Morgunblaðið - 10.07.1917, Side 2

Morgunblaðið - 10.07.1917, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ skipun nefndar til íhugunar sjálf- stæðismálum landsins. Flutt af 10 þingmönnum, úr öllum flokkum. Forseti ákvað eina umræðu og fer hún fram í dag (10. júlí). Tillaga til þingsályktunar um umsjón á landssjóðsvöru úti um land. Forseti ákvað eina umræðu, sem fer fram í dag. Símfregnir. Siglafirði í gær. Súlan kom til Siglufjarðar á há- degi á sunnudaginn beina leið frá Reykjavík. Hingað kom fyrir helgina síld- veiðaskipið »Hurra« frá Noregi. Eng- in önnur norsk eða sænsk skip eru væntanleg hingað í sumar til síld- veiða. Norðmenn og Svíar, sem tunnur og salt áttu hér, hafa verið að selja birgðir sínar. Hefir verð tunnanna verið 18 kr. tómar, en 39 kr. saltfyltar. En verðið er nú tölu- vert hærra. Mokafli af fiski hefir verið hér undanfarið. En nú er róðrum lokið að mestu vegua salt og steinolíu- leysis. Síldin er komin hér útifyrir, en það er eigi enn farið að veiða hana. DACBOK Afar-ódýr kven-reiðfataefni Verð frá 4.75—6.50 I Vöruhúsinu. m Wolff & Arvé’s LeYerpostei g i ’/t 0(1 pd. dósum er bezt — Heimtið það Harðfiskur pr, 5 kg. kr. 7.50 hjá Jes Zimsen til hinn n/i sæsími sem leggja á til Eyjanna, kemur hingað til lands. Brunarústirnar við Austurstreeti eru í slæmu ástandi nú — sama ástaud inu og þær hafa verið í síSan í fyrra. Kjallararnir eru fullir af úldr.u vatni og svo megn er fylan, aS varla er gangandi þar fram hjá. Því í ósköp unum lætur lögreglan ekki ausa kjali- araun og steypa fyrir holræsagötin? Þetta er bænum til háborinnar skammar. Stjórnarráðshúsinn er nú veriS aS breyta. Það er eins og alt annaS í þessum bæ — orðið of lítiS. Vand- ræði með að koma öllu fyrir, sem þar þarf að vera. Ráðgert er að byggja kvist úr steini á austurþakið, af sömu gerð og er að vestanverðu. Þá verður og íbúð dyra- varðar tekin og heuni breytt í skrif- stofu og skjalasafn. Munu verða i skrifstofuherbergi á loftinu, auk skjala- safnsins, og líklega mun einn ráðherr- anna hafa skrifstofu sína þar. íbúð fyrir dyravörðinn hefir verið gerð í geymsluhúsinu fyrir austan stjórnar- ráðsbygginguna. — Hveuær skyldi annars stjórnarráð Is- lands eignast sæmilegan bústað, hús, sem vér gætum verið stoltir af? Vór verðum víst orðnir gráhærðir flestir þegar það verður. Dagskrá neðri deiidar í dag (10. júlí) kl. 1. 1. Frv. um breyting á lögum um skfpun læknishóraða; 1. umr, 2. Till. til þingsál. um skipun nefnd- ar til íhugunar sjálfstæðismálum landsins; ein umr. 3. Tili. til þingsál. um umsjón á lands- sjóðsvöru úti um laud; ein umr. (Tíll. fer í þá átt, að sveitastjórn- um seu falin öll afskifti og afhend- ing á landssjóðsvöru, sem sýslu- menn hafa nú).' T al simar Alþ i n g i s: 854 þingmannasími. Uni þetta numer þurfa þeir að biðja, er œtla að ná tali af þingmönnum í Alþingis- húsinu i sima. 411 skjalaafgreiðsla. 61 skrifstofa. Stanley, leiguskip Andrósar Guð- mundssonar í Leith, er nykomið til Ísafjarðar, hlaðið tunnum og salti. Botnvðrpungarnir eru nú í óðaönn að búa sig til síldveiða, þeir sem hana ætla að stunda í sumar. Munu þeir flestir fara hóðan um miðjan mánðinn, Hjúskapnr. Gefin voru svman í hjónaband 5. þ. mán. af síra Bjarna Jónssyni: Stefán G. Thorgrímsson og Ásgeröur P. Þorgilsdóttir. Simasamband við Vestmannaeyjar komst aftur á eftir hádegi í fyrradag. Fóru þeir Landsímastjórinn og síma- verkfræðingurinn þangað fyrir nokkr- um dögum og fluttu með sér sæsím- ann, sem notaöur hefir verið yfir sund- ið til ■ Viðeyjar. Hefði auðvitað rnátt nota hann til viðgerðarinnar þegar f stað eftir að síminn slitnaði, og vitum vór ekki hversvegna beðið var svo lengi með að gera þessa tilraun til bráðabirgðaviðgerðar. Vestmannaeyjar hafa verið símasam- bandslausar síðan 23. mar/, f vetur. Er óskandi að sambandið haldist þangað Ferðalag Böngfélagsins 17. júní aust- ur yfir fjall í fyrradag, gekk ágætlega. Þeir fóru austur í fjórum bifreiðum og hóldu áætlunina nákvæmlega. Þótti fólki eystra mikið koma til söngs þeirra félaga. Tjörnaeskolin. Geir Zoega kaup- maður keypti um daginn eina smálest af Tjörnneskolum og eiua smálest af brezkum skipakolum, til þess að láta reyna þau samtfmis vlð lifrarbræðslu- stöð sfna f Orfirisey. Á nákvæmlega sama tíma var kveikt undir 2 lifrar- pottum, sem taka 3 tunnur hver. Á öðrum staðnum voru Tjörnneskolin notuð, á hinum brezku kolin. Kveikt var upp með spítum, svo sem venja er. Arangurinn varð sá, að það sauð 15 mfnútum fyr í þeim pottinum sem Tjörnneskolin hituðu undir. — Kolin loga lengi og eru hitamikil, en loginn ekki eins hár og af brezku kolunum. Töluvert gjall skilja þau eftir. Það er ekki nokkrum vafa undirorp- ið, að kolin úr Tjörnnesnámunni reyn- ast ágætlega. Er það gleðilegt að laudsstjórnin skuli hafa ráðist í það að láta vinna þau. Þau verða mikið ódýr- ari en erlend kol og geta orSiö til mikils sparnaðar í vetur. Bigurjóu Markúason sýslum. í Vík í M/rdal er kominn til bæjarins. Enn- fremur Gnunl. Þorsteinseon á Kiðja- bergi. Dagakrá efri deildar f dag kl. 1: Frv. um breyting á fasteignamats- lögum; 1. umr. Flm. Guðj. Guðl. — (Aðalefnið er að gera mun á skatthæð af jörðum og jarðarhúsum. 150 kr. f mat8veröi jarða eru taldar til íbúðar- skatts jafngilda 1 hundr. á landsvfsu, en 300 kr. f matsverði húsa, sem jörðu fylgja eða eru eign jarðeiganda. Hús leiguliði eða annar en jarðeigandi eru undanþegnir skatti. Sömuleiðis verð jarðarhúsa, sem fer fram úr helmingl af matsverði jarðarinnar. Laun mats manna hækki úr 5 kr. á dag upp í 7). Síldveiðaskip P. A. Ólafssonar kon- súls er nýkom'S inn til Tálknafjarðar, og hafði fengið um 700 seli. Um sama leyti og skip þetta hólt og heimleiðis af veiöistöðvum norður f íshafi sel- veiðaskip Póturs Thorsteinssonar, Skúm- ur. Hafði það aflaö um 1000 seli, og er væntanlegt hingað á hverri stundu. ' .. ■ ■ — Hitt og þetta. Dr. Addiðon sem verið hefir hergagnaráðherra Breta, hefir nú látið af því starfi og verið tekinn í hermálaráðuneytið. Starf þess hefir aukist afskaplega síðustn mánuðina og verður dr. Addi- son nú hergagnaráðanautur þess. ..... ■ g&acaa".... ...... H.P. Duus A-deild Hafnarstræti. Nýkomið: Alkíæði, Cheviot, Alpakka Ciepon í blúsur og kjóla. Brunnel, Flauel Molskin Nankin, Tvisttau, Léreft, einbreið og tvibreið. Flönel, ‘Gólfteppi, Rúmteppi, Ullarteppi. Regnkápur, Bórðteppi, Höfuðsjöl. Silkibönd, Möbeltau, Flauelsbönd. Legg- hlífar hinar góðkunnu teg., svartar og og brúnar, hærri og lægri, nýkomnar í Bkóverzlun Larus G. Lúðvígsson. Áfgreiðsla ,Sanítasr er á Smiðjustíg 11. Simi 190. Skósmila- áhóld notuð, óskast keypt. Menn snúi sér til Páls Einarssonar, skrifstofu ísafoldar. JSeiga ^ Búð óskast til leigu frá 1. okt, næstk. A. v. á. 2 piltar óska eftir 2 smáum eða 1 einu stóru herbergi frá 1. okt., í miðbænum. R. v. á. •IP Æaupssfiapur j? Lipur handvagn, nýr eða brúkað- ur, óskast til kaups nú þegar. R.v.á,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.