Morgunblaðið - 14.08.1917, Page 3

Morgunblaðið - 14.08.1917, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 p~NOTIÐ AÐ EINS—, Þar sem Sunlight sápan er fullkomlega hrein og ómenguð, þá er hún sú eina sápa, sem óhætt er að þvo úr fina knipplinga og^ annað l<n. /D.1 S'rf. Dr.P.J.OIafson tannlækni er fyrst um sinn að hitta í Kvennaskólanum við Frikirkjuveg kl. IO—II Og 2—3 á virkum dögum. J2e iga Herbergi með húsgögnum óskast leigt um mánaðartima. R. v. á. 2. Frv. um heimild fyrir lands- stjórnina til að leyfa íslandsbanka að auka seðlaupphœð sína; 3. umr. Tekið út af dagskrá. 3. Frv. um breyting á lögum um skipun prestakalla; 3. umr. Frv. samþ. með 13:2 atkv. og afgr. til landsstjórnarinnar sem lög frá Al- þingi. 4. Frv. um Btofnun dósentsembætt- is í lækuadeild háskóla Islands; 2. umr. Frv. samþ. og vísað til 3. umr. f einu hljóði. 5. Frv. um breyting á lögum um eignarnámsheimild fyrir bæjarstjórn Isafjarðar á lóö og mannvirkjum undir hafnarbryggju; 2. umr. Frv. samþ. og vísað til 3. umr. f einu hljóðl. 6. Frv. um framlenging og breyt ing á lögum um bráðabirgðaverðhækk. unartoll af útfl. ísl. afurðum. 1. umr. Frv. vísað til 2. umr. og til fjárhags- nefndar með öllum greiddum atkv. gegn tveimur. 7. Frv. um breyting á lögum um vitagjald. 1. umr. Frv. vísað til 2. umr. og til fjárhagsn. í einu hlj. 8. Frv. um breyting á lögum um að fá útmældar lóðir í kaupstöðum og í löggiltum kauptúnum. 1. umr. Frv. vísað til 2. umr. og til allsherjarn. með llum greiddum atkv. 9. Frv. um fiskiveiðasamþyktlr og Iendingarsjóði. 1. umr. Frv. vísað til 2. umr. og til sjávarútvegsnefndar f einu hlj. 10. Frv. um siysatrygging sjómanna. 1. umr. Frv. vísað til 2. umr. og til sjávarútvegsnefndar f einu hlj. 11. Till. til þingsál. um skipun nefndar til að íhuga og undirbúa lands- spftalamálið; sfðari umr. Tekiu út af dftgskrá. Landakotsskólinn byrjar i. sept. n. k. kl. io f. h. Þeir sem ætla að stunda nám i Landakotsskóla i vetur, eru vin- samlega beðuir um að snúa sér sem fyrst til undirritaðs eða St. Jósefs- systranna i Landakoti. J. Servaes. Venjulega heima n—i og 6—8. Sími 42. Skófatnaður nýkominn i miklu úrvali í Skðverzlim Stefáns Gunnarssonar, Austurstræti 3. Hús til sölu nú þegar á góðum stað í bænum. Ein ibúð er i húsinu; má koma annari fyrir með litlum tilkostnaði. Alt húsið getur verið laust til notkunar frá i. október næstkomandi. Sveinn Björnsson, Austurstræti 7. 12. Till. til þingsál. um fóðurbætis- kaup; fyrri umr. Vfsað til síðari umr. í einu hij. 13. —15. mál tekin út af dagskrá. 16. Fyrirspurn til landsstjórnarinn- ar um rannsókn hafnarstaða, leyfð í eiuu hlj. Úr etri deild í gær 1. Frv. um gjöld til holræsa og gangstétta á Akureyri; 3. umr. Frv. samþ. umræðulaust og afgr. til Nd. 2. Frv. um breyting á lögum um Ræktunarsjóð Islands; 3. umr. Sömuleiðis samþ. umræðulaust og sent Nd. 3. Frv. um einkasöluheimild lands- stjórnarinnar á steinoliu; 2. umr. Um það mál urðu nokkrar nm- ræður. Siqurður Eqqerz, ffamsögumaður fjárhagsnefndar, mælti með frumv. óbreyttu. Hannes Hajstein þótti frv. illa samið og ógreinilegt, vanta í það nauðsynlegt ákvæði um að stjórnin gæti falið öðrum einkasöluna, og gat yfirleitt ekki sætt sig við frv., nema ef vera skyldi sem bráðabirgða- ráðstöfun. Magnús Torfason talaði fyrir brtill., sem hann hefir borið fram með Kr. Dan., um að gjald það, sem stjórnin leggur á steinolíuna, renni að hálfu í landssjóð en að hálfu í veltufjár- og varasjóð verzlunarinn- ar (skv. frv., eins og það er komið frá Nd., renna 8/4 hl. gjaldsins í lands- sjóð en J/4 i varasjóð). Magnús Krist- jánsson mælti fastlega með brtill., sem hann fintti, að lækka gjald það, sem kæmi á hverja steinolíutunnu, úr 4 kr. niður í 2 kr. Studdu þeir mál hans atvinnumdlaráðherra, fjármála- ráðherra og Magnús 1 orfason, en Siqurður Tggerz mælti í móti og vildi þá heldur engan skatt leggja á en að hafa hann minni en 4 kr. á tunnu, og Hannes Hafstein kvaðst ráðinn i að greiða atkv. gegn frv. ef gjaldið yrði lækkað. Minna mætti það ekki vera og hrykki þó skamt upp i út- gjöld þau, sem verzlunin hefði í för með sér ef hún ætti að vera í lagi, svo sem til kaupa á olíugeymum og oliuskipi. Svo fór að brtt. Magnúsar Torfa- sonar um það, hvað gert skyldi við gjaldið, var samþ. með 9 : 5 atkv., en brtt. Magnúsar Kristjánssonar um að lækka gjaldið féll með jöfnum atkvæðum, að viðhöfðu nafnakalli. Frv. gekk til 3. umr. 4. Frv. um laun hreppstjóra og aukatekjur m. m.; 2. umr. Framsögumaður Hannes Haýstein gerði grein fyrir breytingartillögum allsherjarnefndar. Voru þær allar samþyktar og mál- ið fór til 3. umr. 5. mál tekið af dagskrá. 6. Frv. um framlenging vörutolls; 2. umr. Halldór Steinsson, frsm. fjárhags- nefndar, gerði nokkrar aths. í sam- ræmi við nefndarálitið, og lagði til, að frv. yrði samþ. Svo var gert, og málinu vísað til 3. umr. 7. mál tekið út af dagskrá. 8. Þingsál.till. um ásetnig búpen- ings (komin frá Ed.); ein umr. Engin umræða varð. Till. samþ. og verður afgreidd til landsstjórnarinnar sem ályktun Alþingis. 9. Frv. um fyrirhleðslu fyrir Þverá og Markarfljót (Komið frá Nd.); 1, umr. Fggerl Pálsson vænti þess, að deild- in tæki vel í þetta nauðsynjamál. Frv. vísað til 2. umr. og landbún- aðarnefndar. 10. Frv. um afnám laga um ali- dýrasjúkdómsskýrslur (komið frá Nd.); r umr. Frv. vísað til 2. umr. oglandbún- aðarnefndar. 11. Frv. um stefnubirtingar (frá Nd.); 1. umr. Visað til 2. umr. og allsherjar- nefndar. 12. Frv. um að skipa Guðm. Finnbogason prófessor í hagnýtri sálarfræði (frá Nd.); 1. umr. Visað til 2. umr. og mentamála- nefndar með 10 samhlj. atkv. 13. Frv. um framlenging á frið- unartima hreindýra (frá Nd.); 1. umr. Vísað til 2. umr. og landbúnaðar- nefndar. 14. Frv. nm hjónavígslu (frá Nd.); 1. umr. Visað til 2. umr. og allsherjar- nefndar. Husaleiga í ReykjaYík. —o— Nefndarálit allsherjarnefndar neðri deildar: Háttv. Ed. hefir haft frv. þetta tii meðferðar. Hefir hún, að ráði alls- herjarnefndar þar, samþykt ýmsar breytingar á orðalagi frv. Eru fáein- ar þessara breytinga fremur til bótar flestar gersamlega vættkisverðar og sumar fremur til lýta. Og loks hafa nokkur léttvæg mállýti fengið að standa óáreitt, eða allsherjarnefnd Ed. tekið þau i breytingartillögur sínar. En svo er þetta mál alt smávægi- legt, að eigi þykir nefndinni svara kostnaði að eltast við það. Eina efnisbreytingu hefir Ed. sam- þykt á frv. Er hún þess efnis, að- húseigandi megi segja upp húsnæði, enda þótt uppsögn fari fram e f t i r 14. maí 1917, að hann fullnægir þessum skilyrðum: 1) a ð honum sé hússins brýnr þörf til eigin íbúðar, og 2) a ð hann hafi verið orðinn eigandi hússins fyrir 14. mai þ. á. Fyrra skiLrðið er til þess sett, að eigendur húsa fái eigi sagt upp hús- næði, nema þá knýi brýn nauðsyn til, og verður húsaleigunefnd að meta þá nauðsyn. Húseigandi, sem býr i annars manns húsi, þarf eigi að hlýta uppsögn þess manns, nema slík nauðsyn knýi hann o. s. frv, Þess vegna virðist ákvæðið mega. vera, því að svo getur staðið á, að húseigandi verði alveg húsviltur, ef hann fær eigi flntt sig í hús sitt. Síðara skilyrðið kemur í veg fyrir það, að hús verði selt i því skyni að losa þau úr íbúð, og er það þarft. Nefndinni virðist mega ganga að frv., þrátt fyrir téða breytingu, og leyfir hún sér því að ráða hv. deild til að samþykkja það óbreytt. Framsögumaður Einar Arnórsson. «^8 0........-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.