Morgunblaðið - 14.08.1917, Side 2

Morgunblaðið - 14.08.1917, Side 2
2 MOKGUNBLAÐIÐ neitaði að skifta sér af aflanum — hann væri vátryggingarfélaginu ó- viðkomandi, eins og sakir stóðu. »Fjerde Söforsikringsselskab* neit- aði og að borga vátryggingarupp- hæðina. Hafði það félag einnigtekið að sér ábyrgð skipsins, en hafði endurvátrygt aflann hjá öðru dönsku félagi, »Dansk Sökrigsforsikring for Varert. Lenti nú í þvargi miklu milli eiganda »Ránar« og »Fjerde Söforsikringsselskab,* sem vísaði til hins félagsins upp á útborgun o. s. frv. Fór hlutafélagið Ægir loks í mál við vátryggingarfélagið, en það mál var dæmt í »Sö- og Handels- retten* 27. f. m. Rétturinn komst að þeirri niður- stöðu, að samkv. anda sjólaganna beri tilfelli þetta að skoðast sem »Grosshavarii, þ. e. að tjóninu beri að skifta milli skips og farms. Ef skipinu hefði ekki verið snúið við, mundi því hafa verið sökt og »Fjerde Söforsikringsselskab« ætti því að bera mestan hluta tjónsins. Samkv. þessu dæmdi rétturinn »Fjerde Söforsik- ringsselskab* til þess að greiða »Æg- ir« 33.246 kr., en »Dansk Sökrigs- forsikring* 4432,83 kr. Svo fór um sjóferð þá. Annars er það í meira lagi undarlegt, að »Ægir« skyldi þurfa að lögsækja vá- tryggingarfélagið til greiðslu á vá- tryggingarfúlgu farmsins. »Fjerde Söforsikringc, sem tekið hafði að sér ábyrgð bæði skips og farms (þó sumt hafi aftur verið endurtiygt í öðrum félögum) mátti þakka sínum sæla fyrir, að skipinu ekki var sökt. Þá hefði félagtð orðið að punga út með um 300 þús. kr. »Fjerde Sö- forsikringc hefði eigi að eins átt að borga farminn orðalaust, heldur einn- ig sýna skipstjóranum, er með dugn- aði sínum og ráðdeild frelsaði skipið úr klóm Þjóðverja, einhverja viður- kenningu sem um munaði. Það er ekki ósennilegt að félagið mundi óbeinlínis hafa grætt mikið á því. ---- I ITT-SSÍSS I ---- Landsreikningar. Fjárhagsnefnd Nd. ber fram svo látandi tillögur út af athugasemdum yfirskoðunarmanna landsreikninganna fyrir árin 1914—1915. Alþingi ályktar að skora á ráðu- neytið: 1. Að sjá um, að landsreikningurinn fyrir ár hvert verði framvegis til- búinn ekki síðar en í lok nóv- embermánaðar næst á eftir. 2. Að hraða hinni umboðslegu end- urskoðun eftir föngum. 3. Að sjá um að allir reiknings- haldarar landssjóðs geri í tæka tíð reikningsskil fyrir því fé, sem þeir innheimta eða hafa undir höndum. 4. Að frímerkjabirgðir stjórnarráðs- ins og póstmeistara verði taldar við hver áramót, og skýrsla um þær látin fylgja landsreikningnum til yfirskoðunarmanna. í skýrslu þessari sé hver tegund frímerkja tilgreind sérstaklega. 5. Að sjá um, að reikningar lands- sjóðsverzlunarinnar verði gerðir upp nákvæmlega frá byrjun, og þeir síðan, að lokinni umboðs- legri endurskoðun, afhentir yfir- skoðunarmönnum Alþingis til at- hugunar, og láti þeir síðan at- hugasemdir sínar með svörum og tillögum fylgjalandsreikningunum. Ástandið í Þýzkalandi. f»rjú dæmi. í dönsku blaði er sagt frá þessu atviki: í járnbrautarlest sem kom fra Þýzkalandi svaf ung stúlka. Þeg- ar lestin var komin á ákvörðunar- staðinn, reyndi þjónninn árangurslaust að vekja stúlkuna. Þrátt fyrir itrek- aðar tilraunir til að vekja hana, svaf stúlkan svefni hinna réttlátu sem fastast. Læknar voru sóttir, en til- raunir þeirra mishepnuðust og loks vaknaði stúlkan á sjúkrahúsinu, eftir að læknar höfðu stumrað yfir henni. Við rannsókn kom i ljós að hún var örmagna — af sulti. Úr bréfi frá íslendingi i Þýzkalandi til ættingja hans hér: Mér líður ágætlega. Hér er nóg af öllu. Að eins höfum vér siðustu vikuna ekki getað fengið þeyti-rjóma (Schlagsahne) 11 Úr dönsku blaði: .... Liðan mín í Þýzkalandi er alveg fyrirtak. Vinur minn, sem skrifaði unnustu sinni í Svíþjóð hið gagnstæða, var skotinn í gærl t PAOaOK j ▲fmæli I dag: T alsímar Alþ in g i s: 8S4 þingmaiuiastmi. Um þetta númer þurfa þeir að biðja, er œtla að ná tali af þingmönnum i Alþingis- húsinu i síma. 411 skjalaafgreiðsla. 61 skrifstofa. Bifreiðaslys, Á sunnudagsnóttina var Overland-bifreið, H. F. 6, ekið út af veginum sunnarlega í Hafnarfirði, við svokallaða Hafnarbrekku. Er þar um H/j mannhæð niður af veginum og all hættulegur staður bifreiðum, ef óvarlega er farið. Fjórir menn voru í bifreiðinni, en við stýrið sat Egill Vilhjálmsson. Vagninn valt á hliðina og mildi að ekki varð stórslys að. Annar bifreiðastjóri, Stefán Jóhannsson, sem sat í vagnlnum, meidd- ist nokkuð á höfði, og annar farþegl meiddist á fæti. Að sögn var bifreiðin ljósalaus, og er það ófyrirgefanlegt ef satt er. Ann- ars þyrftl endilega rannsókn fram að fara af viðkomandi yfirvaldi, þegar slfk slys bera að höndum. Komi í ljós að bifreiðarstjórinn hafi gert sig sek- an um vanrækslu eða sórstaka óvar- kárni — þá er ekki nema rótt að hann sæti hegningu fyrir, hór eins og alstaðar annarsstaðar. Það má ekki líða bifreiðarstjórum að fara óvarlega. Botnia fer héðan á fimtudaginn austur og norður um land — aðallega með steinolíu. Um 160 manns voru að sögn á Þingvöllnm á sunnudaginn. Glaðasól- skin þar og logn eins og hór. Garðræktnn. Um miðjan þennan mánuð eiga menn að fara að sá rauð- káli, hvftkáli, selleri, blómkáli og agúrkum í vermireiti til þess að það verði sæmilega þroskað að sumri. Nú er um að gera að sleppa engu tæki- færi til þess að rækta matjurtir hór á landi og menn verða að hafa það hug- fast að undirbúa ræktunina nógu snemma. Dagskrá efri deildar í dag kl. 1. 1. Frv. um stefnufrest; 2. umr. 2. Þingsál.tiil. um hafnargerð í Þor- lákshöfn; sfðari umr. Dagskrá neðri deildar f dag kl. 1. 1. Frv. til fjáraukalaga 1914 og 15; 2. umr. 2. Frv. um herpinótaveiði við Húna- flóa; 2. umr. 3. Frv. um lækkun sykurtolls; 2. umr. 4. Frv. um verðlagsnefnd; 2. umr. 5. — — húsaleigu í Reykjavík; 2. umr. 6. Þingsál.till. um fóðurbætiskaup; sfðari umr. 7. Frv. um brýr á Hofsá og Selá; 1. umr. 8. Frv. um útflutningigjald af síld; 1. umr. 9. Frv. um breyting á samábyrgðar- lögunum; 1. umr. 10. Frv. um sölu Halgustaða og Sig- mundarhúsa; 1. umr. 11. Frv. um dýrtíðaruppbót handa embættis- og sýslanamönnum lands- sjóðs; 2. umr. 12. Frv. til heimiidarlaga um sölu á nauðsynjavörum undir verði; 2. umr. 13. Frv. um almenna hjálp vegna dýrtfðarinnar; 1. umr. 14. Frv. um dýrtíðarstyrk (ef deildin leyfir); 1. umr. 15. Frv. um aðflutningsbann á áfengi (Jóns á Hvanná og Póturs á Gautlöndum); 1. umr. 16. Tillögur út af athugasemdum yf- irskoðunarmanna landsreikning- anna 1914 ogl91ö; hvernig ræða skuli. Búist er við því, að fundurlnn standi langt fram á nótt. íslands Falk var í Færeyjum f gærdag. BrauBkort hafa nú verið gefin út í Frakklandi. Eftir þeim á hver fullorðinn maður að fá 500 gröm af brauði á dag og hvert barn 300 gröm. — Hér í Rvík er hverjum manni ætluð tæp 300 gröm af brauöi á dag. Sykurtollurinn. Fjárhagsnefnd Nd. er þvi mótfall- in að sykurtollur sé lækkaður. Ef frv. um lækkun tollsins næði fram að ganga, yrði það þess valdandi að landssjóður misti mikið af tekj-- nm sínum, en erfitt að svo stöddu að finna nokkuð i staðinn til þess að afla landssjóði tekna. — Arið 1915 fluttust til landsins 2,916,000 kg. af sykri. Með sama innflutningi á næsta fjárhagstínaabili, mundi tekju- missir landssjóðs nema 404,240 kr. Frá alþingi. Nýungar. 1. Stefnufrestur. Allsherjarnefnd Ed. ferst svo orð um frv. Einars Arnórssonarumstefnu- frest til islenzkra dómstóla: Nefndin ræður hv. deild til að- samþykkja frv. þetta með þeirri einu efnisbreytingu, að stefnufrestur í gesta- réttarmálum innan þinghár og kaup- staðar verði eigi lengdur um meira en 1 sólarhring. Fyrir nokkrum orðabreytingum verður gerð grein í framsögunni. Framsögum. er Magnús Torfason, 2. Endurbœtur á samábyrgðarlög- unum. Sjávarútvegsnefnd Nd. flytur frv. um ýrasar breylingar á og viðauka við lög frá 1909, um stofnun vá- tryggingarfélags fyrir fiskiskip, svo sem að fyrirskipa ákveðna flokkun á öllum skipum og bátum, sem eru í beinni vátryggingu, og nema úr gildi ákvæði um frádrátt á skaðabót- - um og um að láta ábyrgðareiganda gjalda svika og kæruleysis skipstjóra við skipskaða, o. m. fl. Segir svo í greinargerðinni: »Þörfin á innlendri tryggingar- stofnun fyrir skip í siglingum verð- ur með hverju ári brýnni. Úr henni hefir Samábyrgðin enn eigi getað bætt, nema að nokkru leyti fyrir fiskiskip og ferjur í innanlandssigl- ingum. Mörg slík skip og bátar eru þó enn í útlendum tryggingum eða all- sendis tryggingarlaus, og valda þar mestu um óþjál tryggingarkjör Samábyrgðarinnar. — Bæði lög hennar og reglugerðir hafa sætt itrekuðum andmælum og fælt marga skipaeigendur frá tryggingu. Framanritaðar frumv.greinar lúta' að því að nema helstu agnúana k braut. Úr neðri deild í gær. 1. Frv. um heimlld handa bæjar- og sveitastjórnum til aS taka elgnarnámi eða á leigu brauögerðarhús o. fl.; einf umr. Frv. samþ. í einu hljóði og afgr. tii landsstjórnarinnar sem lög frá Alþingl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.