Morgunblaðið - 24.07.1917, Síða 2

Morgunblaðið - 24.07.1917, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Teikna birgðir afj allskonar málningu kom með e.s. Laggrfossi síðast frá New-York, svo sem: Princeton Paints, tiMin málning haldgóð - odýr. fPBINCETONPÍI prepareo && Sassffll Ámalgai ‘j tilbúin útimálning, sérstaklega á járn og málma, notuð á flest stórhýsi í New-York. Vel-ve-ta, mislitt lakk á veggi, endingarbezt og þar af leiðandi ódýrast. — Fæst í io mismunandi litum. WMte Eagle Enamel, hvítt lakk, bezta tegund er til landsins hefir komið, strýkst ágætlega út, harðnar vel — gulnar ekki. c’SííalaRRj eingöngu fyrir bíla, fæst í 4 mismunandi litum. Qfaan up paint ramoverf ómissandi fyrir hvern málara, leysir upp gamla málningu á örfáum mínútum. Aðalumboðsmaður á íslandi fyrir Colonial Works Broclyn N. Y. Danteí Tlaíídórsson. Blýhvita, Zinkhvíta í dósum og lausri vigt, allskonar þurrir og olíu- rifnir litir, Fernis, Terpentina, Þurkefni og Linolia. Mikið af Fernis á leiðinni með Gullfossi Pantanir afgreiddar fljótt og vel, sendar út um land gegn eftirkröfu. Daníeí Haíídórsson, Uppsöíum. Utan af landi. Álftafirði (vestra), 18. júlí. Tíðarfar ágætt undanfarnar vikur. Megn hiti marga daga. Grasvöxtur rýr. Sláttur þó byrjaður. Afli ágætur við »Djúpið«. Síldar- vart hefir orðið, en tíminn varla kominn. Bagalegur olíuskortur fyrir- sjáanlegur, svo að ekki sé djarflegar að orði komizt. Nokkrir menn af Isafirði hafa farið að brjóta surtarbrand og haft af því ágæta atvinnu, enda kostaði skippundið 15 kr. Menn hafa stað- ið hér í mógtöfum undanfarna daga, og orðið drjúgum að höggva klak- ann. Svo leynist veturinn lengi í jörðinni þó að heitt sé »ið efra«. Þótt hægt fari, þá þokar þó smátt og smátt nær því takmarki, að Reykjavík fái .góða og öfluga raf- magnsstöð. Eins og þegar er kunnugt hefir rafmagnsnefnd bæjarstjórharinnar trygt Revkjavik afl úr Sogsfossun- um. Var það nauðsynlegt verk og þakkarvert að ekki drógst lengur. Af mælingum og áætlunum, er De forenede Ingeniörkontorer í Kristianíu gerða viðvikjandi rafstöð við Elliðaár, þá sést, að varla er leggjandi út i að gera rafverk nema helzt í nokkuð stórum stíl, þannig, að það fullnægi þá helztu kröfum, sem nútíminn er farinn að gera til slikra stöðva. Varla er hugsanlegt að höfuðstað- urinn reyni ekki að standa á sporði minni bæjum innlendum, og upp- fylla þær kröfur, sem þar eru taldar nauðsynlegar. Nú má taka Seyðisfjörð til dæmis og samanburðar. Þar var fyrst hugs- að um það, eins «og siður er til, að ná i afl til ljósa. Þó var sú fram- sýni höfð, að pípuleiðslan var höfð svo við að nota mætti meira vatnsmagn ef vélum væri við bætt. Enda kom fljótt að því að þess yrði óskað, þótt ekki gæti úr framkvæmd orðið vegna striðsins. Rafverkið á Seyðisfirði er þrátt fyrir óvænt dýran byggingar- kostnað, talið með aðalhlunnindum bæjarfélagsins. Vélin sem i gangi er, er þó það stór að hún fullhægir til ljósa inni og úti, auk þess sem um 30 heimili hafa komið sér upp rafsuðu, sem þau af skiljanlegum ástæðum ekki vilja missa fyrir neinn mun, heldur mundu þau kjósa að hita upp húsin líka, ef viðbótarvélin fengist flutt frá útlöndum. Við sömu kröfum má búast hér í Reykjavík. Séu menn komnir upp á það að nota rafmagn, þá endar það svo að menn heimta að fá það til alls. En til þessa duga Elliðaárnar ekki. Þær fullnægja máske til Ijósa og véla að einhverju leyti, en ekki til suðu og því síður til upphitunar. — Það er ekki umtalsmál. Og úr því sem er að gera, þá þarf nú að vinna að því ósleitilega, að undirbúa þessa rafktöð þannig að hún verði ekki strax of Iítil. Og það þarf að hraða þessu svo að framkvæmdir geti orðið jafnskjótt og hægist um verðlag og aðflutninga. Ef farið verður að byggja út Sogs- fossana á annað borð, þá mun afl þar svo rikulegt, að reka megi um leið einhverja framleiðslu t. d. köfnunarefnis úr lofti til áburðar. Líklega ætti þingið að kjósa nefnd í málið til samvinnu við nefnd úr bæjarstjórn Reykjavikur. En það ýrði einhvernveginn að tryggja sér það að sú nefnd starfaði með meiri krafti, ábyrgð.artilfinning og alvöru en tiðkast um milliþinga- nefndir. Sú nefnd þyrfti að hugsa á þann veg, eins og hún fyndi sig þegar byrjaða á pví að ýramkvœma sjdljt verkið, en ekki aðeins að viða sam- an i langt nefnarálit. Leiðir þá af sjálfu sér að í nefnd- inni þurfa (ekki að vera þingmenn frekar 'en verkast vill; heldur menn með áhuga og kunnáttu á þesssu sviði. DAGBOK || T al s í m ar Alþ in g i s: 354 þingmanna&fmi. Um þetta númer þurfa þeir að biðja, er œtla að nd tali af þingmönnum i Alþingis- húsinu í síma. 411 skjalaafgreiðsla. 61 skrifstofa. Gangverð erlendrar myntar. Bankar Pósthús Dollar ............. 3,55 3,60 Franki ............ 62,00 62,00 Sœnsk króna ... 106,00 107,00 Norsk króna ... 103,00 104,00 Sterlingspund ... 16,50 16,50 Mark .............. 50,00 51,50 Meðal farþega héðan til K.hafnar á Islands Falk voru konsúlsfrú Aall- Hansen .og dóttir, lækisfrú M. Magnús, systir frá Landakoti, læknisfrú Regina Thoroddsen og börn, Capt. C. Trolle, Tage Möller, Friöth. Nielsen, Boserup, Elías Hólm, Þorfinnur Kristjánsson, Sigurður Sivertsen prófessor, allmargir danskir sjómenn, alls um 30 farþegar. Meiri feol. I fyrradag kom eitt seglskipið enn hlaðið kolum til S>Kol og Salt«. Heitir það Kalps og flytur 420 smálestir af kolum. Það var þriðja skipið, sem fór frá Englandi áleiðis með kol til fólagsins. Skipið sem fyrst fór hefir ekkert fróst um og má því búast við því, að þvl hafi verið sökt og engir menn komist af. Ingólfur kom úr Borgarnesi í gær með marga farþega, þ. á. m. fólk héð-- an úr bæ, sem verið hefir 1 skemtiferð um Borgarfjörð. Sfeúli S Tboroddsen alþingismaður liggur sem stendur á Landakotsspítala mjög þungt haldinn af taugaveiki. Gullfoss Og Island eru bæði farin frá Halifax áleiðis hingað. Ættu því bœði að koma hingað um mánaðamótin. Dagskrá efri deildar í dag kl. 1. 1. Frv. um eignarnámsheimild fyrir bæjarstjórn ísafjarðar; 3. umr. 2. Frv. um breyting á lögum um umboð þjóðjarða. 3. Frv. um ábyrgð landssjóðs á fó kirkjusjóðsins; 1. umr. 4. Frv. um breyting á lögum um manntal í Reykjavík; 1. umr. 5. Frv. um breytingu á lögum um almennan eílistyrk; 1. umr. 6. Frv. um einkasöluheimild Iands- stjórnarinnar á steinolíu; 1. umr. 7. Frv. um laun hreppstjóra o. fl. 8. Frv. um stefnufrest til íslenzkra dómstóla; 1. umr. 9. Till. til þingsál. um kolanám; fyrri umr. Dagskrá neðri doildar í dag kl. 1. 1. Frv. um breytingu á vátrygging— arlögum sveitabæja; 2. umr. 2. Frv. uni að gera Hólshrepp að sórstöku læknishóraði; 2. umr. 3. Frv. um skiftingu á Hróarstungu- læknishóraði; 2. umr. 4. Frv. um breytingu á BÍmakerfalög- pnum í þá átt, að símlnn til Borg- arfjarðar austur verði lagður um Unaós en ekki um Sandaskörð; 2, umr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.