Morgunblaðið - 22.09.1917, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.09.1917, Blaðsíða 3
MOftGUNSLAÐIB 1 þeim — f)já Cíausensbræðrum. að niinka þarf kenslu i barnaskólan- um hér i Reykjavík, þá er það handa- vinnan, sem verður fyrst að vikja, svo þarflaus er hún talin. Eg hefi i nokkur ár verið próf- dómari í handavinnu stúlknanna i bainaskólanum, og það verð eg að segja, að ótrálega miklu hafa þær komið í veik með i. til 2. stunda kenslu á viku, og ber það ljósastan vott um að kenslukonurnar eru dug- legar og litlu stúlkunum ljúft að læra. Eg vil geta þess í þessu sambandi, að flestar telpur hafa lokið við að sauma einn nærfatnað handa sér þeg- ar þær fara alfarnar úr skólanum, fyrir utan margt og mikið annað, sem þær hafa saurnað og prjónað. Þó nú að handavinnukenslan sé svona af skornum skamti, þá kemur hún þó að talsverðum notum, og mörg ein stúlkan verður að búa að því litla, sem hún hefir lænt i þess- ari grein í barnaskólanum. Um ferm- ingaraldur verður fjöldi af þeim að vinna að eldhússtörfum og hirðingu á herbergjum á vetrum, en að ýmis- konar útivinnu á sumrum, svo veiða sumar þeirra húsmæður um tvítugs- aldur, og ef þá unga konan hefir aldrei borið við að sauma eða prjóna, þá er ekki vafi á því, að það leiðir óánægju og óþarfa peningaútlit yfir heimilið. Nú munu ýmsir segja að margar stú^kur geti þó lært sauma- skap í heimahúsum, því neita eg ekki, en hinar er svo miklu fleiri, sem ekki hafa tækifæri til þess. Eg get ekki stilt mig um það, að láta þess hér getið, að á árunum 1857 til 1864, er þær konsúlsfrú C. Zimsen, biskupsfrú E. Sveinsson og frú Frederikke Briem gengu í barna- skóla i Kaupmannahöfn, þá var þar varið 4 til 6 stundum á viku í hverj- um bekk til handavinnukenslu, og nú er með reglugeríum fyrirskipað, við alla barnaskóla á Norðurlöndum, að stúlkum skuli kend handavinna í hverjum bekk 4 til 6 stundir á viku. Barnaskólinn á Akureyri er sá eini barnaskóli hér á landi, er hefir fasta reglugerð fyrir handavinnu- kennslu, bæði hvað snertir tímaíjölda og niðurskipun vinnunnar. Að öllu þessu athuguðu vona eg og óska, að skólanefndin sjái sér fært, að viðhalda að einhverju leyti handavinnu stúlknanna í barnaskól- anum, það leiðir ekki af sér neinn verulegan kostnað, þvi það þarf litlu meira eldsneyti þótt nokkrar kenslu- stofur séu notaðar 1—‘2 tveim stund- um iengur á dag, og að undantekn- um desember og janúar er næg dags- birta þótt þessari kenslu sé bætt við, og auðvitað fá kenslukonurnar í þess- ari námsgrein kaup sitt, hvort sem þær kenna eða ekki. Guðrúti J. Briem. Æaupié cfflorcjunBL Hér með tilkynnist vinum og vandamönn- um að jarðarför litla drengsins okkar, Halldórs, fer fram i dag kl. 2 e. hád. frá heimili okkar. Laugavegi 71, 22. sept. 1917. Eydis Jónsdóttir. Jón Jómasson. Fágætur reki. ísafirði í gær. í Bolungarvík rak i gær gríðar- stóran kolkrabba. Kom hann á land í tvennu lagi og var hausinn laus frá búknum. Armar hans voru sex álna langir. Hausinn vóg rúmlega tvo fjórðunga og búkurinn var 42 pund. Allur mun kolbrabbinn hafa verið um 100 pund, meðan hann var lifandi. Þykjast Bolvíkingar aldrei hafa séð slika sjóskepnu. Árásir á London. Þýzkar flugvélar gerðu árásir á London þijár nætur i röð, hinn 2., 3, og 4. þessa mán. Fyrstu nótt- ina voru þær eigi ffijög margar sam- an, en þá vörpuðu þær sprengikúl- um á hermannaskálana í Chatham. Biðu þar 107 sjóliðsmenn bana, en 86 særðust. Var sprengingin svo ógurleg, að þakið sviftist af skálan- um og fór i smámola, en sjóliðs- mennirnir vöknuðu við heldur vond- an draum, því að þeir köstuðust langar leiðir burtu úr rúmum sinum. — Þoka var á og sázt þvi ekkert til flugvélanna, en altaf heyrðist véla- skröltið i þeim. — Þessa sömu nótt átti að fara fram æfing í flugvéla- vörnum og vissi það allur borgar- lýður. Héldu þvi flestir, þegar þeir heyrðu sprengingarnar og skotin, að þetta væri að eins æfing og margir vissu ekki um það fyr en næsta dag að þýzkar flugvélar höfðu geit árás á bprgina. Þriðju uóttina voru flugvélarnar flestar. Segir opinber tilkynning að þær muni hafa verið um tuttugu. Fór þá á sömu lund og fyr, að þykt var loft og sázt ekkert til flugvél- anna, en Bretar skutu á þær eftir hljóðinu, því að vélaskröltið heyrðist glögt. 1 þessari árás urðu flugvél- arnar eigi nema 9 mönnum að bana og særðu 40, en vörpuðu þó niður um 40 sprengikúlum. — Hafa Þjóðverjar orðið á undan okkur með það að hefja sókn í loft- inu? spyr eitt Lundúnablaðið í tilefni af þessum þrem árásum og tilkynn- ingu Sir Douglas Haig, þar sem skýrt er frá því að flugvélum Þjóð- verja fjölgi óðum. Annað blað, sem jafnan hefir varað Breta við því, að Agætt Norðlenzkt saitkjði fæst i verzluninni *&(§ cfö Ao eins 2 hirbergi ofíir íií leigu i fíinu nýja fíúsi ofífíar. Nathan & \ \ Olsen. MaítöE fæst nú aftur í Ölgerðinni Egill Skallagrimss. K. F. U. ffl. Væringjar! Æfingámorgun. Mætið kl. 9x/a 8já Mentaskólanum með nesti. Tulinius. 1-2 herbergi og eldhús óskast til leigu 1. okt. Ritstj. visar á. Þjóðverjar muni hyggja á það að heimsækja þá með stórunf flugvéla- flota, segir að Þjóðverjum miði held- ur of vel áfram með þessar fyrir- ætlanir sinar. Nýtt kindakjöt fæst hér eftir fyrst um sian á hverjum laugard: í verzl V O N, Laugavegi 53. t/&0 f, c/haup&Kapm Jp Bókabúðin á Laugavegi 4 selur - gamlar bækur. Gott hús á góðum stað í Hafnar~ firði fæst tii kaups og ibúðar 1. okt. Semja ber við Einar Markússon. Stofuborð óskast keypt á Lauga- vegi 70. ^ £@iga 2 samliggjandi herbergi óskast til leigu. Tilboð merkt 1920 afhend- ist afgr. Morgunbl. Rúm fást handa ferðafólki á Hverf- isgötu 32. Stúlka óskar efúr herbergi frá i_ okt., helzt með aðgangi að eldhúsi að einhverju leyti. Áreiðanleg borgun fyrirfram. Uppl. í sima 574. Fyrir einhleypa fást tvær stofur með forstofuinngangi, leigðar frá 1. okt. í húsi Benedikts Sigmundssonar, Vesturgötu 6, Hafn- arfirði. Til leigu óskast: divan, bókaskáp- ur og fjórir stólar, alt vandað. R. v. á. *$?inna Stúlka óskast í hæga og góða vist: í Miðbænum. Gott kaup. R. v. á. tfflensía Tilsögn i pianospili veitir Sigríður Sighvatsdóttir, Amtmannsstíg 2. KBNSLA íslenzku, dönsku, ensku og útsaam kennir Sigurrós Þóróardóttir, Bókhlöðustig 7 (uppi). Epsku og dönsku m. fl. kennir frá 1. okt. undirritaður, sem hefir stundað nám í Edinborg og við Lýðháskólann í Askov. F*. Kjartansson. Til viðtals í Aðalstræti 8 kl. 4—6 síðd. cTunóié Svipa nýsilfurbúin, merkt, hefir fundist á veginum skamt frá Geit- hálsi, og i heiðinni fáséður hnífur. Eigendur helgi sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.