau, sem aldrei eru leyst úr bönd-
unum fúna fljótt og vel, svo að það
getur aldrei orðið neinu vátrygging-
arfélagi huggun að vita að bátar hafi
segl, sem þeim geti orðið til bjargar
bili véiin, eigi það að verða algeng
regla hér að nota þau aldrei nema
þegar mest liggur á, enda er þaö
búið að sýna sig hvað þau duga,
þegar í nauðir rekur, seglin fúin,
hnútar á fölum (dragreipum) og illa
»benslaðart blakkír. —
Eitt af því marga, sem gerit
mótorbátaútgerðina dýrari en þarf,
eru hinir of kraftmiklu mótorar, sem
settir eru í bátana, eflaust án þess
að farið sé þar eftir nokkrum regl-
um. Hinir aflmiklu mótorar eyða
miklu meiri olíu en hinir, og þótt
dregið væri 20 hkr. af t. d. 60 hkr.
vél, þá eyíir hún meiri olíu með
hinum notuðu 40 hkr., en 40 hkr.
mótor mundi gjöra og mun vart
gefa jafngóða ferð, í það minsta
ekki meiri. Þar sem 40 hkr. vél er
nægileg fyrir bát, þá er alt þar fram-
yfir óþarft og aðeins til eyðslu. Það
þarf enginn að hugsa það, að gefi
40 hkr. mótor 6 mílna hraða, að
þá hljóti 80 hkr. mótor að knýja
hinn sama bít áfram 12 mílur. Við
vissan hraða bátsins, sem fer eftir
byggingarlagi hans, er takmark sett,
þann hraða kemst hann en ekki
hraðara, hverjum brögðum sem beitt
er, og svo er eitt ennþá.
Útgerðarmaður, sem einnig er
skipstjóri og mótoristi, og sem sjálf-
ur hefir verið formaður á bátum
sínum hefir sagt mér, að á mótur-
bát sem er eign hans og í hverjum
er 36 hkr. vél, var olíueyðsla 2 föt
á sólarhring, en hann lét hann aldrei
ganga fyrir meira afli en 26—28 hkr.
þ. e. dróg af honum 8—10 hesta-
öfl, og með því gekk báturinn ágæt-
lega, en ef hann notaði alt afl mót-
orsins, þá eyddi hann 3 fötum af
olíu á sólarhring en hraðinn sem
þetta 3ja fat og hin 10 hestöfl gáfu
fram yfir hina vanalegu ferð var að-
eins Vá úf tnílu; sýnir þetta dæmi
það ijóst, að það er ódrjúgt að láta
mótora ganga fyrir öllu því afli, sem
þeir geyma, en hjá óvönum mönn-
um mun það altítt að svo sé gert,
þar bætist við að segl eru aldrei og þegat
notuð, þá er ekki að fnrða þótt þessi
liður útgerðarinnar verði álitleg upp-
hæð. —
Bátar, sem stunda eiga allskonar
veiði, sem eiga að vera tilbúnir hve-
nær sem er, að geta breytt um veiðiað-
ferðir, verða á endanum svo dýrir,
að enginn rís undir og því síst, séu
ekki þeir menn á skipum, sem kunna
til hlýtar hverja aðferðina fyrir sig,
og þurfi ekki að byrja lærdóminn
Lys,
Pilsner,
Krone Lag*err
kom með Val í
Liverpool.
þegar nota á þau tæki til veiða, sem
kosta of fjár.
Hugsum oss t. d. 40 þús. króna
mótorbát. Hann á að vera tilbúinn
í alt, og til hans eru keyptar lóðir,
þorskanet, snurpinót, reknet, máske
botnvörpur, hákarlaveiðafæri, svo
sem drekar, sóknir, pertlina m. fl,
auk breytinga á sjálfum bátnum og
snurpibáfa. Hvert er ekki verð báts-
ins orðið þá, hvílíka upphæð þarf
ekki hér að renta og hvílíkir snill-
ingar i veiðtaðferðum þurfa þeir skip-
stjórar ekki að vera, sem trúað er
fyrir þannig útreiddum bátum, með
það fyrir augum, að úthaldið verði
ábati en ekki halli. —
Þegar nú hingað er komið, þá
ættu menn að reyna að koma sér
saman um eitthvað ákveðið um veiði--
aðferðir, útveganir til útgerðar, mynda
einhvern félagskap milli eiganda
skipa, þar sem þeir, sem þekkja hvað
er að gera út skip styrkja þá, sem
ekki kunna það, áður en öll útgerð
mótorbátanua fer í kalda kol.
í félagsskap og samvinnu geta þeir
sem eru allri útgerð óvanir, fengið
þær bendingar hjá þeim, sem kunna
sem geta bjargað miklu; en þar
sem einn og einn er að þreifa sig
áfram fyrirhyggjulítið þar getur oft
farið illac. —
— dag;bok —
Afrnæli i úag:
Anna M. Jónsson, húsfrú.
Ragnhildur Benediktsdóttir, húsfrú,.
Stefanía Pálsdóttir, húsfrú.
Vigdís Bjarnadóttir, húsfró.
Gunnar Björnsson, skósmiður.
Útsæöis-
kartöflup
Og
Sáð-bygg
fæst í
Liverpool,