Morgunblaðið - 16.09.1917, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
H.P.Duus A-duild
Hafnarstræti
Nýkomið:
Kjólatau svart og mislitt, S lkitau sva't og mislitt,
Regnkápur svartar og misl., Flónel hvítt og misl.,
Gardínutau, Flauelsmolskin, Léreft einbr. og
tvíbr., Tvisttau, Saumavélar, Prjónavörur,
allar teg., Matrósahúfur, Barnahattar, Regn-
hattar o. m. fl.
Mikið úrval aí allskonar smávöru
og
bezt
A-deild
ódýrast.
Dr.P.J.OIafson
tannlækni
er fyrst um sinn að hitta í
Kvennaskólanum við Frikirkjuveg
kl. io—ii og 2—3
á virkum dögum.
Erl. símfregttir
Opinber tilkynning frá brezku utan-
ríkisstjórninni í London.
London, ódagsett.
Vígstöðvar Breta.
Veður hafa verið óhagstæð til
flugferða og þess vegna hefir verið
erfitt að ná myndum af stöðvum
óvinanna. En ekkert lát hefir orðið
i hinni stöðugu ásókn, er hafin var
hinn 9. og 10. september hjá Hargi-
curt og Villerets, tveim mílum fyrir
vestan veginn milli St. Quentin og
Cambria. Höfum vér algerlega náð
á vort vald þúsund metra löngum
varnarstöðvum Þjóðverja og eru þær
nokkur hluti af Siegfried-herlínunni
er áður var fræg. Vegur þessi er
mjög þýðingarmikill fyrir samgöng-
ur Þjóðverja og þess vegna gerðu
þeir þarna harða stórskotahríð hinn
11. sept. og gagnáhlaup. Það var eigi
að eins að þeim mishepnuðust gagn-
áhlaupin og þeir mistu margt manna,
heldur komust Bretar inn á stöðvar
Þjóðverja hægra megin og héldu
þeim stöðvum er þeir náðu og
styrktu þær. Grimmileg handsprengju-
gagnáhlaup Þjóðverja urðu að engu.
12. sept. gerðu Þjóðverjar enn á-
hlaup, en þau mishepnuðust og
biðu þeir mikið manntjón. Er her-
lína Breta nú, komin þétt að vega-
mótunum þar sem þjóðvegutinn að
Leceteau liggur. Þjóðverjar sýndu
það að þeir eru áhyggjufullir útaf
þessu, með því að gera öflug gagn-
áhlaup, sérstaklega tveim mílum
fyrir norðan Langemarck. Bretar
héldu öllum stöðvum sínum og
varð mikið mannfall í liði óvinanna.
í stórum og þéttum fylkingum
gerðu Þjóðverjar öflug gagnáhlaup
hjá Bullecourt. Það voru að eius
leifar þeirra fylkinga sem komust
fram að skotgröfunum og voru þær
fljótlega hraktar þaðan. Margar her-
deildir Þjóðverja hafa tekið þátt í
orustum þessum og það er kunn-
ugt að tjón þeirra hefir verið mjög
mikið. Bretar og Frakkar hafa enn
yfirhöndina í loftinu.
Vígstððvar Frakka.
Merkasti viðburðurinn á vigstöðv-
um Frakka ersá,að þeir gerðu áhlaup
á hægri bakka Meuse á 2 % kíló-
metra svæði norðan við Fosse-skóg,
Tóku þeir alkn útjaðan Chaune-
skógar og hafa nú vald á Cauriers-
skógi. Sézt það bezt á því, hve
mikils virði þessar stöðvar eru, að
l>jóðverjar gerðu grimmileg gagn-
áhlaup þarna hinn 8. sept. og fjór-
um sinnum að kvöldi hins 9. sept.
Biðu þeir algeran ósigur í þeim öll-
um og voru hraktir til sinna stöðva,
en Frakkar héldu öllum þeim stöðv-
um, er þeir höfðu náð. Handtóku
Frakkar þar rúmlega 1000 bermenn
og töldu yfir 1000 fallinna manna
að eins fyrir framan Fosse-skóg. Að
morgni 9. sept. gerðu Þjóðverjar
fylkingaáhlaup að undanfarinni ákafri
stórskotahríð á hægri bakka Meose,
á 344. hæðina og á þriggja kílómetra
svæði. Ahlaupið var brotið á bak
aftur með stórskotahríð nema á fá-
um stöðum, en þar voru óvinirnir
hraktir þegar á eftir með gagnáhlaupi.
Alls staðar annars staðar biðu óvin-
irnir mikla ósigra hvar sem þeir
reyndu til árása.
1 aðalher Þjóðverja á vesturvig-
stöðvunum eru a/3 hlutar alls þýzka
hersins, en það verður þó æ aug-
ljósara, að erfiðleikar þeirra fara vax-
andi með það að fá haldið stöðvun-
um hjá Aisne. Þeir gerðu þar að eins
fá gagnáhlaup og ná þau aldrei til-
gangi sinum; stórskotalið þeirra fær
ekki rönd reist við stórskotaliði
bandamanna og fótgönguliðið á við
ofurefli að etja.
Frá ítðlum.
Alla vikuna stóð áköf orusta á
Isonzo-vígstöðvunum. Austurríkis-
menn gerðu grimmileg gagnáhlaup
á fjallið San Gabrielle, en brún þess
er enn á valdi ítala. Rigningar hafa
hamlað frekari hernaðarframkvæmd-
um. ítalir hafa nú tekið 145 fall-
byssur, 94 sprengjuvarpara, 322 vél-
byssur og 11000 riffla að herfangi.
Er mörgum þessum skotvopnum nú
beitt gegn óvinunum.
Fcá Saloniki.
Hinn 9. sept. tóku Frakkar nokk-
ur þorp vestan við Malik-vatnið. Tvo
sprengjuvarpara tóku þeir hinn 11.
sept. hjá Pogradex og daginn eftir
sóttu þeir fram á 10 kílómetra svæði
vestan vatnsins.
Frá Rússum.
Síðan Rússar yfigáfu Riga hafa
þeir stöðugt haldið uudan til herlínu
sem liggur í boga frá St. Peters-
Kapelle hjá Rigaflóanum, um Sier-
vald hjá veginum milli Riga og
Pskov, og þaðan til Friedrichstadt.
og Dwinsk. Framsókn Þjóðverja
virðist stöðvuð nú sem stendur.
Siðustu fregnir herma það, að fram-
sóknarlið Rússa hafi sótt fram og
náð þorpinu Kulis hjá Rigaflóa,
þorpinu Pelme hjá Pskov-veginum,
og þannig fært herlinuna fram til
Moritzburg, Slikersten og Nigalas.
Frá Austur-Aíríku.
Herlið Þjóðverja, sem hrakið var
frá Mahenge, hörfar til suðausturs og
eltir herlið vort það frá Ipembe.
Annar liðflokkur Þjóðverja hörfaði
frá Tuneeuro í áttina til Hivale. —
Óvinirnir hafa yfirgefið stöðvar, er
þeir hafa haldið um hrið hjá Mponda
og veitum vér þeim eftirför.
London, ódagsett.
Einu dæminu enn þá upp á lævisi Þjóð-
verja, hefir Bandarikjastjórn Ijóstað upp,
þegar hún kom upp um Luxburg greifa,
stjórnmála-erindreka Þjóðverja f Argentinu,
sem leyft hafði verið að nota sænsku
sendiherraskrifstofuna i Baenes Aires sem
millilið, til þess að koma sfmskeytum til
Berlinar. Efni skeytanna var um siglingar
argentinskra skipa og árásir þýzkra kaf-
báta. Mælt er með þvf, að undir vissum
kringumstæðum sé skipum »sökt án þess
að nokkur verksummerki sjáist«/]2!ZHS3
Stjórnin i Argentínu hefir gefið Luxburg
vegabréf, og argentínski sendiherrann i
Þýzkalandi hefir fengið skipun um að
krefjast skýríngar f Berlin.
Skýrsla sænsku stjórnarinnar segir, að
stjórnin sænska viti ekkert um skeyti þau,
sem hér er átt við, en segir, að frá ófrið-
arbyrjun hafi Sviar annast skeytaflutning
milli ófriðarþjóða og hlutleysingja og^talið
það kurteisi. Svíar skuli leita upplýsinga
um þetta mál frá Þýzkalandi, og ef i þvi
ffelst trunaðarmisbeiting, muni ráðstafanir
þegar gerðar til þess að hindra, að það
komi fyrir aftur. — Bretar mótmœltu þvi
árið 1915, að sœnska utanrfsisráðuneytið
legði það í vana’sinn að senda simskeyti á
þýzku leynimáli, og var þá þegar lofað að
hætta því.
Amerikumenn hafa einnig komið upp
skeytaflutningsmáli um þýzka sendiherrann
í Mexiko City. Þýzki sendiherrann segir,
>að hann sé að eias stjórnarerindreki og
hann megi koma áleiðis þeim upplýsingum,
sem hann fái úr óvinaherbúðunum*.
Er Korniloff krafðist þess frá
bráðabirgðarstjórninni, að hún fengi
honum í hendur borgaralegt og hern-
aðarlegt vald til þess að mynda nýja
stjórn, þá rak Kerensky Korniloíf
frá og tók sjálfur að sér yfirhers-
höfðingjastarfann.
Það var búist við því, að styrjöld
mcndi verða úr þessu, en síðar hefir
atvinnumálaráðherra Rússa tilkynt,.
að Korniloff hafi mistekist og her-
stjómarráð hans gefist upp. Alexieff
hefir. yfirstjórn herstjórnarráðs Ker--
ensky’s.
Nýtt ráðuneyti hefir verið mynd-
að í Frakklandi. Er Painleve for-
sætisráðherra, Ribot utanríkisráðherra.-
Jafnaðarmenn neituðu að taka sæti
í ráðuneytinu.
Vikuna, sem endaði 9. sept., komn
2744 skip til brezkra hafna, en 2868”
skip fóru úr brezkum höfnum. 12'
skipum stærri en 1600 smálestir,
þar með talið eitt frá fyrri viku, og
6 skipum minni, þar með talið eitt
frá fyrri viku, var sökt. Þetta er
lægsta tala stórra skipa síðan farið
var að gefa út skýrslur. Tölurnar
sýna, að Þjóðverjar tefla nú fram
færri kafbátum eða að fleiri kafbát-
um verður minna ágengt.
Brezku flotamálayfirvöldin tilkynna,
að baráttan gegn kafbátunum hafi
borið góðan árangur siðustu 3 mán-
uðina, og bandamenn muni bera
hærra hlut. í þriðja sinni hefir þýzka
stjórnin fastákveðið tímann, sem
þýzku kafbátarnir eiga að hafa ger-
sigrað bandamenn og er það fyrri
hluta októbermánaðar.
Þýzki kafbáturinn »U. 293« hefir
verið kyrsettur í Cadiz. Var hann
orðinn olíulaus og var dreginn í
höfn af spænskum tundurbát.
Bonar Law lýsti því yfir 12. sept.,
að bandamenn hefðu nægar auðs-
uppsprettur til þess að gersigra í
ófriðnum, og að ófriðurinn mundi
komast á það stig, að mest væri
komið undir þrautseigju og kjarki..
Með þrautseigju mundum vér sigra..
Lord Reading æðsti dómari er
kominn til Bandaríkjanna í fjármála-
erindum.
Kosningaúrslit í Svíþjóð, sem?
komin voru 13. sept. benda til þessr.
að afturhaldsflokkurinn muni verða.
undir.
Skýrsla »Board of Tradet fyrir
síðasta mánuð sýnir, að aldrei hefir
verið flutt meira inn. Alls nen.ur
innflutningur 100,570,000 sterlings-
punda og er 24^/2 milj. sterlings-
punda meiri en í ágúst í fyrra. Út-
flutningur hefir aukist um rúmlega
tvær milj. sterlingspunda. Eru töl-
(Framhald á 7. siðu)