Morgunblaðið - 01.06.1917, Blaðsíða 4
4
<4 í MU'-LAÐIiil.
Vinnulaun
yðar munu endast lengur en
vanalega, ef þér gerið innkaup
í íslands stærstu ullarvöru- og
karlmannafata-verzlun, Vöru-
húsinu. Margar vörur. Gam-
alt verð.
Geysir
Export-kaffi
er bezt.
ASalamboðsmenn:
0, Johnson k Kaaber
Wolff & Arvé’s
LeYerpostei |
i lU sg 'f pd. dósum er
bezt — Heimtið það
Agætt dilkakjöt,
(læri og rullupylsur), fást
í Kaupfélagi Verkamanna,
Laugav. 7.
1
e Laeerö
«—f. n>
Wi p
£ o
p
H,
>
o
SL
ö
B
0“
o
ox
>0
De forenede Bryggerier.
Skrifsfofu mtna
hefi eg flutt
/ Tlðaíslræti nr. 8 (inngangur í Bröttugötu).
Nýtt símanúmer 385.
C. Proppé.
Wr*' í'■&.*£’■?; 1 i?OI ■>A ':.l
ii r í. i iiiit fjí ggiiipur
sjé- 8| lirldEYáírjgigir,
O. Jöhrts^in át K&alw.
M Eii oetr. Brtóáigsœ^
JUKpmrtfsMfs
■yftryggir: hns, htwg&ipa, ails-
konar yðroiorOa o. s. frv.
iídsvoða fyrir iægsta
BeimaJd. 8—is t. h. og z—S e, h.
í Anstnmtr. i (Bdð L. Kiel*e»|.
■N. B, Hieiseö.
GunnaF Etílson
skipamiðlari.
Tals. 479. Veltusundi 1 (upp
Sjé- Strífis- Bruuatrygglngar
Skrifstofan opin kl. 10—4.
Brunatryggið hjá »WOLGA«.
Aðalumboðsm. Halldór Eirtksson,
Reykjavík, Pósthólf 585,
Umboðsm. i Hafnarfirði:
kaupm. Dantel Berqmann.
ALLSKONAR
vátryggingar
Tjarnargötu 33. Símar 235 8^429.
Trolle&Rothe
Trondhjems vátryggingarfélag h/»
Allskonar brunatryggíngar.
AOaÍnmboÖsmaður
CARL FINSEN.
Skólavörðnstig 25.
Skrifstofntimi 5*/,—6*/s sd. Talslmi 881
Óvinurinn ósýnilegi.
Skáldsaga úr stríðinu
eftir
Ewert van Horn.
19
En v. Weddigen höfuðsmaður var
■eigi ánægður með það þótt hann
hefði sökt skipi, sem var 60 sinnum
stærra en skip hans og hafði 40
sinnum fleiri menn um borð. Hann
ætlaði að ráðast á næsta skip.)
Langur og fölur »Einjáhrigerc,
lögfræðisnemi írá Heidelberg áleit
það skyldu sína að benda foringjan-
um á hina lagalegu hlið málsins.
— Herra höfuðsmaður, þér verðið
að gæta þess, að »Hogue« er nú að
bjarga mönnum frá druknun; Og
samkvæmt 11. grein Haagsamþykar-
innar er það þá lagabrot — —
Það brann eldur úr augum v.
Weddigens. .
— Gegnið skyldu yðar, númer 20!
Annars getur það verið að hin laga-
lega hlið málsins verði yður hættu-
leg. Munið þér nokkuð hvað her-
lögin segja um það ef menn hlýða
ckki yfirboðurum sínum?
* *
*
— Hogue hallast! Hogne sekkur
einnig! kvað við stafnanna í milli á
»Cressy«.
Og það lá nærri að skipshöfnin
tryltist af ótta.
Hvaða gjörningar voru þetta? Allir
höfðu verið við þvi búnir að leggja
til orustu og alla hafði langað til
þess. Hver var sá, sem eigi hafði
hlakkað til þess að fá að heyra or-
ustugný og berja á Prússum ? Hver
var sá, sem ekki hafði öfundað þá
félaga sína er voru svo hepnir að
taka þátt í orustunni hjá Helgoland?
En hér voru engir Þjóðverjar.
Hér sázt ekkert, sem hægt var að
skjóta á! Að vísu drundu fallbyss-
urnar á »Cressy« og sveipuðu alt
skipið í reykmekki, en það varð að-
eins til þess að skipshöfnin gat síður
séð óvinina. Hin tvö skipin voru
dregin } kaf með ómótstæðilegu afli.
Hermennirnir af »Aboukir«, sem
»Hogue« háfði bjargað, börðust nú
aftur í sjónum fyrir lífi sínu.
Þeir sem stóðu á stjórnpalli Cressys
efuðust eigi lengur um það að hér
ætti kafbátur i hlut. En hvar var
hann? Allra augu störðu út á sjóinn.
Hafði honum tekist að komast und-
an? Atti Aboukir og Hogue að vera
óhefnr? Attu Þjóðverjar að fá að
stæra sig af því að hafa sökt tveim-
ur brezkum beitiskipum án þess að
bíða nokkurt tjón sjálfir?
Þá sá Hannicourt í sjónaukanum
eitthvað sem liktist dufli og hreyfð-
ist i áttina til skipsins. En i milli
sín og skipsins hafði það einn að
björgunarbátum þeim, er »Cressy«
hafði sent út til þess að bjarga mönn-
um af hinum skipunum.
Hann benti hinum samstundis á
kringsjá kafbátsins cg þaut svo til
næsta stórskotaliðsforingja.
En það var of seint. í sama bili
sem skotið reið af heyrðist annar
hvellur. Þeir könnuðust við það
hljóð, hermennirnir sem höfðu verið
á »Aboukir« og »Cressy«, Þeirvissu
hvað það þýddi — þeir könnuðust
við þann krampakenda hroll sem fór
um skipið stafnanna i milli. Þeir
misskildu ekki soghljóðið sem varð
af því er sjórinn fossaði inn um
sundursprengda hlið skipsins, slökti
eldana undir kötlunum og drekti
vélamönnum og kyndurum.
Hvað átti nú að gera? Flestir
björgunarbátar voru þegar komnir
frá borði og fyltir sjóliðsmönnum af
hinum skipunum. Einum þeirravar
róið hratt i áttina til »Cressy«.
Hann hafði enn eigi tekið eftir þvi
að skipið var skotið, en ætlaði að
flytja mennina um borð, þá er hann
hafði bjargað. Undirliðsforingi nokk-
ur fleygði sér út af stjórnpalli til
þess að vara bátinn við hættunni,
svo að hann sogaðist eigi niður i
djúpið með »Cressy«.
Sá eini sem nokkuð gat gert, var
loftskeytamaðurinn. Hann gat enn
verið að verki nokkra stund.
Vilford Hannicourt stóð á stjórn-
palli kyrlátur og óttalaus eins og
aðrir, en ógurleg gremja svall honum
i brjósti. Þetta var áreiðanlega
einhver versti dagurinn i Bsögu
gamla Englands. Atti það að verða
hið siðasta er hann sæi i þessu lifi,
að herfáni Bretlands hyrfi i kaf i
öldur hafsins? Hvers vegna voru
forlögin svo grimm? Hvers vegna
gátu þau eigi unnað honum þess
heldur að verða fyrir einhverri sprengi-
kúlu í orustunni hjá Helgoland?
Þá heyrði hann sagt með tólegri
röddu rétt hjá sér:
— Þarna koma þeirl
Það var rétt. Að vestan komu
mörg beitiskip og tundurspillar.
Sjóliðsmennirnir fögnuðu þeim með
húrrahrópum, en liðsforingjarnir á
stjórnpalli »Cressy« voru þögulir og
þungir á brún. Þeir vissu að eng-
inn mannlegur máttur gat framar
bjargað hinu mikla herskipi.