Morgunblaðið - 26.07.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.07.1917, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ greina að heimiia landsstjórninni að hafa til reynslu einhverjar birgðir af steinolíu til {ress að reyna með því að bæta verzlun á þeirri vöru. Guðjón Guðlauqsson kvað hér ekki um neitt skattamál að ræða, heldur væri hugmýndin með frumvarpinu sú, að reyna að gera mönnum olíu- kaup ódýrari en nú og sjálfsagt væri að stjórnin notaði sér ekki heimild- ina eða bætti við einkasöluna, ef hún sæi fram á, að hún gæti annaðhvort ekki útvegað nægar birgðir eða ekki bætt verðlag á vörunni. 4 kr. gjald á tunnu hugði hann vera minni hagnað en menn gætu búist við að kaupmenn tækju. Frv. vísað til 2. umr. með shlj. 13 atkv. og til fjárhagsnefndar. 7. Frv. um hreppstjóralaun (kom- ið frá Nd.); 1. umr. Vísað til 2. umr. umræðulaust og til allsherjarnefndar. 8. Frv. um stéfnufrest (frá Nd.); 1. umr. Vísað til 2. umr. og allsheijar- nefndar. 9. Þingsál.till. um kolanám (frá Nd.) fyrri umr. Nokkrar umræður spunnust um till. milli framsögumanns, Karls Ein- arssonar og atvinnumálaráðherrans. Ráðherra bað menn m. a. að hafa það hugfast,, að það sem stjórnin léti vinna hér að kolanámi (á Tjörnesi) mundi ekki geta fullnægt eldiviðar- þörf landsmanna, og ætti ekki að draga úr því, að menn viðuðu að sér útlendum kolum. Viðaukatillaga bjargráðanefndar Ed. um flutning á kolunum var samb., og tillögunni vísað til síðari umr. Úr neðri deild i gær. 1. Frv. um breyting á lögum um vátrygging sveitabæja og annara húsa í sveitum, utan kauptúna; 2. umr. Frv. samþ. með litlum breytingum og visað til 3. umr. í e. hlj. 2. Frv. um breyting á lögum um skipun læknishéraða (Nauteyrar- hérað); 2. umr. Frv. telc með 16:7 atkv. að við- höfðu nafnakalli. 3. Frv. um breyting á lögum um skipun læknishéraða (Bakkahér- að); 2. umr. Frv. felt með 13 : 7 atkv. 4. Frv. um breyting á lögum um ritsíma- og talsímakerfi íslands (Borgarfjarðarsími); 2. umr. Frv. samþ. með breytingu og vís- að til 3. umr. í e. hlj. 3. Frv. um breytingu á lögum um löggilding verzlunarstaðar hjá Bakkágerði i Borgarfirði; 2. umr. 6. Frv. um heimild fyrir bæjar- stjórn Reykjavíkur til einkasölu á mjólk; 2. umr. Frv. var eftir langar umræður af- greitt með svohljóðandi rökstuddri dagskrá frá allsherjarnefnd: »Af því að deildin telur frv. það, sem hér liggur íyrir, eigi geta komið að því haldi, sem til er ætlast, en hinsvegar er fram kom- ið frv., er miðar að þvi að bæta úr göllum á mjólkursölu í Reykja- vík, að því leyti sem þess er nú kostur, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá*. Dagskiáin samþ. með 22 : 1 atkv. að viðhöfðu nafnakalli. 7. Frv. um mjólkursölu í Reykja- vik; 1. umr. Frv. visað til 2. umr, í e. hlj. 8. Tillaga til þingsál. um sölu á ráðherrabústaðnum var tekin aftur af flutningsmönnum. 9. Frv. til laga um sölu á ráð- herrabústaðnum; 1. umr. Frv. vísað til 2. umr. með öllum greiddum atkv. gegn 1, og til fjár- hagsnefndar. 10. Frv. um breytingu á aðflutn- ingsbannlögunum; 1. umr. Aðalflutoingsmaður frv., Jörundur Brynjólýsson reifaði málið. Kvað hann það vera á allra vitorði að bannlögin væru ekki haldin sem skyldi. Væri það skylda löggjafar- valdsins og lögreglustjórnar, að sjá um, að þessi lög væru haldin eins og önnur lög, en brestur á ýmsum ákvæðum ylli þvi, að lögin gætu ekki náð tilgangi sínum. Því væri þetta frv. fram kopiið, til að reyna að bæta úr þeim göllum. Sagði hann að eftirlit með skipum, sem frá útlöcdum kæmu, væri mjög ófull- komið. Að eins þeir lögreglustjór- ar, sem ‘hefðu sérstakan áhuga á bindindismálinu, gerði eitthvað í því efni, en hinsvegar væri það opin- bert leyndarmál, að til væru lög- reglustjórar í landinu, sem létu sig þetta eftirlit engu skifta. Magfaús Guðmundsson spurði, hverjir þeir væru. Kvað flutningsmaður hægt að nefna nöÍD, en það hefði enga þýð- ingu nú. — — Kvað hann það og opinbert leynd- armál, að ýmsir menn hefðu gert sér það að atvinnu að smygla inn í landið víni og okra á þvi til þeirra manna, sem hnfeigðir væru til vín- nautnar. Nauðsyn væri að setja í lögin ákvæði til að refsa þessum mönnum. Enn fremur hafi brytt á því, að menn, sem hafa heimild til flytja inn vín til iðnaðarþarfa, hefðu misbrúaað þá heimild, og þyrfti því að skerpa eftirlitið með því að leggja við refsingar. Þá væri og óhafandi í lögunumþað ákvæði, er heimilar íslenzkum skipum að hafa áfengi í fórum sinum hér við land. Það hefði einnig bólað töluvert á þvl, að þeir menn, sem leyfi hafa samkvæmt lögunum til að eiga vínbirgðir, hefðu látið úti vín til annara. í sambandi við það væri farið fram á þá breyt- ingu, að refsa mætti þeim mönnum sem létu mikið á sér bera með óvið- eigandi framkomu á götum úti, vegna vinnautnar. Vænti hann að enginn hefði neitt út á það að setja, þar sem slik framkoma væri alger- lega óviðeigandi í bannlandi. Þó að töluveit hafi brytt á mótþróa móti þessum lcgum, vænti hann, að and- stæðingarnir hlytu að játa, að þau hefðu komið ýmsu góðu tii vegar. Taldi hann engan vafa á þvi, að þetta væru einhver beztu lög, sem fram hefðu komið í þessu landi. Þau hefðu aukið menningu, þroska og heilbrigði á mörgum sviðum. Bæri þvi að gæta þessa gimsteins, sem allra bezr. Einar Jónsson kvað sig ekkr furða, að þetta frv. kæmi fram. Kvaðst hann ekki álasa þeim mönnum, sem eitthvað vildu gera til að skeipa lög- in og koma þeim í betra horf, en enn þá siður kvaðst hann þó álasa þeim, sem vildu fara aðrar leiðir til þess en flm. frv. Þrætan um málið væri orðin mikil, og ætti helzt að reyna að leita sam- komulags. Lögin væru meira brotin en flestir hefðu búist við í fyrstu, og þyrfti að ráða bót á því. En það yrði ekki gert með þessu frv. Bjóst hann við að áður en langt liði myndi koma fram frv. til miðlunar i þessu máli, og myndi það liklegra til að bæta úr göllum bannlaganna. Kvaðst hann hafa verið bannmaður 1909 og greitt atkvæði með lögun- um í þeirri von að algerlega tæki fyrir víninnflutning til landsins, en nú væri hann búinn að sjá, að vín flyttist til landsins eftir sem áður, og gæti hann því ekki verið lögun- um fylgjandi lengur. Nú dytti sér í hug, hvort ekki mætti ná sam- komulagi með því að leyfa innflutn- ing á vægari vínum, en láta bannið gilda um sterk vín. Taldi hann engan efa á því að ef menn gætu fengið bjór, þá myndu menn ekki kæra sig um brennivin eða önnur sterk vín. Með þessu væri tvent unnið. Það sparaði mönnum fé, þvl að nú væri okurverð á vini hjá smyglurunum, og kæmi í veg fyrir að menn legðu sér til munns óþverra Svo sem »kogesprit« o. þ. h. Þetta frv. væri á hinn bóginn svo háska- lega útbúið, að það hlyti að verða bannlögunum til bölvunar en hreint ekki til nokkurs gagns. Var svo umr. frestað. Undir ræðu Einars var kveðið: Eg vil hafa á borðum bjór brennivins að tempra þjór. Að öðru leyti atkvæði eg mun greiða frumvarpi. Og enn fremur: Ef að leyfðuryrði bjór Einar stæði’ á þambi. Enginn myndi óttast Þór og úlfur verða’ að lambi. c DAGBOK 1 Gangvorð erlendrar inyntar. T al 8 im ar AIJ> i n g i s: 354 þingmannasími. Um þetta númer þurfa þeir að biðja, er œtla að ná tali af þingmönnum i Alþingis- húsinu í sima. 411 skjalaafgreiðsla. 61 Bkrifatofa. Dollar Bankar 3,55 Pósthúg 3,60 Franki ... 62,00 62,00 Sænsk króna ... 106,00 107,00 Norsk króna » ... 103,00 104,00 Sterlingspund ... 16,50 16,50 Mark 50,00 51,50 Veðrið. Hundadagarnir eru byrj- aSir — og þeir byrjuðu með rigningu. Segja gamlir menn, að það þýði rign- ingu alla hundadagana — og er það óskemtileg tilhugsun. Timburskip kom hingað til Póturs Ingimundarsonar trésmíðameistara i fyrradag. Verkamenn fóru hóðan nokkrir með Botníu til kolanámunnar á Tjörnesi. Væri óskandi að landsstjórnin gerði það sem unt er til þess að ná sem mestum kolum úr þeirri námu í sum- ar, því að ekki mun veita af. Dagskrá efri deildar í dag kl. 1. 1. Frv. um sameining Isafjarðar- og Eyrarhrepps 2. umr. 2. Till. til þingsáh um kolanám; síðari umr. 3. Fyrirspurn til landsstjórnarinnar um úthlutun landsverzlunarvara; hvort leyfð skuli. Dagskrá neðri deildar í dag kl. 1. 1. Frv. um þóknun til vitna; 1. umr. 2. Frv. um viðauka við samþyktar- lög um kornforðabúr; 1. umr. 3. Frv. um sölu á Tungu með skóg- arítaki; 1. umr. 4. Frv. um framkvæmd eignarnáms; 1. umr. 5. Frv. um stækkun verzlunarlóðar ísafjarðar; 1. umr. t 6. Frv. um stefnubirtingar; 1. umr. 7. Frv. um eignarnám brauðgerðar- húsa; 1. umr. 8. Frv. um prófessorsembætti handa Guðm. Finnbogasyni; 1. umr. 9. Frv. um notkun bifreiða; 1. umr. 10. Frv. um varnarþing í einkamál- um; 1. umr. 11. Þingsál.till. um ársforða af nauð« synjavörum; fyrri umr. 12. Þingsál.till. um hafnargerð i Þor- lákshöfn; síðari umr. 13. Þingsál.till. um hámarksverð á smjöri; hvernig ræða skuli. 14. Þingsál.till. um hjúskaparslit og afstöðu foreldra til barna; hvernig ræða skuli. Utan af landi. Rajmaqnsstöð er nú verið verið að gera í Húsavík. Er aflið til hennar tekið úr Búðaránni, sem rennur um n.itt þorpið. Hefir áin verið stífluð ofarlega á bakkanum og vatninu veitt i gegn um víðan steinsteypuhólk fram af Stangarbakkanum þar sem hann er hæstur. En framan í bakkanum er stöðin sjálf — lítið steinsteypu- hús, og þar eru vélarnar. Húsið mun nú fuilgert, og vélarnar settar niður og gengið frá þeim til fulls, og er nú verið að leggja ljósa og hitaleiðsl- ur inn í húsin í þorpinu, því að ýmsir ætla að elda við rafmagnshita.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.