Morgunblaðið - 22.09.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.09.1917, Blaðsíða 2
2 \ MORGUNBLAÐIÐ Skóhfífar. Enn er dálífið effir af Skrifstofa andbannmgafélagsins, Ingólfsíræti 21, opin hvern virkan dag kl. 4—7 síQd. Allir þeir sem vilja koma áfengis- málinu í viðunandi horf, án þess að hnekkja persónufrelsi manna og al- mennum mannréttindum, eru beðnir að snúa sér þangað. Sími 544. Mótekjan. Misjafnk hafa orðið dómar manna um bæjarmóinn og þó aðallega á eina lund, að bann væri illhæfur til notkunar. Og þegar nú þar við bætist að mór- inn verður miklu dýrari heldur en búist var við, þá hafa hinar góðu vonir manna brugðist hast- arlega. Mómálið var til umræðu á bæjarstjórnarfundi í fyrrakvöld. Jón Þorláksson, forstjóri elds- neytisskrifstofunnar, reifði málið. Kvað hann sér og bæjarstjórn hafa mjög yfirsézt í vor þegar á- æklunin var ger, því að þá hefði verið gert ráð fyrir því að 12 hestar af mó færu í smálestina, en sönnu nær væri að áætla 24 hesta í smál. öaf hann svo yfir- lit um kostnaðinn við mótekj- una og sagði að áætlað væri að 2500 smál. af stungumó og 500 smál. af eltimó hefði verið tekn- ar upp og samsvaraði það hér um bil pöntunum manna í vor. — Um gæði mósins sagði hann, að sumt af honum væri heldur laust í sér vegna þess að hann hefði þornað áður en hann varð stunginn i sundur. En yfirleitt væri mórinn góður. Margt fleira kom fram í mál- inu, en að lokum var samþykt að smálestin skyldi seld á 45 kr. og þeir, sem ekki hafa þegar fengið móinn heim til sín, megi vera lausir við pantanir sínar. ^ Gasið hækkar enn. Á bæjarstjórnarfundi i fyrrakvöld var samþykt að hækka verð á ljósa- gasi í 125 aura teningsmetrana, sjálfsalagas í 85 aura og suðugas i 80 aura. Bæjarstjórnin á nú von á kolum frá Englandi handa gasstöð- inni og eins hafa verið fest kaup á 100 smálestum af kolum hjá Kol og Salt. Þetta nýja gasverð er mið- að við meðalverð á þessum báðum kolatégundum og sett svo lágt, að gasstöðin haö engan hag af gassöl- unni og eigi heldur tjón. í sumar hefir gasnotkunin verið með minsta móti, eða eigi nema svo sem a/3 af þvi sem gasstöðin getur framleitt. En þó er búist við því að hún verði enn minni í vet- ur, eða eigi nema helmingur af því sem hægt er að framleiða. Þorvarður benti á, hvort eigi mundi heppilegra núna í dýrtíðinni að, selja gasið lægra verði, enda þótt gasstöðin tapaði á þvi, en ná því svo aftur upp þegar um hægðist. Jón Þorláksson áleit að slik dýr- tiðarhjálp mundi eigi koma þar nið- ur, er henni væri ætlað, og heldur eigi rétt að vera að hvetja menn til gaseyðslu. Sigurður Jónsson sagði að sin reynsla væri sú, að á undan þessari hækkun hefði gasið- verið helmingi dýrara en steinolia sú, sem hér hefir fengist, enda þótt hún hefði ekki reynst vel. DAGBOK Gangverð erlendrar myntar. Dollar Bankar 3,52 Fósthús 3,60 Frankl 60,00 69,00 Sænsk króna ... 111,00 111,50 Norsk króna ... 104,00 103,00 Sterlingspund ... 16,40 16,00 Mark 49,00 48,00 Kveikt á ljóskerum bifreiða og hjóla kl. 8 á kvöldin. Messað í fríkirkjunni í Reykjavík kl. 5 síðd. (síra Olafur Olafsson). Njörðqr kom inn af fiskveiðum í gærmorgun, með ágætan afla, sem hann fékk hór úti í flóanum. Fiskurinn var seldur hór í bænum. Er það happ fyrir bæjarmenn, því að þótt nægur fiskur só úti fyrir má ekkert vera að veðri til þess að smábátar geti róið svo langt og hefir þess vegna oft verið lítið um fisk hór að undanförnu, nema það sem vélbátarnir tveir hafa aflað. Eggert Ólafsson og íslendingur komu hingað í gær og höfðu í eftir- dragi hinn mikla kolabark Elíasar Stefánssonar. Lóð E. í. A hæjarstjórnarfundi í fyrrakvöld var samþykt frumvarp að leigusamnrngi við Eimskipafólag íslands um lóð þá er fólagið fær á uppfylling- unni. Lóðin er lelgð til 90 ára og ákveður matsnefnd leiguna á 5 ára fresti frá 1. okt. 1917. E. í. hefir forgangsleigurótt að uppfyllingunni aust'ir að framlenging Pósthósstrætis með sömu kjörum. Fólagið má segja upp samningum með 12 mánaða fyrir- vara, hvenær sem það vill. Bærinn tokur lán. Samþykt var við fyrri umræðu í fyrrakvöld á fundi bæjarstjórnar, að taka alt að 180 þús. króna lán. Er það litlu meira heldur en lánveitingar, sem bæjarstjórn hefir þegar heimilað í mörgu lagi, en eigi hafa verið notaðar. Er nú alt dregið saman í eitt. Ennfremur var borgar- stjóra fahð að taka alt að 100 þús. króna bráðabirgðalán tll þess að stand- ast ymsar greiðslur í næsta mánuði. Lóðakaup. Bæjarstjórn hefír fallist á tillögu fasteignajiefndar um það að kaupa lóð af Stefáni Kr. Bjarnasyni skipstjóra, til breikkunar á Grundarstíg. HÚMÍn á uppfyllingunni. Það er nú afráðið að þarfahúsin, sem áður voru á steinstóttinni hjá bæjarbryggjunni akuli endurreist austast og efst á upp- fyllingunni, eða þar sem upphaflega var ákveðið að hafa þau. Dýrtíðaruppbót. Bæjarstj. heimilr aði gasetöðvarstjóra að veita 4 mönn- um gasstöðvarinnar, þeim er lengst hafa verið í þjónustu hennar, 700 kr. dýr- tíðaruppbót. Tveir þeirra fá 200 kr. hvor og hinir tveir 150 kr. hvor. Kologoiía. Bæjarstjórn hefir feng- iö loforð wm rúml. 1200 smál. af kol- um fyrir 125 kr. smál. og 572 tunnur af steinolíu hjá landsstjórninni. Auk þess er búist við aS bærinn geti fengið um 100 smái. meira af Tjörneskolum, hsldur en búist var við og munu þau kosta hingaö komin um 100 kr. smál. Messað á morgun í dómkirkjunni í Rvík ki. 10 síra B. J og ki. 5 síra Jóh. Þ. Hið nýja hús Nathan & Olsens er dú bráðum fullgert. Hafa skrifstofa verziunar- innar verið fluttar í húsið þessa dagana, Landsbankinn flutti þangað fyrir nokkru. Leigjendur verða margir í þessu húsi. Landsbankinú hefir auk allrar neðstu hæðarinnar, ennfremur tvö herbergi á 2. lofti, en öll önnur herbergi á þeirri hæð nota Nathan & Olsen sjálfir. Hafa þeir þar, auk margra smáherbergja, eina feikistórá almenna skrifstofu sem m. a. er 13 metrar á lengd, og annað herbergi sem er 9 metrar á lengd. Á þriðja lofti eru 9 herbergi og hefir Samband íslenzkra samvinnu- kaupfélaga leigt eitt, Vitamálaskrif- an eitt (skift í tvent) íRavnkilde tannlæknir þrjú og Ljóslækningastofa Gunnlaugs Claessens þrjú herbergi. Á fjórða lofti hefir Guðm. Péturs- son nuddlæknir leigt eitt herhergi, Gunnar Sigurðsson frá Selalæk eitt, DrP.J.OIafson tannlækni er fyrst um sinn að hitta í KveHnaskólanum við Frikirkjuveg kl. 10—11 og 2—3 á virkum dögum. Ólafur Benjamínsson eitt (skift í tvent). Geo. Copland þrjú, Páll Ólafson tannlæknir eitt (skift í tvent), en tvö þerbergi eru óleigð enn. Alt húsið þar fyrir ofan (^ær hæðir) hefir Frímúrarareglan tekið á leigu. Á hverri hæð eru vatnssalerni, þvottaherbergi og baðherbergi og alt verður húsið raflýst. Gert er ráð fyrir því að flutt verði í húsið 1. oktober og er nú verið að mála herbergin og leggja dúk á gólfin. Barnaskólinn. Vér Reykjavikurbúar megum vera skólanefnd barnaskóla Reykjavíkur þakklátir fyrir hinar viturlegu rið- stafanir hennar með barnaskólann, sem fyrir nefndarinnar tilstilli fær að starfa á komandi vetri, að visu með takmörkunum, sem eg mun koma að síðar. Barnaskólinn og fræðslulögin voru gerð að umtalsefni á síðasta alþingi, einkum vaið barnaskóli Reykjavíkur að sæta miklum árásum af hendi eins þingmanns, er lét sér sæma að kasta fram óverðskulduðum sleggju- dómum um skólann. Það er nú á allra vitorði, að börn sem taka fullnaðarpróf frá barna- skólanum, ganga að því loknu sama ár inn í æðri skóla, svo sem Menta- skólann, Kvennaskólann og Verzl- unarskólann, og er það óræk sönn- un þess, að keoslan muni vera í góðu lagi, og óhætt má fullyrða það að skólastióri og kennarafólkið leit- ast við að innræta börnunum skyldu- rækni og góða siðu. En það var nú aðallega eitt atriði í ráðstöfun skólanefndarinnar, er eg vildi gera hér að umtalsefni, og það er það, að handavinna barnanna er tekin út úr skólanum. Það vantar nú ekki, að maður sér oft vinnubrögð dásömuð í blöðum hér á landi, heimilisiðnaðarféiög mynduð og prófessorsembætti í vinnuvísindum stofnað við Háskóla íslands, þá er það heldur hjáleitt, að í fæstum barnaskólum landsins^ er kend handavinna, og nú sér maður að þegar nauðsyn krefup

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.