Morgunblaðið - 24.07.1917, Side 3

Morgunblaðið - 24.07.1917, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 Síldarvinná. Enn geta nokkrar stúlkur fengið sildarvinnu hjá h.f. Braga á Hjalteyri. Lysthafar gefi sig fram strax á skrifstofu íélagsins. Th. Thorsteinsson. cfrá ocj með ó&ginum i óag íií 15. sepí n. R.f íoRum vió sRóverzíunum oRRar Rl. I að Rvoíói noma a íaugaróogum, þa Rí. 3 e. R. p. p. Lárus G. Lúóvigsson, Lúóvig Lárusson. Síefán Gunnarsson. Jón Síefánsson. Cíausensbræður Jlrreboe Ciausen. Óvanalegt um þetta leyti. 5. Frv. um löggildingu Bakka i Borg- fiiði austur; 2. umr. 6. Frv. um heimild fyrir bœjarstjórn Reykjavíkur til einkasölu á mjólk; 2. umr. , 7. Frv. um mjólkursölu í Reykjavík; 1. umr. 8. Till. til þingsál. um sölu á ráð- herrabústaðnum; frh. einnar umr. 9. Frv. til laga um sama efni; 1. umr. 10. Frv. Jör. Br. o. fl. um breytingu á bannlögunum; 1. umr. Blómsveigasjóður. Þeir eru farnir aS tíðkast nokkuð hór á landi, og verða vafal. miklu fleiri þegar framlíða stund- ir. Nýstofnaður er einn slíkur sjóður í Hafnarfirði af hjónunum Jóni Eyjólfs- syni kaupmanni og Sigurjónu Jóakims- dóttur. Gáfu þau 500 kr. til sjóð- stofunarinnar og á að verja tekjum har.s til styrktar sœngurkonum í Hafnarfiröi. Þarflegt og gott fyrirtæki, sem Hafn- firðingar vonandi sýna tilhlýðilega rækt. Borg, skip Kveldúlfsfólagsins, fer norður til Hjalteyrar í dag. Austurför þingmanna. Þeir voru 12 alls sem fóru austur yfir fjall á laugardaginn. Voru það þessir: Sig- urður Sigurðsson, Stefán Stefánsson frá Fagraskógi, Pótur Þórðargon, Einar Árnason, Jón Jónsson, Guðjón Guð- laugsson, Guðm. Ólafsson, Hjörtur Snorrason, síra Eggert Pálsson. Þessir fóiu í þingerindum, en auk þeirra fóru í heimboð til Gests Einarssonar á Hæli þeir .Þorleifur Jónsson, Svelnn Ólafs- son og Þorst. Jónsson. Kolin í Dufansdal. Ráðstöfun er nú verig að gera til þess að vinna kol úr uámunni i Dufansdal. Er vonandi að það fyrirtækl takist vel, því að ekki mun veita af að hingað komi íslenzk kol fyrir haustið og veturinn. Lögreglan hetlr undanfarna daga haldiö vörð um borð í mótorskipinu Úlfur. Er sagt að það só vegna eln- hverra kassa, sem í eru tollskyldar vörur, tóbak og konfektbrjóstsykur. Kafbátar í íshafinu. Siglufjarðar- blaðið í>Fram« heflr það eftir mönnum af hákarlaskipi, sem hitti norsk veiði- skip noröur í íshafi, að skipverjar af nokkrum skipum hafi orðið að yfirgefa skipin, þar sem Þjóðverjar hafi ónýtt vólarnar og skorið seglin. Borgarafundur var haldinn í barnaskólagarð- inum í fyrradag, og hafði stjórn alþýðuflokksins boðað til hans. Var fundurinn all-fjölmennur eft- ir ástæðum, þar sem svo mikill fjöldi manna er farinn burt úr bænum. Jörundur Brynjólfsson alþm. setti fundinn, en Þorv. Þorvarðar- son bæjarfulltrúi hóf máls. Næst honum talaði frú Jónína Jóna- tansdóttir, einkum um smjörsöl- una, sem landsstjórnin hefði tek- ið að sér, en 'léti Sláturfél. Suð- urlands annast söluna. Félagið seldi smjörið aðeins í heilum kvartélum, en við það gætu ekki nema tiltölulega fáir orðið aðnjót- andi þeSs. Bar hún loks fram tillögu um að skora á matvæla- nefnd að koma því fyrirkomu- lagi á, að smjörið yrði selt eins og smjörlíkið, gegn afhendingu seðla. Var sú tillaga samþ. Ól, Friðriksson ritstj. vítti mjög aðgerðir matvælanefndar, og tók í sama strenginn og frú Jónína. En Sig. Björnsson lýsti því yfir, að þessar vörutegundir lægju fyrir utan verkahring nefndarinnar, og sannaði hann mál sitt með því að lesa upp erindisbréf það, sem stjórnarráðið hefir sett nefndinni. Ef nefndin ætti að geta ráðstaf- að afhendingu þessara vöruteg- unda, yrði að búa út nýtt erindis- bréf — og létu menn sér það iynda. Þá bar Ól. Friðriksson fram tillögu um að skora á verðlags- nefnd að láta lækka brauðverðið, ef það kæmi fram við nákvæma rannsókn, að verðið væri of hátt og um að bakaríin yrðu tekin eignarnámi ef á þyrfti að halda. Var hún samþykt í einu hljóði. Mjólkurmálið var einnig til umræðu. Var skorað á alþingi að taka til greina tillögu þing-; málafundar Rvíkur um heimild fyrir landsstjórnina til þess að taka að sér einkasölu á mjólk. Var hún einnig samþykt. Þá kom loks fram tillaga um að skora á alþingi að efla bann- lögin og auka eftirlit með þeim, og var hún samþykt með ein- hverjum meirihluta. Bandarikin og ófriðurinn. Það er fyrst og fremst fjármagn Bandaríkjanna, sem menn búast við að verði þungt á metunum i þessum ófriði. Þeir hafa grætt óhemju fjár við að selja bandamönnum hergögn og matvæli og nú ætla Bandaríkja- menn að nota peningana til þess að berjast sjálfir á vígvöllunum 'gegn Þjóðverjum. Þegar Bandaríkin kom- ust inn í ófriðinn var samþykt í þinginu, að bjóða út 3281 miljón dollara lán — »friðarlán« sem þeir nefndu. Og þá upphæð fékk stjórn- in á nokkrum dögum. Nokkuð af upphæðinni ætla Bandaríkjamenn að lána bandamönnum, en mestu verður varið til beinna herútgjalda þeirra sjálfra. Áköf sprenging varð nýlega í tveim sykurverksmiðjum í New York. Er talið áreiðanlegt að Þjóðverjar séu sök í þvi. 0 cySaupsRapur 2 kanarifuglabúr til sölu. Sími 394- Sendinefnd til Frakklands. Bandarikjastjórn hefir nýlega sent nefnd manna, sérfræðinga á ýmsum sviðurn, til Frakklands til þess að Bandaríkjamenn geti séð með eigin augum hvers Frakkar þurfi aðallega við sem stendur. Eru meðal nefnd- armanna margir þektir sérfræðingar, læknar, fjármálamenn, byggingar- meistarar, járnbrautarfræðingar o. fl. sem öllum er ætlað sérstakt starf í Frakklandi. Er búist við miklum ár- angri af för þeirra, því vafalaust mun Bandaríkjastjórnin ekki láta standa á sér með að senda það sem Frakkar nauðsynlega þarfnast. Þýzkir flugbátar fóru nýlega flug- ferð til eyja Rússa í Eystrasalti og vörpuðu þar niður fjölda spr«ngi- kúlna. Allmargir biðu bana og fjöldi fólks meiddist. Horfið hefir úr Akurey mórauð kind með svörtu lambi. Brenni- merkt R. 5, én lambið með minu marki: Sýlt.. og gagnfjað'rað hægra, 2 fjaðrir aftan vinstra. Færi svo að einhver fyndi hana lifandi eða dauða bið eg hann að láta mig vita um það. Engey ao. júlí 1917. Brytijóljur Bjarnason. Drengi vantar til að selja pésa á götunnm. Uppl á skrifstofn Isafoldar. Alvinnu við skriftir eða verzlun óskar ungur maður nú þegar. Ritstjóri vfsar á.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.