Morgunblaðið - 14.07.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.07.1917, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Skriístofa andbanningafélagsins, Lækjargðtu 6 B opin hvern virkan dag kl. 4—7 e. h. Allir þeir sem vilja koma áfengis- málinu í viðunandi horf, án þess að hnekkja persónufrelsi manna og al- mennum mannréttindum, eru beðnir að snúa sér þangað. Sími 31. legt að koma á fót hið allra fyrsta lánsstofnun, er einvörð- ungu veiti hentug lán til rækt- unarfyrirtækja og jarðabóta, og ef svo reynist, að leggja þá fyrir næsta reglulegt þing frumvarp til laga um slíka láns8tofnun.« Úr neðri deild í gær. Þar var til 1. umræðu frumv. til laga um skiftingu bæjarfógeta- embættisins í Reykjavík og stofn- un sérstakrar tollgæslu í Reykja- víkurkaup8tað. Aðal-flutningsmaður (Gísli Sv.) reifaði málið. Taldi hann bæjar- fógetaembættið svo umfangsmikið orðið, að einum manni væri ger- Bamlega ókleift að anna því. Þessvegna væri hér farið fram á að skifta núverandi störfum bæjarfógeta milli tveggja embætt- ismanna, og skyldi annar þeirra gegna dómarastörfum og lögreglu- stjórn, en binn hafa á hendi toll- stjórn og skattheimtu. Kvað hann bæjarfógetaembættið svo tekjumikið orðið, að vel myndi nægja til að launa bæði embættin. Forsætisráðherra áleit enga nauðsyn að skifta embættinu; það væri ekki ofstórt fyrir einn mann, þar sem hann gæti haft sér við hönd fulltrúa eftir þörf- um. Kvað hann og sama sem engu létt af dómaranum sjálfum, þótt þessi skifting kæmist á. Ætti hann einn að annast lög- reglustjórnina, auk dómarastarf- anna, þá myndi hann naumast geta annað því. Flutningsmaður kvaðst ekki furða sig á því, að forsætisráð- herra hefði ýmislegt að athuga við frumvarpið, þar sem stjórn- in hefði ekki orðið til að bera það fram. Enn talaði forsætisráðherra og svo að lokum flutningsmaður, en að því loknu var málinu vísað til 2. umr. og til allsherjarnefnd- ar. Þessu næst kom til umræðu frv. til laga um breytingu á að- flutningsbannslögunum. Breyting- in liggur í þvi, að helmingur allra sekta fyrir brot gegn lögunum skuli renna í sveitar- eða bæjar- sjóð, þar sem brotið er framið. Taldi flutningsmaður (Gísli Sveinsson) líklegt, að þetta ætti að verða til þess, að bæjarstjómir og sveitarstjómir legðu sig meira í framkróka um að koma upp brotum. Dygði þetta, og væntan- leg tollgæzla hér í Reykjavík, i það, er ráðið er hjá mér, er beðið að koma til viðtals mánud. 16. þ. m. kl. 4-6 síðd. Th. Thorsleinsson. ekki til þesB að eyða bannlaga- brotunum, sem mjög mikið væri nú kvartað undan, eða að minsta kosti til að minka þau, þá væri í rauninni ekkert fyrir uppihald laganna gerandi. Hitt næði engri átt, sem raddir hefðu heyrst um, að skipa sérstaka lögreglu. Kostn- aður við það, ef í lagi ætti að vera, myndi nema hundruðum þúsunda króna. Annars fanst honum menn al- ment vera of hörundssárir út af brotum á þessum lögum. öll lög væru meira og minna brotin, er menn virtust gera meira veður út af brotum á þessum lögum heldur en öðrum lögum. Lög- brot öll væru ;ill, og því væri þetta frumvarp fram komið, að hann vænti að það gæti komið að nokkru haldi til að fækka brotunum á þessum lögum. Þeir þingmenn, sem bæru þessi lög fyrir brjósti, ættu því að styðja þessa breytingu á þeim. Aðrir tóku ekki til máls, og var frumv. vísað til 2. umr. óg síðan til allsherjarnefndar. Úr efri deild í gær. Eitt mál á dagskrá, frv. Guðjóns Guðlaugssonar um breytingu á fast- eignamatslögunum, 2. umr. Flm. gerði ítarlega grein fyrir frv., bæði um greinarmun þann, er hann vildi gera á skatthæð jarða og húsa, og svo hækkun á kaupi fasteigna- matsmanna. Taldi hann það ekki vansæmdarlaust, að þeir þyrftu að vera ómagar i starfi sínu. Ræða hans tók fast að klukkustund. Eggert ‘Pdlsson vildi sleppa með öllu skatti af húsum í sveit, en taldi laun fasteignamatsmanna ekki lakari eri ýmsra annara starfsmanna þjóð- félagsins, svo seut sýslunefndarmanna og í sama streng, um launin, tók Guðmundur Ólafsson. Flutn.m. þótti hins vegar sú ástæða léttvæg, að ýms- ir aðrir starfsmenn þjóðarinnar ynnu fyrir lítíð eða ekki neitt. Það ætti ekki fyrir það að vera sjálfsagt af þinginu að beita nýja starfsmenn, sem skipaðir væru með nýjnm lögum, sömu rangindunum. Auk þess væru störf fasteigna- matsmanna margfalt vandasamari en t. d. hreppstjóra-, oddvita- og sýslu- nefndarstörf. Fóru allhvcss skeyti milli Guðm. Ól. og flutningsmanns, einkum út af því að G. Ó. ympraði á þvi, að samband væri milli kauphækkun- artillögu flutningsmanns og þess at- viks, að hann (flm.) væri sjálfur fasteignamatsmaður. Magnús Torfason taldi ákvæði frumv. viðvíkjandi skattinum ótíma- bært. Um tilhögun skattsins ætti ekki að taka neinar ákvarðanir-fyr en mat- inu værí lokið á öllu landinu og hægt væri að átta sig á plöggum matsmanna. Deildu þeir, hann og flutningsm., og um það, hvort rétt- ara væri að taka lægrit húsaskatt af sveitamönnum en »þorpurum«. M. T. vildi lofa málinu að fara í nefnd, en óskaði þess, að hún græfi það svo djúpt, að ekki bólaði á því aftur á þessu þingi. Eftir allmikið þras um það, hvort málið skyldi fara 1 fjárveitinga- eða landbúnaðarnefnd (sumir nefndu og allsherjarnefnd) varð ofan á, með 11 : 2 atkv., að vísa því til land- búnaðarnefndar. 2. umr. var jafn- framt frestað. Fnndurinn, sem ekki hafði til meðferðar nema þetta eina mál, stóð í i®/4 kl.tíma og minti forseti deildar- menn á það i fundarlok, að kunna tungu sinni hóf, kostnaðarins vegna. Prentun á umræðum þessa fundar mundi að likindum kosta hátt á annað hundrað krónur. DAGBOK Gangverð erlendrar myntar. Bankar Fósthús Dollar 3,55 3,60 Franki 62,00 62,00 Sænsk króna ... 106,00 107,00 Norsk króna ... 103,00 104,00 Sterlingspund ... 16,50 16,50 Mark 50,00 51,50 Seglskip kom hlngafí í gærmorgun hlaöið allskonar timbri til Arna kaupm. Jónssonar. Bærinn var orðinn timburlaus. Kaupafólk óskast npp i Borgarfjörð. Upplýsingar í sima 444. Kouil þá er lét telpu sækja blá Cheviot föt til min 5. þ. mán, (fimtudagskvöld) bið eg gera svo vel að koma og tala við mig sem fyrst af vissum orsökum. Sæunn Bjarnadóttir, Laufásveg 4. N^rLax fæst i Matardeild Sláturfél. Hafn arstr æti. Fálkinn fer til útlanda 22. júlí kl. 4 síðdegis. Measufall er í þjóðkirkjunni í Hafn- arfirði. Prófasturinn er í visitasíuferð. Goðafoss-strandið. í fyrrakvöld fór héðan mótorkútter Nathan & Olsens, Harry, áleiðis til Straumnes. Með skip- inu fóru nokkrir verkamenn frá Kirk verkfræðingi, ásamt formanni, til þess að bjarga því sem eftir er af GodafoBS- strandinu. Hefir Kirk verkfræðingur tekið að sór verkið, en hann og Eim- skipafélagið hafa keypt skipið í því ástandi sem það er í, af vátrygginga- félaginu. Kaupverðið var 18 þús. kr. að sögn. Islands Falk kom hingað í gær- morgun frá Austfjörðum. Hafði komlð við í Vestmannaeyjum á hingað leið. Skipið flutti hingað póst og nokkra farþega. Danskur taunlæknir, Eavnkilde að nafni, kom hingað á Falkanum í gser, ásamt aðstoðarmanni sínum. Ætlar hann að dvelja hér um hríð við tann- lækningar. Hann kom til Færeyja með Fálkanum í vor og hefir verið þar þangað til nú. Messað í dómkirkjunni á morgun kl. 10 árd. síra B. J. Engin siðdeg- ismessa. Lagarfoss ætti að geta komið hing- að á morgun eða svo, hafi skipið feng- ið gott veður á leiðinni frá Halifax. Þórarinn Guðmundsson fiðluleikari sem fór héðan til Ameríku fyrir þrem mánuðum og ætlaði að dvelja þar fram- vegis, er væntaulegur hingað aftur inn- an skams. Mun hann ekki hafa þolað loftslagið þar vestra — hitana, sem um þetta leyti árs eru þar afskaplegir. Eitthvað af sæsíma hafði Islands Falk flutt hingað frá Færeyjum til þess að nota til Vestmannaeyjasímans. E11 nú mun hans tæplega þörf í bráð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.